Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 9 FRÉTTIR Hitaveitan tekur upp gæðastjómun STJÓRN Hitaveitu Reykjavíkur hefur samþykkt sérstaka stefnu fyrir fyrir- tækið. Þar kemur m.a. fram að Hita- veitan ætlar að marka sér stefnu varð- andi afhendingaröryggi og vatnsgæði, þar sem vikmörk á hita, þrýstingi og efnainnihaldi verða skilgreind. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar veitustofnanna Reykjavíkur- borgar, sagði að ákveðið hefði verið að öll veitufyrirtæki borgarinnar settu sér stefnuskrá. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefði sett sér stefnumið í fyrra og Vatnsveita Reykjavíkur væri með þetta í undirbúningi. Alfreð sagði að þarna væri um það að ræða að fyrirtækin tæku upp gæðastjórn- un. Þetta tengdist skipulagsmálum innan þeirra. Ætlunin væri að gera boðleiðir innan fyrirtækjanna skýrar og bæta þjónustuna. í stefnuskjali Hitaveitu Reykjavík- ur segir að hlutverk fyrirtækisins sé að annast öll þrep ja”ðhitavinnslu frá rannsóknum til dreifingar og sölu á heitu vatni. Fyrirtækið stefni að því að leysa öll mál áður en þau vaída notendum óþægindum og tryggja þannig stöðugan og truflunarlausan aðgang að heitu vatni. Veittist að lög- reglumanni með skrúfjárni RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur til rannsóknar mál manns, sem veitt- ist að lögreglumanni í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. Lögreglumenn voru á éftirliti í íbúðarhverfi þegar þeir sáu menn, sem þeir höfðu grunaða um að ætla að bijótast inn. Lögreglumenn gáfu sig á tal við mennina og ætluðu að handtaka þá. Annar mannanna reyndi að komast hjá handtöku og dró upp skrúijárn og hjó til lögreglumannsins. Honum tókst að yfirbuga manninn og færa hann til fangamóttöku. Meiðsl lögreglumannsins eru óveruleg. Fræðslumiðstöð sett á fót BORGARRÁÐ samþykkti á þriðju- dag samhljóða að setja á fót Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur, í samræmi við afgreiðslu skólamálaráðs. Fræðslumiðstöðinni er ætlað að gegna núverandi hlutverki Skóla- skrifstofu Reykjavíkur og Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur og taka til allrar starfsemi grunnskólanna í Reykjavík. Þá samþykkti borgarráð með þremur atkvæðum fulltrúa R-listans að auglýsa starf yfirmanns Fræðslu- miðstöðvarinnar hið fyrsta. Hjúkrunarfræð- ingar semja FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa und- irritað nýjan kjarasamning, en samn- ingar félagsins runnu út um síðustu áramót. Að sögn Ástu Möller, formanns félagsins, var samið um að hjúkrun- arfræðingar féngju 3% hækkun launa frá og með 1. janúar 1996. Auk þess hefðu verið gerðar minniháttar breyt- ingar á eldri kjarasamningi. Samn- ingurinn gildir út þetta ár. Skrifstofusljóri lyfjanefndar FJÓRIR hafa sótt um stöðu skrif- stofustjóra lyfjanefndar ríkisins sam- kvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- ráðuneytinu. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 19. janúar. Umsækjendurnir eru Trausti Pét- ursson, Rannveig Gunnarsdóttir, Guðlaug B. Björnsdóttir og Einar Birgir Haraldssson. Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Árshátíð Fáks verður haldin í félagsheimilinu laugardaginn 3. febrúar. Húsið opnað kl. 18.00. Borðhald hefst kl. 19.30. Miðaverð aðeins kr. 2.000. Kántrý-stemmning mun ráða ríkjum fram á nótt. Snyrtilegur klæðnaður áskilinn. Aldurstakmark 18 ár. Sjáumst hress. Stiómin. t Dl ITII \IADI IDII \ KUIU/ YUKUdIL : amm ■ mm ■ n ■ ■.■ Með áfanqakerfi ræður þá námshraöanum! d] Nýir nemendur byrja vikulega. n Ökuréttindi á öll þrjú ökutækin í einu eöa hvert fyrir sig. □ Reynslumiklir kennarar, fagleg kennsla. □ Góö kennsluaðstaða. □ Kennsla fer fram á kvöldin og um helgar. □ Stundaskráin er sveigjanleg, þú ræöur ferðinni! 1 I Öll kennslugögn verða eign nemandans að loknu námi. □ Verö frá 45.000- stgr. (allt innifalið nema útg. skírteinis). □ Flestir taka próf á rútu, vörubíl og leigubíl í einu. □ Greiöslukjör (munið afslátt margra stéttarfélaga). ÖKU $KOMNN IMJODD Kennsla tll réttinda á hóp-, vöru- og lelgubifreiö Skrifstofutími mánudaga-fimmtudaga 13-20, föstud. 13-17 Þarabakka 3, Mjóddinni, 109 Rvík, sími 567-0300 PARTAR Varahlutasala Boddíhlutir, hurðir, stuðarar, Ijós, bretti, húdd o.fi. Rartar, varahlutasala, Kaplahrauni 11, sími 565-3323. Stóíar - stólar Úrval af boróstofuítólum og stökum stólum. Antíkmunír • Klapparstíg 40 • Simí 552 7977. Fallegur húsbúnaður Leikföng og barnavörur n Ofl, Ofl. Vid höfum það allt saman ov Magastn Húsgagnahöllinni ***&*«?* Husgagnahollinni nr>Urin. V BOdshöföa 20-112 ReyKjavík - Sfmi 587 1410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.