Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 17 NEYTENDUR Kjötsúpa upp á arabísku UR VERINU ÝMSIR réttir eru vinsælli á ramad- an - föstumánuði múslíma - en aðrir. I Egyptalandi byrja menn yfirleitt kvöldverðinn á súpu, gerð úr baunum eða linsubaunum, spínatsúpa með hreinu jógúrt þykir lostæti og loks má nefna kjúklinga- súpu með selleríi, bragðbætt með sítrónusafa og hvítlauk. Húsfreyjan sem ég bað um góða ramadan uppskrift sagði mér að þessi réttur væri kallaður harira, sambland af kjötseyði, lambakjöti, grænmeti og kryddi. Ég hef ekki prófað þennan rétt en hún fullviss- aði mig um að þetta væri mikil gæðafæða. Uppskriftin er ætluð fyrir sex manns og mun uppruna- lega komin frá Marokkó. 450 g lambakjöt, skorið í litla bita innmatur úr kjúklingi (má sleppa) 1 stór laukur, niðursneyddur 100 g af hverju: linsubaunum og chickpeas (látnar liggja í bleyti yfír nótt) og síðan síað vel af þeim 1 tsk. turmeric 'A tsk. kanill 'A tsk. af hverju: engifer, saffran og rauðum piþar 1 7, 1 vatn salt og malaður svartur pipar eftir smekk Seinni hluti uppskriftarinnar: 4. tsk. smjör 900 ml vatn 100 g hrísgrjón 1 tsk. hveiti 2 tsk. koriander 4 tsk. steinselja 4 vel þroskaðir stórir tómatar, af- hýddir og niðursneiddir 2 sítrónur, skornar í báta Hvernig á að gera þetta? Fyrst er allt í fyrri hluta upp- skriftar sett í stóran pott, suðan látin koma upp og froðan fleytt af. Setjið helminginn af smjörinu sam- an við, dragið úr hitanum og látið malla í eina til eina og hálfa klukku- stund. Sjóðið hrísgrjónin í öðrum potti, bætið vatni í ef þarf. Setjið afgang- inn af smjörinu út í og saltið eftir þörfum. Þegar hrísgrjónin eru vel soðih er vatn síað að mestu af þeim og þeim blandað út í aðalpottinn. Skiljið um það bil fjórðung eftir af hrísgrjónasoðinu og bætið nú hveit- inu út í það, kóriander, steinselju, tómötum og hrærið í. Eftir ca. 15 mín. er þessu svo bætt í aðalpott- inn, hrært vel í. Enn betra mun vera að þykkja súpuna loks með því að bæta örlitlu hveiti út í og hræra saman við 1-2 eggjum. Síð- an er rétturinn borinn fram í pottin- um, sítrónubátar settir efst og með þessu borða menn að sjálfsögðu nýbakað arabískt brauð. Það er ekki beinlínis fljótlegt að gera þennan rétt en á ramadan hafa allir meira frí en venjulega og húsmæður telja ekki eftir sér að eyða eftirmiðdeginum í rétti sem fjölskyldunni þykja gómsætir þegar sest er að borðum eftir að sól er hnigin. Jóhanna Kristjónsdóttir. íslenskt hugvit Sleppibúnaður fyrir hesta og nautgripi I NYUTKOMNU frétta- bréfi Vara hf. er sagt frá búnaði sem Axel Eiríks- son rafvélavirki og Elías Einarsson veitingamaður hafa hannað. Um er að ræða sambyggt bruna- viðvörunarkerfi og sleppibúnað sem leysir bundin dýr frá stalli og opnar útgönguleiðir við eldsvoða í gripahúsi. Búnaðurinn er smíðaður miðað við aðstæður á hverjum stað. Með sam- tengingu við hurðarrofa og hreyfiskynjara má síð- an fá innbrotaviðvörun- arkerfi tengt við blikk- andi ljós, sírenu eða upp- hringibúnað. FELAGARNIR Elías Einarsson og Axel Eiríksson með sleppibúnaðinn sem þeir hafa hannað og smíðað. Sýningarein- takið er gert til að sleppa þremur grip- um af stalli og opna útidyr við eldsvoða. Lambakjötsútsala í Bónus Lögfræðiálit unnið fyrir Félag úthafsútgerða Reglugerð um eftirlit á sér ekki stoð í lögum „ÞABvBRYTUR gegn stjórnskipu- legri jafnræðisreglu að koma eftir- liti fyrir með þeim hætti, að sá sem eftirliti sætir hverju sinni skuli bera af því kostnað," segir í lög- fræðiáliti Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. hafa unnið fyrir Félag úthafs- útgerða. Tilefnið er reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins sem kveður á um að eftirlitsmenn Fiskistofu eigi að vera um borð í togurum sem geri út á Flæmingja- grunni. Ennfremur segir í álitinu að í íslenskum lögum sé ekki að finna heimild til að haga eftirliti með fiskveiðum þannig að eftirlits- mönnum sé viðvarandi og ótíma- bundið komið fyrir um borð í fiski- skipi. Loks segir að útgerðum sem geri út á Flæmingjagrunni sé mis- munað gagnvart útgerðum frysti- togara innan lögsögunnar sem sæta eftirliti. „Þetta staðfestir það sem við höfum áður sagt," segir Óttar Yngvason, stjórnarmaður í Félagi úthafsútgerða. „Við förum eftir því áliti sem liggur fyrir hjá þess- um hlutlausu aðilum. I niðurstöð- unni kemur fram að ekki er laga- stoð fyrir reglugerðinni. Við tök- um þess vegna ekki við eftirlits- mönnum." Hvað varðar þá yfirlýsingu sjáv- arútvegsráðherra að útgerðir sem geri út á Flæmingjagrunni geti sent sjávarútvegsráðuneytinu reikninginn fyrir kostnaði af því að hafa eftirlitsmann um borð seg- ir Óttar að það sé alvarlegt mál þegar ráðherra telji sig hafa slíkt persónulegt úthlutunarvald al- mannafjár. „Það ér stóralvarleg yfirlýsing af hálfu ráðherra í ríkísstjórn ís- lands að lýsa því yfir að hann telji sig hafa vald til að eyða fjármun- um almennings eftir sínum eigin duttlungum og í raun andstætt þeirri reglugerð sem hann var að setja sjálfur. Það sýnir að mál- flutningurinn er eitthvað brengl- aður," segir Óttar. Þarf að breyta reglugerðinni „Ég get ekki séð annað en að ráðuneytið þurfi að breytá sinni reglugerð og fella niður það sem segir um kostnað við eftirlitsmenn- ina," segir hann. „Síðan þarf ráðu- neytið að afla sér lagaheimildar til að setja eftirlitsmenn til langtíma og viðvarandi um borð í skip. Sú lagaheimild er ekki fyrir hendi." Óttar segir að þar að auki sé útgerðum úthafsskipa mismunað þegar litið sé til þess hvernig eftir- liti sé hagað innan landhelgi á frystiskipum, þar sem þeir séu ein- ungis tvo mánuði um borð á ári. Þá veki það spurningar hvort eftirlitsmenn um borð í frysti- togurum innan lögsögunnar séu þar á grundvelli fullnægjandi laga- heimildar: „Kostnaður við veru þeirra þar er um milljón á hvern togara á ári. Það ætti að vera hlut- verk LÍÚ að létta þeim kostnaði af útgerðunum." „Súnakrókur" stofnaður til að auðvelda eftirlitið SETTUR hefur verið á fót Síma- krókur, þjónustusími Fiskistofu, sem auðveldar eftiriit með bátum sem stunda veiðar með viðbótar- banndögum. Annað tímabil sóknar- dagakerfisins hefst í dag. Reglur um sóknardaga koma til fram- kvæmda í dag. Samkvæmt þeim skulu krókabátar sem stundað hafa veiðar með viðbótarbanndögum, þ.e. allir krókabátar sem ekki hafa þorskaflahámark, stunda veiðar með sóknardögum frá og með 1. febrúar. Skipstjórar krókabáta eiga að senda Fiskistofu tilkynningar varð- andi sóknardaga o.fl. með því að hringja úr tónvalssíma í Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu, sem er 9041010. Afturköllun á sóknardegi heimil Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðuheytisins er heimilt að aft- urkalla tilkynningu um sóknardag, enda sé það gert innan tveggja klukkustnda eftir að tilkynning um nýtingu sóknardags var send Fiski- stofu. Að öðrum kosti telst sóknar- dagur nýttur. Ekki er heimilt að afturkalla til- kynningu um sóknardag nema bát- ur sé í höfn þegar afturköllun er Annað veiðitíma- bil í sóknardaga- kerfinu að hefjast send Fiskistofú og aldrei er heimilt að afturkalla tilkynningu hafí veið- arfæri verið sett í sjó. Einnig er hægt að fá upplýsingar úr kerfinu. Menn geta hringt í þenn- an síma eða annan, sem er 9041005, en þá les kerfið fyrir menn hvaða tilkynningar þeir hafa lesið inn. Þessi Símakrókur er leiðin sem ákveðið var að fara til að halda uppi eftirliti í sóknardagakerfinu. Sjómenn geta tilkynnt sig úr hvers kyns tónvalssíma, en til þess þurfa þeir ákveðið leyninúmer. Hinsvegar þurfa þeir sem hringja í upplýsingasímann ekkert leyni- númer. Þannig geta veiðieftiriits- menn Fiskistofu og Landhelgis- gæslan athugað hvort menn séu búnir að tilkynna sig með einu sím- tali. Hver sem er getur einnig hringt í upplýsingasímann og grennslast fyrir um það. Að sögn Auðuns Samúelssonar á Fiskistofu er búið að senda sjó- mönnum þessi leyninúmer, leiðbein- ingar og reglugerðina. „Hver mín- úta í símtalinu kostar 39,90," segir Auðun. „Við reiknum með að kostn- aðurinn væri svipaður ef þetta væri sent með faxi eða frímerktu bréfi. Miðlun ehf. á búnaðinn sem notast er við og berast upplýsingarnir sjálfvirkt inn á Fiskistofu." 47 sóknardagar eftir af fiskveiðiárinu 21 sóknardagur er á öðru tíma- bili, sem hefst í dag og stendur út apríl. Á þriðja tímabili, sem er frá maíbyrjun til júníloka eru 13 sóknardagar og á fjórða tímabili, sem er frá júlíbyrjun til ágústloka eru 13 dagar. Það eru því alls 47 sóknardagar það sem eftir er fisk- veiðiársins 1995 til 1996. Hægt er að millifæra sóknardaga frá öðru timabili yfir á tímabil þrjú og fjögur. Þegar sóknardagar eru fluttir á milli tímabila eru þeir margfaldaðir með stuðlinum 0,5 og broti sleppt. Þannig umreiknuðum sóknardögum er skipt jafnt milli þriðja og fjórða tímabils. Útgerðir skulu tilkynna Fiski- stofu skriflega um flutning sóknar- daga fyrir upphaf þriðja veiðitíma- bils. Flutnjngur öðlast ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest hann skriflega. Það eru svipaðar reglur og hafa gilt um aflamarkið. Frekari kvótasetningu hafnað HAFIN er lambakjötsútsala í Bón- usverslununum. Lambakjöt í hálf- um skrokkum kostar 279 krónur kílóið. Kjötið er í A-flokki 1994-95. Stendur útsalan meðan birgðir end- ast. ALMENNUR félagsfundur í Snæ- felli, félagi eigenda Smábáta á Snæ- fellsnesi, hafnar alfarið öllum hug- myndum að frekari kvótasetningu á krókabáta. Fundurinn skorar á sjáv- arútvegsráðherra að tengja afla krókabáta víð núgildandi heildarafla í þorski og tryggja sóknardagabát- um að lágmarki 82 sóknardaga eins og nú er. „Benda má á í því sam- bandi að sameiginlegt þing allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi sam- þykkti samhljóða að sóknardögum mundi ekki fækka niður fyrir 82, segir meðal annars í ályktun frá fundinum. Fundurinn fagnaði á hinn bóginn hugmyndum sjávarútvegsráðherra um að afnema alla banndaga króka- báta og fækka tímabilum sóknar- dagabáta. Fundarmenn mæltu ein- dregið með því að áfram verði út- hlutað kvóta úr jöfnunarsjóðum, þar sem þeir hafa skipt sköpum fyrir aflamarksbáta og mega því ekki leggjast af. Fundurinn lýsir yfir hneykslun sinni á hugmyndum sjávarútvegs- ráðherra með að banna netaveiðar á smábátum þriðjung úr ári. „Verði slíkt að lögum mun rekstrargrund- vellinum endanlega hafa verið kippt undan þessum bátum og veiðiheim- ildir þeirra nýttar af verksmiðjuskip- um ofursægreifanna sem skila eng- um afla til vinnslu í landi," segir í ályktun fundarins. I greinargerð, sem ályktun fund- arins fylgir segir svo: „Af fréttum að dæma liggur það í loftinu að þorskveiðiheimildir verði auknar innan skamms. Nýti sjávar- útvegsráðherra sér ekki lagaheimild í fiskveiðistjórninni til að auka þorskkvótann á þessu fiskveiðiári, má ljóst vera að auknar veiðiheimild- ir í þorski munu sjá dagsins ljós 1. september nk. Fundurinn tekur undir með fiski- frasðingum og virtum skipstjórum að fara eigi varlega varðandi auknar veiðar og bendir í því sambandi á að allar viðbótarveiðiheimildir verði veiddar í kyrrstæð veiðarfæri. Það ber því ekki að skerða veiði- rétt smábáta enn frekar, heldur halda því kerfi sem komið hefur verið á."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.