Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Danir hrinda Hvítbók ESB í framkvæmd Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANMÖRK hefur fyrst ríkja Evr- ópusambandsins hrint í framkvæmd öllum þeim evrópsku lögum og regl- um, sem Hvítbók framkvæmda- stjórnar ESB frá 1985 mælir með. í samtali við Morgunblaðið sagðist Niels Helveg Petersen utanríksráð- herra Dana vera stoltur af frammi- stöðu Dana, en ekki gleddist hann síður yfír hver mörg lönd væru langt komin í þessum efnum. Hvítbókin var á sínum tíma kennd við Jaques Delors formann fram- kvæmdastjórnar ESB. Tilgangur hennar var að leggja línur að þróun til að styrkja innri markað sam- bandsins og efla samkeppnisstöðu landanna. Danir höfðu forskot Helveg Petersen sagði að þegar bókin kom út á sínum tíma hefði verið mikill munur á milli einstakra landa á þeim sviðum, sem bókin spannar og Danir þá þegar haft for- skot. Nú hefðu Danir uppfyllt tak- mörk hennar, en það gíeðilega væri að mörg önnur lönd væru einnig mjög nálægt því. Finnar biðja ESB að lækka launin Helsinki. Reuter. FINNSK stjórnvöld hafa farið þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hún at- hugi hvort hún geti lækkað laun þeirra Finna, sem skipa stöður æðstu embættismanna hjá Evr- ópusambandinu. Þessi beiðni er sett fram í framhaldi af því að upplýst hefur verið að embættis- mennirnir hafa hærri laun en finnski forsætisráðherrann. Að sögn Vesa Rantala, embætt- ismanns á starfsmannaskrifstofu finnska fjármálaráðuneytisins, telja menn launin hjá ESB há og ekki í samræmi við áherzlu ráðu- neytisins á sparnað. Rantala bætir við að laun í Finnlandi séu í mörg- um tilvikum lægri en í öðrum Evrópuríkjum. Á hærri launum en forsætisráðherrann Hæst settu embættismenn Evr- ópusambandsins hafa um 50 til 70 þúsund finnsk mörk í mánað- arlaun, eða 735.000 til 1.029.000 íslenzkar krónur. Það er talsvert meira en mánaðarlaun Paavos Lipponen forsætisráðherra, sem fær 44.900 mörk í laun, eða um 660.000 krónur. Von um þykkt launaumslag olli því að 700 Finnar sóttu nýlega um húsvarðarstarf hjá Evrópu- sambandinu í Brussel. „Það varp- ar Ijósi á ástandið," segir Rantaía. Meinhluti andvígur EMU Hamborg. Reuter. FJORIR af hverjum fimm Þjóðverj- um eru á móti áformunum að koma á sameiginlegum evrópskum gjaldm- iðli árið 1999 samkvæmt skoðana- könnun er birt var í vikuritinu Die Woche í gær. Samkvæmt könnuninni, er fram- kvæmd var af Forsa-stofnuninni, eru 43% Þjóðverja alfarið á móti áfor- munum sem slíkum en 41% telja að fresta eigi tímasetningunni. Einungis tíu prósent sögðust vera hlynntir því að áfram yrði stefnt að því að taka upp „Evró“-myntina árið 1999. Verkamenn og félagar í stéttar- félögum voru áberandi andvígir EMU-áformunum og sögðust 55% í þeirra hóp vera á móti peningalegum samruna og 45% vildu fresta honum. Hins vegar sögðu 63% vera þeirrar skoðunar að ekki ætti að breyta skil- yrðunum fyrir þátttöku í peningalega samrunanum. Einungis 14% vildu taka upp vægari skilyrði. Pan American í loftið að nýju New York. Reuter. Breska þingið Vilja hærra kaup London. Reuter. UM HELMINGUR breskra þingmanna hefur hafið baráttu fyrir kauphækkun. Breskir þingmenn fá 34.085 sterlingspund (rúmiega 3,4 milljónir ísl. kr.) í árslaun. 291 þingmaður af 651 úr öllum flokkum skrifaði undir ályktun um að nefnd, sem John Major forsætisráðherra skipaði til að kanna ástandið í opinbera geiranum, rannsaki sérstak- lega laun þingmanna. í ályktuninni var ekki nefnd upphæð, en nefnt er að tvöfalda laun þingmanna og þrefalda laun ráðherra. Að sögn sjónvarpsstöðvar- innar Sky fá þeir auk launa árlega 43 þúsund pund (rúm- lega 4,3 milljónir króna) til að reka skrifstofur sínar, 15 þús- und pund (rúmlega 1,5 milljón- ir króna) í ferðakostnað og 11 þúsund pund (rúma 1,1 milljón króna) til viðbótar séu kjör- dæmi þeirra utan London. í Evrópusambandinu eru laun þingmanna lægri á Grikk- landi og Spáni. Hér á landi er þingfararkaup alþingismanns rúmar 2,3 milljónir króna á ári. PAN AMERICAN flugfélagið hefur verið endurreist með bækistöð í Miami, fjórum árum eftir að rekstri þess var hætt vegna fjárhagserfið- íeika. Innanlandsflug verður tekið upp í sumar og samvinnu komið á við erlend flugfélög að sögn for- ráðamanna nýja félagsins. Martin Shugrue, einn fyrrverandi framkvæmdastjóra Pan Am sem hefur verið skipaður forstjóri fé- lagsins, sagði á blaðamannafundi að Pan Am mundi bjóða lág far- gjöld og byggja á fornri frægð og gömlum arfi félagsins, sem var brautryðjandi í millilandaflugi og hafði orð fyrir góða þjónustu um áratuga skeið. Sérfræðingar segja að nafn Pan Am sé félaginu gulls ígildi og fyrir- ætlanir þess um lág fargjöld og samstarf við alþjóðleg flugfélög skynsamlegar. Þó telja þeir að fé- lagið muni mæta harðri samkeppni. Flug milli stórborga Pan Am hyggst bjóða flug án millilendinga milli stórborganna New York, San Francisco, Los Ang- eles, Chicago og Miami. Shugrue sagði að Pan Am stefndi að lágum kostnaði og fargjöldum og til dæmis yrði boðið upp á tví- ferð á fyrsta farrými frá New York til Los Angeles fyrir 600-700 doll- ara (39.600-46.200 ísl. kr.) og al- menn fargjöld fyrir 500 dollara (33 þús. ísl. kr.) eða lægra verð. Félagið hefur tryggt fjármögnun upp á 30 millj. dollara (1,9 milljarða ísl. kr.) og þar af eru 20 millj. doll- ara (1,3 milljarða ísl. kr.) frá eink- afjárfestum og 10 millj. dollara (660 millj. ísl. kr.) frá Frost Hanna Merg- ers Group Inc. í Boca Raton í Florida. Pan Am samþykkti á mánudag að sameinast Frost Hanna og stofna nýtt fyrirtæki, Pan American World Airways Inc. Fv. sendiherra hér formaður Meðal annarra fjárfesta eru Charles „Chuck“ Cobb, kaupsýslu- maður á Florida og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Jslandi, sem keypti nafn Pan Am og hið fræga fyrirtækismerki 1993. Cobb leggur fram 2,7 milljónir dollara (178 millj. ísl. kr.) og verður stjórn- arformaður. Shugrue sagði að Pan Am ætti í viðræðum um tengsl við fimm til sex flugfélög í Evrópu og Róm- önsku Ameríku. Félagið hefur sam- ið um leigu á þremur Airbus A300 breiðþotum og hyggst bæta við að minnsta kosti fimm þotum áður en fyrsta starfsári þess lýkur. Reuter TYRKNESKIR hermenn hverfa brott frá eynni Imia/Kardak í Eyjahafi eftir að samkomulag náð- ist um að Grikkir og Tyrkir kveddu hermenn sína þaðan. Deila blossaði upp um eyna í fyrradag. Dregur úr viðsjám Grikkja og Tyrkja í Eyjahafi Gnkkir fella fána á umdeildu eyðiskeri London, Ankara, Aþenu. Reuter. GRIKKIR brutu odd af oflæti sínu í gær er þeir féllust á að fjarlægja fána sinn af eyðiskeri í Eyjahafi. Þar með dró úr spennu milli Grikkja og Tyrkja sem sent höfðu flotadeild- ir að skerinu sem þá greinir á um hvoru ríkinu skuli tilheyra. Deilan leystist fyrir milligöngu Richards Holbrookes, samningamanns Bandaríkjanna. Samningaumleitanir Bandaríkja- manna stóðu fram undir morgun í gær. Féllust ríkisstjórnir bæði Grikklands og Tyrklands á að draga ekki fána að húni á eyðiskerinu, sem er miili grísku eynnar Kalymn- os og tyrknesku strandarinnar. Grikkir hafa haft fána uppi á skerinu sem þeir kalla Imia og er hluti af Tylftareyjaklasanum sem ítalir afsöluðu Grikkjum árið 1947. Tyrkir kalla klettinn Kardak og hafa aldrei viðurkennt umráðarétt Grikkja yfír honum en við stríði ríkjanna lá árið 1987 vegna deilu um málmvinnsluréttindi í Eyjahafi. Deilan um eyðiskerið blossaði upp í fyrradag þegar tyrkneskur blaðamaður fór þangað og felldi grískan fánann en dró þann tyrk- neska að húni í staðinn. Grikkir auðmýktir Grikkir sendu víkingasveit til eynnar í fyrradag og hét ríkisstjórn Costas Simitis forsætisráðherra að gríski fáninn yrði þar við hún til frambúðar. Þykir mörgum Grikkj- um því að þeir hafi verið auðmýktir. Herskip Grikkja og Tyrkja tóku að sigla á brott í gærmorgun og fór brottfiutningurinn fram undir eftirliti bandarískra fulltrúa. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ræddi við leiðtoga ríkjanna í fyrradag og eggjaði þá lögeggjan um að finna friðsamlega lausn deilunnar um skerið. Tók Holbrooke síðan til óspilltra mála og var í stöðugu símasambandi við stjórnir beggja ríkja fram undir morgun í gær. Holbrooke mun á næstu vikum freista þess að finna lausn á deilu Grikkja og Tyrkja um Kýpur áður en hann hverfur til fyrri starfa við íjárfestingabanka á Wall Street í New York. Hann var sagður höf- undur friðarsamninganna í Bosníu. Ciller styrkist í sessi Tansu Ciller forsætisráðherra Tyrklands lýsti sigri í deilunni þar sem Grikkir hefðu verið knúnir til að fjarlægja fánann af skerinu og einnig draga til baka víkingasveit sem gekk þar á land í fyrradag. Ciller þykir hafa styrkt stöðu sína heima fyrir verulega með lausn deilunnar og kann það að flýta fyr- ir tilraunum til að mynda þar starf- hæfa meirihlutastjórn. Gríska stjórnin sætti harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem krafðist þess að hún segði af sér. „Brottkvaðning grískra hersveita og að fella gríska fánann jafngildir landráðum," sagði Miltiadis Evert leiðtogi hægriflokksins Nýtt lýð- ræði. I gærkvöldi átti að fara fram atkvæðagreiðsla um traustsyfirlýs- ingu við stjórn Costas Simitis. Sú atkvæðagreiðsla var ákveðin vegna valdatöku stjórnarinnar síðustu viku en ekki vegna deilunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.