Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 21 ERLENT Sænskir jafnaðarmenn Hægri- flokkurinn stærstur samkvæmt könnunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í FYRSTA skipti benda sænskar skoðanakannanir til að Hægriflokk- urinn undir forystu Carls Bildts hafí mest fylgi sænskra stjórnmála- flokka, eða rúm þrjátíu prósent, en Jafnaðarmannaflokkurinn um 29 prósent fylgi. Sænska krónan hefur enn á ný verið skekin af óró á gjald- eyrismörkuðum, sem er Svíum nokk- urt áfall, þar sem vonir stóðu til að efnahagsstefna stjórnarinnar hefði loksins áunnið sér traust. Jafnaðarmannaflokkurinn vann kosningasigur haustið 1994, hlaut þá 45 prósent atkvæða. Síðan hefur fylgið rjátlast af flokknum hægt og bítandi og stendur nú í 29 prósent- um. Hægriflokkurinn hlaut 22 pró- sent atkvæða í kosningunum þá, en hefur nú rúmlega þrjátíu prósenta fylgi. Miðflokkurinn, sem hefur starfað með stjórninni undanfama mánuði, hefur misst fylgi, hlaut fylgi 6,5 prósenta í þingkosningunum, en hefur nú fimm prósent samkvæmt skoðanakönnunum. Leitað til vinstri? Helstu ástæður fyrir fylgistapi Jafnaðarmannaflokksins eru annars vegar niðurskurður í bótakerfinu, með lækkandi atvinnuleysis- og sjúkrabótum, en einnig óþægileg mál er tengjast óábyrgri notkun fjár meðal háttsettra flokksmanna eins og Monu Sahlin fyrrverandi vara- formanns og bæjar- og sveitarstjórn- armanna. Þar sem fylgið hefur leitað til vinstri, spyrja Svíar sig nú hvort flokkurinn muni hnika stefnu sinni til vinstri, en enn sem komið er bend- ir ekkert til þess. Fylgistap Mið- flokksins gerir honum einnig erfítt um vik að standa með stjórninni í óvinsælum niðurskurði. Bildt dregur að Velgengni Hægríflokksins stafar ekki eingöngu af vasklegri stjórnar- andstöðu flokksins, heldur líka af því að hinir flokkarnir á hægri vængnum hafa verið rislitlir í stjórn- arandstoðu. Það hefur heldur ekki dregið úr trausti á flokknum að Bildt hefur valist til að stjórna uppbygg- ingunni í Bosníu og fjarvera hans hefur einnig lífgað upp á ásjónu flokksins, þar sem fleiri koma fram fyrir hönd hans. Það kom Svíum óþægilega á óvart að sænska krónan skyldi aftur verða fyrir barðinu á. sviptingum á gjald- eyrismörkuðum fyrir helgi með til- heyrandi vaxtahækkunum og geng- issigi. Vonir stóðu til að krónan og efnahagsstefnan sænska hefði unnið sér traust. Enn þykja hins vegar áhöld um hvort Göran Persson fjár- málaráðherra, sem væntanlega.verð- ur forsætisráðherra í mars, muni boða áframhald aðhaldssemi í efna- hagsmálum nú þegar jafnaðarmenn hríðtapa fylgi. ... Fjöldagröf í Austurríki Vín. Reuter. FJÖLDAGRÖF frá tímum nasista hefur fundist í Lambach í Austurríki en talið er, að í henni séu jarðnesk- ar leifar ungverskra gyðinga. Verið var að grafa fyrir nýju orku- veri þegar komið var niður á manna- bein í fjórum tveggja metra djúpum gröfum. Talið er, að um sé að ræða fanga, sem gefíst hafi upp á gongunni frá útrýmingarbúðunum í Mauthausen, illræmdustu fangabiið- unum í Austurríki í styrjöldinni, til annarra búða í grendinni og hafi þá verið skotnir. Reuter A300 km hraða með lest NÝJASTA hraðlestin í Japan fór í jómfrúrferðina sína í gær í borginni Fukuoka í vestur- hluta landsins. Kalla Japanir hana Shinkansen „500-kei" en hún á að fara með meira en 300 km hraða á milii áfanga- staða. Hún verður þó ekki tek- in í notkun fyrr en á næsta ári og allt þetta ár verður notað til tilrauna. BREnALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr Hringás ehf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. í nýjum og glæsilegum ea\ að öævarhöfða 2 í húsi Ingvars Helgasonar á notuðum bílum stórum eem smáum / / fn abyrgðartrygging lánakjör til allt að 60 mán. fyrsta greiðöla jafnvel eftir 6-ð mán. vetrardekk fylgýa Opið virka daga 9-19 laugardag 10-17 sunnudag 13-17 Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Sími 525 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.