Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 23

Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 23 LISTIR Lista- verk til útlána MYNPLIST Norræna húsið — a n d d y r i NORRÆN GRAFÍK Opið rúmhelga daga frá 9-19. Sunnu- daga 12-19 til 4. febrúar. Aðgangur ókeypis. UNDANFARIÐ hefur staðið yfir sýning á brotabroti grafíkmynda, sem listlánadeild bókasafns Norræna hússins hefur viðað að sér frá stofn- un 1976, og og stendur fólki til boða í lengri eða skemmri tíma. Það er vert að vekja athygli á þessari sér- stöku starfsemi hússins, því að svo virðist sem færri nýti sér hana en skyldi, miðað við allan þann fjölda verka sem forsvarsmenn bókasafns- ins hafa keypt eða listamenn hafa gefið til hússins. Vera má einnig að það stafi af ókunnugleika eða feimni fólks við að hagnýta sér þjónustuna, í öllu falli má sjá gnægð mynda sem skipulega er raðað upp við lágu vegg- skotin til hægri umhverfis ganga bókasafnsins. Helst er það gagnrýnisvert hve erfitt og tímafrekt er að nálgast myndirnar, því það er töluvert verk að grúska í þeim, en á því væri mögulegt að ráða bót með því að láta gera skrá yfir alla eignina, sem fólk gæti flett í og þannig gert sér ljósa grein fyrir hverri einstakri mynd, stærð hennar, aðferð í út- færslu, fjölda lita og eintaka, hvenær hún var gerð, ásamt upplýsingum um höfundinn. Jafnframt væri mögulegt að gera skrána þannig úr garði að auðvelt sé að auka við hana frá ári til árs. Skrána væri svo hægt að senda um allt land og bjóða mynd- irnar til láns sem hlyti svo að skapa meiri hreyfingu á útlánastarfsemina. Gæfi einnig möguleika á því að varð- veita safnið annars staðar en í sjálfu bókasafninu og um leið stækka það. Grafík er vinsælt listform á Norð- urlöndum og sér venjulegt fólk hér möguleika á að nálgast list þekktra listamanna án mikilla fjárútláta. Og þeir eru margir listamennirnir sem vinna í miðlinum, sem sjá í honum kjörinn vettvang til að fjölfalda, út- breiða og auglýsa list sína. Hinir miklu norrænu málarar eins og t.d. Edvard Munch notfærðu sér hann óspart, enda áttu þeir erfitt með að líta á málverk sín sem söluvöru og yfirfærðu því hugmyndir sínar í graf- ík, jafnframt endurnýjuðu þeir list- formið og hér var Munch stórtækur. Þróunin hefur verið þannig, að fleiri og fleiri hafa sérhæft sig í miðlinum og er svo er komið, er til mikill ijöldi listamanna á Norður- löndum, sem hafa hann að aðalvett- vangi. Einhvern veginn eiga þeir þó erfiðara með að endurnýja hann en stóru málararnir í Evrópu áður, nema með því að fjarlægjast kjarna hans, leita út frá honum, en það er allt annað mál. Verk þeirra sem uppi hanga á veggjum anddyrisins eru þó mjög sígiid í vinnslu, jafnvel sáldþrykkið er lífrænna en margt sem fram hef- ur komið í miðlinum seinna og teng- ist alfarið filmu- og ljósmynda- tækni. Hér vil ég helst nefna nokkr- ar þær myndir er úr skera um lífræn vinnubrögð er segja má að efnið og miðillinn andi, svo sem sáldþrykkið „Regn“ (1) eftir Juhani Linnovara (Finnl., f.1934), sem er þó ekki allt- of einkennandi fyrir list hans. Það eru þó allar þtjár myndir félaga míns frá grafíska skólanum við aka- demíuna í Höfn forðum daga, Ras- musar Nellemann (Danm., f. 1923), og er sá mikli listamaður að mínum dómi best kynntur með myndinni „Verkpallar" (6). Nellemann hefur þó gert mun voldugri verk og geta má þess að hann er einnig frábær og nafnkenndur hönnuður listrænna frímerkja. Þá iðar akvatintan „Mýr- lendi" John Söraune (Nor., f.1940) af fíngerðu lífi, og gef ég hinum sérstæðu og næmu vinnubrögðunum háa einkun. Svíarnir Sten Lunds- tröm og Ulf Trotzig (f.1935) eru áberandi tæknilegir í sáldþrykkjum sínum, en dúkristur fulltrúa Islands, Jens Kristleifssonar (f.1940), eru mjög lífrænt útfærðar. Þótt val verka sé tilviljanakennt og mætti vera metnaðarfyllra, er sú kynningarstarfsemi sem Bókasafn Norræna hússins stendur að mikils- verð, og það hlýtur að varða öllu. Bragi Ásgeirsson TG-1828 Klifurstigi Deluxe * Tölvumælir * Stillanleg hæð fyrir hendur * Mjög stöðugur Verð 31.460. Nú 22.022. TG-702 PM Þrekhjól m. púlsmæli ★ Tölvu-púlsmælir ★ Newton þyngdarstillir ★ Breitt, mjúkt sæti Verð Z6.306. NÚ 18.414. Opið laugardaga kl. 10-14 (E SKEIFUNNI 11, SÍMI 588 9890. JANUARTILBOÐ TONIC braktaki Póstsendum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.