Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Höfundasmiðjan Þrjú verk eftir Benóný Ægisson ÖNNUR sýning í Höf- undasmiðju Leikfélags Reykjavíkur verður laugardaginn 3. febr- úar í Borgarleikhús- inu. Flutt verða þrjú verk eftir Benóný Ægisson en þau heita Maður verður að gera það sem maður verður að gera, Flugleiðir til- kynna brottför og Tví- leikur fyrir höfund og leikara. Sýningin hefst kl. 16. í kynningu segir: „Tvíleikur fyrir höfund og leikara er örleikrit um ósamræmið milli orðs og æðis. Það fjallar um tog- streituna milli skrifaðs orðs höf- undar og þess veruleika sem leikar- inn skapar á sviðinu. Leikarar eru Árni Pétur Guðjónsson og Benóný Ægisson. Flugleiðir tilkynna brott- för er einleikur sem gerist á barn- um í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lóa afgreiðslustúlka situr á barn- um ©g finnur hjá sér hvöt til að segja sögu sína í þessu útlenska andrúmslofti. Leikstjóri er Árni Pétur Guðjónsson, Jóhanna Jónas leikur Lóu en auk hennar kemur Benóný Ægisson Þorlákur Lúðvíksson fram í hlutverki bar- þjónsins. Maður verður að gera það sem mað- ur verður að gera er skopleikur um karl- mennsku. Verkið er einþáttungur fyrir þrjá leikara og fjallar um ástir og átök á véla- verkstæði. Leikarar eru Ellert A. Ingi- mundarson, Helga Braga Jónsdóttir og Theodór Júlíusson en höfundur leikstýrir." Verk eftir Benóný Ægisson hafa verið flutt hjá atvinnu- og áhugaleikhúsum, t.d. Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Hafnar- fjarðar, Stúdentaleikhúsinu, Óleik og Unglingaleikhúsinu í Kópavogi. Benóný hefur hlotið nokkrar viður- kenningar fyrir leikritaskrif, þ. á. m. fyrstu verðlaun í leikrita- samkeppni LR í tilefni af opnun Borgarléikhússins fyrir barnaleik- ritið Töfrasprotann. Þátttakendur í Höfundasmiðj- unni eru alls 17 og verða frumsýn- ingar á tveggja vikna fresti, annan hvern laugardag, fram á sumar. Ljóðatónleikar í Gerðubergi Verk eftir Britt- en og Dvorák FYRSTU ljóðatónleikar Gerðu- bergs á nýju ári verða sunnudag- inn 4. febrúar kl. 17. Þá flytja þau Anna Sigríður Helgadóttir mezzó- sópran og Gerrit Schuil píanóleik- ari fjölbreytta efnisskrá sönglaga frá þessari og síðustu öld. Flutt verða verk eftir B. Britten, Dvor- ák, Gunnar Reyni Sveinsson og bandaríska sönglagahöfunda. Á efnisskrá tónleikanna er laga- flokkurinn „A charm of lullabies" op. 41 eftir B. Britten (1913-1977) sem var fyrst fluttur árið 1948. Britten varð ungur eitt af fremstu tónskáldum Breta og liggur eftir hann fjöldi verka þar á meðal óper- ur, kórverk, hljómsveitarverk og sönglög. Eftir Dvorák (1841-1904) flytja þau sjö Sígaunalög „Ciganske Melodie" op. 55 sem samin eru við tékknesk ljóð. Lögin sem flutt verða eftir Gunnar Reyni Sveinsson eru samin við ljóð Steins Steinarr og nefnist lagaflokkurinn Undanhald sam- kvæmt áætlun. Bandaríska tónlistin sem flutt verður er eftir víðkunna sönglaga- höfunda, þá Jerome Kern, Richard Rogers, Cole Porter og George Gershwin. Lögin eru öll frá fyrri hluta þessarar aldar og töldust dægurlög síns tíma. Þau eru öll vinsæl enn þann dag í dag og tíðum flutt af ólíkum tónlistarmönnum. ALDA Arnardóttir í hlutverki Mjallhvítar. Sýningar á Ævintýra- bókinni hefjast að nýju S YNINGAR á Ævintýrabókinni hefjast að nýju í Möguleikhúsinu við Hlemm á laugardag, en sýn- ingar hafa legið niðri frá því fyrir jól vegna annarra verkefna leikhússins. Höfundur og leikstjóri er Pét- ur Eggerz. Tónlist er eftir Guðna Franzson, Messíana Tómasdóttir hannar leikmynd og búninga. David Walters sér um lýsingu og Lára Stefánsdóttir samdi og æfði dansá. Leikarar eru Stefán Sturla Sigurjónsson, Ingrid Jónsdóttir, Guðni Franzson, Erla Ruth Harð- ardóttir, Bjarni Ingvarsson og Alda Arnardóttir. I leikritinu segir frá Dóru sem veit fátt skemmtilegra en að lesa í stóru ævintýrabókinni sinni. En dag einn taka ævintýri bókarinn- ar óvænta stefnu. Úlfurinn neitar að taka þátt í sögunni um Rauð- hettu og fer á vit nýrra ævintýra. Fyrr en varir er allt í uppnámi í ævintýrabókinni og Dóra orðin þátttakandi í ævintýrunum, þar sem hún ferðast milli síðna bókar- innar í leit að úlfinum. Úr þessu verður spennandi eltingarleikur þar sem við sögu koma Mjallhvít, Oskubuska, Stígvélaði kötturinn, Prinsessan á bauninni og fleiri góðkunnar ævintýrapersónur. Uppselt er á sýninguna á laug- ardag, en næsta sýning verður laiigardaginii 10. febrúar. SÝNING á olíumálverkum Jónasar Guðvarðarsonar verður opnuð í Galleríi Fold við _ Rauðarárstíg á laugardag kl.. 15. í kynningarhorni gallerísins verða á sama tíma kynntar pastelteikningar eftir Ungverjann János Probstner. Jónas Guðvarðarson fluttist ungur til Hafnarfjarðar. Hann stundaði listnám við Myndlista- skólann í Reykjavík 1963-1968, Escuela Massana Barcelona og Escuela de Artes Palma de Mall- orca 1968-1970. Hann hefur hald- Jónas sýn- ir olíumál- verk ið fjölda einkasýninga hér á landi og á Spáni og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Jónas er nú búsett- ur í Reykjavík. János Probstner útskrifaðist frá leirlistadeild Listiðnaðarakadem- íunnar í Búdapest árið 1970. Hann er nú prófessor og kennari við þann sama skóla og gestakennari yið Myndlista- og handíðaskóla íslands. János hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til 18. febrúar. KVIKMYNPIR Stjörnubíó, Bíóhöllin PENINGALESTIN („THE MONEYTRAIN") •Vt Leikstjóri Joseph Ruben. Handrits- höfundar David Loughery og Doug Richardson. Kvikmyndatökustjóri John Lindley. Tónlist Mark Mancina. Aðalleikendur Wesley Snipes, Woody Harrelson, Jennifer Lopes, Robert Blake. Bandárisk. Columbia Pictures 1995. Sporvagninn girnilegi CHARLIE (Woody Harrelson) og John (Wesley Snipes) eru bræð- ur - þótt þeir séu ekki eins á lit- inn. Sem sé uppeldisbræður og þar að auki samstarfsmenn í leynilög- reglulíði neðanjarðalesta New York-borgar. Það er ekki liturinn einn sem aðskilur þá heldur eru þeir gjörólíkir að eðlisfari. Charlie er lánlaus og kæruleysið uppmálað á meðan John gerir allt rétt og vel og þarf ósjaldan að rétta Charlie hjálparhönd. Charlie renn- ir lestarvagn, sem flytur vikulega vænar peningafúlgur, hýru auga og á gamlárskyöld, út úr mikilli neyð, lætur hann til skarar skríða. Metnaðarlaus formúlumynd þar sem allt er eftir uppskriftinni. Snipes og Harrelson slógu eftir- minnilega í gegn í hinni ágætu og velskrifuðu mynd Rons Shelt- ons, Hvítir geta ekki troðið, hér er allt fyrirsjáanlegt. Hápunktur myndarinnar er vissulega ránið, en það kemur ekki fyrr en í lokin og tekur fljótt af. Enginn undir- búningur, -öllu hespað af með lát- um, vel gerðum látum, reyndar. Lengst af er hins vegar fylgst með lítt spennandi störfum lögreglu- mannanna, m.a. við dáðlitla hand- töku brennuvargs, enn dáðlausari ástarþríhyming og af og til ergja þá bræður ófyrirleitnir innheimtu- menn spilaskuldar-Charlies (sem John afgreiðir svo með annarri hendinni þegar það dettur í hann). Leikstjórn Rubens, sem gert hefur jafn skotheldar myndir og The Stepfather og Sleeping With the Enetny, veldur vonbrigðum, enda er maðurinn fjarri heimaslóð- um sinna sálfræðitrylla. Snipes og Harrelson (sem er einn fárra sjón- varpsstjarna sem virðist ætla að ná fótfestu á hvíta tjaldinu) sigla furðu vel í gegnum klisjukenndan textann og útjaskaða atburðarás- ina og bjarga því sem bjargað verður. Sæbjörn Valdimarsson „Biðlar og brjósta- höld" LEIKDEILD Ungmennafé- lags Stafholtstungna frum- sýnir í dag gamanleikrit eftir franska höfundinn Claude Magmer. Leikrit þetta heitir upphaflega „Oscar" en í ís- lenskri þýðingu Sveinbjörns Jónssonar hlaut það titilinn „Biðlar og brjóstahöld". Leikritið fjallar um ríkan iðjuhöld og vandamál hans í samskiptum við fjölskyldu sína og starfsmenn. Leikstjóri er Jón Júlíusson, en leikendur eru Asgeir Ásgeirsson, Auður Helgadóttir, Grétar Reynis- son, Guðbjörg Sigurðardóttir, Ingólfur Helgason, Óskar Hjartarson, Pálína Jörgens- dóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og Valgerður Björnsdóttir. Yfirsmiður leikmyndar er Þórður Þorsteinsson, ljósa- maður er Þorsteinn Þorsteins- son, sýningarstjóri er Guð- mundur Finnsson og Vildís Guðmundsdóttir sér um vörslu leikmuna. Hvíslarar eru Anna Bryndís Sigurðardóttir og Kristín Baldursdóttir. Förðun annast Olöf Ragnheiður Ólafsdóttir og Gróa Erla Rögnvaldsdóttir. Erla Gunnlaugsdóttir er ritari leikstjóra. Ekki eru þó allir taldir því yfir tuttugu manns hafa unnið að því að koma uppfærslunni á fjalirnar. Sýningar verða í félags- heimilinu Þinghamri. Syndirnar ••• sjo ANNA María Sigurjónsdóttir opnar lijósmyndasýningu í Galleríi Úmbru, Amtmanns- stíg 1, í dag 1. febrúar. Á þessari sýningu sem samanstendur af sjö ljós- myndum fjallar Anna um höf- uðsyndirnar og heiminn í dag. í kynningu segir: „Hér er ekki um hefðbundnar ljós- myndir að ræða heldur vinnur listamaðurinn með tækni sem kallast „Mordansace". Anna María er fædd 1966 og hún lauk BA prófi í gra- fískri hönnun og ljósmyndun frá háskóla í Bandaríkjunum 1993 og mastersnámi í ljós- myndun frá Savannah College of Art and Design tveimur árum síðar. Jafnhliða mastersnámi starfaði hún sem ljósmyndari og aðstoðarkennari og hélt auk þess einkasýningar og tók þátt í samsýningum þar vestra. Þetta er fjórða einkasýning hennar hérlendis. Sýningunni lýkur 24. febr- Sigtryggur í Greip SIGTRYGGUR Bjarni Bald- vinsson opnar sýningu í Gall- eríi Greip, Hverfisgötu 82, á laugardag kl. 16. Á sýningunni eru verk frá nýliðnu ári. Sigtryggur nam við Myndlista- og handíða- skóla Islands og Fagurlista- skólann í Strasborg í Frakk- landi. - Þetta er fjórða einkasýning hans. Sýningin stendur til 18. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.