Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 25 LISTIR „Stopp!" í Seljaskóla HINRIK Ólafsson, Katrín Þorkelsdóttir og Dofri leika öll hlutverkin í umferðarleikritinu „Stopp!" UMFERÐARLEIKRITIÐ „Stopp!" verður frumsýnt í dag, fimmtudag, í Seljaskóla í Reykjavík. Þetta er farandsýn- • ing fyrir 9-10 ára skólabörn og tekur um 40 mínútur i flutningi. Það er Stoppleikhópurinn sem stendur að leiksýningunni í sam- vinnu við Skólaskrifstofu Reykjavíkur og Sjóvá/Almenn- ar. Stoppleikhópurinn var stofn- aður í nóvember síðastliðinn en það eru leikararnir Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Dofri Hermannsson, Katrín Þor- kelsdóttir og Hinrik Ólafsson sem mynda hópinn. Leikritið verður sýnt í flest- um grunnskólum Reykjavíkur (ekki þeim sem eru einungis með unglingadeildir). Ætlunin er síðan að fara með leiksýn- inguna um land allt og sýna í grunnskólum. Umferðarleikritið Stopp fjallar um kæruleysi í umf erð- inni og það að slysin gera ekki boð á undan sér. Umferðarslys hefur orðið í nágrenni skólans og tengjast þau Sindri, Signý og Grjóni atburðinum. Tónlist samdi Valgeir Skag- fjörð, söngtextar eru eftir Jón Stefán Kristjánsson, leikmynd og búninga hannaði leikhópur- inn sjálfur en leikritið sjálft er byggt á hugmynd eftir Eggert Kaaber og Gunnar Gunnsteins- son, sem hópurinn þróaði síðan í endanlegt leikverk. 011 hlutverk eru leikin af þeim Dofra, Katrínu og Hin- riki. Gunnar Gunnsteinsson skrifaði handritið og leikstjóri er Eggert Kaaber. Ham- faralist NAMSKEIÐ í öndun, dansi, hljóð- og myndlist verður haldið í Kvennó, Víkurbraut 21 í Grindavík, á laug- ardag og sunnudag frá kl. 14-19 báða dagana. Leiðbeinendur eru Tryggvi Hansen og Sigríður Vala. í kynningu segir: „A námskeið- inu verður þátttakendum gefið tækifæri til þess að upplifa sinn persónulega mynd- og tilfinninga- heim, með hjálp dans, tónlistar, öndunar og málaralistar. Engrar kunnáttu _er krafíst eða fyrirfram reynslu. Áhugi á eigin velferð og löngun til að skilja sjálfan sig, drauma sína og innri vilja er næg ástæða. Námskeiðið tengir saman allar listgreinar og er tilvalið fyrir þá sem vilja vita hvar hæfileikarnir liggja." Sigríður Vala er með sex ára nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hún stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Tamöru Malmeström í Svíþjóð. Hún hefur ennfremur unnið með ljósmyndun og kynnt sér listheilun og stundað táknfræði. Tryggvi Gunnar er menntaður í myndljst í Myndlista- og handíða- skóla íslands og í Konunglegu lista- akademíunni í Kaupmannahöfn. Hann hefur sótt menntun í mannúð- arsálarfræði frá „Institute of bio- synthesis í London" og húmanísk fræði í Háskóla íslands. Hann hefur haldið fjölda námskeiða í myndlist, tölvugrafík, byggingarlist, seiðlist og heilun. ---------? ? ? Fúría frum- sýnir „ Jakob eða uppeldið" FÚRÍA leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík frumsýnir föstudaginn 2. febrúar leikritið „Jakob eða upp- eldið" eftir E. Ionesco. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson og verður sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm kl.,20. í kynningu segir: „Jakob eða uppeldið" er einþáttungur sem er leikinn tvisvar í tveimur ólíkum uppfærslum. Fyrir hlé er verkið leikið í svokölluðum „absúrd"-stíl en eftir hlé líkist það fremur hefð- bundnum farsa. Leikritið fjallar um ungan dreng, Jakob, og baráttu hans við vægast sagt skrýtna fjölskyldu sína og siði hennar. Leikarar sem taka þátt í sýning- uni eru ellefu talsins. Meðlimir Fúríu vilja helst lýsa leikverkinu sem „fáránleikaleik með engum boðskap". .blabib -kjarnimálsins! A AUSTURLENSKUM MATVORUM I Kryddkofanum er úrval matvöru til austurlenskrar matargerðar, en vinsældir hennar aukast ár frá ári hér á landi sem annarsstaðar. Kryddkofinn hefur getið sér gott orð fyrir ótrúlega fjölbreytt úrval af allskyns framandi kryddi, sósum, núðlum, olíum, súpum, mataráhöldum og svo mætti lengi telja. Líttu inn - þú finnur áreiðanlega eitthvað hjá okkurtil að bragðbæta matinn þinn! f S $ í q *m**%2á NUMUZlfl- kr. pakkinn SNAICIC TA - kr. pakkinn ^ ' ' L í P 0 NfoLU SUPUzfó - VfWMI/v kr. fluskan kr. pakkinn SOVA0$U£.*rj- kr. flaskan / / ' kr. pakkinn short grain 0_£ ^ SÓSUKW- kr. flaskan * *' kr. pakkinn KRYVV^T KOFIKK Hverfisgötu 26,101 Reykjavík. Sími: 562 0012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.