Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Aldar- spor BÆKUR Sagnfræði ALDARSPOR - HVÍTA- BANDIÐ 1895-1995 Eftir Margréti Guðmundsdóttur. Skákprent 1995. Á SL. ÁRI kom út bókin Aldar- spor - Hvítabandið 1895-1995, rit- uð af Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðingi. Formála eða kveðjuorð fyrir þessu afmælisriti Hvítabandsins ritar Vig- dís Finnbogadóttir, forseti íslands. Hún dregur upp lifandr mynd af því hvernig amma hennar sagði henni á æskuárum frá Hvítabandinu og frá hugsjónum sínum um betri heim, þar sem þeim sem áttu bágt var hjálp- að, menn létu ekki áfengi spilla dóm- greind sinni, og þeir sem sjúkir væru ættu þess kost að leita bata á sjúkrastofnun, þótt fátækir væru. í frásögn Vigdísar finnum við hvernig minningar lifa og hugsjónir berast frá kynslóð til kynslóðar. Dætur halda merki formæðra sinna á lofti. Hér er um merkilega og fróðlega bók að ræða sem hollt er að kynn- ast. Margir munu á undangengnum hundrað árum hafa notið ávaxta af því mikla og fórnfúsa starfí sem unnið var af hugsjónakonum og -mönnum Hvítabandsins en fæstir hugsað um það hve ótrúlegt erfiði þessir fáu félagar lögðu á sig. Á bókarkápu segir m. a. „Saga Hvíta- bandsins varpar ljósi á hlutverk kvenna í mótun heilbrigðis- og fé- lagsmála á íslandi sl. hundrað ár. Barátta félagsins á sviði sjúkraþjón- ustu og heilsuverndar átti eftir að skipta sköpum í uppbyggingu heil- brigðismála hér á landi." Bókin skiptist í 6 kafla sem fjalla um stofnun, uppbyggingu og störf félagsins. Upphafið er rakið til þess er þtjá gesti bar að landi 1895. Voru þar á ferð erindrekar Alþjóða- samtaka kristinna bindindisfélaga í Bandaríkjunum, nefnt Hvítabandið. I fyrirsvari var fjölmenntuð og fjöl farin kona, J. A. Ackermann, sem vakti athygli fyrir mælsku sína og andagift. Hér á landi höfðu kon- ur átt lítinn kost á skólagöngu fram til þessa, en voru að vakna til fram- sóknar í félags- og fræðslumáium. Kvenfélög höfðu verið stofnuð, þau fyrstu fyrir norðan um 1870 og Thorvaldsensfélagið í Reykjavík 1875. Árið 1894 höfðu konur boðað til kvennafundar og var hann vel sóttur. Ákveðið var þar að hefja fjár- söfnun til styrktar innlendum há- skóla. Og fljótlega var rætt um að stofna kvenfélag til þess að „efla félagsskap og framfarir meðal kven- fólksins í landinu". Var afráðið að nefna samtökin Hið íslenska kvenfé- Iag. Fijótlega fær félagið sérstaka hvatningu til að sinna bindindismál- um og eru þau mál falin sérdeild innan félagsins. Þegar erlendu kon- urnar eru hér í heimsókn færist aukið líf í konur höfuðstaðarins og bindindismálin fá mikla athygli og konur flykkjast í félagið. Haldinn er aðalfundur og ákveðið að ganga í Alþjóðasamband Hvítabandsins. Eru þær fóstrur Ólafía Jóhannsdótt- ir og Þorbjörg Sveinsdóttir í for- göngu. Er þetta allt rakið f sögu Hvítabandsins og skemmtilegt og fróðlegt aflestrar. Og ótrúleg er sú elja og ósérhlífni sem konurnar leggja á sig. Reyndar lögðu nokkrir karlmenn þeim lið og höfðu talsverð áhrif á störf félagsins framan af, sátu ekki í stjórn en hafa áreiðan- lega veitt föðurlega handleiðslu og styrk. Smám saman færist starfsemin meir og meir að líknarmálum, en bindindismálin eru í höndum Goð- templarareglunnar. í fyrstu lögum Hvítabandsins er sagt að takmark félagsins sé að útrýma neyslu áfengra drykkja. En í þeim lögum V. 1 -! i I t I ÍT ifcl llf 1 HVITABANDIÐ. sem samþykkt voru 1936 segir 1. gr. að markmið félagsins sé að hjálpa bágstöddum og styðja sér- hvert gott málefni þjóðfélagsins. Árið 1948 er félagið nefnt líknarfé- lag og stefnuskrá þess að líknarmál skuli jafnan vera aðalmál þess, en einnig unnið að bindindis-, mannúð- ar- og menningarmálum. Þriðji kafli bókarinnar fjallar um líknarmál. Þegar fólki fjölgaði í höf- uðstaðnum fyrir og eftir síðustu aldamót jókst þörf fyrir aðstoð við fátæka. Bjargarleysi hrópaði á hjálp. Það fer ekki framhjá konum að sóða- skapur á götum bæjarins er mikill. Ódaun Ieggur frá opnum forum og mykjuhaugum og erfitt að halda heimilum hreinum. Vatn er sótt í opna brunna og húsnæði er af skorn- um skammti. Fátækt og matarskort- ur lamar viðnámsþrótt margra og sjúkdómar herja. Taugaveikifaraldr- ar leggja fjölda fólks að velli. Hvíta- bandskonur gera sér grein fyrir þessu slæma ástandi og búast til varnar og hjálpar. Verkefnin blasa hvarvetna við. Hvítabandskonur höfðu hafið mjólkur- og matargjafir til fátækra fyrir aldamótin. Síðar réðu þær konu til að sinna hjúkrun í bænum. Þær keyptu efni og skiptu á milli sín til sauma og lánuðu rúmfatnað til sjúkra og þurfandi. Ófáir munu hafa lagst í fyrsta sinn á hrein koddaver og lök þegar Hvítabandskonurnar vitjuðu þeirra. Þær hófu fatagjafir til fátækra "einkum á árum fyrri heimsstyrjaldar og höfðu snemma unnið að því að koma upp sunnu- dagaskóla fyrir börn og lagt þeim til efni og kennara til handavinnu- náms. Það má segja að hinar hjálp- andi hendur kvennanna hafi komið víða við þar sem þörfin var brýnust, en ekki eru tök á að nefna alla þætti hér. Má enn vísa í bókina. Og allt þetta starf var unnið í sjálfboða- vinnu. Og enn er ótalið það verkefni fé- lagsins sem mesta afrekið má telja og mesta aðdáun vekur, en það er að koma upp heilu sjúkrahúsi með öllum tilheyrandi búnaði. Um sögu þessa mikla máls má lesa í IV. kaflanum. Auðvitað átti það nokk- urn aðdraganda og mætti mót- spyrnu, en ekki dró það úr kjarki kvennanna. Fyrst segir frá stofnun Bandalags kvenna í Reykjavík og frá stefnumáli þess að koma á fót hjúkrunarheimili. En árið 1922 er afráðið að Hvítabandið skyldi reisa og reka heimilið. Er nú unnið ötul- lega að fjársöfnun til þessa verkefn- is en gengur treglega að fá opinbera styrki. Er ekki að orðlengja það að upp komst Sjúkrahús Hvítabandsins. Það var vígt 1934 og starfaði á veg- um félagsins fram til ársins 1942. En í árslok 1942 gaf félagið Reykja- víkurborg sjúkrahúsið með öllum búnaði. Mörg nöfn koma hér við sögu, bæði karla og kyenna, og hug- sjónir forystufólksins eru sterkar og viljastyrkur mikill. V. kafli bókarinnar fjallar síðan um heilsuvernd og forvarnir. Félagið rak um árabil sumarheimili fyrir fátæk og heilsulítil börn. Kómið var á fót Ijósastofu svo að veikluð börn mættu njóta ljósalækninga og var hún starfrækt fram um 1970. Hvítabandskonur hafa lengi stutt sjúklinga, sem áttu við geðveiki að stríða, t.d. með heimsóknum og með því að færa þeim smágjafir. Árið 1973 ákváðu þær að ganga til sam- starfs við Barnaverndarfélag Reykjavíkur um að koma upp með- ferðarheimili. Lögðu þær fram hluta af andvirði húsnæðis til starfseminn- ar, og hefur síðan verið rekið heim- ili fyrir taugaveikluð börn að Kleifar- vegi 15 undir verndarvæng Hvíta- bandskvenna. Þær hafa síðan 1948 átt fulltrúa í Áfengisvarnarnefnd kvenna. Á síð- ustu árum hafa þær stutt heimilið Dyngjuna, sem reist var á vegum Reykjavíkurborgar til að veita skjól konum er átt hafa við vímuefna- vanda að stríða og farið í meðferð. Gáfu þær heimilinu allan sængur- fatnað. Einnig afhentu þær sjóð er þeim hafði borist frá norskum Hvíta- bandskonum til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur. Hvítabandskonur gefa þessu heimili ýmsa þarfa hluti, heimsækja það reglulega á síðari árum og eru því einn sterkasti bak- hjarl þess nú. Síðasti kafli bókarinnar ber nafn- ið Innra starf. Þar fræðumst við um trúarlegt starf félagsins. Hvíta- bandskonur hafa lengi átt saman bænastund á hverjum félagsfundi. Öflugur kjarni mikilla trúkvenna var við stjórnvölinn í Hvítabandinu. Margar þeirra störfuðu líka í KFUK og voru sterk tengsl milli félaganna og einnig við Kristilegt trúboðsfélag kvenna. Þá leiðir þessi kafli lesand- ann að nokkru inn í leyndardóm hinnar kraftmiklu fjáröflunar, sem stóð auðvitað undir öllum þessum miklu framkvæmdum og góðgerð- arstarfsemi. Sjá má af myndum þeim er birtast í bókinni hve einarðar konurnar eru á svipinn er þær sitja við sauma og prjón á vinnufundun- um. Þessi bók er prentuð á vandaðan pappír, einföld og falleg í útliti, svo sem hæfir efni hennar. Málfarið er gott og eðlilegt. Prentvillur eru fáar svo ekki trufla þær lestur hennar. Efnið er, eins og áður er fram kom- ið, svo merkilegt að lesanda hættir við að gleyma sér. Ef til vill hefur höfundinum verið líkt farið. Segja mætti að óþarflega miklu rúmi sé varið til að lýsa upphafi og aðdrag- anda að stofnun félagsins á kostnað starfseminnar sjálfrar og framlags einstakra félagskvenna. Þó má mik- inn fróðleik um þær finna á öllum þeim myndum sem prýða síður bók- arinnar og ágætum myndatextum sem þeim fylgja. Lesanda hlýnar um hjartarætur að lesa um þá fórnfýsi og hjálpsemi sem þessar duglégu konur sýndu samferðafólki sínu, og um allar þær gjafir sem gefnar voru þegar fréttist af þurfandi og blásnauðum einstakl- ingum. Þetta er sannarlega holl og mannbætandi lesning okkur nútíma- fólki, sem gerum miklu stærri kröfur til þjóðfélagsins en fyrri tíðar konur, en leggjum ef til vill minna erfíði á okkur daglega en þær. Sigríður Kristjánsdóttir AÐSENDAR GREINAR Þjónar kon ungsins Jóhanna G Erlingson ÉG VONA að ég sé ekki að bera í bakkafullan lækinn þótt ég komi hér með smátillegg vegna þeirrar upplausnar, sem nú ríkir í mínum söfnuði og kirkju, Langholtskirkju. Ég er ein þeirra fjölmörgu sóknar- barna sem þjást vegna þess ástands sem þar ríkir og langar mig til að koma á framfæri hugleiðingum mín- um varðandi þetta mál og eins að skýra frá þeim niðurstöðum sem ég hef komist að eftir margra mánaða umþenkingu, sem ég vona að hafí farið fram af fyllsta hlutleysi. 1. júní á komandi sumri verða árin orðin þrjátíu og þrjú sem ég hef tilheyrt þessum söfnuði og hér hef ég alið upp sjö börn með góðri að- stoð skóla og kirkju. Allt frá barnæsku hef ég verið trúhneigð, eða frá því að ég, tveggja eða þriggja ára, fór að sjá ljósverur við rúmið mitt eftir að móðir mín hafði breitt sængina yfir mig, signt mig og yfírgefíð svefnherberg- ið. Eg var það ung að ég hafði ekki kynnst kenningum kristindóms og þekkti þar af leiðandi ekki boðskapinn um Guðs engla, en þessar verur voru vængjaðar og fylgdu mér um margra ára skeið, eða þar til augu mín fóru að ljúkast upp fyrir undrum um- hverfisins og ég hætti að sjá þær. Þetta varð hins vegar til þess að alla tíð síðanlief ég reitt mig á hand- leiðslu Drottins og lagt vanda minn á hverjum tíma í hans hendur og fengið úrlausn, sem ég skildi og gat nýtt mér. Árið 1976 varð ég félagi í Kór Langholtskirkju, en fljótlega eftir að ég kom í kórinn sem ég söng í um tíu - ellefu ár, var sá háttur tekinn upp að skipta hinum ört vaxandi kór upp í messuhópa. Ég söng hverja messu, án fárra undantekninga, því ég sótti andlega næring^i til kirkj- unnar og helgihaldsins, sem þar fór fram í formi boðunar orðsins og þeirrar tjáningar Guði til dýrðar, sem tónlistin lagði til helgihaldsins, bæði í formi einleiks á orgelið, söngs kórs-- ins og annarra, sem þar lögðu sitt af mörkum, og ekki hvað síst í því að mega hefja upp mína litlu rödd í þeirri tilbeiðslu. Hið evangeliska-lúterska messu- form, sem tíðkast hefur hér á landi, hefur tekið nokkrum breytingum í aldanna rás, allt frá því að vera í formi safnaðarsöngs þar sem treyst var á hæfileika forsöngvara og eins ræðu presta, í það að nálgast hið hámenningarlega helgihald Evrópu- landa þar sem tónlistin var jafnsjálf- sögð og hlutverk prestsins. Ég á ekki von á að nokkur mundi óska sér þess að kirkjuleg verk, svo sem Messías eftir Handel, óraroríur, pass- íur, kantötur og sálmar Bachs, sálu- messur Brahms, Mozarts, Faurés og Misa Criolla, brasilíska tónskáldsins Ramirez, svo eitthvað sé nefnt hafí aldrei verið samin, hvað þá flutt og hrædd er ég um að ef prestar þeir sem þá þjónuðu í höfuðkirkjum er- lendum hefðu verið sama sinnis og þeir prestar íslenskir, sem forsmá hlutverk tónlistar í helgihaldi, væri heimurinn fátækari. Minn skilningur á kirkjulegu helgihaldi eða guðþjónustu er þessi: Enginn einn þáttur er öðrum stærri eða fremri heldur byggist tilbeiðslan á samþættingu alls þess sem helgi- haldinu tilheyrir. Svo segir í fornum helgiritum að Guð hafi fjögur andlit, sem oft eru þá túlkuð með höfuð- skepnunum fjórum, jörðu, vatni, lofti og eldi. Þegar ég fer til kirkju þá má segja að ég hafi þann háttinn á að nálgast þessar fjórar ásjónur Guðs á fernan máta. Sá fyrsti; ég geng inn í kirkjuna, sest og reyni að samsama huga minn huga annarra kirkjugesta, eða efn- inu, jörðinni. Annar; hugur minn skynjar flæðið sem myndast við sam- ræmingu allra þessara huga, vatnið. Þriðji; andi minn lyftist í hæðir fyrir tilstuðlan tónlistarinnar, loftið. Fjórði; öllum sora er eytt úr sál minni er ég hlusta á boðun Guðs orðs og tilbeiðslu þá er fram kemur í textum þeim, sem sungnir eru og þeim eld- móði er prédikun prestsins býr yfir, ef hann er þá haldinn þeim eldmóði, eldurinn. Ykkur þykir ef til vill samlíkingin skrítin og ekki samboðin kristinni manneskju, en svona er minn skiln- ingur og ég get aðeins tjáð hann, ekki skilning annarra. Eftir að nýr prestur kom til starfa í kirkj- unni hélt ég áfram að sækja messur og fagn- aði því að ungur mað- ur, svo auðheyrilega heittrúaður og einlæg- ur, hefði verið kallaður til starfa og ég naut messanna í fyrstu, og eins samræðnanna við klerkinn unga, sem mér þótti bæði hlýr og greindur og svo gekk fram eftir árinu fyrsta, sem hann starfaði, en síðan fóreitthvað að breytast. Ég fékk ekki lengur þá saðningu, sem ég sóttist eftir og gat ekki drep- ið fingri á neitt í helgihaldinu né heldur rifjað neitt upp úr ræðum prests, sem mér mislíkaði. Það sem hafði breyst var andrúmsloftið, ein- Tilbeiðslan byggist á samþættingu alls þess, segir Jóhanna G. Erl- ingson, sem helgihald- inu tilheyrir. hvers var vant.- Mér koma aldrei til hugar að kenna neinum þeim, sem að helgihaldinu komu, um þessa breytingu, heldur óttaðist ég að ég væri að ganga af trúnni, hefði glatað sambandinu við Guð og ég þjáðist. Ég reyndi nokkrum sinnum að fara til kirkju en fór sorgmædd heim að lokinni messu og að lokum hætti ég að fara. Nú í vetur þegar leið að jólum var ég í angist og lagði vanda minn í hendur Guðs og bað um handleiðslu og svör við þeim vanda, sem steðjaði að mér. Átti ég að hefja jólahald mitt í kirkjunni minni eins og ég hafði ætíð gert? Það gat ég ekki hugsað mér, því við þær aðstæður, sem þar ríktu fannst mér þar hvorki að finna frið, kærleika, einingu né ljós. Og ekki hvað síst, söfnuðurinn var í upplausn og hvar var ástæðuna að finna? Eins og ég sagði bað ég Guð að leiðbeina mér. Á Þorláksmessu hringir Sigurður Rúnar, sonur minn, til mín og segir mér að sonur hans, sonarsonur minn, Ólafur Kjartan, sem er við söngnám J Bretlandi, sé kominn heim í jólafrí og hafí verið beðinn um að syngja einsöng á aðfangadagskvöld í ícirkju einni hér í borg. Mér þótti sem hluti vanda míns væri þar með leystur, ég gat farið í kirkju, full tilhlökkun- ar, sem ég og gerði. Kirkjugestum var afhent messuskrá við innganginn og í henni stóð að þess væri óskað að söfnuður tæki undir sálmasöng og messusvör. Síðan hófst messan. Kirkjukórinn taldi 21 og var meðal- aldur kórfélaga eitthvað á milli 45-70 ár, um söng hans ætla ég ekki að ræða, ég veit að hver félagi lagði allt af mörkum sem í hans valdi stóð. Síðan hófst sá þáttur messunar er varðaði tón prests og svör safnaðar. Mér þótti söfnuður lágróma en tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.