Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR sjálf undir eins og tíðkast hefur í minni kirkju, en fékk fljótlega oln- bogaskot frá manni mínum sem sagði: „Þarftu endilega- að syngja, fólk er farið að horfa á þig." Mér brá nokkuð en hélt mínu striki, ég var ekki að syngja fyrir kirkjugesti ég var að taka þátt í helgihaldi á þann hátt, sem tíðkaðist í minni kirkju. Nú var komið að upplestri úr Heilagri ritningu. Lesarinn var ung kona en hljómburður kirkjunnar var með þeim hætti að lestur hennar varð sem niður fyrir eyrum mínum, ég heyrði ekki orðaskil. Svo hófst ræða prestsins. Hann flutti hinn venjubundna inngang, sem hæfði, á fæðingarhátíð frelsar- ans og síðan kom að kjarna ræðu hans, sem hann flutti í formi frá- sagnar og var hún á þessa leið, að því sem mér er unnt að endursegja hana ég vona nær því orðrétt: „Fyrir löngu síðan var lítill dreng- ur á Englandi sem langaði þessi ósköp til að líta konung sinn. Hann reyndi allt hvað hann gat, en í hvert skipti sem hann kom í nálægð hallar- innar var hann hrakinn burtu af ein- kennisklæddum þjónum konungs. Drengurinn gafst ekki upp og reyndi aftur og aftur en ekkert gekk, þjón- arnir ráku hann jafnharðan á brott. Að því kom þó eftir síendurteknar tilraunir að drengurinn náði að kom- ast inn í hallargarðinn, en þá komu þjónar konungs og gerðu sig líklega til að hrekja drenginn burtu eins og áður. í því kom ungur og glæsilega búinn maður að og sagði við þjón- ana: „Látið mig um þetta!" Hann tók í hönd drengsins, leiddi hann inn í höllina og þar sal úr sal, hvern öðrum fegurri þar til þeir voru komnir í þann innsta og fegursta, en þar sat konungurinn." Þessi saga, sagði presturinn að væri oft notuð sem dæmi um það að Kristur, þarna í líkingu prinsins, leiddi okkur, mannanna börn til Guðs, sem í sögunni var í líkingu konungsins. Þetta var enginn „stóri sannleik- ur" fyrir mér, þetta hafði ég sjálf vitað og reynt allt frá blautu barns- beini en kjarni sögu prestsins var ekki að mínu mati þessi túlkun, sem þó er sannarlega rétt, heldur fannst mér Guð gefa mér svar sem ég skildi, við þeim vanda, sem er að sundra kirkju minni. í huga mínum brann þessi spurning og ég vissi að þar var svarið: „Hverjir voru þjónar kon- ungsins?" FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 27 EiNKAUMBOÐ Á ÍSLANDI MACROTEL Símakerfi Þar sem góðir kostir sameínast Höfundur er þýðandi. KynninG ; á SOTHYSlsnyrtivörum fóstud. 2.feb. kl. 14-18 og laugard. 3.feb. kl. 13-17 Kaupauki fylgir Heiðar Jónsson, snyrtir farðar viðskiptavini, að kostnaðarlausu. Vinsamlegast pantið tíma. SOTHYSI Snyrtihús Heiðars, Laugavegi 66, sími 562 3160. fMX3MM$LW&4§M er öflugt simakerfi fyrir lítil og meðalstórfyrirtæki. Möguleikar á stækkun eru fyrir hendi og kerfið getur stærst orðið fyrir 8 bæjarlínur og 16 símtæki, þar sem blanda má saman venjulegum og sérbyggðum símtækjum. Auðvelt er að tengja þráðlausa síma, höfuðheyrnartól, módem, o.fl. við símakerfið. Síötel «M8r^C@L [Sffl^ $m &m eru símtæki fyrir 1 til 3 bæjarlínur. Hentug fyrir heimili og lítil fyrirtæki. Raða má símtækjum saman og fá þannig marga eiginleika sem finna má í símkerfum. Hámarks fjöldi símtækja er 8. Uppsetning er einföld og þarfnast ekki sérstakra símalagna. Bandarískt hugvit og hönnun sem sameinar hagstætt verð, stækkunar- möguleika, aðlógunarhæfni og auðveida notkun.r Yfir 600 notendur á íslandi. S i S í m ðumú la 37 1 i 588 - 2800 Fax 0 8 Reykjavík eyKjaviK ' i \. ' ' 'é / 5 6 8-7447 • ' • te'lfy'UZdOHCpXn. C ÚCHMUKOJWMtf utsala Potta r - Stórlœkkað verð Pottaplöntur Allar pottaplöntur á útsölu. Alltað Silkiblóid Frjálstval! OAA kr. stk. 0% afsláttur! Bastvorur t Körfur - aðeins eitt verð ! kr. stk Túlipanar 795 10 stk. í búnti kr. Leirpottar Lítið gallaðir Malasíupottar. Stórlækkað verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.