Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Háskóli á villigötum - eða hvað? Kostnaðurinn við út- skrifaðan nemanda, segir Guðbrandur Steinþórsson, er eini raunhæfi mælikvarðinn. ÞRIÐJUDAGINN 9. janúar ritar Jónas Elíasson prófessor grein í Morgunblaðið sem hann gefur yfír- skriftina „Háskólastefna á villigöt- um“. í grein Jónasar kemur fram misskilningur þar sem minnst er á Tækniskóla íslands og er ástæða til að leiðrétta hann. Margt fleira í grein Jónasar orkar tvímælis eða er beinlínis rangt. Hvað eru háskólar? í umfjöllun Jónasar skín í gegn angi af smávandamáli sem tengist tungumálinu. Flestar þjóðir hafa í eigin máli tvö heiti á stofnunum sem við myndum kenna við háskólastig, og er þá flokkað annars vegar eftir eðli starfseminnar og hins vegar eftir þeim prófgráðum sem stofnan- ir veita. í íslenskuna vantar að gerð- ur sé svona greinarmunur og menn vita því vart þegar um þessi mál er rætt hvora tegundina menn eru að tala um, þó svo að eðlismunur geti verið verulegur. Hvaða tilgangi á menntakerfið að þjóna? Á tyllidögum er gjarnan rætt um þýðingu menntakerfisins fyrir vel- ferð þjóðarinnar. Veruleikinn er hins vegar sá að þetta kerfi er kom- ið að endimörkum sparnaðarins, þannig að skilja að ekki er unnt að sjá fyrir sér annað en frekari „sparnaður" muni leiða til hnignun- ar. Hnignun menntakerfisins, hvort sem hún er afleiðing illa útfærðra sparnaðaraðgerða eða af öðrum orsökum er varanlegt fyrirbæri. Endurreisn þess getur tekið áratugi ef hún er þá yfirleitt möguieg. Þessi orð ber ekki að skilja sem andstöðu við sparnað í menntakerf- inu. Sparnaður, ef hann er mark- viss og þannig frá málum gengið að vandað sé til verka, er af hinu góða. En skyndiákvarðanir og flum- brugangur sem því miður hefur oft verið einkenni slíkra aðgerða skilar engu þegar til lengri tíma er litið. Sú lykilspurning sem menn þurfa að velta fyrir sér og reyna að finna svar við, er hvort skólakerfið hefur einhveija þýðingu fyrir efnalega velferð þjóð- arinnar. Flestir munu svara að svo sé og að öflugt menntakerfi efli hagsæld þjóðarinnar. Að því gefnu stendur valið um það hvort ís- lendingar ætla áfram að vera í hópi ríkustu þjóða eða ekki. Til að svo megi verða þarf að efla menntakerfið og stórauka það fé sem til þess er veitt og jafnframt að nýta það fé til skynsamlegra hluta. Kostnaður háskólanáms Samanburður eins og sá sem Jónas viðhefur er verulega vanda- samur og niðurstöður hans villandi ef ekki er gætt að því að bera sam- an sambærilegar upplýsingar. Kostnaður á svokallaðan ársnem- anda segir, sem slíkur, nánast ekki neitt. Háskólanám má gróflega flokka í þijá kostnaðarflokka. í ódýrasta flokki eru svokallaðar „húmanis- tiskar“ greinar. Sameiginlegt ein- kenni þessa náms er að gjarnan er kennt í fjölmennum fyrirlestrum, tímar á viku eru fáir og námið bygg- ist að verulegu leyti á vinnu nem- enda utan kennslustunda. í mið- flokknum eru m. a. greinar eins og verk-og tæknifræði, náttúruvísindi og raungreinar. Sameiginlegt ein- kenni er að þessar greinar krefjast bæði tækjabúnaðar sem oft er dýr og meiri beinnar kennslu. í dýrasta flokki eru greinar á borð við læknis- fræði, tannlækningar og dýralækn- ingar. Þessi flokkun gildir nokkurn veginn óháð því hvar í heiminum maður er staddur. í grein Jónasar er ekki reynt að gera greinarmun á dýrum og ódýrum námsbraut- um. Hann birtir stöpla- rit sem á að sýna hversu miklu^ ódýrari kennsla sé i HÍ en þeim skólum sem hann ber saman við HÍ, sem er í þesta lagi ef forsend- ur væru ljósar þeim sem les, en svo er ekki. Að kostnaður við árs- nemanda í HÍ sé 170 þ. kr. verður að taka með öllum mögulegum fyrirvörum. I fyrsta lagi er um að ræða með- altal margra deilda sem eru mjög misdýrar. Ætli láti ekki nærri að kostnaður á nemanda í dýrustu deildinni sé nálega tífaldur miðað við það sem er í þeirri ódýrustu? Hvaða kostnaðarliðir eru taldir með? Hafa hinir skólarnir náms- brautir sem eru sambærilegar við þær námsbrautir innan HÍ sem eru fjölmennastar, eðlislega ódýrar og draga þar með meðalkostnað á nemanda niður? Og hvernig á að telja nemendur? Það eru svo marg- ar eyður í myndinni sem Jónas sýn- ir að hún sýnir nánast ekki neitt og skilur eftir fleiri spurningar en hún svarar. Það er í tísku að líkja rekstri opinberra stofnana, hvort sem eru skólar eða sjúkrahús, við rekstur fyrirtækja. Ef menn vilja nota þess háttar samlíkingar, svo ekki sé tal- að um beinan samanburð, verða rnenn að nota sama mælikvarða á hvort tveggja. Ef likja á háskóla ( eða hvaða skóla sem er) við fyrir- tæki þarf að átta sig á hver afurð- in er eða þjónustan sem skólinn lætur í té. Kostnaður á ársnemanda segir ekki neitt nema í samhengi við hvernig tekst til að koma þess- um sömu nemendum í gegnum námið.Það er kostnaðurinn við út- skrifaðan nemanda sem skiptir máli og er eini raunhæfi mælikvarð- inn. Eitt atriði enn þarf að hafa í huga þegar reynt er að átta sig á kostnaði við starfrækslu náms- brauta, og einkum ef verið er að bera saman. Að því gefnu að um sé að ræða námsbrautir sem eru í svipuðum kostnaðarflokki þarf það að vera alveg ljóst hvort verið er að tala um raunkostnað eða ekki. Það er venja að reikna þeim skólum sem eru í eigin húsnæði ekki hús- næðiskostnað þó að hver maður geri sér ljóst að það að vera í eigin húsnæði leiði ekki til þess að maður beri ekki af því kostnað. Raunkostn- aður af að starfrækja skóla í eigin húsnæði getur nefnilega verið hærri en af að leigja. Munurinn er að leigugjöld eru talin til útgjalda en húsnæðiskostnaður þeirra skóla sem eru í eigin húsnæði er talinn vera núll.Ekkert fyrirtæki léti sér detta í hug að nota slíkar reiknings- aðferðir fyrr en húsnæði væri að fullu afskrifað. Stöplaritið í grein Jónasar er því ekki rétt mynd af kostnaði við há- skólanám. Röng stefna og dýr Hér verður fyrst að spyija hvað sé alltof dýr skóli. Þegar verið var að stofna Háskólann á Akureyri var ég nokkurn veginn sömu skoðunar og Jónas, þ.e. að þetta væri röng ákvörðun. Sem betur fer leyfist að skipta um skoðun. Ég hygg að HA hafi reynst fyllilega fær um að sinna því hlutverki sem honum var ætlað og farið skynsamlega af stað. Fyrsta námsbrautin við HA var skipulögð nánast eins og iðnrekstr- arfræðin í Tækniskólanum, þannig að menn byijuðu á þekktum hlutum og fikruðu sig svo áfram. Nú dytti engum manni í hug að flytja þessa Guðbrandur Steinþórsson Sjálfstæði skóla og jafn- ræði meðal nemenda GUÐRÚN M. Jónsdóttir heim- ilisfræðikennari skrifaði 25. janúar grein í Morgunblaðið og lýsti eftir rökstuðningi fræðslyfírvalda við að kvótabinda m.a. efniskaup til heim- ilisfræðikennslu í skólum borgar- innar. Nýbreytni við gerð fjárhagsáætlunar til að auka sjálfstæði skóla Bæði hjá Skólaskrifstofu og Dagvist barna var tekið upp það nýmæli að veita grunnskólunum og leikskólunum aukið fjárhagslegt sjálfstæði með því að gera ramma- áætlanir fyrir fjölmarga rekstrarl- iði og veita skólastjórnendum heim- ild til að færa fjármagn til innan rammans. Skólastjórnendur fá þannig auk- ið svigrúm til ráðstöfunar fjármuna og geta forgangsraðað verkefnum eft.ir aðstæðum á hverjum stað en er skylt að halda útgjöldum innan heildarrammans. Núna eru 12 rekstrarliðir skól- anna kvótabundnir. Það eru liðirn- ir: Pappír og ritföng, bókakaup, hreinlætisvörur, matvæli, kaffi- kaup,- handavinnuefni drengja og stúlkna, sími, þvottur, leigubílar, viðhald tölvubúnaðar, viðhald kennslutækja og innanstokksmuna og síðan liðurinn „annað“. Áætlun fyrir mat- væli var árið 1995 7.233 kr. og núna er samtalan 7.312 kr. fyrir alla skóla borg- arinnar. Það er sem sagt verið að jafna sama fjármagni og skólamir fengu 1995 eftir ákveðinni jafn- ræðisreglu. Jafnræðis- reglan Með þessu er verið að ná fram auknu jafnræði miili skól- anna hvað varðar út- hlutun fjármagns. Hver skóli fær ákveðna upphæð og síðan er úthlut- að ákveðinni fjárhæð á hvern nem- anda í grunnskólum borgarinnar. Við útreikninginn var við það miðað að útgjöld borgarinnar vegna þess- ara liða ykjust ekki frá fyrra ári, en sama reikniregla notuð fyrir alla skólana. Þegar áætlun þessa árs er borin saman við áætlun fyrra árs kemur í ljós að flestir skólarnir fá svipað fjármagn til heimilisfræðslu- kennslu nú og í fyrra. Þó eru nokkr- ir sem fá minna og aðrir meira. Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir því hve eyðsla skólanna er misjöfn. Þar má nefna mismun- andi áherslur kennara, mismunandi hagkvæm innkaup og fleira. Áhugaverð tilraun Ég vil taka það skýrt fram að hér er um ákveðna tilraun að ræða, tilraun til að skapa aukið svigrúm innan fjárhagsáætlun- ar. Þannig fá skóla- stjórnendur tækifæri til að hafa breytilegar áherslur í skólastarf- inu. Skóli, sem vill leggja sérstaka áherslu á t.d. heimilisfræði umfram lögbundna kennslu, getur gert það og dregið úr kostnaði á öðrum svið- um. Það er ætíð svo að þegar nýtt kerfí er tekið upp, þarf að gefa því reynslutíma og endurskoða það síð- an með tilliti til ágalla sem e.t.v. hafa komið í ijós. Ef einhveijir skólar fara sérstaklega illa út úr þessari skiptingu fjármagns eru starfsmenn Skólaskrifstofu reiðu- búnir til að fara yfir það með skóla- stjórnendum og kennurum og leita leiða innan fjárhagsrammans til lagfæringar. Verið er að ná fram auknu jafnræði milli skólanna, segir Sigrún Magnúsdóttir, hvað varðar úthlutun fjármagns. Á skólastjórafundi í haust í Gerðubergi var þessi tilraun kynnt og útskýrð fyrir skólastjórum. Það er m.a. samkvæmt ósk þeirra að farið var í auknum mæli út í kvóta- bindingu á rekstrarliðum skóla. Viðmiðunar- stundaskrár gilda Það er þakkarvert að kennarar hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og vilja sinna námsgrein sinni með reisn. Skólastjórar eiga að sjá til þess að kennt sé samkvæmt viðmiðunarstundaskrá í grunnskól- um borgarinnar, bæði hvað varðar heimilisfræðikennslu og aðrar greinar. Hins vegar er það ekki borgin sem gefur út viðmiðunar- stundaskrá né aðalnámsskrá grunnskóla, það er menntamála- ráðuneyíið. Það er ætlun skólayfirvalda í Reykjavík að efla verklega kennslu, þar á meðal heimilisfræði. Það sést á þeim tölum sem Guðrún nefnir að hennar skóli hefur lyft þessari námsgrein og það er vel. Eg skil samt ekki þann mikla mun sem kemur fram í grein hennar og meðaltalstölum til efniskaupa fyrir heimilisfræði sem við fáum frá Sigrún Magnúsdóttir námsbraut suður, enda ekki pláss til að bæta þeim nemendum við þá sem eru fyrir. Ef Háskólinn á Akureyri er alltof dýr hvað þá um Tannlæknadeild? Þá kemur að því sem var kveikj- an að þessum línum en það er hra- pallegur misskilningur sem fram kemur þegar Jónas nefnir Tækni- skólann. Orðrétt segir hann: „Alveg sömu sögu má segja um Tækniskól- ann. Væri starfræktur við hann stærðfræðideildarmenntaskóli væri útkoma hans betri.“ Ég vil upplýsa Jónas og þá sem lesið hafa grein hans um að Tækniskólinn byijaði starfsemi sína árið 1964 sem aðfar- arnám að dönskum tækniskólum, þ. e. a. s. með kennslu á stærðfræði- deildarnámsefni. Þessi deild skól- ans, frumgreinadeild, er enn í fullu fjöri og ekki áform um að breyta því. Eins og Jónas tekur fram er þetta fyrirkomulag sérstaklega hentugt, einkum vegna náinna tengsla milli þessara tveggja skóla- stiga.Hluti kennaraliðsins er virkur á báðum skólastigum og hefur þar með heildaryfirsýn yfir bæði. Reynsla af þess háttar fyrirkomu- lagi er löng hér i Tækniskólanum og hefur átt stærstan þátt í því að skólinn skilar af sér hágæðaafurð, þar sem eru brautskráðir nemend- ur. Það er hins vegar villandi að setja þetta í beint samband við kostnað á hvern nemanda, þó svo að vissulega lækki kostnaður á árs- nemanda vegna þessa sambýlis Mér er óskiijanlegt hvað Jónas á við með því að gefa í skyn að út- koma Tækniskólans í samanburðin- um sé slæm. Lífvænleg háskólastefna. Hér gefur Jónas í skyn að ís- lenskir skólar á háskólastigi, aðrir en HÍ, séu staddir í eins konar tóma- rúmi og enginn viti hvernig nem- endur brautskráðir frá þeim eru staddir með tilliti til mögulegs fram- haldsnáms. Að hér á landi sé búið að stofna 30-40 „háskóla" og eng- inn hafi hugmynd um hvar þeir standa menntunarlega. Rétt er að benda á að til er fyrirbæri sem heitir Samstarfsnefnd háskólastigs- ins og eru í henni fulltrúar allra þeirra skóla sem starfa á háskóla- stigi eða4 gráa svæðinu á mörkum þess. Formlega er nefndin ráðherra- skipuð og fulltrúar í henni eru 13, skólunum fyrir árið 1995. Égítreka að viðmiðunarstundaskrár eiga að gilda og ég kannast ekki við að menntamálaráðuneytið hafi skert kennslumagn til heimilisfræða og það hef ég fengið staðfest á Fræðsluskrifstc fu Reykjavíkur. Út af orðum Guðrúnar vil ég taka fram, að í aldarfjórðung hef ég rekið litla matvöruverslun, svo að mér er kunnugt um matvöru- verð og að ráðdeild og hagræðing er nauðsynleg í öllum rekstri. Hagsýni erjákvæð Reykvíkurlistinn hefur beygt af leið skuldasöfnunar og tekið fjár- mál borgarinnar föstum tökum. Sett lán á hagstæðari greiðslukjör og reynt að draga úr sjálfvirkni í rekstrarútgjöldum. Þetta er gert með börnin okkar í huga, þannig að þau mæti ekki framtíðinni með ofurskuldsettá borg og þar með ekkert svigrúm til framfara. Hag- sýni og hagræðing ættu að vera okkur öllum jákvæð orð á vörum en ekki neikvæð. Skólar og leikskólar eru þeir málaflokkar sem hæst er gert und- ir höfði við gerð þessarar fjárhags- áætlunar. Við setjum til rekstrar skólanna um 130 m.kr. meira 1996 en 1995. Sjálfsagt er að skoða alla liði þar og í samvinnu hjálpast að við að hagræða í skólunum eins og annars staðar. Þannig tekst okkur að auka veg verklegrar kennslu, sem er stefna skólayfirvalda í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi og formiuiur Skólamálnráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.