Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1.FEBRÚAR1996 35 AÐSEIMPAR GREIWAg Vilji Alþingis hunsaður! Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í ÚTHLUTUNARREGLUM Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1995-1996 sem stjórn Lánasjóðs- ins setur og staðfestar eru af menntamálaráðherra er kveðið á um að húsaleigubætur teljist til tekna og komi til frádráttar náms- láni, en vaxtabætur ekki. Þessi reglusetning stjórnar LÍN gengur þvert gegn 1. gr. laga um húsaleigubætur, en þar segir að markmið laganna sé að jafna aðstöðumun kaupenda og leigjenda íbúðarhúsnæðis. Hlutverk Alþingis Á Alþingi sitja lýð- ræðislega kjörnir full- trúar sem þjóðin kýs til að fara með lðg- gjafarvald ásamt for- seta. Meginhlutverk Alþingis er því laga- setning eða m.ö.o. að móta þær leikreglur sem þegnunum er ætl- að að fylgja í sam- skiptum sínum inn- byrðis og við ríkisvald- ið. Verksvið framkvæmdavaldsins er yfirleitt skilgreint neikvætt þannig að í því felist opinbert vald sem hvorki telst löggjafarvald né Færa þarf löggjafarvald frá stjórn LÍN, segir VilhjálmurH.Vil- hjálmsson, og til Al- þingis þar sem það á heima samkvæmt stjórnarskrá. dómsvald. Viðurkennt er að Al- þingi er heimilt að framselja fram- kvæmdavaldinu vald tii að útfæra lögin nánar í reglugerð. Þessar reglugerðir verða þó að eiga sér stoð í lögunum og vera í samræmi við þá stefnu sem þar er mörkuð. Markmið laga um húsaleigubætur Markmið með setningu laga um húsaleigubætur var tvíþætt: Ann- ars vegar að lækka húsnæðis- kostnað tekjulágra einstaklinga. Hins vegar að jafna aðstöðumun kaupenda og leigjenda íbúðarhús- næðis. Kaupendur íbúðarhúsnæðis njóta niðurgreiðslu vaxta og verð- bóta í formi vaxtabóta. Leigjendur nutu ekki sambærilegrar niður- greiðslu vegna húsnæðiskostnað- ar. Því taldi Alþingi tímabært að breyta og samþykkti lög um húsa- leigubætur. Nú þegar rúmlega ár er liðið frá gildi- stöku laganna er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort það markmið laganna, að jafna aðstöðumun kaupenda og leigjenda íbúðarhúsnæðis, hafi náðst. Hvað umbjóðendur Lánasjóðs íslenskra námsmanna varðar er svarið skýrt. Markmið Alþingis náðist ekki. Og þegar því hefur verið svarað neitandi vaknar sú spurning afhverju markmiðið náðist ekki. Hvað kom í veg fyrir að vilji lýðræðislega kjörinna full- trúa þjóðarinnar næði fram að ganga? Svarið er einfalt. Það var stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stjórn Lánasjóðsins braut gegn vilja Alþingis og mótaði eigin stefnu í málinu. Stefnu sem brýtur í bága við markmið Alþingis. Stefnu sem miðar að því að við- halda aðstöðumuninum milli kaup- enda og leigjenda íbúðarhúsnæðis. Hvað er til ráða? Fyrst og fremst þarf stjórn LÍN að bregðast skjótt við og breyta úthlutunarreglunum 1995-1996 svo þær brjóti ekki gegn yfirlýstu markmiði Alþingis í lögum um húsaleigubætur. I öðru lagi þarf Alþingi að grípa í taumana og takmarka það gegnd- arlausa valdframsal sem á sér stað í lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Færa þarf löggjafar- valdið frá stjórn Lánasjóðsins aftur til Alþingis þar sem það á heima samkvæmt stjórnarskrá. Höíundur er fulltrúi SHÍ í sfjórn LÍN. 14 i * <: hcs n/tid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 * 562 2901 og 562 2900 Gail flísar i mm i m Stórhöfða 17, við GuUinbrú, sími 567 4844 Hugsaðu vel um húðina þína. Marja Entrich sér um sína. Gakktu við i Grænu línunni. Græna línan Laugavcgi 4 6 Húðrádgjöf- bætiefnaráðgjöf 1U~L 96026 Word námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustart Tölvufáðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • © 568 80 90 Lxáskeið í Reiki - heih \>°"X Reikil. 2 til 4 feb. helgarnámsk. - **^f Reiki 1. 5 til 7 feb. kvöldnámsk. Reiki 2. 13 til 15 feb. kvöldnámsk. \iöui kenndur meistarl , (sReikisamtök &sLntds % Hugleiðslutlópar (mánud.kvöld), Leshringir (miðvikiákvöid) hefjast í byrjun febrúar. Kennsla fer fram í Bessast.brepp 10 mín. akstur frá Rvíkf rólegu, vinalegu umhverfi við sjóinn. Upplýsingar og skráning í síma 565 2309 Rafn Sigurbjörnsson Reiki Meistari. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ íl Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Jf Viltu margfalda afköst í námi? 71 Viltu lesa góðar bækur með meiri ánægju? Ef svar þitt er jákvætt skaltu skrá þig strax á næsta hrað- lestrarnámskeið sem hefst miðvikudaginn 7. febrúar. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091 HRAÐlJESTT^ARSKOLJlNrSÍ NYTLr-fcJYTT - NYTT - NYTT - NYTT - NYTT - NYTT - NYTT ^~* Íll-Ittlikll t» -kjarnlmálsins! LÆKKAÐU PRENTKOSTNAÐINN UM 50-60% MED BLEKHYLKJAÁFYLLINGU FYRIR BLEKSPRAUTU- OG NÁLAPRENTARA VERÐDÆMI UM ÁFYLLINGU HP Desk jet 850C/1200C Kr. 1.680.- HP Desk jet 550C/560C Kr. 1.110.- Epson Stylus Color - Svart Kr. 1.380.- Epson Stylus Color - Litir Kr. 3.030.- EpsonStylus 800/1000 Kr. 620.- IBM Lexmark Kr. 1.180.- Endurnýting og endurnýjun á blekborðum fyrir nálaprentara Láttu okkur endurnýja blekborðann Þú sparar 40-60% Garðatorgi - 210 Garðabæ - S.565-6061 - 896-5061 Weetabix hjartans mál!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.