Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 01.02.1996, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skipulag Hveravalla FRAM hefur komið í fjölmiðlum nýlega, að Ferðafélag íslands hafi beint stjórnsýslukæru til um- hverfisráðuneytis vegna aðal- skipulags Hveravalla, sem ær hið æðsta stjórnvald skipulags- og byggingarmála í landi okkar. Verði aðalskipulaginu hnekkt leið- ir af eðli máls, að deiliskipulag, sem á því var byggt, verður mark- leysa. Er aðalkrafa félagsins sú, að skipulag Svínavatnshrepps verði ógilt eða því vikið til hliðar hvað varðar Hveravallasvæðið, en til vara er þess krafist, að ráðu- neytið veiti félaginu svokallað stöðuleyfi fyrir byggingar og aðra aðstöðu félagsins til margra ára. í kæruskjalinu er að sjálfsögðu að meginstofni byggt á lögfræði- legum rökum með ítarlegri grein- argerð, m.a. um það, að lögmætra aðferða hafi ekki verið gætt við undirbúning að gerð skipulagsins og því hafi verið brotið gegn Forsvarsmenn Ferðafé- lagsins, segir Páll Sig- urðsson í síðari grein sinni, hafa sýnt lang- lundargeð og sáttfýsi. grundvallarreglum íslensks stjórn- sýsluréttar, en jafnframt er vísað til raka, er varða sanngirni og sið- ferði í mannlegum samskiptum. Ein af viðbárum Ferðafélagsins í kærunni varðar það, að Hvera- vellir séu í raun réttri utan lög- sagnarumdæmis Svínavatns- hrepps. Því til nánari rökstuðnings er m.a. vísað í ummæli í vandaðri og merkri skýrslu umhverfisráð- herra um skipulagsmál á hálend- inu, sem lögð var fyrir Alþingi veturinn 1990-91, um að hálend- issvæði á borð við það, sem hér um ræðir, séu væntanlega utan lögsagnarumdæma hreppa, en það var þáverandi ráðuneytisstjóri þess ráðuneytis, sem var formaður þeirrar nefndar, er samdi þá skýrslu. Nýverið hefur Hæstirétt- ur einnig staðfest, að Þórsmörk sé utan sveitarfélaga og er þó mun styttra til byggða þaðan en frá Hveravöllum. Þá skal þess einnig getið, að 20. nóvember sl. gekk dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur (í máli nr. E-7638/1994), þar sem stað- fest var á skýran og eftirminnileg- an hátt, að þeir hreppar, sem gerðu tilkall til beins eignarréttar yfir Auðkúluheiði - og jafnframt yfir Hveravöllum - eiga þar ekki svo mikið sem eitt sandkorn hvað þá gijóthnullung, en beitarréttur þeirra er hins vegar óumdeildur. Af þessu er ljóst, að Svínvetningar geta a.m.k. ekki rökstutt nei- kvæða afstöðu sína til starfsemi Ferðafélags íslands á Hveravöllum með því, að þar hafí verið byggt í óþökk landeiganda! Bregði Svín- vetningar á það ráð, ef deiliskipu- lag nær staðfestingu, að úthluta sjálfum sér byggingarreitum á Hveravöllum, verður það a.m.k. heldur ekki gert í skjóli eignarrétt- ar þeirra. Merkur fulitrúi Svínvetninga hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðl- um, að Ferðafélagið hafí sjálft haft uppi hugmyndir um stórfram- kvæmdir á Hveravöllum, er hafí verið í líkingu við skipulagstillögur norðanmanna, sem nú eru orðnar alþjóð kunnar. Hið sanna er: Eftir að stjórnarmönnum Ferðafélags- ins var orðið ljóst að aðalskipulag, sem var félaginu mjög í óhag, var orðið staðreynd, fóru þeir smám saman - en þó hægt og bítandi - að móta einhveijar hugmyndir um það, hvernig rétt kynni að vera að bregðast við aðsteðjandi vanda. Umræða um það mun þó, mér vit- anlega, ekki hafa hafíst fyrr en á síðari hluta árs 1994 en síðar bár- ust félaginu fyrstu drög að deili- skipulagi Hveravallasvæðisins, sem gerð höfðu verið að frum- kvæði Svínvetninga. Þessum frumdrögum mótmæltum við formlega með ítarlegu bréfí í fe- brúarmánuði 1995. Að sjálfsögðu komu um það leyti til lauslegrar umræðu nokkr- ir kostir, sem athuga mætti varð- andi framtíð ferðamannaaðstöðu Ferðafélagsins á Hveravöllum í ljósi aðalskipulagsins. Einn var sá að pakka einfaldlega saman og leggja starfsemina á Kjalarsvæð- inu niður en annar var sá að flytja a.m.k. stærra sæluhúsið á ein- hvern annan stað á Kjalarsvæðinu (án þess að menn kæmu þó auga á neinn ákjósanlegan stað í því sambandi). Jafnframt kom vissu- lega m.a. til lauslegrar skoðunar á stuttu tímabili að sætta sig ein- faldlega við orðinn hlut en freista þess að fá samþykkta byggingu nýs sæluhúss Ferðafélagsins við Hveravelli, sem kæmi í stað stærri skálans sem nú er, væri eitthvað stærri en hann og gæti með ein- hveijum hætti fallið að þeim frumtillögum um gestaskála á nýjum stað og umhverfi- hans, sem fram koma á aðalskipulaginu. Byggingarnefnd félagsins hafði þá frumkvæði að því, að ágætur arkitekt gerði drög í þessa átt; voru þau síðan kynnt í stjórninni og lítillega rædd þar en komu aldr- ei til afgreiðslu. Voru þau drög þarmeð úr sögunni, enda skal þess minnst, að Ferðafélagið hefur að sjálfsögðu ekkert skipulagsvald á Hveravöllum fremur en annars staðar. Þessi hugmynd hefur aldr- ei verið neitt launungarmál enda var hún m.a. lauslega nefnd við forsvarsmenn Svínavatnshrepps, sem að vísu höfnuðu henni þegar í stað. Vart þarf að taka fram, að það sæluhús, sem þarna kom lítillega til umræðu, var að stærð og umfangi vitanlega ekkert í lík- ingu við þá höll, sem Svínvetning- ar hafa nú í hyggju að reisa sjálf- ir fyrir Blöndubætur sínar. Kom nú bráðlega í ljós, að flestir stjórn- armenn gátu í reynd ekki sætt sig við aðalskipulagið og síðan mótuð- ust hugmyndir um að reyna að fá því hnekkt, svo sem nú er komið fram í kæru okkar, sem alger sam- hugur er um meðal stjórn- armanna. Þá er einnig rétt að fram komi, að þótt Svínvetningar hafi ein- staka sinnum látið að því liggja í fjölmiðlum, með mismunandi óljósu orðalagi, að ekki þurfi að vera loku fyrir það skotið að þeir geti átt eitthvert samstarf við Ferðafélagið á Hveravöllum, hafa þeir ekki boðið til neinna slíkra viðræðna og ekki hefur heldur orðið vart almenns áhuga stjórnar- manna Ferðafélagsins á samstarfí við þá um ferðamannaþjónustu. Hefur félagið reyndar, því miður, ekki haft nógu góða reynslu af samstarfi við aðra í þeim efnum fyrr á tímum. Engu að síður eru forsvarsmenn félagsins að sjálf- sögu ætíð, sem fyrr og síðar, reiðu- búnir til viðræðna við góða menn um góðar hugmyndir og trúa á mátt samvinnu manna á meðal. í febrúarmánuði 1995 átti ég, ásamt öðrum stjórnarmanni Ferðafélagsins, viðræður við full- trúa skipuleggjenda (á Blönduósi). Lýstu báðir aðilar þar viðhorfum sínum vinsamlega, en niðurstaða varð tæpast á fundinum önnur en sú, að viðmælendur okkar lýstu því að þeir myndu halda óbreyttum skipulagsáformum og vinna hratt að gerð deiliskipulags, sem þeir síðan stóðu við svo sem nú er komið á daginn. í ágústmánuði sl. fór stjórn Ferðafélagsins þess vinsamlega á leit við hreppsnefnd Svínavatns- hrepps, að hún veitti félaginu stöðuleyfi fyrir byggingar sínar á Hveravöllum til allmargra ára, og væri þá aðaiskipulagi hreppsins hnikað lítillega til sem því næmi. Þessu bréfí var aldrei svarað þrátt fyrir margar ítrekanir, en hins vegar er vitað að byggingarnefnd hreppsins lagðist að sínu leyti gegn erindinu. í nóvembermánuði sl. fór stjórn félagsins þess síðan á leit við umhverfísráðuneyti, að það hefði frumkvæði að sáttaum- leitunum milli aðilanna, sem ráðu- neytið gerði vissulega án þess þó að árangur bæri sökum viðbragða- leysis Svínvetninga, sem heldur brugðu á það ráð að auglýsa á sama tíma deiliskipulag og um- hverfísmat. Eftir þetta varð kæra félagsins fyrst virk, en hún hafði áður verð kynnt ráðuneytinu. Forsvarsmenn Ferðafélagsins hafa gengið varlega og hófsam- lega fram í þessu máli og sýnt langlundargeð og sáttfýsi. Kynn- ing okkar málstaðar í fjölmiðlum hefur, af okkar hálfu, verið mál- efnaleg og hófsamleg og af hálfu þeirra, sem að núverandi skipulagi standa, hefur kynning málstaðar þeirra einnig verið skapleg. Vænti ég þess eindregið að svo megi jafn- framt verða framvegis. Höfundur er forseti Ferðafélags íslands. Gifstrefjaplötur til notkunar á veqqi, loft oq qólf ( 1 L: 1 P \ \ i * ELDTRAUSTAR * HLJÓDEINANGRANDI * MJÖG GOn SKRÚFUHALD * UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR VIÐURKENNDAR AF BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 • Reykjavík • Sími 553 8640 m 'o'^° Hjgí iA QEAf1 :t»oH Útivistarfatnaður íþróttagallar Sundfatnaður Leikfimifatnaður jþróttaskór í úrvall Mjög vandaðar OUR fleecepeysur| Aðtir 8,ööO 4.<000 Raci adidas I mjikHmmm ;i LAUGAVEGi 23 • SÍMI 551 5599 "| Kynning í dag á snyrtivörura frá Princess Marcella Borghese kl. 13-18. Kaupauki íylgir IIIMIBM j (E/ (ö)/ Lj /o afsláttur af allri sérvöru dagana 1.-5. febrúar. Vorum að taka upp nýja sendingu af brjóstahölduruin. Verð kr. 998 r Göngugötunni í Móddr r Sími 587 0203 r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.