Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 BÆNDASKOLINN A HOLUM ÓLAFUR Sigurgeirsson kennari í fiskeldi með nem- endum sínum við eitt kerið í eldisstöðinni hjá Hólalaxi. KYNBOTASTARFIÐ í fisk- eldinu á Hólum hefur skilað góðum árangri, tekist hefur að auka vöxt eldisfiskanna með því að hægja á kyn- þroska. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson AUK daglegrar umhirðu í fiskeldisstöðinni taka nem- endur á fiskeldisbraut þátt í ýmsum tilraunum og hér kreista þeir hrogn úr einni hrygnunni. Utskrifum fólk sem getur orðið að liði Rætt við Olaf Sigurgeirsson sem hefur umsjón með fisk- eldiskennslu á Bændaskólanum á Hólum ÞRÁTT fyrir fjöldagjaldþrot og margháttaða erfiðleika í físk- eldi síðustu ár er hægt að segja að greinin sé í miklum blóma á Hólum þar sem fyrirtækið Hólalax rekur fískeldisstöð. Náin tengsl eru á milli Hólaskóla og Hólalax þar sem öll verkleg kennsla á fiskeldisbraut fer fram. Fiskeldið á Hólum hefur siglt framhjá öllum þeim boðaföllum ,sem orðið hafa mörgum fiskeldisfyr- "" irtækjum að fjörtjóni og segir Ólafur Sigurgeirsson kennari á fiskeldis- braut bjart framundan í greininni sé rétt að málum staðið. „Markmiðið með kennslu í fiskeldi á Hólum er fyrst og fremst að út- skrifa fólk með nauðsynlega þekk- ingu á faginu sem getur orðið að liði í uppbyggingu á atvinnugreininni," segir Olafur og bætir við að mikið þekkingarleysi hafí haft sín áhrif á hvernig fór um rekstur margra fisk- eldisfyrirtækja. Námið byggist upp á bæði bóklegu og verklegu námi. Bóklegu fögin fjalla um eldisfræðileg atriði, bókhald og rekstur fískeldis- stöðva og tölvunotkun. Nemendur ^verða að hafa lokið tveggja ára námi ' í framhaldsskóla og segir Ólafur að þeir hafi reynt að losa skólann sem mest við undirstöðufög en einbeitt sér meir að sérhæfingu. Kynbætur, tilraunir og dagleg umhirða „Námið er enn í mikilii mótun og því lítið til af íslensku námsefni og bókum. Við höfum reynt að fá nem- endur til að lesa enskar og norskar bækur en það hefur gengið misjafn- lega. Verklega kennslan gengur fyrst og fremst út á að kenna daglega umhirðu og reynt að láta nemendur komast eins oft og hægt er niður í fiskeldisstöð. Síðan eru ýmsar til- raunir í gangi sem nemendur aðstoða við eða sjá um að mestu leyti. Með því fá þeir betri skilning á tilgangi tilraunanna. Ennfremur er þeim kennd slátrun á fiski". Gerðar hafa verið tilraunir með að kynbæta bleikjustofninn og segir Olafur það hafa skilað nokkuð góðum árangri. Nú sé farið að dreifa kyn- Við Bændaskólan á Hólum er fjölbreytt skólastarf. Hér kemur m.a. fram að fískeldis- nám er þar viðamikill þáttur, nám er í ferða- þjónustu og þar fara einnig fram rannsókn- ir á heilbrigði hrossa og þar er starfandi sérstakur dýralæknir í hrossasjúkdómum. Valdimar Kristinsson heimsótti skólann. bættum efnivið á aðrar stöðvar. Erfðaframfarirnar hafi skilað sér vel milli kynslóða og segist Ólafur eiga von á að atvinnugreinin eigi eftir að njóta mjög góðs af þessu kynbóta- starfi. Kynbæturnar hafa miðað að því að auka vaxtarhraða og seinkun á kynþroska sem dregur úr vexti. Bleikjueldi vænleg aukabúgrein Ólafur sagðist nokkuð bjartsýnn á framtíð fiskeldis á íslandi og þá sér- staklega í bleikjueldi. Nefndi hann tvo möguleika í bleikjueldinu, ann- arsvegar að það yrði rekið í stórum stöðvum með meir en 50 tonna árs- framleiðslu. Hinsvegar sjái menn bleikjueldið fyrir sér sem aukabú- grein bænda og benti Olafur á að tveggja tonna framleiðsla samsvar- aði innleggi af 140 lömbum með fjórtán kílóa meðalvigt. Sæi hann fyrir sér að þetta gæti orðið talsverð- ur búhnykkur fyrir bændur því vinn- an við bleikjueldi væri ekki svo ýkja mikil í samburði við margt annað í landbúnaði. Hann benti hinsvegar á að þetta væri mjög viðkvæm fram- leiðsla og þýddi ekki að gera þetta með hangandi hendi. Fiskur væri ferskleikavara sem þolir ekki að hanga eins og kjöt. Mikla nákvæmni og hröð vinnubrögð þarf við slátrun og frágang á framleiðslunni svo tryggja megi að varan komist til neytenda í fullum gæðum. „Það er lítið mál í sjálfu sér að ala fískinn, aðal málið er slátrunin, frágangur og salan. Þú getur verið tvö og hálft ár að framleiða fiskinn sem þú getur svo hæglega eyðilagt á hálftíma með röngum vinnubrögðum. Af þessum sökum meðal annars hafa verið hald- in námskeið víða um land fyrir þá sem hafa áhuga á bleikjueldi, eru byrjaðir eða eru að íhuga að hefja eldi." segir Ólafur. Góðar horfur í fiskeldi Ólafur telur framtíðarhorfur í bleikjueldinu mjög góðar, segir hann heimsframleiðsluna á bleikju ekki mikla og ef menn standi sig í mark- aðsöflun og sölumálum þá eigi verð- ið eftir að haldast hátt. Hann segist sömuleiðis telja góðar horfur í eldi á öðrum tegundunum eins og laxi þótt ljóst virðist að íslendingar verði aldr- ei mjög stórir á þeim vettvangi. Eldi sjávarfiska og dýra sé einnig að færast mjög í aukana og nefndi hann þar sem dæmi eldi veiddra ígulkerja og eldi Sæeyra. „í kindakjötsfram- leiðslunni séu bændur vanir því að vera nánast lausir allra mála þegar gripurinn er kominn í sláturhúsið. í bleikjueldinu eru engar beingreiðslur né hitt að kaupfélagið sjái um söl- una. Þarna þurfa menn að hugsa sjálfir um sína vöru frá upphafi til enda en eru lausir við forsjárhyggj- una sem getur að vísu reynst ýmsum erfitt að venja sig af eftir áratuga tilveru hennar" segir Ólafur í enda spjallsins. Sigríður Björnsdóttir á Hólum, dýralæknir hrossasjúkdóma Stöndum á núll- punkti í mörgu FYRIR tæpum tveimur árum var skipað í nýja stöðu dýra- læknis hrossasjúkdóma á vegum yfírdýralæknisembættisins. Staðan er til reynslu til tveggja ára en stefnan er sú að staðan verði við lýði til frambúðar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hefur aðsetur á Hólum. í starfið var ráðin Sigríður Björnsdóttir dýralæknir og var hún beiðin um að segja frá í hverju starf hennar væri fólgið og hvernig það tengdist skólastarfinu. „Ég sinni hér kennslu í líffæra- og lífeðlisfræði við skólann. Hef eftir- lit með heilbrigði dýranna á skólabú- inu, þar sem fyrst og fremst er um hross ræða. Hér eru yfír eitt hundrað hross á járnum þegar best lætur og annað eins á útigöngu. Þessi hluti starfs míns getur verið afar tíma- frekur, sérstaklega þegar líða tekur á veturinn og þjálfun hrossa í, al- gleymingi. Ég er í góðu samstarfi við Vilhjálm Svansson héraðsdýra- lækni en við hjálpumst að við meiri- háttar aðgerðir auk þess sem hann tekur þátt í rannsóknarstarfinu." „Mitt aðalstarf er að stunda rann- sóknir á heilbrigði hrossa. Þar er helst að nefna spatt-rannsóknir, sem hófust í vor. Spatt er kvilli sem hef- ur mikil áhrif á sölu hrossa og þá sérstaklega hvað varðar útflutning. Þarna er mörgum spurningum ósvar- að eins og til dæmis hverjar séu helstu orsakir og þá í framhaldinu hvort hægt er að gera einhverjar ráðstafanir til að stemma stigu við spatt-myndun í hækillið. Hér er um að ræða langtíma verkefni sem ekki sér fyrir endann á. Það er unnið í samvinnu Hólaskóla, Yfírdýralækn- isembættisins, Tilraunastöðvarinnar á Keidum og Dýralæknaháskóians í Uppsölum. Gagnasöfnun um tíðni og arfgengi mun ljúka í vor og verð- ur þá hægt að hefja úrvinnslu." Byggt á erlendum tölum og innlendri reynslu „Þá hef ég hönd í bagga með öðrum rannsóknum. Má þar nefna frjósemisrannsóknir á stóðhestum, en viðbúið er að framhald verði á þeim. Þarna er fyrst og fremst um að ræða upplýsingaöflun, því við stöndum frammi fyrir því með ís- lenska hestinn að fyrir liggja tak- markaðar tölulegar upplýsingar um ýmislegt er varðar líffræðilega starf- semi. Við stöndum á núllpunkti í ákaflega mörgu og verðum til dæm- is að byrja á að finna út hver meðal- gæði sæðis í íslenskum hesti eru. VINNUAÐSTAÐA Sigríðar er eins og best verður á kosið í því sem áður var minkahús. Hér myndar hún með röntgentækjum hækil á hesti með aðstoð norsku stúlkunnar Linn Hammerby. Nám í ferðaþjónustu í burðarliðnum ÞEGAR þrengt hefur að í hefð- bundnum landbúnaðargreinum hafa bændur leitað á ný mið. Mikill vaxtarbroddur er nú í ferðaþjónustu bænda og samkvæmt samningi milli landbúnaðarráðuneytisins og Bændaskólans á Hólum mun kennsla á ferðamálabraut hefjast á þessu ári á Hólum. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur hefur verið ráðin til starfa vegna þessa þáttar í starfsemi skólans. Guðrún Þóra, sem var hótelstjóri á Hólum síðastliðið sumar, segir að boðið hafi verið upp á gistingu í uppábúnum rúmum, svefnpokapláss og tjaldstæði og hafi aðsókn aukist mjög, en þetta er þriðja árið sem boðið er upp á þessa þjónustu. „Nú er í fyrsta skipti unnið mark- visst að því að kynna eða markaðs- setja Hóla sem gististað og er það hluti af mínu starfi. Auk þess vinn ég við undirbúning að ferðamála- brautinni, en áætlað er að kennsla hefjist á henni á næsta ári. Það er mikil gróska í ferðaþjónustu hjá bændum og mikill áhugi á að hefja kennslu í ferðaþjónustu sem myndi tengjast hestamennskunni og fisk- eldinu á staðnum. Víða eru hesta- leigur reknar samhliða ferðaþjón- ustu á bæjum og sömuleiðis veiði í vötnum og tjörnum. Fræðslan hér kemur til með að taka mið af afþrey- ingar- og umhverfissjónarmiðum. Þetta skýrist kannski best með að segja að stílað verði inn á grænu línuna. í gangi er undirbúningsvinna fyrir þetta nám, en vissulega mun framhaldið ráðast af því fjármagni sem fæst, hvað hægt verður að gera. Hvort byrjað verður með námskeið- um eða strax með heilsársnámi er ekki útséð um, en viljinn til að hleypa þessu af stokkunum er ótvír- ætt fyrir hendi. Það vantar meðal annars meiri þekkingu á hvernig á að umgangast ferðamenn, hvernig á skipuleggja ýmsa þjónustu svo sem hestaferðir, lengri og styttrí, svo og ýmislegt er varðar öryggismál. Sumir þeirra er fást við ferðaþjónustu hafa orðið góða þekkingu á þessum hlutum en þeir eru margir sem vilja fá aukna fræðslu," segir Guðrún Þóra. Hún telur að þessir þrír þættir; hestamennska, fiskeldi og ferða- þjónusta, eigi vel saman og styrki hver annan. Ferðaþjónusta á Hólum getur aukið nýtingu hrossanna yfir sumartímann auk þess sem hrossin laði fólk að svo dæmi sé tekið og grundvöllur að góðum menntunar- möguleikum er lagður .með líflegri starfsemi í þeim greinum sem kenndar eru á skólanum. i 4 4 í i \ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.