Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 39

Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 39 BÆNDASKÓLINN Á HÓLUM ur. Það má líka geta þess sem þeir vita sem reynt hafa, að það er óhemju mikil vinna að útbúa um- sóknir um þessa styrki og maður gerir ekki annað á meðan. Umræðan um þörf á rannsóknum hefur stór- aukist síðustu árin og greinilegt að víða er vilji fyrir hendi að eitthvað gerist. Við fáum mikinn stuðning frá Félagi hrossabænda og móralskan stuðning frá Landsambandi hesta- mannafélaga, en það vantar pening- ana. Hinsvegar gerast hlutirnir þannig að einhvers staðar verður að bytja og meiri von er að peningar fáist þegar menn eru farnir að sjá að eitthvað er gert. Byrja verður verk jafnvel út á krít og sjá svo hvað setur. Auðvitað gerum við út á bjartsýnina, en við erum jarðbund- in og látum hagsmuni greinarinnar sitja í fyrirrúmi í verkefnavali. Til- gangurinn er jú að hleypa stoðum undir atvinnugreinina." Kortlagning- kynbótahrossanna Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGRÍÐUR framkvæmir hér beygjupróf á hesti til að kanna hvort hann sé með spatt. Norski neminn Solveig Vik heldur í hestinn. Framan af munu rannsóknir á ís- lenskum hestum einkennast af söfn- un grunnupplýsinga. Menn hafa eitt og annað á tilfinningunni, en það vantar tilfinnanlega tölur um hveijar staðreyndirnar eru. Mikið er byggt á erlendum rannsóknum á erlendum kynjum og eru þær gjarnan fléttaðar saman við reynslu manna hér á landi.“ Söluhamlandi sjúkdómar efstir á blaði „Nauðsynlegt er að setja upp for- gangslista yfir þau atriði sem þarf að rannsaka hjá íslenskum hestum og þar hljóta að vera efst á blaði sjúkdómar sem hamla sölu og mark- aðsstarfi eins og sumarexem og spatt. Þá tel ég afar brýnt að varð- veita þá góðu fijósemi sem er í stofn- inum en til þess vantar ýmsar upplýs- ingar. Það hefur sýnt sig að þessi eiginleiki hefur tapast í mörgum ræktuðum kynjum erlendis. Auk þess væri hægt að hagræða betur í rækt- unarstarfinu með sæðingum. Að menn geti valið þann hest sem best hæfir hryssunni en ekki þann sem er í héraðinu það og það skiptið. Sömu- leiðis þarf að afla meiri þekkingar hversvegna ýmsar hryssur eiga erfitt með að festa fang og stóðhestar að fylja. Þá má nefna rannsóknarefni eins og þjálfunarástand hrossa, hófa og útigöngu hrossa. Engar hrossarannsóknir eru á fjárlögum hjá ríkinu og því þarf að afla fjár til rannsókna með öðrum hætti. Má segja að við séum með alla aríga úti til að afla ijár, sótt er um tii allra sjóða sem hugsast get- „Sem starfsmaður yfirdýralæknis á ég að gera ýmsa aðra hluti svo sem að fylgja eftir verkefni um stað- festingu á ætterni helstu kynbóta- hrossa landsins og afkvæma þeirra með blóðtöku. Við erum nú að reyna að finna hentugt form á þetta brýna verkefni. Best væri að taka blóðsýni úr kynbótahrossum á sýningum þeg- ar þau hafa hlotið dóm og örmerkja þau með einstaklingsmerkingu til að festa dóminn við ákveðinn einstakl- ing. Með þessum hætti væri samtím- is verið að safna mikilvægum upplýs- ingum í upplýsingabanka. Menn setja kostnaðinn af þessum blóð- flokkagreiningum mikið fyrir sig á þessum síðustu og verstu tímum. I mörgum nágrannalöndum eru fyrir hendi reglur um að staðfesta verði ætterni kynbótahrossa héðan með blóðsýnum eða DNA-rannsóknum og því nauðsynlegt að blóðgreining for- eldra liggi fyrir,“ segir Sigríður í lokin. Sköpuð hefur verið mjög góð að- staða til dýrlækninga í refahúsinu, sem áður var. Þar er nú fullkomin aðstaða til svæfinga, flókinna að- gerða og röntgenmyndatöku en full- kominn tækjabúnaður var keyptur vegna spatt-rannsóknarinnar sem hófst í vor og er sá búnaður staðsett- ur á Hólum. Hér er um að ræða stöðu sem mun mótast á næstu árum og ræðst þá framvindan mikið af því hvernig til tekst með öflun fjár til starfseminnar. En eitt er víst- að verkefnin eru næg þótt fátt eitt sé nefnt hér. Þegar talað er um_ rann- sóknir á hrossasjúkdómum á íslandi er greinilega verið að tala um óplægðan akur. QuarkXPress námskeið 96022 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • © 568 80 90 ÞOLFIMIKENNARAR - ÞOLFIMILEIÐBEINENDUR Laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00 veröur í MÆTT, Faxafeni 14, stutt námskeið í: 1. Áreyn Dr. Þórarinn Sveinsson. 2. Notkun POLAR púlsmæla í þolfimi og við aðra þjálfun. (Kynning). 3. Stuttur þolfimitími þar sem POLAR púlsmælar verða notaðir. Aðgangur ókeypis. púlsmælar m TIL RAFHmiMíZ! Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndurvið íslenskaraðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG ■ GREIÐSLUSKILMÁLAR. %lm/M Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900 - kjarni málsins! Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun European Software Process Improvement Training Initiative ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu. Námskeiðin eru niðurgreidd af ES. Útflutningur hugbúnaðar - markaðir, aðferðir og reynsla Námstefna Útflutningur á tölvuvæddum fiskvinnslutækjum og hugbúnaði nemur nú hátt á ann anmilljarð króna á ári. Stærstu útflytjendurnir halda fyrirlestra á námsstefnunni. Námstefnustjóri er Oddur Benediktsson, Háskóla íslands. Dreifing og sala hugbúnaðar á netinu. Samningar, einkaleyfi, OEM-samningar. Markaðsaðstæður eftir löndum. Gæðastjórnun, uppsetning og rekstur kerfa úr ijarlægð. Þróun hugbúnaðar til útflutnings. Fjármögnun hugbúnaðar til útflutnings. Hugbúnaður og upplýsingasamfélagið. Mismunandi form starfsemi erlendis. (Upplýsingar á Vefsíðu: http://www.rhi.hi.is/-oddur/spi/espiti/export.html.) Friðrik Skúlason; Jóhann P. Malmquist, Softís; Lárus Ásgeirsson, Marel; Snorri Guðmundsson, EJS; Páll Hjaltason, Hugbúnaður; Pétur Blöndal, Fjarmiðlun; Risto Nevalainen, Tieke og Vilhjálmur Þorsteinsson, íslensk forritaþróun. Staður: Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd. 8.-9. feb. Rútuferð fráTæknigarði 8. feb. kl. 8.15 og komið til baka 9. feb. kl. 17.00. 9.800 kr. (ferðir og upphald innifalið). Bætt hugbúnaðargerð byggð á sjálfsúttekt samkvæmt nýjum stöðlum Námskeiðið er byggt á væntanlegum ISO stöðlum sem nú er verið að ljúka við að semja. Þessir staðlar hafa verið nefndir SPICE (Software Process Improvement and Capability Etermination) staðlarnir. Þeir eru samdir í þeim tilgangi að smá hugbúnaðarfýrirtæki, eigi síður en stór, geti nýtt þá til að bæta aðferðir í hugbúnaðargerð til þess að framleiða betri hugbúnað með lægri tilkostnaði. (Upplýsingar á Vefsíðu: http://www.rhi.hi.is/-oddur/spi/espiti/spisprog.html). Risto Nevalainon, Lic. Tech., forstjóri Information Technology Development Center, Helsinki, og Oddur Benediktsson, prófessor Háskóla íslands. 12.-13. feb. kl. 8.15-16.00. 9.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar í síma 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvuóstur: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.