Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 40

Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BERGUR HJARTARSON HILDIG UNNUR GUNNARSDÓTTIR + Bergur Hjartar- son fæddist 4. október 1935 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu, Álfaskeiði 94, Hafn- arfirði, 22. janúar síðastliðinn. Bergur var sonur Rannveig- ar Wormsdóttur og Hjartar Andrésson- ar sem er látinn, en fósturfaðir Bergs frá unga aldri var Halldór Jóhannes- son sem einnig er látinn. Systkini Bergs: Sigurður Hjartarson, látinn, Unnur Björk Halldórs- dóttir, látin, Hjörtur Halldórs- son og Elínborg Halldórsdóttir. Bergur kvæntist 16. septem- ber 1961 Aðalbjörgu Garðars- dóttur. Þau slitu samvistir. - Að- alheiður og Bergur eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Hrafnhildur, f. 9.10. 1961, gift Þresti Júlíussyni, þeirra börn eru þrjú, Bergur, Katr- ín og Ágúst. 2) Sveinbjörg, f. 17.6. 1963, gift Agli Strange og eiga þau tvö börn, Sæ- unni Hrund og Atla Þór. 3) Hall- dóra, f. 24.8. 1969, gift Haf- steini Sævarssyni, þau eiga tvö börn, Ester Ósk og Sævar Örn. Útför Bergs fer fram frá Hafnarfj arðarkirkj u í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. KÆRI vinur, þér vil ég þakka í örfáum orðum þessar stuttu og inni- legu stundir sem við fengum. Ég hefði svo viljað hafa þær fleiri, en eins og máltækið segir: „Enginn ræður sínum næturstað". Glaðværðar þinnar og ljúf- mennsku mun ég ávallt minnast, því það einkenndi samband okkar í þann stutta tima sem við fengum að njóta saman. Allar gönguferðirnar, spjallið og ógleymanlegar ferðir upp í Hosuló, verða mér dýrmætar minningar í framtíðinni. Bergur minn, takk fyrir alla birt-r una sem þú færðir inn í mitt líf, og nú þegar þú ert svo skyndilega horfínn mér frá, bið ég Guð að blessa þig og býð þér góða nótt. Ég mun sakna þín. Enn birtist mér í draumi sem dýrlegt ævintýr hver dagur sem ég lifði í návist þinni. Svo morgunbjört og fögur í mínum huga býr, hver minning um vor sumarstuttu kynni. (Tómas Guðm.) Dætrum þínum, tengdasonum og barnabörnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur, einnig öðrum vin- um og venslafólki. Dýrley. Elsku Beggi okkar. Nú ertu farinn, þinn aldur var ekki hár. Það þyrmdi yfír okkur þegar Halldóra dóttir þín tilkynnti okkur að þitt veika hjarta hefði stoppað. Við urðum hálfeigingjöm, hvað gerum við nú, elsku bjarg- vætturinn í Kjósinni. Hver kallar í vor: „Komið krakkar í skúrinn og fáið ykkur kaffi.“ Þú varst eins og vorfuglarnir, fyrstur á svæðið á vorin og síðastur til baka á haustin. Alltaf varstu til halds og trausts, enda varstu kallaður bjargvættur- ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 inn. Ekkert var til sem Beggi átti ekki, ef eitthvað vantaði, og ekki munaði hann um að leggja okkur hjálparhönd við byggingu á okkar skúr. Elsku Beggi minn, mikið eigum við eftir að sakna þín. Vinskapur okkar hófst er við keyptum bústað- inn við hliðina á þínum, fyrir 6 árum, hjálpsamari og betri vin er vart hægt að hugsa sér eða betri vinskap. Þú lést okkur hafa lykla að skúrnum þínum ef ske kynni að okkur vantaði eitthvað og þú værir ekki á staðnum. Við öfunduðum þig óskaplega af heita pottinum þótt við væmm alltaf velkomin í hann. Svo kom að því að við fengum okk- ur sturtu, og þá kom öfundin upp í þér, en í sárabætur fékkst þú að vígja hana meðan Skúli athugaði allar leiðslur upp á leka. Á eftir talaðir þú um að þetta væri lengsta sturta sem þú hefðir nokkum tíma farið í en ein sú besta. Nú fékkst þú lyklana að okkar skúr, og áttir eftir að kynnast sturtunni okkar betur. Allt þetta varð til að þú fékkst þér sturtu sjálfur. Elsku kallinn, það er svo margs að minnast, margar minningar, en nú ertu farinn á hvíldarheimilið með þitt stóra, veika hjarta í orðsins fyllstu merkingu. Við vitum að þú hefur nú gætur á okkur þegar fer að vora, en miss- irinn og söknuðurinn er samt mik- ill. Þú varst okkur mikið meir en besti vinur, þú varst okkar bjarg- vættur í einu og öllu. Þegar þú tek- ur á móti okkur á himnum með súrum hval eða nýuppteknum rófu- bita, þá tökum við utan um þig og segjum þér hvað okkur þótti vænt um þig. Elsku Beggi, við vonum að þú fáir alla þá hvíld sem þú þráðir svo heitt. Far þú í friði. Við vottum móður þinni, dætrum þínum og fjöl- skyldum þeirra okkar samúð. Eins vottum við Magga besta vini þínum okkar samúð. Minning um góðan mann lifír meðal okkar. Skúli og Hrönn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMUNDUR JÓNSSON, Faxabraut 4, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurnesja, Kefla- vík, þriðjudaginn 30. janúar. Jarðarförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík. Steinunn Snjólfsdóttir, Jórunn E. Ingimundardóttir, Pétur H. Hartmannsson, Egill S. Ingimundarson, Ragnheiður E. Brigisdóttir, ValurS. Ingimundarson, GuðnýS. Friðriksdóttir, Oddný Ingimundardóttír, Hermann Guðmundsson, Sigurður Þ. Ingimundarson, Halldfs Jónsdóttir, Kristinn Ingimundarson, Friðrika J. Sigurgeirsdóttir og barnabörn. + Hildigunnur Gunnarsdóttir fæddist 21. apríl 1924, að Helluvaði í Rang. Hún lést 22. janúar I Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gunnar Er- lendsson frá Hlíðar- enda í Fljótshlíð, fæddur 3. júlí 1894, d. 8. maí 1968, og Kristín Kristjáns- dóttir frá Auraseli, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958. Hildigunnur var gift Gunnari Siguijónssyni sem Iést 1978. Áttu þau 4 börn, þau eru: Gunnar Sigurjón, Anna Friðrika, Kristinn Erlendur og Ásdís Hildigunnur. Útför Hildigunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á ÞVÍ augnabliki sem mér var ljóst að Hildigunnur væri farin fóru ótrú- lega margar og merkilegar hugsan- ir í gegnum huga minn. Ég átti bágt með að trúa því að hún væri farin því hún hafði alla tíð frá því ég kynntist henni átt við veikindi að stríða en virtist alltaf hafa auka orku til að yfirvinna þau. Þrátt fyr- ir öll hennar veikindi heyrði ég hana aldrei kvarta yfír lasleika eða gat séð að hún hlífði sér á nokkurn hátt. Nei, það var ekki hennar stíll að kvarta eða koma þjáningum sín- um yfír á aðra. En ef einhver í kring um hana fann til lasleika var hún fljót að sýna umhyggju sína því í hennar huga voru nánustu aðstand- endur alltaf i forgangi. Þegar barna- börnin voru hjá henni gaf hún alla sína orku og sinn tíma í að sinna þeim og leika við þau. Það var nán- ast sama hvað börnin vildu gera hún tók þátt í því öllu af fullum krafti. Var ég oft hissa á því hve lengi hún hélt það út. En þannig var hún, ósérhlífin og barngóð. Vil ég senda henni mínar bestu þakkir fyrir þá ástúð og tíma sem hún gaf börnun- um mínum. Hildigunnur hafði ávallt skoðanir á öllum heimsins málum og hafði gaman af að ræða þau í gamni og alvöru. Þrátt fyrir að ég væri ekki allaf sammála henni hlustaði hún alltaf á það sem ég hafði að segja og tók tillit til þess og virti. Vil ég þakka henni fyrir það. Þegar ég átti það til að spauga við hana var hún fljót að grípa það og spauga á móti. Skipti það engu þótt spaugið væri um hana. Samband Hildigunnar við bömin sín var ótrúlega náið og hef ég aldr- ei orðið vitni að nánara sambandi milli uppkominna bama og móður. Vil ég því senda bömum hennar sér- stakar samúðarkveðjur og vona ég að sorg þeirra verði ekki of þungbær. J. Arnar. Þegar ég sest nú niður og skrifa nokkrar iínur um frænku mína, Steliu, verður mér vanmáttur minn ljós. Kemur þá hvortveggja til, kunnáttuleysi mitt í skrifum minn- ingargreina, og svo hitt að við svo óvænt andlát konu sem virtist svo hress og svo kröftug fáum vikum fyrr þá hrúgast upp minningar og maður veit varla hvað maður á að setja á blað. Allar minningar um Stellu era góðar, engar slæmar. Ég man eftir Stellu frá því að ég var lítill gormur. Ég man vel hversu góð hún var alltaf við mig og ég man líka vel hversu gott var að eiga hana að þegar ég var búinn að vera óþekkur, hafði gert einhver skamm- arstrik. Þá bjargaði hún mér oft. Hún var ákaflega bóngóð og gæti hún einhvers staðar hjálpað þá gerði hún það beðin eða óbeðin. Það sem hún tók sér fyrir hendur var gert af krafti. Þar fór stormsveipur sem raddi flestum hindrunum frá sem á vegi hennar urðu. Hún var skapmik- il en réttlát. Hún gaf hvergi eftir ef á hana eða hennar var hallað. En þó um hana gustaði og hún léti fólk vita ef henni mislíkaði þá sat það aldrei djúpt í henni og hún fyrirgaf fljótt. Stundum risti ekki dýpra en svo að hún skellihló að öllu saman stuttu síðar. Annars voru það börn og barnaböm og velferð þeirra sem skipti hana öllu máli í lífínu. Vænt- umþykja hennar til þeirra var slík að fátítt hlýtur að teljast. Í síðasta skipti sem ég hitti Stellu þar sem hún lá fársjúk banaleguna, sagði ég henni að dóttir mín hefði farið í ársdvöl til Bandaríkjanna. Hún spurði mig hvort mér þætti ekki Ieiðinlegt að sjá á eftir henni svona lengi í ókunnugt land. Ég svaraði henni því til að það þætti mér ekki því það væri svo spenn- andi þegar hún kæmi heim. Ég sá á henni að henni þótti við foreldram- ir í meira lagi kærulausir að gæta ekki barnsins betur. Stella var fædd að Helluvaði á Rangárvöllum og þótti henni ákaf- lega vænt um æskuslóðimar og fór hún oft austur bara til að heim- sækja ýmsa staði sem hún þekkti svo vel og þar sem góðar minningar æsku- og unglingsáranna streymdu um hana. Stella var skemmtileg og hláturmild og gat verið hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á henni. Hún var með afbrigðum barn- góð og bömum leið vel í návist henn- ar, og munu nú barnabömin sakna góðrar ömmu sem gott var að leita til og vera hjá. Söknuður bama henn- ar er mikill, þau voru hennar garður sem hún ræktaði af svo mikilli natni. Vökvaði þau á öllu því góða sem hún kunni. Hún var þeirra bibh'a sem þau gátu treyst og trúað og aldrei brást. Nú er það þeirra að halda ræktun- inni áfram og Iáta ekki blómin í garðinum fölna. Hún trúði því að ekki væri alit búið þegar jarðvistinni lyki og sagðist hún mundu láta undir- ritaðan, vantrúaðan, vita af sér. „Vertu velkomin." Að lokum frá móðir minni, til systur sinnar. Hún saknar þín. Nú hringir þú ekki fram- ar. Það er einmanalegra eftir en áður. En þið eigið eftir að hittast. Hann þekkir hveiju er fært að fresta og finnur ávalit til með þeim. En stundum er það mildin mesta að mega kveðja þennan heim. Hans náð og miskunn mun ei blunda hans mildi sigrar hverja neyð og leiðir þau til þráðra funda sem þurftu að skilja á miðri leið. (Kristján Hjartarson.) Sigurþór Sigurðsson. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum; Kahil Gibran.) Hildigunnur Gunnarsdóttir eða Stella eins og hún var gjarnan köll- uð var fædd 21.4. 1928 á Helluvaði í Rangárvallasýslu. Foreldrar henn- ar vora Kristín Kristjánsdóttir og Gunnar Erlendsson og eignuðust þau sjö böm og af þeim komust fjög- ur á legg. Jónas og Aðalbjörg eru dáin en eftirlifandi systir Stellu er Sylvía. Stella bjó með foreldrum sín- um á Helluvaði til fjórtán ára a!d- urs en þá flutti hún til Reykjavíkur vegna veikinda móður sinnar. Æskuár hennar í sveitinni mörkuðu þó djúp spor í hennar persónuleika, hún var mikið náttúrubarn og í raun og veru undi hún sér best úti í nátt- úrunni innan um fallegan gróðurinn. Hún var alla tíð mikill fagurkeri og hafði mjög gaman af söng og málar- alist enda sjálf með mikla listræna hæfíleika. Stella stundaði nám í húsmæðra- skóla og einnig í Mynd- og handíða- skólanum. Hún vann við verslunar- störf en rak einnig á tímabili eigið fyrirtæki þar sem bún hannaði og saumaði fatnað úr leðri og lopa. Fyrirtækisreksturinn tók því miður snöggan enda er Stella sökum of mikils vinnuálags og ósérhlífni varð fyrir líkamlegu tjóni. Stella giftist Gunnari Sigurjóns- syni átjánda apríl 1952. Þau eignuð- ust fjögur börn, Gunnar, f. 13.4. 1953, Kristinn, f. 18.11. 1957, Anna Friðrika, f. 27.5. 1962, og Ásdís, f. 17.5. 1967. Gunnar lést 31.8. 1978 og var það fjölskyldunni mikið áfall og einnig að upp frá því fór heilsu Stellu að hraka mjög og ýmsir erfiðleikar mættu fjölskyld- unni á þessum árum. Stella lét þó erfiðleikana ekki buga sig, var bein í baki og hélt börnum sínum gott heimili í Jóru- felli 10 í Breiðholtinu. Það var á þessum tíma sem ég kynntist henni og fjölskyldu hennar í gegnum elstu dótturina Önnu. Stella kom mér fyrir sjónir sem sterk kona með mikla réttlætiskennd, hún fór ekki í manngreinarálit og var tilbúin að vaða eld og brennistein fyrir réttlæt- isins sakir fyndist henni á einhveij- um brotið. Hún var mjög ósérhlífín og hugsaði ávallt fyrst og fremst um velferð annarra. Heimili hennar einkenndist af miklu frjálslyndi og samstöðu flölskyldunnar. Alltaf var manni tekið einstaklega vel og í raun og veru fékk maður oft á til- finninguna að maður væri einn af fjölskyldunni. Það besta sem til var á heimilinu var ávallt tekið fram eða hlaupið út í sjoppu til þess að kaupa veitingar handa gestinum. Margar góðar minningar á ég frá Jórufelli 10 á þessum árum og sér- staklega í kringum jólin. Stella var mikið jólabarn og á hennar heimili ríkti sannkölluð hátíðarstemmning á þeim tíma. Allt heimilið var skreytt fagurlega og heimilisfólkið í sínu fínasta pússi. Anna hefur reyndar sagt mér að áður fyrr þegar fjöl- skyldan hafði ekki mikil fjárráð vakti móðir hennar margar nætur fyrir hátíðina við saumaskap því allir urðu að vera í nýjum fötum á jólunum. Á síðustu árum hafði_ ég ekki mikið samband við Stellu. Á jólunum vissi ég þó alltaf að í póstinum biði mín jólakveðja frá henni og fjöl- skyldu hennar, Ásdísi og Kidda, en þau héldu heimili ásamt móður sinni í Jórufelli 10 eftir að Gunnar og Anna vora flutt að heiman og voru henni mikil stoð hin síðari ár. Stella átti þijú barnabörn sem vora henni mjög hugleikin, svo hugleikin að rétt áður en endalokin komu spurði hún hvernig Jóni hefði gengið á skákmóti sem hann var að keppa á og hvort Aldís Jana væri nú í fínum og vel pússuðum skóm. Þannig að allt til enda var velferð hennar nán- ustu henni ofar í huga en þennar eigin líðan. Elsku Anna, Ásdís, Kiddi, Gunni og aðrir aðstandendur, ykkar missir er mikill og ég votta ykkur mína dýpstu samúð en minni ykkur einn- ig á að Kristur sagði: Ég er upprisan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. (Jóh. 11, 25-26.) Þannig að I raun og veru hafa þeir sem deyja bara kvatt okkur í mjög stuttan tíma og sá sem hafði hæfileika til þess að glæða líf þitt gleði og hamingju mun í raun og vera aldrei deyja, heldur lifa í minn- ingunni um ókomna framtíð. Er kallið kemur, Kristur minn, komdu og vertu hjá mér, Tak þú mig í faðminn þinn svo þreytt ég hvíli hjá þér. Ástvinum mínum alla tíð, elsku Kristur, yfir vaktu. Og seinna eftir ár og síð einnig alla til þín taktu. (SKÍ ’96.) Með þessum orðum vil ég þakka Stellu fyrir góða vináttu og ástúð í gegnum tíðina. Þinn vinur,_ Steindór Ivarsson (Steddi).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.