Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 41 KRISTMUNDUR GEORGSSON Kristmundur Georgsson tré- smíðameistari var fæddur á Einarslóni í Breiðavíkurhreppi í Snæfellsnessýslu 28. nóvember 1909. Hann andaðist á St. Jósefsspítala Hafn- arfirði 21. janúar 1996. Foreldrar hans voru Napoleon Georg Ólason frá Ondverðarnesi á Snæfellsnesi, f. 30.8. 1892 á Önd- verðarnesi, d. 10.6. 1915 i Ólafsvík, og Guðmundína Oddrún Oddsdóttir, f. 13.8. 1892 á Sandi, Neshreppi, Snæ- fellsnesi, d. 9.8. 1986 í Hafnar- firði. Kristmundur ólst upp hjá fósturforeldrum sínum Guð- laugu Jónsdóttur ljósmóður og Pétri Jónssyni bónda á In- gjaldshóli á Snæfellsnesi. Börn þeirra hjóna voru Kristján, Ingibjörg, Pétur, Guðlaug og Steinunn. Þórarinn Salómons- son var annað fósturbarn þeirra hjóna. Hálfbræður Krist- mundar, sammæðra, voru: Sveinbjörn Jóhannsson, f. 22.12. 1922 á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi, d. 11. febrúar 1995 í Reykjavík, og Pétur G. Kristbergsson fiskmatsmaður í Hafnarfirði, f. 16.6. 1927. Kona Kristmundar 3. júní 1933 var Sigríður Guðleifsdótt- ir, f. 4. apríl 1908 í Keflavík, d. 28. september 1980. Foreldr- ar Sigríðar voru Guðleifur Guðnason sjómaður og verka- maður í Keflavík, f. 10.9. 1870 á Berustöðum í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, d. 5.6. 1950 í Keflavík, og k.h. Erlendsína Marín Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 7.11. 1880 í Kefla- vík, d. 17.10. 1960 í Keflavík. Kristmundur og Sigríður bjuggu allan sinn búskap i Hafnarfirði, fyrst á Skólabraut 2, en fluttu árið 1937 í timburhús, sem Kristmundur byggði á Holtsgötu 8 í Hafnarfirði og bjuggu þau þar síð- an. Börn þeirra Sigríðar og Krist- mundar eru fjögur: 1) Bjarni verkfræð- ingur í Niirnberg í Þýskalandi, f. 14. ágúst 1934. Kona hans 20. október 1956 (skildu) var Ólöf Sigríður Sig- urðardóttir, f. 21. febrúar 1930 í Skálanesi í Hraunhreppi á Mýrum. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga einn son. Kona II 19. janúar 1962 (skildu) Margrét H. Billhardt, ráðgjafi í Reykjavík, f. 3. júní 1935 í Diisseldorf í Þýskalandi. Börn þeirra eru tvö. Kona III 3. september 1984 Birgitt Mar- ia Sonnenberger, f. 20. maí 1938 í Villingen í Þýskalandi, tískuhönnuður í Niirnberg. 2) Jóna Valdís Sigríður, f. 26.jan- úar 1938 í Hafnarfirði. Maður hennar er Jens Jónsson hús- gagnabólstrari, f. 2. janúar 1935. Þau eru búsett í Hafnar- firði og eiga þrjú börn. 3) Ás- dís, f. 11. nóvember 1942 í Hafnarfirði, gift Guðbrandi Óla Þorbjörnssyni bifreiðasijóra, f. 16. mars 1941. Þau búa í Reykjavík og eiga þijú börn. 4) Guðleifur Marís verkfræð- ingur, f. 29. mars 1949 í Hafn- arfirði. Kona hans er Hildur Baldursdóttir leikskólakennari í Hafnarfirði, f. 24. september 1949 á Húsavik. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eru börn þeirra þrjú. Barnabarnabörn þeirra Sigríðar og Kristmundar eru 15-. Utför Kristmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Drafnar hf. og gegndi því starfi þar til hann hætti vegna aldurs. Krist- mundur var ávallt traustur og far- sæll í því starfi. Hann átti lengi sæti í stjóm Drafnar og lagði jafnan gott til mála. Kristmundur hafði ánægju af veiði og stundaði einkum silungs- veiði og átti hann margar ferðirnar í Hlíðarvatn og Kleifarvatn. Hann var jafnframt mikill náttúruunnandi og naut útiverunnar. Kristmundur var mjög músíkalsk- ur og söngelskur. Hann lék á orgel, var uppalinn á kirkjustað og fékk að taka í orgelið þar og meira að segja lék hann við kirkjulega athöfn í forföllum. Þegar hann fluttist til Hafnarfjarðar fékk hann sér kennslu í orgelleik, m.a. hjá Páli Isólfssyni organleikara. Um tíma var Krist- mundur organisti í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann söng í Litla kóm- um sem Siguijón Arnlaugsson stjómaði, í Fríkirlqukórnum um skeið og í karlakómum Þröstum. Kristmundur fylgdist vel með í þjóðfélagsmálum og var ákveðinn sjálfstæðismaður. Hann las mikið og kunni frá mörgu að segja. Árið 1933, 3. júní, kvongaðist Kristmundur Sigríði Guðleifsdóttur, ættaðri frá Keflavík. Heimili sitt stofnuðu þau á Skólabraut 2 en árið 1937 fluttu þau að Holtsgötu 8 í nýtt hús sem Kristmundur byggði. Þar bjuggu þau hjónin á meðan þau bæði lifðu og var heimili þeirra hlý- legt og vel um alla hluti gengið. Þau voru samhent mjög, bæði gestrisin og var ávallt notalegt að koma á heimili þeirra og eiga þar góða stund. Bæði unnu þau hjónin fögmm gróðri og var garðurinn við húsið vel ræktaður og prýddur fjölskrúð- ugum gróðri fagurra jurta og blóma. Var hægt að sækja mikla þekkingu til Kristmundar í sambandi við slíka ræktun. Sigríður lést í september 1980 og var það Kristmundi mikið áfall. Eftir það bjó hann einn í húsi sínu en fékk heimilisaðstoð eftir að heilsunni fór að hraka. Það var Kristmundi mikið ánægjuefni þegar eitt barnabarn hans hafði áhuga á að eignast hús- ið á Holtsgötunni og var hann búinn að ganga frá þeim kaupum nokkru áður en hann lést. Börn þeirra hjóna eru fjögur, tvær dætur og tveir synir og barnabörnin era 12 og barnabarnabörnin 15. Á FÖGRUM vetrarmorgni, er sól var tekin að hækka á lofti, kvaddi Kristmundur Georgsson jarðneska tilveru. Fundum okkar bar fyrst saman er ég kom til Hafnarijarðar í ársbytjun 1941 og síðan hafa þróast góð kynni og óijúfandi vin- átta. Kristmundur var mjög traust- ur maður, hreinskiptinn, orðheld- inn og hjálpsamur. Það var gott að leita til hans, hann taldi ekki eftir þá fyrirhöfn sem hann lét í té og margt handtakið var leyst af hendi án þess að greiðsla væri þegin. Kristmundur fluttist til fóst- urforeldra sinna á Ingjaldshóli fárra vikna gamall. Þar ólst hann upp og naut hlýju og ástríkis sem hann var þakklátur fyrir og minnt- ist æ síðan. Á uppvaxtarárunum vann Kristmundur við algeng sveitastörf en 1929 fluttist hann til Hafnarfjarðar og hóf þá nám í húsasmíði hjá Guðjóni Arngríms- syni húsasmíðameistara. Það kom fljótt í ljós að hög var höndin og hann var fljótur að átta sig á því hvernig hagkvæmast væri að leysa hvern vanda sem að höndum bar. Hann var því bæði verkmikill og verklaginn og skilaði góðu starfi. En Kristmundi var ekki nóg að vinna vel og af vandvirkni hvert verk í sambandi við húsasmíðina, hann hafði áhuga á fínni smíði og kynnti sér margt í þeim efnum. Hann smíðaði margan hlutinn sem var hreint listaverk og má þar m.a. nefna skartgripaskrín, sem hann smíðaði fyrir fjölskyldu sína og nánustu vini og voru í flestum tilvikum gefin. Þá smíðaði hann skírnarfont, sem skorinn var út af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara, fyrir Ingjaldshólskirkju, en hann unni staðnum og sýndi heimaslóð- um mikla ræktarsemi á einn eða annan hátt. Kristmundur var kjörinn heiðurs- félagi Iðnaðarmannafélagsins í Hafnarfirði 24. október 1978. Eftir að Kristmundur lauk námi vann hann um skeið hjá meistara sínum og síðar við þau trésmíða- störf sem buðust, vann m.a. um tíma hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar. Hann var einn af tólf stofnendum Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar hf. 1941 og þegar það fyrirtæki tók til starfa vorið 1942 vann hann þar fyrstu árin. Um tíma var hann verk- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Eftir það gerðist hann verkstjóri á verkstæði er látin. Jarðarför auglýst síðar. Við sem þekktum Kristmund söknum góðs vinar og kveðjum hann með þökk í huga. Hinn hressi og kraftmikli maður, elskulegi heimilisfaðir, trausti vinur og góður fél.agi hefur verið kallaður á guðs síns fund. Við efumst ekki um að þar á hann góða heimkomu og það er styrkur öllum þeim sem áttu samleið með honum. Við biðjum honum blessunar guðs á nýjum vegum og vottum aðstandendum samúð á sorgarstund. Blessun fylgi minningu góðs vinar. Páll V. Daníelsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, MAGNEA INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA M. MARKÚSDÓTTIR, Aflagranda 40, andaðist á Hvítabandinu þriðjudaginn 30. janúar sl. Ingibjörg Ólafsdóttir Busse, Paul Busse, Benoný M. Ólafsson, Guðfinna Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þorbjörn Sigvaldason, Völundur Helgi Þorbjörnsson, Þorbjörn Jónas Þorbjörnsson, Sigurjón Magnús Einarsson, Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir. INGUNN ELÍN BLÖNDAL + Ingunn Elín Blöndal fæddist 4. apríl 1914. Hún lést 18. desember síðastliðinn í Phoenix, Arizona. Foreldrar hennar voru Ólafur Blönd- al og Guðrún Blöndal. Bróðir Ingunnar var Björn Auðunn Blöndal, fæddur 26. júní 1918, dáinn 22. júlí 1994. Ingunn gift- ist Kristjáni Odds- syni árið 1935. Son- ur þeirra er Ólafur Kristjáns- son, fæddur 29. júlí 1935. Maki hans er Elísabet Auður Eyj- ólfsdóttir, fædd 3. október 1934. Börn þeirra eru Elísabet, Kristján og Ingunn Kristín. Ingunn og Kristján slitu sam- vistir árið 1939. Ingunn fluttist til Bandaríkjanna _ árið 1949. Árið 1954 giftist hún Edwin Philo Davis, hann andaðist árið 1969. Árið 1972 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Jack Karie. Útför Ingunnar fer franr frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 18. DESEMBER sl. andaðist elsku- leg tengdamóðir mín, Ingunn Elín Blöndal í Phoenix, Arizona, þar sem hún var búsett. Hún hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Kynni okkar hófust þegar ég var ung stúlka. Þá var hún búsett í Bandaríkjunum og ég í Reykjavík svo þau kvnni voru í formi bréfa- skrifta og símtala. Svo kom að því að hún heimsótti ísland og sá ég hana þá í fyrsta sinn augliti til auglitis. Ingunn var glæsileg kona, ávallt vel klædd og hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum. Hún var mjög tónelsk og spilaði fallega á píanó. Hún var vel að sér um menn og málefni, og sjaldan kom maður að tómum kofunum hjá henni þegar ættfræði bar á góma. Hún var vel lesin og hélt ávallt tryggð við íslenskuna svo undran sætti. Hún tileinkaði sér flest ný- yrði íslenskunnar þó hún hafí verið búsett í Bandaríkjunum í yfír 40 ár. Við hjónin áttum því láni að fagna að heimsækja hana hin síð- ari ár og vora það skemmtilegir tímar. Hún var góð heim að sækja og mikill gestgjafí þó hún væri orð- in lasburða. Við dvöldum þar ávallt í góðu yfírlæti hennar og Jack eigin- manns hennar. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöld eitt er Inga og Ólafur sonur hennar og maður minn spiluðu fjórhent á píanó og sungu íslensk ættjarðarlög. Mér þótti kúnstugt að heyra hana skamma son'sinn fyrir að fara ekki rétt með texta laganna í ljósi þess að hún hafði verið búsett erlendis öll þessi ár og undraðumst við minni hennar í þessum efnum sem og öðram. Ingunn var vinamörg og vinsæl kona og minnist ég þess eitt sinn er hún sagði mér að hún skrifaði yfír eitt hundrað jólakort og lýsir það vel vinsældum hennar. Ég minnist Ingunnar tengdamóður minnar með hlýhug og þakka þess- ari merku konu fyrir allar stundir. Auður. + Móðursystir mín, ARNDÍS ÁRNADÓTTIR frá Garði, Grindavík, Laufásvegi 18, lést í Borgarspítalanum 20. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Helga Pálsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANN KRÚGER, Skúlagötu 40, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hansina Lovísa Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EVERT ÞORKELSSON, Bárustíg 10, Sauðárkróki, lést í Landspítalanum 27. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkróks- kirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 14.00. Sigrún Snorradóttir, Jens Evertsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Snorri Evertsson, Stefanía Jónsdóttir, Jóhanna Evertsdóttir, Gylfi B. Geiraldsson, Stefán Evertsson, Oddný S. Matthíasdóttir, Karlotta Evertsdóttir, Sverrir Elefsen, Tómas Evertsson, Adena Tefere, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.