Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elsku pahbi er dáinn. Ég fer yfir þessi orð í huga mínum aftur og aftur, en get ekki trúað því að þau séu staðreynd. Hann var hrifinn á brott frá okkur öllum á svo hræði- legan hátt og við sem eftir sitjum gátum ekkert gert til þess að slá á þennan hræðilega sjúkdóm sem krabbamein er. Þegar við fengum að vita í ágúst sl. að þú ættir aðeins fáa mánuði eftir ólifaða, þá trúði maður ekki eigin eyrum. Þú brást svo rólega við og sagðir við mömmu að þú skyldir ekki láta bugast, heldur sigrast á þessum sjúkdómi. Og þú reyndir svo sannarlega. Allir dáðust að hugrekki þínu og styrk, og þú lifðir miklu lengur en allir voru búnir að spá. Við eigum eftir að hugga okkur mikið við minningarnar í framtíð- inni. Þú gafst okkur öllum svo mik- ið með yndislegri hjartahlýju og alltaf var stutt í brosið þitt, sem svo margir minnast. Það er svo margs að minnast, elsku pabbi minn. En efst í huga mínum er þó paradísin ykkar mömmu - Flúðir. Þar hafið þið eytt öllum sumrum sl. fímm eða sex ár, fyrst í hinni víðfrægu Bogahlíð en síðan keyptuð þið hjólhýsið sem var nefnt Sollukot að þinni ósk. Þama blómstruðuð þið nánast sam- an, ásamt börnum og bamabömum. Þið lögðuð svo mikið í að allt yrði sem best, enda var alveg yndislegt þarna hjá ykkur, alltaf. Þið gróður- settuð tré og blóm og allt var svo heimilislegt, enda höfðu allir sem komu til ykkar orð á því hvað allt væri æðislegt. Það vom alltaf allir hjartanlega velkomnir til ykkar og allir þekkja gestrisni ykkar. Þetta em sem betur fer minningar sem aldrei verða teknar frá okkur. Þegar ég kynntist honum Óðni mínum var honum tekið opnum örmum á heimilinu. Þið mamma létuð alltaf strax í ljós hvort ykkur líkaði einhver vinur manns eða ekki. Það lék enginn vafi á því að hann var velkóminn alveg frá bytjun. Þið áttuð margar stundir saman og ég veit að Óðinn hefði viljað hafa þær miklu fleiri eins og reyndar allir. Þegar Óðinn bað þig um hönd mína, í júní í fyrra, áttir þú ekki í vand- ræðum með að segja já. Síðan gafstu mig hálfa leið upp að altar- inu þegar við Óðinn opinberuðum trúlofun okkar á gamlárskvöld, og það er gott að vita af því að þú ert ánægður með mannsefni mitt. Mikið ofboðslega þykir manni líf- ið ósanngjarnt stundum. Svona yndislega hamingjusöm hjón, eins og mamma og pabbi voru búin að vera í rúm 32 ár, eru skyndilega slitin í sundur á svona hræðilegan hátt. Þau sem áttu eftir að gera svo margt. saman. En svona er víst lífið og því fær því miður enginn breytt. Élsku pabbi, þú varst okkur svo mikils virði og verður alltaf. Við munum alltaf elska þig og minnast þín á yndislegan hátt. Við kveðjum þig með trega og söknuði, en huggun okkar felst í vellíðan þinni. Þú verður alltaf í hjarta mínu. Þín dóttir, Erla Ýr. Elsku afi minn. Manstu þegar við vorum á Flúð- um. Ég man svo vel eftir því þegar þú varðst 50 ára og Kalli kom með sjónvarpsmennina og þeir tóku við- tal við þig. Og við vorum öll sam- an, fjölskyldan, yfir helgina. Manstu þegar mamma var úti í Frakklandi. Þá hringdi ég nánast fyrir hveija helgi og spurði hvort þið amma ætluðuð á Flúðir og allt- af sagðir þú: „Já, já, elskan mín, þú mátt koma með.“ Ég man svo vel eftir öllum okkar samverustundum og ég man sér- staklega eftir þér, elsku afi, og hvemig þú varst alltaf hlæjandi og að gera grín. Ég man alltaf eftir brosinu þínu og mun minnast þín þannig. Eg sakna þín alltaf. Ég beið þín lengi, lengi, mín liljan frið. Stilltu mína strengi gegn stormum og hríð. Ég beið þín undir björkunum í Bláskógahlíð. (Davíð Stef.) Sólveig. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. En upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir (E. Ben.) Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs mágs míns, Kristjáns Boga Einarssonar. Kynni okkar hófust árið 1948 þegar fjöl- skylda hans flutti til Akureyrar og ég fór að venja komur mínar á heimili hans, þar sem ég fann konu- efni mitt. Ég get ekki sagt að þessi ljúfi drengur hafi verið hrifinn af því að ég tæki systur hans frá hon- um. En hann tók mig í sátt og við urðum mestu mátar. Árið 1958 fluttu foreldrar hans og hann til Reykjavíkur þar sem faðir hans lést árið 1960. Bjó hann þá með móður sinni þar til hann A TILBOÐI 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti. Granil HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 ALLT AO 3« sjálfur stofnaði heimili með sinni glæsilegu og góðu konu, Sólveigu Haraldsdóttur. Þau hjón bjuggu um tíma á Akureyri og voru þá mikil samskipti á milli heimila okkar auk ótaldra annarra gleðistunda. Bogi var einstaklega geðgóður og hrókur ails fagnaðar í góðra vina hópi. Hann talaði fallegt mál, hafði góða frásagnargáfu og mjög fallega rithönd auk þess að vera góður teiknari. Síðasta jólakortið frá þeim hjónum er vatnslitamynd sem hann gerði, orðinn fársjúkur, og er hún frá Flúðum. Hún mun verða vel varðveitt. Ég mun ekki telja upp böm, tengdabörn né barnabörn þar sem ég veit að það munu aðrir gera. En stolt voru þau hjón af hópnum sínum, enda vart til samheldnari fjölskylda. Það er alveg ómetanlegt hve vel þau stóðu öll saman um að hjúkra og styðja Boga í hans miklu veikindum, þar sem hún Solla hans fór fremst. í gegnum síma reyndum við hjón- in að fylgjast með baráttu hans við hinn banvæna sjúkdóm. Aldrei heyrðist æðruorð frá honum en með sinni glaðværu ljúfu rödd sagðist hann bara hafa það gott. Samverustundir okkar hin síðari ár voru alltof fáar en ég veit að Sollu og Boga leið best þau voru í sínum unaðsreit á Flúðum, þangað sem þau fóru helst hverja helgi yfir sumarið. Þar nutu þau þess að fá börn, tengdabörn, barnaböm og vini í heimsókn, en því miður auðn- aðist okkur ekki að heimsækja þau þangað. Ég kveð Boga vin minn og mág með söknuði og bið honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Elsku Solla og fjölskylda, við hér norðan heiða sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður um styrk ykk- ur til handa. Gísli J. Eyland. Það er júlíkvöld á Flúðum í Hrunamannahreppi. Sólin hangir í sjóndeildarhringnum eins og hún vilji ekki setjast, bara augnablik enn. Roðin fjöll eru þannig ásýndum að stolt manna hverfur fyrir hóg- værð og auðmýkt sem fæstir vita um í sjálfum sér. Lágvær söngur með undirspili gítars nemur eyru okkar. Ekki útilegumannaöskur þar, heldur söngur fólks sem ber virðingu fyrir náttúrunni, sjálfu sér og samferðamönnunum. Undirrit- aður rennur á hljóðið og til að gera langa sögu stutta hófust þar kynni okkar hjóna og Boga og Sólveigar. „Þetta er mín yndisleg, móðir barn- anna minna og mín sáluhjálp." Ekki dónaleg kynning það. Skemmst frá að segja þá urðum við fjórmenningar fljótt óaðskiljan- legir vinir, sem ósjálfrátt lifðum eftir setningunni: Ef þú sérð eitt- hvað fallegt, þá kallaðu í bróður þinn. Mörg voru þau kvöldin, sem við sátum, ýmist hjá þeim í hjólhýsinu eða heima á Grafarbakka, spjölluð- um saman uns dagur rann, nutum þess að sjá sólina koma upp að nýju og virtum fyrir okkur lognið, en Flúðir eru sá staður einn sem ég þekki, þar sem lognið er næstum áþreifanlegt. Alltaf eitthvað nýtt að sjá og lofa á hveijum degi. Nýir vinir komu í hópinn, bæði aðkomu- menn og heimamenn. Svona liðu árin. Alltaf bættist eitthvað við í búskapnum hjá okk- ur, eitthvað til að sýna hvert öðru og samgleðjast. Og hver var alltaf mættur ef eitthvað þurfti að gera? Það var auðvitað Bogi. Niðri á flöt, þar sem Sollukot stóð innan um tré, runna og blóm, gat enginn gert neitt án þess að hann væri kallaður til hjálpar með öll sín tæki og tól og sitt góða skap. Það kom nefnilega ýmsu til leiðar skapið hans Boga. Þessi létta lund, sem samanstóð af gáska, góðlát- legri stríðni og meðfæddri kímni- gáfu, kom öllum í gott skap, er nær stóðu. Það var svo sem ekki alltaf að við Bogi þyrftum talmál til að skilja hvor annan. Þar nægði augnatillit, sem báðir skildu. Sumarið 1993 kom ung stúlka í heimsókn til foreldra sinna og í farteskinu var lítill drengur með ljósan koll. Þetta var dóttir þeirra Boga og Sólveigar, Iris, og sonur hennar, Kristján Alexander. Þessa helgi dvaldi þá hjá okkur Valgerði elsti sonur okkar, Ásgeir Þór. HÍut- irnir gerast hratt hjá ungu fólki, að maður minnist ekki á sé það ástfangið. Þau eru nú trúlofuð, hafa eignast dóttur og hafið bú- skap. Allir hlutir eiga sér skýringar fyrr eða seinna. Sumarið 1995 var einstaklega votviðrasamt. Það rigndi og rigndi í sífellu. Bogi var búinn að vera slæmur í baki um sumarið og vorum við Valgerður viss um að rigningunni væri um að kenna. Við fengum þó eina góða helgi og það var verslunarmanna- helgin. Á mánudeginum eftir ákvað Bogi að við svo búið skyldi ekki standa og leitaði læknis. Eftirleik- inn þekkjum við öll. Æðruleysi er orð sem flestir skilja en fæstir beita. Karlmennska er líka oft misskilin fyrir karl- rembu. En ekki hjá Boga. Slíkt æðruleysi og þá karlmennsku sem hann sýndi í veikindum §ínum á venjulegur maður eins og ég erfitt með að skilja. Annan eins baráttu- vilja, kjark og bjartsýni til hinstu stundar. Nýtt markmið á hverjum degi. Nýtt markmið, en þó alltaf hið sama: Að þrauka. Að kvarta Morgunblaðið/Amór Ragnarsson Sveit Ljósbrár Baldursdóttur varð að láta sér nægja silfurverðlaun- in í parasveitakeppninni um sl. helgi þrátt fyrir sama stigaskor og sigursveitin. Talið frá vinstri: Jón Baldursson, Ragnar Hermanns- son, Anna Þóra Jónsdóttir, Stefán Jóliannsson og Ljósbrá. Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 148 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 146 ÞórarinnArnason-BergurÞorvaldsson 111 B riðill, 10 pör. RafnKristjánsson-TryggviGíslason 135 Ólöf Guðbrandsdóttir - Sæbjöm Jónasdóttir 122 Jóhann Lútersson - Gunnlaugur Sigurgeirsson 119 Meðalskor í báðum riðlum 108. Sunnudaginn 28. janúar byrjaði sveitakeppni deildarinnar og spilaðir voru tveir 16 spila leikir. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 24. janúar spiluðu 20 pör í tveim riðlum. A riðill, 10 pör. ekki, að geta og gera hiutina sjálf- ur. Þetta er sú mynd sem ætíð mun geymd í hugskoti okkar af Boga. Síðasta markmið hans var að fá son sinn Einar ásamt danskri unnustu hans, Biöncu, heim til íslands nú um jólin. Ekkert skyldi koma í veg fyrir gleðileg jól fjölskyldunnar. Litla stúlkan okkar Boga, dóttir þeirra írisar og Ásgeirs, var skírð Valgerður Ýr á annan jóladag. Hann stóð sig eins og hetja. Og hver átti von á öðru? Hann var þó sannarlega að gera meira en hann gat. Þar kom að varnir brustu. Bogi var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem hann lést eftir stutta legu. Hann er tregaður af yndislegri eiginkonu, syni, dætrum og tilvonandi tengdabörnum, og mikill er missir litla fólksins, barna- barnanna. Við þau öll segi ég: Geti öxl mín komið að gagni þá er hún laus. Hún getur þó aldrei komið í stað þeirrar axlar sem þau hafa hjúfrað sig upp að til þessa. Að lokum langar mig að þakka ' Kristjáni Boga Einarssyni, vini mín- um, fyrir samveruna hér á jörð. Ég er þess fullviss, að hann er þegar farinn að gróðursetja skika handa okkur í næstu tilveru. Ég flyt kveðj- ur Hreppamanna í vinahópi þeirra hjóna. Þeir biðja um guðsblessun til ykkar allra sem sárt eigið hjarta og hug. Ásgeir Þormóðsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ’ (V. Briem.) Elsku Sólveig og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð því að við vitum að missir ykkar er mikill og sár. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og veita huggun. Elsku Erla og Óðinn, hug- ur okkar er með ykkur. Soffía og Valdimar. • Fleirí minning-argreinar um Kristj&n Boga Einarsson biða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Helstu júrslit urðu þessi. Sv. Höllu Ólafsdóttur 39 Sv. Þórarins Ámasonar 32 Sv. Þórhildar Magnúsdóttur 32 Sv. Sigurleifs Guðjónssonar 32 Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Lítið hefur heyrst frá fréttaritara félagsins að undanförnu af óviðráðan- legum orsökum, en nú verður úr því bætt. Tvímenningur, 3. janúar, 10 pör. Einar Júlíusson - Svala Pálsdóttir 137 Gunnar Guðbjömsson - Valur Símonarson 129 Anna Karlsdóttir - Guðjón Óskarsson 121 Tvímenningur 10. janúar, 13 pör. Þröstur Þorláksson - Pétur Á. Steinþórsson 136 Kristján Kristjánsson - Kjartan Sævarsson 133 Þorvaldur Finnsson - Sigurður Davíðsson 128 Tvímenningur 17. janúar, 12 pör. Jóhann Benediktsson - Sigurður Albertsson 137 Karl G. Karlsson -GunnarGuðbjömsson 130 SiguijónJónsson-Dagurlngimundarson 125 Miðvikudaginn 17. janúar var síð- asta spilakvöldið í samkomuhúsinu í Sandgerði, þar sem við höfum byggt okkur 400 fm húsnæði ásamt Bridsfé- iagi Suðurnesja og Hestamannafélag- inu Mánum að Mánagrund. Húsið var vígt föstudaginn 26. janúar, og hvetj- um við alla spilara til að fjölmenna á spilakvöld félaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.