Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Hvar er virðuleiki kirkjunnar? Frá Páli Péturssyni: VEGNA þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um deilurnar í Lang- holtskirkju, ásamt því að vera sjálfur í sókninni, get ég ekki lengur setið á mér að hefja máls á þeim þætti sem á okkur sóknarbörnunum hlýtur að brenna, nefnilega rétti okkar. í fjölmiðlum hefur verið látið að því liggja að deila þessi sé í meginatr- iðum milli tveggja manna; sókn- arprestsins og organistans. Ekki hef- ur mér þótt fjölmiðlar sækja mikið slíkar fréttir af sama kappi á öðrum vígstöðvum. En þar sem deilan er í Guðshúsi þykir slíkt meira spennandi og er það einmitt mergurinn máls- ins. En hvert er hlutverk hvers1 í þessari deilu? í minni barnæsku og allt fram að þessari uppákomu hef ég borið mikla virðingu fyrir stofnun þessari og þá einna helst þeim sem þar eru í for- svari, prestunum. Ég hef talið þeirra hlutverk æðra flestum hlutverkum mannanna og þótt gott til þess að hugsa að geta reitt mig á þá þjón- ustu ef á þyrfti að jialda. En hvað sé ég svo og heyri? A einum mánuði hefur hluti prestastéttarinnar rasað í fjölmiðla og ritað þvílíkar ræður að maður verður orðlaus. Einn „Guðsmaðurinn" ritar í Morgunblað- ið að einum Jóni Stefánssyni sé of- aukið! Ja hérna. Sóknarpresturinn okkar, sr. Flóki Kristinsson, segir að sættir komi ekki til greina. Eg þakka fyrir að ekki kom til þess að við hjónin þyrftum að leita til hans með slíkt fyrir brjósti, haldandi það vera hlutverk prestsins að sætta fólk. Enda hefur það verið haft eftir hon- um að hann teldi slíkt ekki vera hlut- verk sitt, til þess væru félagsfræð- ingar! Það er ábyggilega rétt að fé- lagsfræðingar sjái um slíkt en í fá- fræði minni hefði ég samt rambað til prestsins og beðið um slíka þjón- ustu ef hennar hefði verið þörf og þá kannski fengið nafnspjald ein- hvers félagsfræðings til huggunar. Þetta allt og svo margt annað hefur komið fram í fjölmiðlum og þarf ekki að rekja hér. Hins verður þó áð minnast að það erum við hér í Langholtssókn sem berum allan skaðann af máli þessu. Nú fer-sókn- arpresturinn fram á að organistanum verði strax sagt upp störfum, sættir komi ekki til greina. Organistanum okkar, sem borið hefur hitann og þungann af uppbyggingu kirkjunnar sem við höfum getáð verið svo stolt af. Organista, sem ásamt konu sinni, hefur fórnað öllu því til kirkjunnar sem við þekkjum hér í Langholts- sókn. Organista, sem fyrst og fremst hefur þjónað kirkjunni með Guðsorði í tónum og glæsilegum kirkjukór. Eftir sitjum við með sóknarprest sem getur þjónað okkur í kirkjuskipinu til kirkjuathafna eftir nýrri forskrift sem hann reynir að innræta okkur frá útlöndum og punktur og basta. Hvar er virðingin? Hvar er væntum- þykjan í garð prestsins okkar eða köllum við hann ékki lengur prestinn okkar? Hvernig hefur hluti presta- stéttarinnar komið fram í þessu máli? Sem ástsælir virðulegir Guðs- menn sem við getum reitt okkur á? Nei, það eru ekki þau orð sem mað- ur heyrir hér í sókninni þessa dag- ana. En hvað getum við gert. Við erum með æviráðinn sóknarprest sem vill reka organistann af því að hans manndómur nær ekki til sátta. Sem barn dvaldi ég oft löngum stundum hjá ömmu minni og afa sem þá var sóknarprestur. Síðan þá hef ég verið sá gæfumaður að hitta ein- göngu fyrir slíka sómamenn í því embætti og allflestir, sem komið hafa fram fyrir sjónir mínar í fjöl- miðlum, hefur mér fundist falla inn í þá ímynd mína sem menn virðuleik- ans, auðmýktarinnar og fyrirgefn- ingarinnar. Auðvitað eru allir menn breyskir eins og dæmin sanna í öðru fjaðrafoki í kringum kirkjuna fyrir ekki svo löngu og er það þeim leyfi- legt. Það er einmitt mergurinn máls- ins. Menn minnar ímyndar af presti eru þar sökum köllunar til trúarinnar á Jesúm Krist og leita huggunar og hjálpar í Honum. En hin síðari ár hafa kornið nýir meðlimir inn í stétt þessa. Það eru menn sem velja prestsstarfið að atvinnu en ekki af köllun og virðist þeim það mest í mun að boða okkur nýja siði en ekki trúna á Jesúm Krist. Þessa menn getum við landsmenn þurft að sitja uppi með okkar daga sökum ævir- áðningar þeirra og getum þurft að horfa á eftir þeim fallegu fyrirmynd- um sem við enn eigum innan presta- stéttarinnar. Sitjum ekki aðgerðar- laus, gætum réttar okkar í þessari stofnun sem við fólkið í landinu rek- um og eigum. Að lokum þetta: Eitt boðorðanna segir að elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Hvað segir það okkur um prestinn? PÁLL PÉTURSSON, Eikjuvogi 9, Reykjavík. Eitursalana úr umferð Frá Sveini Indriðasyni: í UMRÆÐUNNI um fíkniefnafar- aldurinn, sem gengur yfir æsku landsins, er ástæða til að rifja upþ hvernig brugðist var við öðrum þjóð- arvoða. Á kreppuárunum gekk berklaveik- in eins og eldur í sinu meðal lands- manna og lagði mikinn fj'ölda fólks að velli, einkum æskufólk. Til að stemma stigu við smitleiðum berklanna voru Berklavarnalög sett árið 1939. í þeim lögum segir svo: „Lögreglustjóri getur, að fenginni umsögn berklayfirlæknis, úrskurðað hinn berklaveika á sjúkrahús. Nú óhlýðnast sjúklingurinn úrskurðinum og er lögreglustjóra þá heimilt að annast flutning sjúklings þangað á kostnað hans." Þessar forvarnir gegn berklunum áttu mikinn þátt í að Islendingar urðu fyrstir þjóða til að útrýma berkl- um að bestu leyti. Eitursalarnir eru hættulegustu smitberar í þjóðfélaginu um þessar mundir og því þarf að taka þá úr umferð og afeitra landið. Þingmenn allra flokka þurfa að sameinast um slíka löggjöf og það strax. Gegn þessum ólánsmönnum duga engin vettlingatök. SVEINNINDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rótt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.