Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 49 . BREF TIL BLAÐSINS Sofandi þjóð í vanda Hefur íslenska þjóðin efni á að hafa forseta? Frá Halldórí Ásgeirssyni: Á TÍMUM harðnandi niðurskurðar og ófjafnaðar lífskjara í íslensku samfélagi hefur gömul og merk kona hér í bæ varpað fram þeirri hugmynd, hvort ekki beri að leggja niður um óákveðinn tíma embætti forseta íslands. Þegar þetta er skrifað er þjóðin alvarlega farin að velta fyrir sér hugsanlegum frambjóðendum í hið virðulega embætti. Margir eru kall- aðir en enginn af þeim hefur enn tekið af skarið og boðið sig fram. Á meðan velkjast vangaveltur manna á meðal þó án nokkurrar umræðu né gagnrýni á sjálft embættið. I framhaldi má spyrja hvort forsetinn geti með góðri samvisku verið sam- einingartákn þjóðarinnar við núver- andi aðstæður, þegið há laun og fríðindi á meðan kjör alþýðunnar versnar stöðugt? Hveijum þjónar hann eða hefur hann leyfi til að sitja afskipta- og aðgerðarlaus á sínum stól á Bessa- stöðum á sama tíma og ranglæti, misskipting auðs og dæmalaus valdahroki stjórnmála- og embætt- ismanna á sér stað? Á hann að koma fram til þess eins að bera klæði á vopnin, þegja og breiða yfir þau mál sem heitast brenna á lýðnum? Með áframhaldandi þróun hættir forsetinn að vera sameiningartákn okkar og verður þess í stað hold- gervingur valdsmanna og dyggur þjónn embættismannakerfisins. Búa kannski tvær þjóðir í einu landi? Á hátíðarstundum er hægt að tala fjálglega um glæstan menningararf, viðhald tungunnar og einingu lands- manna á erfiðleikatímum og þá nauðsyn að halda reisn okkar sem sjálfstæð þjóð. En ef innviðirnir sjálfir morkna og gleymast, hvernig getum við hlúð að velferð fólks, bætt mannlífið í landinu og skapað réttlátara þjóðfélag? Ég á bágt með að trúa því að tilvonandi forsetaframbjóðendur vilji viðhalda versnandi ástandi. Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem vitund þjóðarinnar hefur slævst og dofnað svo að um munar á rúm- lega 50 árum lýðveldisins. Sú bar- átta sem háð var fyrir aukinni vel- ferð og rétti fólks á lýðveldistíman- um hefur stórlega verið skert á undanförnum árum. Og það sem verra er; lítið hefur verið skoðuð og skilgreind sú þróun eða réttara sagt afturför sem átt hefur sér stað. Stefnum við að betra samfélagi? Það verður að fara fram siðferðilegt endurmat lífsverðmætanna. Þjóðin verður að vakna til sjálfsvitundar og taka sjálfsgagnrýni. Hvar stönd- um við í samspili þjóða heimsins í dag? Þjóð sem þarf við versnandi kjör að níðast á lítilmagnanum tii að spara hefur varla efni á að haida uppi embætti forseta. Né að hana vanti í það embætti gegnumsýrða- stjórnmálamenn, þaðan af síður yf- irborðsmennsku og fagurgala. Að lokum vil ég skora á væntan- lega forsetaframbjóðendur að sýna gott fordæmi með því leggja til að þeim peningum sem ella rynnu til embættisins yrði í staðinn varið til velferðar almennings. Þar til jöfnuði væri komið á ætti að „frysta“ for- setastólinn og um leið gæti þjóðin hafið opna umræðu um tilvist sína og tilgang. Með þessu móti gætum við jafnvel orðið fordæmi annarra þjóða, vakið á okkur athygli og aukið sjálfsvirðinguna út á við. HALLDÓR ÁSGEIRSSON, Ljósvallagötu 12, Reykjavík. Fyrirspurn til trygg- ingalæknis Talkennsla í leik- skólum Reykjavík- urborgar Frá Jóhönnu V. Gísladóttur: DÓTTIR mín fimm ára á í erfiðleik- um með framburð, sem háir henni verulega í daglegum samskiptum. Vegna þessa fór ég til barnalæknis. Barnalæknirinn staðfesti að hún þyrfti á talkennslu að halda. Barna- læknirinn skrifaði beiðni um tal- kennslu til Tryggingastofnunar og útskýrði vandamálið ítarlega. Nokkru síðar barst svarið frá stofn- uninni. Þar stóð að tryggingalækir hafnaði beiðninni vegna þess að dótt- ir mín ætti að fá talkennslu hjá Dag- vist barna. Þá var haft samband við Dagvist barna. Þar starfar einn tal- meinafræðingur fyrir alla leikskóla í Reykjavík, rúmlega 60 leikskóla. Hjá þeim fengust þau svör að þar væri enga talkennslu að fá. Enda segir það sig sjálft að ein manneskja getur ekki aðstoðað alla þessa leikskóla. Því spyr ég: Hvers vegna hafnar tryggingalæknir beiðni minni um talkennslu með þeim rökum að þessi kennsla eigi að fást hjá Dagvist barna, þegar hann veit að þar starf- ar aðeins einn talmeinafræðingur og enga talkennslu að fá? Með von um svar. JÓHANNA V. GÍSLADÓTTIR, Heiðargerði 116, Reykjavík Einstakt tilboð næstu þrjá daga Á SKÁPUM og húsgögnum VOCIS AXIS HÚSGÖGN HF. SMIÐJUVEGI9, 200 KÓPAVOGI, SÍMI554 3500, FAX554 3509

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.