Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Termo sængur Áöur 1 stk. 2.990,- Sængur verasett Áöur Allt aö l .290 Lúxusdýna „Serenad“ st. 105x200 Áöur 19.900,- |PrT \ • j ' i Skeifunni 13 Norðurtanga 3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 568 7499 462 6662 565 5560 104 Reykjavík 588 7499 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Eftirmæli um Marka-Leifa ÞANN 25. janúar sl. er óskað eftir því í Velvakanda, að birt sé ljóð eftir Jónas Tryggvason frá Finnstungu, er hann kvað eftir Hjörleif Sigfússon (Marka-Leifa) Sólhvarfatíð og vetur úti og inni. Illviðrahrinur krenlqa stutta daga. Afreðagljáin allan byrgir haga. Engin þess von, að frosti og hríðum linni. Fetar sig veginn, einn, í ótíðinni, óskilatryppi milli byggða rekur. Þunnklæddan mann á hjarni í spori hrekur, hnikar þó ei af leið á göngu sinni. Liðin er tíð og framar fást ei svör við farandgestsins spum, hvort yrði hann fær um ennþá einn dag að hitta á veðra hlé. Góð póstþjónusta ÁRNI Gunnarsson hringdi til Velvakanda til að vekja athygli á því hversu góða póstþjónustu við búum við hér á íslandi. Hann nefndi sem dæmi að hann tók við bréfi sl. þriðjudagsmorgun sem- var póststimplað á Jótlandi sl. sunnudag. Sendingin hefur því ekki tekið tvo sólarhringa. Þetta er ekkert eindæmi því hann segist taka við miklum pósti á hveijum degi og yfirleitt skili hann sér mjög fljótt og vel. Aldrei um Vatnsskarð oftar beinir för útigangsmaður, krýndur silfurhærum, aleinn á ferð með óheimt vonarfé. Einnig er spurt um menn, sem hafa afþakkað Fálka- orðuna. Forsetaritari gefur allar upplýsingar um úthlut- un og afþökkun orðunnar. Hann er til húsa í Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg. Leifur Sveinsson. „Útigangsmaður, krýndur silfurhærum..." íslenskt ullargarn KONA hringdi og vildi benda Kristbjörgu Ragnarsdóttur bónda á að mikið og gott framboð er af íslensku ullargarni og íslenskum uppskriftum. I viðtali sem tekið var við hana í Morgunblaðinu segist hún aðallega nota norskt garn þar sem ekki sé til íslenskt ullargarn. Af myndunum má sjá að hún notar einnig norskar pijónauppskriftir. A.m.k. tvö íslensk, alveg sérstak- lega góð pijónablöð eru gefín út hér á landi með frábærum uppskriftum og er ástæða til að benda Kristbjörgu á þau. Madame Butterfly ÉG fór loksins að sjá og heyra Madame Butterfly hjá Islensku óperunni um helgina. Ég skemmti mér konunglega. Sýningin er að mínu mati fyrsta flokks. Söngur, leikur, leiktjöld, lýsing og stjórn- un eru eins^og best verður á kosið. Ástarsagan og dramað kringum hana komst afar vel til skila á sannfærandi hátt og það fór ekki á milli mála að áhorfendur hrifust með, allir sem einn. Ég skora á ykkur sem ekki hafið enn farið að sjá sýninguna, en hafið verið að velta því fyrir ykkur, að láta verða af því strax, áður en það verður um seinan. Þetta er óborgan- leg skemmtun! Már Viðar Másson. Happ í hendi MIG langar að hæla Hermanni Gunnarssyni fyrir þáttinn Happ í hendi. Hann er alveg einstakur barnavinur og sést það á börnunum þegar nafn hans ber á góma. Það hefur verið ómaklega vegið að honum í fjöl- miðlum upp á síðkastið. Ása Tapað/fundið Úr tapaðist ÚR AF gerðinni Zenith með svartri tölustafalausri skífu, silfraðri umgjörð og svartri slönguskinnsól tap- aðist á leiðinni frá Lauga- vegi ofanverðum og niður í miðbæ sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552-1550 á daginni eða 552-0612 eftir kl. 18. Gæludýr Kettir fást gefins TVEIR yndislegir kettir fást gefins. Annar er síamsblönduð iæða, svört með stjömu á hálsi, getur ekki átt kettlinga og er merkt í eyra. Hinn er hálfstálpaður fress, svart- ur og hvítur að lit, mjög góður og skemmtilegur köttur. Uppl. í síma 561-1651. Kettlingar fást gefins NÍU vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 557-5918 eftir kl. 18. Víkverji skrifar... BETRA seint en aldrei, varð kunningja Víkveija að orði þegar honum barst jólakort frá frænku sinni í Kaliforníu. Bréfið hafði verið póststimplað 4. desem- bei síðastliðinn en var borið út á Seltjarnarnesi um miðja síðustu viku. Var sem sagt einn og hálfan mánuð á leiðinni. xxx VÍKVERJI hefur gaman af íþróttum, en fannst þó nóg um þjónustu ríkisútvarpsins síðast- liðið miðvikudagskvöld. Hann sett- ist þá við útvarpstæki til að hlusta á sjónvarpsfréttirnar klukkan átta, en heyrði aðeins yfirlit fréttanna því eftir að það hafði verið lesið hófst íþróttarásin. Ekki voru merki- legir leikir á dagskrá þetta kvöld og Víkveija hreinlega blöskraði yf- irgangurinn. Hefði ekki verið hægt að bjóða upp á fréttirnar til hálf níu og lýsa svo síðari hálfleikjum kappleikjanna? xxx VÍKVERJI fagnaði því mjög er Spaugstofumenn fóru aftur á kreik í ríkissjónvarpinu og leggur sig í framkróka um að missa ekki af þáttum þeirra. Betri menn til slíkrar þáttagerðar finnast ekki í þessu landi, enda allt flinkir ieikar- ar og flestir starfsmenn Þjóðleik- hússins. Nú hefur það reyndar spurst að sumum í leikhúsheiminum þyki þeir of góðir! Víkveiji hefur vissu fyrir því að atriði sem tekið var upp og sýna átti í þætti drengj- anna nýlega var ekki sýnt - að kröfu Þjóðleikhússtjóra! Það fylgdi reyndar sögunni að drengirnir hefðu ekki verið alveg nógu ánægð- ir með umrætt atriði, og jafnvel sleppt því hvort eð var, en það er eftir sem áður jafn athyglivert að krafan frá leikhússtjóranum skyldi koma fram. xxx * IUMRÆDDU atriði, sem tekið var upp í anddyri leikhússins (með leyfi Þjóðleikhússtjóra) gerðu strákarnir grín að því, að forráða- menn þess skyldu fara fram á að Jón Viðar Jónsson, leiklistargagn- rýnandi Dagsljóss sjónvarpsins, gagnrýndi ekki fleiri sýningar í húsinu. Útbúið var sérstakt hlið sem leikhúsgestir urðu að fara í gegn- um, áður en þeim var hleypt inn, og aðeins þeir sem voru jákvæðir í garð leikhússins sluppu í gegn. Jón Viðar mun hins vegar hafa sloppið í gegn og eftir mikinn eltingaleik um húsið verið fleygt á dyr! Þjóð- leikhússtjóri kunni greinilega ekki að meta grínið. xxx UNNINGI Víkverja keypti GSM-síma hjá Pósti og síma sl. sumar. Tækið bilaði á dögunum og kunninginn fór með það í við- gerð í stofnuninni og það kom hon- um á óvart að ekki var möguleiki á að fá annan síma lánaðan meðan á viðgerðinni stóð, fyrst tækið er enn í ábyrgð. Væri ekki betra fyrir stofnunina að geta lánað fólki síma til að hagnast á sölu fleiri símtala en ella? Starfsmaður bílaumboðs sem heyrði af málinu hafði á orði að fyrirtæki sitt lánaði fólki nýjan bíl meðan hinn væri í viðgerð, væri hann enn í ábyrgð. Hann skipaði fólki ekki að hætta að ferðast, eða taka strætó í nokkra daga, þangað til að viðgerð væri lokið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.