Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 60
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 M pVedraPC Tölvu- og símaiagnir frá at&t <n> NÝHERJI MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 560 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUg)CENTRVM.lS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1996 VERÐ I LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nýtt heilsuvandamál unglinga uppgötvast í nýrri rannsókn Drykkir valda alvarlegri tanneyðing-u EYÐING tanna barna og unglinga er orðin mjög stórt vandamál á Is- landi en ástæðan er óhófleg gos- drykkjaneysla, samkvæmt nýrri rannsókn Sigfúsar Þórs Elíassonar prófessors í Tannlæknadeild Há- skóla íslands. Sigfús Þór segir að tennurnar séu hreinlega að hverfa í sumum ung- lingum vegna þess að gosdrykkir, sódavatn og djús eru svo súr efni að þau leysa upp tennurnar. Sigfús Þór hefur gert þrjár rannsóknir á tannheilsu sex, tólf og fimmtán ára barna á íslandi; 1985, 1990 og 1995 og er verið að vinna úr þeim. Sigfús hefur skráð upplýsingar um eyðingu tanna og uppgötvað áberandi slit tanna hjá 15 ára börn- um vegna gosdrykkju. Sumir ungl- ingar hafa slitið allan glerung af tönnunum á stórum svæðum og er ekkert til ráða nema dýrar postul- ínskrónur. Sérstök rannsókn ákveðin Ákveðið hefur verið í Háskóla íslands að gera sérstaka rannsókn á eyðingu tanna barna og unglinga vegna þess að í rannsókn Sigfúsar kemur fram að stórkostlegt vanda- TANNEYÐING er áberandi hjá unglingum og mest ber á henni í framtönnum og jöxlum. mál sé í uppsiglingu. En rannsókn hans beindist fyrst og fremst að tannskemmdum. „Unglingar eru komnir með slitn- ar tennur eins og gamalmenni,“ segir Sigfús Þór og kveður mest bera á eyðingunni á framtönnum og ákveðnum flötum jaxla. „Allir gosdrykkir og ávaxta- drykkir eru svo súrir vökvar að þeir leysa upp tennurnar,“ segir Sigfús Þór, „hver einasti sopi ætir tennurnar og þær slitna í kjölfar- ið.“ Hann er í Tannverndarráði sem stendur fyrir tannvemdardeginum á morgun, og vekur sérstaklega athygli á að hver íslendingur drekk- ur um 147 lítra af gosdrykkjum á ári hverju, sem nálgast hálfan lítra á dag og er helmingi meiri neysla en hjá Bandaríkjamönnum. Sigfús Þór segir að margir haldi að sykurlaust gos sé tönnunum skaðlaust, en svo er ekki því það er mjög súrt og leysir því upp tenn- urnar jafnt og sykrað gos. Stöð 2 vill kaupasjón- varpshúsið ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. sem rekur Stöð 2 hefur óskað eftir við- ræðum við Ríkisútvarpið um hugs- anleg kaup á sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176. Starfsemi fyrir- tækisins fer nú fram í um fjögur- þúsund fermetra húsnæði við Lyng- háls og Krókháls en rúmlega fjórð- ungur þess er leiguhúsnæði. Sjón- varpshúsið við Laugaveg er 4.000- 4.500 fermetrar að stærð. Erindi ÍÚ barst Ríkisútvarpinu bréflega í gær og hefur Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, sent það öllum framkvæmdastjórum stofn- unarinnar til umsagnar. Þá óskaði Heimir eftir samráði við mennta- málaráðherra af þessu tilefni. Um tólf ár eru síðan Ríkisútvarp- ið hóf að flytja starfsemi sína í áföngum í útvarpshúsið við Efsta- leiti en ekki hefur enn verið ráðist í að flytja sjónvarpið þangað vegna kostnaðar. ■ Vill kaupa/Bl -----♦-------- Víkingalottó 250 milljónir til Dana og Norðmanns FYRSTI vinningur í Víkingalottó- inu í gærkvöldi var rúmar 250 milljónir króna og skiptist hann á tvo miða sem seldir voru í Dan- mörku og Noregi. Bónusvinningurinn var rúmlega 1,4 milljónir króna og gekk hann ^.kki út og bætist því við í næstu viku. Ileildarupphæð vinninga í Vík- ingalottóinu í gærkvöldi var 253.736.809 krónur og heildarupp- hæð vinninga á íslandi 3.376.809 krónur auk bónusvinningsins sem ekki gekk út. Islendingar keyptu hins vegar Iottómiða fyrir 9,8 milljónir fyrir útdráttinn í gærkvöldi. Morgunblaðið/Halldór B. Nellet ÞORSTEINN EA, sem áður hét Helga II, fékk 25Ö tonn í hali á Þórsbanka í gær þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir veiðisvæðið. Loðna af stærstu gerð á Þórsbanka ÞORSTEINN EA sem Samherji á Akureyri gerir út fékk 1.080 tonn af loðnu í troll á 1 Vi sólar- hring á norðurhorninu á Þórs- banka, sem er sunnan við Rauða torgið djúpt austur af Aust- fjörðum, og var skipið væntan- legt til lands með aflann á mið- nætti í nótt. Að sögn Geirs Garðarssonar skipstjóra á Þorsteini er loðnan af stærstu gerð og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að talsvert væri af loðnu á þessu svæði og greinilegt að hún hefði gengið þarna út á bletti. Þegar Þorsteinn var á leið til lands í gærkvöldi lá ekki enn fyrir hvar skipið myndi landa, en að undanförnu hefur það yfirleitt landað á Norðfirði. Frá áramótum hefur skipið fengið um sex þúsund tonn af loðnu og sagði Geir að haldið yrði á veiðar á nýjan leik um leið og lokið yrði við að landa úr skip- inu. 15 ára unglingar 80% próf- að áfengi og 10% hass AF NEMENDUM 10. bekkjar grunnskólans í fyrra höfðu 1,6% neytt E-töfiu, 9,8% reykt hass og um 79% neytt áfengis. Um 10% nemenda höfðu sniffað, 9,1% tekið svefntöflur og 2,5% amfetamín. Neysla vímuefna hefur aukist á síðustu 2-3 árum og er nú orðin svipuð og árið 1984, þegar hún var hvað mest. Stærsti hluti unglinga neytir þó alls ekki ólöglegra vímuefna. Þetta kemur fram í könnun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Þórólfur Þór- lindsson, forstöðumaður Rann- sóknastofnunarinnar, segir að neysla hér virðist svipuð og í nágrannalöndunum, en áfengis- og hassneysla í hærra lagi mið- að við hin Norðurlöndin. „Áfengisdrykkja unglinga er eftir sem áður stærsti vímu- efnavandinn," segir Þórólfur. „Áfenginu fylgja svo ýmis önn- ur vandamál, svo sem slags- mál, ofbeldi, slys og óæskileg kynlífsreynsla." Áfengi og tóbak undanfari Engin dæmi fundust um að unglingar, sem ekki neyta áfengis, reyki hass. „Fullyrð- ingar um að sá hópur unglinga, sem fer beint í neyslu sterkari efna en áfengis, hafí stækkað, eru rangar,“ segir Þórólfur. „Hassneytendur koma að lang- stærstum hluta úr hópi ungl- inga, sem neytt hafa áfengis um nokkurn tíma. Þá má ekki gleyma tóbaksreykingum, en börn og unglingar, sem byija að reykja mjög ung, eru miklu líklegri til að halda áfram í sterkari fíkniefni." ■ Getum snúið/31 Kvartað yfir tæringu í neysluvatnslögnum í nýlegum hverfum Rannsókn liafin á vatnsrörum hjá RB KVARTANIR hafa borist Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins frá húseigendum í Grafarvogi og öðrum nýlegum hverfum í Reykja- vík þar sem vart hefur orðið tæring- ar í neysluvatnslögnum og að vatn úr þeim væri brúnleitt. Áð sögn Einars Þorsteinssonar sérfræðings á lagnasviði RB hefur þess ótta orðið vart hjá fagmönnum að kaldavatnskerfi húsa í nýjum hverfum yrði komið í rúst eftir 15-20 ár. Hjá RB vissu menn ekki hvort þarna væri um að ræða „tíma- sprengju" eða ekki, en sjálfur sagð- ist hann ekki telja möguleika á því í raun, heldur væri frekar um notk- unarvandamál húseigenda að ræða. Vatnið 60-70 gráða heitt eftir nóttina Hjá RB eru nú í gangi rannsókn- arverkefni þar sem annars vegar er verið að kanna ástand á galvanís- eruðum neysluvatnsrörum fyrir kalt vatn og hins vegar tæringu á eirrör- um fyrir hitaveituvatn. Fyrstu nið- urstaðna úr þessum verkefnum er að vænta að ári liðnu. Einar sagði að vísbendingar væru um að tæring í kaldavatnslögnum gæti stafað af því að þær lægju í heitu rými eða of nálægt heita- vatnslögnum í húsum, og dæmi væru um að neysluvatnslagnir lægju fyrir ofan framrás að ofna- kerfi með lítilli einangrun á milli. Einar sagði að í slíkum tilvikum væru dæmi um hús þar sem vatn úr kaldavatnslögn væri orðið 60-70 gráða heitt eftir nóttina og þá væri vitað að vatnið væri farið að tæra rörið. „Við vitum í sjálfu sér ekki hvort þetta er tímasprengja eða ekki. En það er athyglisvert að í fyrsta hús- inu sem við fórum í til að prófa, sem var 10 ára gamalt hús í Grafar- vogi þar sem við settum upp prófun- argrind, kom í ljós, þegar var verið að taka í sundur kerfið til að koma grindinni inn á, að pípulagningar- maðurinn snéri í sundur inntaks- tenginguna vegna þess að hún var nánast búin af tæringu. í því húsi var alveg Ijóst að þar hefði farið að leka vatn innan mjög fárra ára. Mikið af svona skemmdum ppgötv- ast fljótt en aðrar valda skaða,“ sagði Einar. Hvað varðar eirrör í heitavatns- lögnum sagði Einar það þekkta staðreynd að súlfíð í hitaveituvatni æti kopar og rörin væru því að tærast. Hraðinn væri hins vegar ekki mjög mikill eða um hálfur millimetri af millimetra veggþykkt á 20 árum. Þá væri komin innan í rörin skán sem gæti brotnað úr við hitabreytingar og stíflað ventla og valdið vandamálum i hitakerfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.