Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 1

Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 1
ItAUPSKIP Útþensla í Ameríku- siglingunum/4 VERSLUN Tollfrjálst fyrir ferðamenn /5 RÁÐGflRÐUR Fyrirtæki í sókn leiti ráða /8 WÐSHPn/AtWINNUlJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 BLAÐ Olís Hlutabréf í Olís héldu áfram að hækka í gær og urðu viðskipti með um 500 þúsund krónur að nafnvirði á genginu 3,1. Viðskipti urðu með bréfin á genginu 2,8 í síðustu viku og höfðu þau þá hækkað nokkuð frá áramótum. Ríkisvíxlar Alls bárust 21 gilt tilboð í ríkis- víxla að fjárhæð 2.691 milljón króna í útboði Lánasýslunnar í gær. Tekið var tilboðum að fjár- hæð 2.331 milljón en þar af voru 780 miljónir frá Seðlabankanum á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun 3ja mánaða víxla hækkaði úr 7,58% í 7,59%, ávöxtun 6 mánaða víxla hækkaði úr 7,61% í 7,69% og ávöxtun 12 mánaða víxla var 7,99%. Búnaðarbanki Búnaðarbankinn hefur gert samn- ing við Miðheima hf. um að við- skiptavinir bankans fái 30% af- slátt af áskriftargjaldi Alnetsins ef þeir láta bankann skuldfæra gjaldið mánaðarlega á viðskipta- reikning sinn. Askriftargjald Mið- heima er nú 1.992 krónur á mán- uði með vsk. en verður til við- skiptavina Búnaðarbankans 1.394 kr. SÖLUGENGIDOLLARS * Islenska útvarpsfélagið leitar að húsnæði Vill kaupa sjónvarpshúsið við Laugaveg ISLENSKA útvarpsfélagið h.f. hefur óskað eftir viðræðum við Ríkisútvarpið um hugsanleg kaup á sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Starfsemi íslenska útvarpsfé- lagsins, þ.e. Stöðvar 2 og Bylgj- unnar, fer nú fram í um fjögur þúsund fermetra húsnæði við Lyngháls og Krókháls. Fyrirtækið á húsnæðið við Lyngháls en leigir um 1.200 fermetra samliggjandi húsnæði af Plastosi við Krókháls. Jenný Stefanía Jensdóttir, fram- kvæmdastjóri Plastos, viidi ekki tjá sig um það í gær hvort breyt- ingar væru fyrirhugaðar á nýtingu húsnæðisins. Sjónvarpshús Ríkis- útvarpsins við Laugaveg er 4.000 - 4.500 fermetrar að stærð. Húsnæðismál í skoðun Magnús Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs ís- lenska útvarpsfélagsins, segir að húsnæðismál fyrirtækisins hafi verið til skoðunar að undanförnú og kaup á sjónvarpshúsi Rikisút- varpsins við Laugaveg sé einn möguleikinn í stöðunni en vill ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. __ Ósk íslenska útvarpsfélagsins um viðræður barst Ríkisútvarpinu bréflega í gær. Að sögn Heimis Steinssonar, útvarpsstjóra var greint frá erindinu á útvarpsráðs- fundi í gær og það sent öllum framkvæmdastjórum stofnunar- innar til umsagnar. Þá óskaði Heimir eftir samráði við mennta- málaráðherra af þessu tilefni. Heimir vildi ekki tjá sig frekar um málið þar sem það væri á algeru frumstigi. Um tólf ár eru síðan Ríkisút- varpið hóf að flytja starfsemi sína í áföngum í útvarpshúsið að Efsta- leiti. Þeim flutningum er ekki að fullu lokið þar sem starfsemi sjón- varpsins fer enn að mestu leyti fram í húsi þess við Laugaveg. Kostnaðarsamir flutningar Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarps, segir að ekki hafi enn verið ráðist í að flytja sjónvarpið í útvarpshúsið við Efstaleiti vegna kostnaðar. Sjálfir flutningarnir kosti sitt og samfara þeim sé auk þess gert ráð fyrir töluverðri og kostnaðarsamri end- urnýjun tækjakosts. Þá sé ljóst að ljúka þurfi frágangi í því rými útvarpshússins, sem sjónvarpinu er ætlaður og gera á því nokkrar breytingar enda var húsið hannað fyrir um tveimur áratugum. Á þeim tíma hafi orðið miklar breyt- ingar á sjónvarpsrekstri og hús- næðisþarfir sjónvarpsins séu því aðrar 'en þá. Til dæmis sé þörf fyrir upptökusali minni nú en þörf- in fyrir einstaklingsvinnuherbergi meiri. f 1 . LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili ad Verðbréfaþingi íslands. Til fyrirtœkja og rekstraraðila: Haakvœm lán • • • • • •# I /■% i— / a ra • Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. SUÐURLANDSBRAUT 2 4, 1 0 8 REYKJAVIK, S f M I 5 8 8 9 2 0 0, B R I IA S I M I 5 8 8 8 5 51 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.