Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Olíufélagið með met- hlutdeild í bensínsölu OLÍUFÉLAGIÐ hf. seldi á síðasta ári alls 55.258 tonn af bensíni eða sem nemur 40,75% af heildarsölu í landinu. Þetta er hæsta hlutdeild í bensínsölu sem náðst hefur í sögu félagsins en hún jókst úr 40,08% frá árinu 1994. Er árangurinn einkum rakinn til Safnkortakerfísins, stærri verslana og aukinnar þjónustu. Þá jók Olíufélagið verulega sölu á smávörum á bensínstöðvum sín- um. Að sögn Þórólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs, jókst smávörusalan t.d. um 61% á bensínstöðinni í Lækjargötu í Hafn- arfirði milli áranna 1993 og 1995. í millitíðinni var ráðist í að end- urnýja innréttingar og auka vöruúr- val og er þar nú t.a.m. brauð og mjólk á boðstólum. Á síðasta ári var bensínstöðin við Stórahjalla í Kópavogi síðan stækkuð og end- urnýjuð. Þar var vöruúrval sömu- leiðis aukið til muna og jókst smá- vörusalan í desember um 67% frá sama mánuði árið 1994. * Skýrsla nefndar um tengsl iðnaðar og sjávarútvegs Mikilvægt að efla stuðn- ingskerfi atvinnulífsins ÍSLENDINGAR hafa staðið helstu samkeppnisþjóðum sínum að baki í viðbúnaði til að taka skipulega á stuðningskerfum atvinnulífs og hafa lengi vanmetið þörf á viðeig- andi aðgerðum á því sviði. Þetta stafar m.a. af miklum umsvifum og nægri atvinnu í atvinnulífínu undanfama áratugi. Sveiflur í við- skiptakjörúm má að hluta til rekja til lítt unninna útflutningsafurða í sjávarútvegi og stóriðju, þar sem verðsveiflur slíkra afurða eru að öllu jöfnu mun meiri en á meira unnum afurðum. Því er talið mikil- vægt að efla vöruþróun, markaðs- sókn og nánara samstarf fyrir- tækja með markvissum stuðnings- aðgerðum stjórnvalda. Þetta kem- ur fram í skýrslu nefndar á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, um tengsl iðnaðar og sjávarútvegs, sem birt var í gær. Nefndin var skipuð í mars 1992 af þáverandi iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. í skýrslu nefndarinnar er að finna ýtarlega umíjöllun ásamt tillögum og ábendingum um tengsl iðnaðar og sjávarútvegs og stjórn efnahagsmála þar að lút- andi. Bent er á mikilvægi þess að auka fullvinnslu og þróun afurða í fiskvinnslu og iðnaði til að efla iðnað tengdan sjávarútvegi en ekki síður til þess að draga úr sveiflum í viðskiptakjörum þjóðarinnar. I skýrslunni kemur fram að við- skipti iðnaðar, sem tengdust sjávar- útvegi, námu 12-16 milljörðum króna á árinu 1991. Á árunum 1987-91 fækkaði ársverkum í iðn- aði tengdum sjávarútvegi um 25% eða úr 4.100 í 3.100. Þá hefur inn- byrðis skipting útflutnings á vörum til sjávarútvegs breyst mikið á síð- ustu árum. Á árinu 1993 var verð- mæti rafeindavoga um 40% af þess- um útflutningi en á tímabilinu frá 1981-93 má sjá skýra þróun frá útflutningi hefðbundins iðnvamings á borð við umbúðir og veiðarfæri yfír í útflutning á háþróuðum tæknivarningi. Á tímabilinu 1981-93 jókst verð- mæti útflutts iðnvarnings til sjávarútvegs að meðaltali um 7,7% á ári á meðan annar iðnaðarvöru- útflutningur án stjóriðju jókst um 0,7% á ári. Útflutningur iðnaðarvöru vaxtarbroddur Nefndin bendir á að útflutningur á iðnaðarvöru til sjávarútvegs sé greinilegur vaxtarbroddur í ís- lensku atvinnulífi. Almennt megi fullyrða að sú þróun, sem nú eigi sér stað til aukinnar vinnslu á ís- lenskum sjávarafurðum, leiði til aukinna umsvifa í iðnaði sem teng- ist sjávarútvegi og skapi þar með forsendur fyrir því að hér vaxi upp öflugur iðnaður, sem tengist full- vinnslu sjávarafurða. Nefndin telur að hlutverk stjórnvalda á þessu sviði sé fyrst og fremst að tryggja að þessi þróun geti orðið á sem auðveldastan hátt. Hið opinbera geti hraðað þeirri þróun með því að stuðla að öflugri rannsóknar-, vöruþróunar og markaðsstarfsemi á sviði matvælaiðnaðar og leggja þeim fyrirtækjum lið, sem vilji þróa nýjar vörutegundir. Þorstemn Olafs til Handsals ÞORSTEINN Ólafs, forstöðumaður hjá Samvinnubréfum Landsbank- ans, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Handsals hf., sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Kemur hann í stað Eddu Helga- son sem lét af störfum um Ieið og gengið var frá sölu á tæplega helm- ings hlut föður hennar, Sigurðar Helgasonar og fjölskyldu í fyrirtæk- inu þann 12. janúar sl. Þá hafa orðið nokkrar breytingar á stjórn Handsals. Munu þeir Ragn- ar S. Halldórsson, Einar S. Hálfdan- arson, Sigurður M. Magnússon og Pétur Haraldsson skipa stjórnina fram að næsta aðalfundi. Samkvæmt bráðabirgðaskipuriti fyrirtækisins sem tók gildi 16. jan- úar er Ragnar starfandi stjómarfor- maður og ber ábyrgð á rekstrar- sviði. Sigrún Bjarnadóttir hefur hins vegar verið framkvæmdastjóri verðbréfasviðs í fjarveru Pálma Sigmarssonar sem verður í orlofi fram til 5. febrúar. Þessar breyting- ar voru tilkynntar til Verðbréfa- þings íslands í síðustu viku. Bílaumboð börðust hart í útboði ríkisins á 113 bílum Mikill afsláttur í boði RÍKISKAUP hafa í framhaldi af útboði ákveðið að ganga til samn- inga við níu bílaumboð um kaup á 113 bíla fyrir 26 ríkisstofnanir. Um er að ræða bíla í ýmsum flokk- um, bæði fólksbíla, jeppa, sendi- bíla, pallbíla og vörubíla sem dreif- ast nokkuð jafnt á umboðin. TILKYNNING UM UTGAFU MARKAÐSVERÐBREFA L LANDSBANKI ISLANDS Útboð bankíibrcfa ífebrúa-r 1996 •j§ I I 1.-3. flokkur 1996 Kr. 1.200.000.000.- - krónur tólfhundruð milljónir °°/wo- Útgáfudagur: 1. febrúar 1996 Gjalddagar: 1. flokkur 1. febrúar 1999 2. flokkur 1. febrúar 2000 3. flokkur 1. febrúar2001 Sölutímabil: Frá 1. febrúar 1996 Grunnvísitala: Nvt. 174,9 Einingar bréfa: kr.100.000, kr. 1.000.000 og kr. 5.000.000 Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verðtryggð miðað við visitölu neysluverðs. . Ársávöxtun, umfram verðtryggingu, er 5,93 - 5,97% á útgáfúdegi. Söluaðilar: Landsbréf hf, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og umboðsmenn í Landsbanka Islands. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum. Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf. ■ y LANDSBRÉF HF. ///m Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VEROBRÉFAÞINGIÍSLANDS. Heildarverðmæti þeirra bíla sem áætlað er að kaupa er samtals um 250 milljónir króna. Bjarni Þórólfsson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög góð nið- urstaða hefði fengist í útboðinu. Verulegur afsláttur væru í boði og tilboðin hefðu líklega aldrei verið jafnhagstæð og nú í samanburði við almennt verð bílaumboðanna. Nýtt fyrirkomulag var tekið upp á sl. ári í bílaútboðum Ríkiskaupa. Fyrir útboðin senda ríkisstofnanir útfyllta kaupóskayfirlýsingu til Ríkiskaupa þar sem þær lýsa hvers konar bifreið þær þurfa að kaupa. Bílarnir eru síðan flokkaðir niður eftir stærð, mótorstærð, burðar- getu o.s.frv. Á svipuðum tíma fer fram forval þar sem bjóðendum gefst kostur á að sýna hvað þau hafa í boði, þ.e.a.s. bifreiðategund- ir með tæknilegum upplýsingum. Að því búnu er hafist handa við að raða saman því sem er í boði og þörfum einstakra stofnana. í útboðinu sjálfu kemur síðan í ljós hvaða bíll er ódýrastur í hverjum flokki og er gengið til samninga við viðkomandi aðila. 500 þús. kr. afsláttur af Pajero Þannig var nú t.d. ákveðið að semja við Heklu hf. um kaup á Mitsubishi Pajero jeppum. Þeir buðust á 2.560 þúsund kr. en al- mennt verð er 3.050 þúsund kr. Þá buðust Mitsubishi Lancer skut- bílar á 1.548 þúsund kr. en al- mennt verð er 1.880 þúsund kr. Ford Escord býðst nú á 1.089 þús- und kr. en kostar almennt 1.248 þúsund og Ford Ranger pallbíll var boðinn á 1.784 þúsund. en kostar 2.098 þúsund kr. Loks má nefna Subaru Legacy sem boðinn á 1.990 þúsund kr. í útboðinu en almennt verð er 2.264 púsund kr. Við þetta má bæta að í flestum tilvikum óska ríkisstofnanirnar eft- ir varahluta- og viðgerðarþjónustu hjá viðkomandi umboði. Hræringar á auglýsingamarkaði Grafík og Atóm- stöðin í eina sæng AU GLÝ SIN G ASTOFURN AR Atómstöðin og Grafík hafa verið sameinaðar í eina nýja stofu, sem hlotið hefur nafnið Fíton. Samrun- inn mun formlega eiga sér stað nú í febrúar, að sögn Höllu Helgadótt- ur, eins eigenda stofunnar. Hún segir að í framhaldinu muni starf- semin síðan verða færð undir eitt þak og sé gert ráð fyrir því að það muni gerast innan tveggja mán- aða. Hún segir ljóst, að finna þurfi nýtt húsnæði undir starfsemina en ekki liggi enn fyrir hvert stofurnar muni flytja. Sameining þessi hefur átt sér nokkurn aðdraganda, að sögn Höllu, en endanleg ákvörðun hafi verið tekin nú fyrir helgi. „Þetta eru tvö lítil fyrirtæki sem hafa yfir að búa mjög sterkum einstakl- ingum með mikla reynslu, m.a. af beinum samskiptum við viðskipta- vini. Þetta er að okkar mati einn helsti styrkleiki hins nýja fyrirtæk- is.“ Nýja stofan mun veita alhliða þjónustu í auglýsinga-, birtingar-, og markaðsmálum, að sögn Höllu og verður áfram lögð áhersla á persónulega þjónustu og stuttar boðleiðir á milli viðskiptavina og stofu. Atómstöðin hefur starfað innan SIA, Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, en Grafík hefur hins vegar verið utan samtakanna. Halla segir að Fíton muni koma til með að starfa innan samtak- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.