Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 B 5 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI Eimskip með nýja viðkomuhöfn í Kanada og markaðsskrifstofu í Boston Utþensla í Ameríku- flutningum Samskip og Eimskip ætla sér að færa út kvíarnar í siglingum til Bandaríkjanna og Kanada á mjög ólíkan hátt. Kristinn Briem kynnti sér þróun mála í þessum flutningum og ræddi við stjómendur félaganna. ÚTLIT er fyrir að samkeppni ís- lensku skipafélaganna í Ameríku- flutningum eigi eftir að harðna töluvert á næstu misserum. Þar keppa nú fjögur fyrirtæki um flutninga, þ.e. Eimskip, Samskip, Jöklar og Van Ommeren. Mesta athygli vekur þó baráttan milli þeirra tveggja fyrst nefndu, þar sem Jöklar flylja einkum frystar sjávarafurðir fyrir móðurfélag sitt, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Van Ommeren hefur aftur á móti samning um flutninga fyr- ir varnarliðið en hefur sig lítt í frammi á innlenda markaðnum. Samkvæmt tölum sem Morgun- blaðið aflaði yfir markaðshlut- deild skipafélaganna í flutningum til Bandaríkjanna að undanskild- um flutningum fyrir varnarliðið nam hlutdeild Eimskips 44% á þessari leið á árinu 1994, Samskip höfðu 22% hlut, Jöklar 33% og Van Ommeren 1%. Eimskip hafði á því ári um þijá fjórðu hluta af öllum innflutningi frá Bandaríkj- unum. Samskip hafa nú nær lokið við uppbyggingu á nýju þjónustuneti sínu í Ameríkuflutningum sem verður tviþætt. Annarsvegar ætl- ar félagið að halda áfram beinum siglingum til Kanada og Banda- ríkjanna enjiar vega þungt flutn- ingar fyrir Islenskar sjávarafurð- ir hf. Hins vegar verða í boði viku- legir flutningar gegnum Evrópu i samstarfi við Maersk Line. Eimskip hefur einnig útvíkkað sitt siglingakerfi og hafið viðkom- ur í Shelburn í Nova Scotia í Kanada ásamt því að stofna mark- aðsskrifstofu í Boston. Flutningar milli Evrópu og Norður-Ameríku gegnum ísland eru vaxandi og útlit fyrir að frekari árangur ná- ist þegar ný Evrópuskip verða tekin í notkun í vor. Jöklar hyggjast einnig hefja siglingar til Shelburn og verður það fyrsti viðkomustaður Hofs- jökuls í hverri ferð en þaðan verð- ur siglt til Boston, síðan til Sheet Harbour og aftur til íslands. Van Ommeren sigla einungis milli Norfolk og Islands. Auknir flutn- ingar milli Norður-Amer- íku og Evrópu EIMSKIP heldur uppi siglingum frá íslandi til Norður-Ameríku með tveim- ur skipum sem hafa viðkomu í sex höfnum hálfsmánaðarlega. í hverri ferð er komið við í Argentia á Ný- fundnalandi, en skipið fer þaðan til Halifax, Shelburn, Boston, New York og Norfolk. Það hefur aftur viðkomu í Argentia á heimleiðinni. Þetta sigl- mgakerfi tengist síðan Evrópusigling- um félagsins, því flutningar eru tölu- verðir fyrir erlenda aðila milli Norður- Ameríku og Evrópu um fsland. Sú breyting varð á þjónustu Eim- skips nýlega í Ameríkuflutningum að bætt var við viðkomu í Shelburn, en þar að auki hefur verið sett á stofn umboðsskrifstofa í Boston. „Við höfum verið í flutningum milli Evrópu, Kanada og Bandaríkjanna undanfarin 10 ár,“ sagði Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutn- ingasviðs Eimskips. „Að undanförnu höfum við einbeitt okkur að því að auka þjónustu við sjávarútvegsfyrir- tæki bæði á Nýfundnalandi, Nova Scotia og einnig í Boston, í Shelburn er mikill fiskiðnaður og íslenskir út- fiytjendur selja t.d. saltfisk til fyrir- tækja á því svæði. Varan er send héðan á föstudegi og er komin þangað átta dögum síðar. Markaðsskrifstofan í Boston á að annast sölu á okkar þjónustu fyrir sjávarafurðir. Þar er mikil verslun með sjávarafurðir og íslensk fyrirtæki hafa sett þar upp birgðastöðvar. Mörg þeirra selja fisk miðað við afhendingu í Boston. Þar ætlum við að koma okk- ur betur fyrir.“ Sjálfstæð flutningastarfsemi innan Bandaríkjanna Eimskip stofnaði skrifstofu í Nor- folk árið 1985 og hefur hún umsjón með afgreiðslu skipanna í þeirri borg svo og í New York, Boston, Shelburn og Halifax. Aftur á móti sér skrifstof- an í St. Johns um þjónustuna í Argent- ia. „Við höfum annast sjálfstæða fiutn- ingastarfsemi innan Bandaríkjanna og flytjum sjávarafurðir t.d. frá Al- aska þvert yfir Bandaríkin þar sem þær fara um borð í okkar skip. Þær afurðir fara bæði til Nýfundnalanþs og Evrópu. Á sama hátt höfum við flutt sjávarafurðir frá Argentia til ís- lands, t.d. afla af Flæmska hattinum, en einnig áfram til Skandinavíu og Bretlands. Við flytjum ekki síður tals- vert af sjávarafurðum frá Norðurlönd- unum og meginlandi Evrópu um ís- land til Norður-Ameríku. Á þennan hátt þjónum við þeim aðiium sem eru í sjávarútvegi á þessu svæði. Það eru sömu íslensku, græn- lensku, færeysku, norsku og kana- dísku fyrirtækin sem veiða fyrir utan strönd Kanada, í Norður-Atlantshaf- inu og fyrir utan Noreg. Við þjónum fyrirtækjum á öllum þessum stöðum og bjóðum þeim síðan þjónustu frá Noregi yfir til allra þessara staða. Þess vegna erum við einnig að opna aftur markaðsskrifstofuna í Trornsö." Aukin flutningsgeta með nýjum skipum Eimskip fær afhent ný skip til Evr- ópusiglinga í vor og var Þórður spurð- ur hvaða möguieika það fæli í sér. „Með nýjum skipum á Evrópuleiðun- um aukum við umtalsvert flutnings- getu frá Norðurlöndunum um ísland til Bandaríkjanna og Kanada. Sérstak- lega höfum við verið að horfa til Nor- egs, þar sem vöxturinn hefur verið mikill. Auk sjávarafurða höfum við flutt þaðan ýmsan búnað og tæki vegna olíuvinnslu á Nýfundnalandi. Flöskuhálsinn í þeim flutningum hefur verið takmörkuð flutningsgeta frá Norðurlöndum til íslands. Við erum einnig ágætlega sam- keppnisfærir í siglingum frá Dan- mörku um ísland til Norður-Ameríku og frá New York um ísland til Evrópu- hafna. Flutningstíminn er viðráðan- legur fyrir ákveðnar vörutegundir. Það eru nánast engin skipafélög í gámaflutningum sem halda uppi bein- um flutningum milli Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Við höfum verið að vinna okkur inn á syllumarkaði þar sem við getum markað okkur sérstöðu eins og t.d. í sjávarafurðaflutningi í Nýfundnalandi og Nova Scotia. Eimskip er eina gámaskipafélagið sem hefur viðkomur á Nýfundnalandi og býður flutninga þaðan beint til Evrópu. Þar vinnum við mjög náið með inn- og útflytjend- um.“ Þjónusta Eimskips hefur yfirburði - En hvernig skyldi samkeppnin við hin íslensku skipafélögin horfa við Eimskipsmönnum um þessar mundir? „Fj'ögur fyrirtæki bjóða siglingar á þessari leið; Eimskip, Samskip, Jöklar og Van Ommeren. Sú þjónusta sem Eimskip býður hefur yfirburði umfram hina varðandi alla þjónustuþætti, svo sem flutningstíma, tíðni ferða, fjölda verslunarhafna, þjónustu vestanhafs og aðra þætti sem ráða vali viðskipta- vina á flutningsaðila. Sú þjónusta sem Samskip hafa boðað í samstarfi við Maersk, hefur áður verið boðin á markaðnum hér á landi. Við höfum margskoðað hag- kvæmni af þessari þjónustu. Þegar þetta var reynt hér á árum áður gekk það ekki upp vegna þess hversu flutn- ingstíminn er langur. Aðalatriðið er að viðskiptavinum sem senda vörur um Evrópu sé ljóst hver flutnings- tíminn verður." Samskip hafa byggt upp nýtt þjónustunet í Ameríkusiglingum Gott þjónustu- mynstur með vikulegum af- skipunum „SAMSKIP höfðu stundað siglingar til Bandaríkjanna í fjölda ára þegar ákveðið var að freista þess fyrir þrem- ur árum að ná samkomulagi við Eim-' skip um samstarf á þessari leið. Við bentum þá á að ekki væri hægt að halda uppi mjög góðu þjónustu- mynstri með siglingum beint frá ís- landi, því magnið væri lítið og flutn- ingarnir breytilegir," segir Olafur Ólafsson, forstjóri félagsins. „Fiskmagnið í útflutningi sveiflast verulega og innflutningur á vörum frá Bandaríkjunum er miklum breyting- um háður, t.d. vegna innflutningstolla og gengisþróunar dollars. Við höfum verið þeirrar skoðunar að samstarf aðila á þessari leið væri heillavænleg- ast. Það náðust ekki samningar við Eimskip í fyrra og við kynntum þá að það yrði leitað eftir samstarfi er- lenda aðila í Ameríkusiglingum." Hið nýja þjónustunet Samskipa verður tvíþætt, að sögn Ólafs. „Ann- ars vegar ætlurh við að flytja vörur frá íslandi tíl Evrópu og þaðan til Bandaríkjanna í samstarfí við stærsta skipafélag heims, Maersk. Siglinga- tími frá Evrópu til Bandaríkjanna er allt að 8 dagar með skipum sem geta borið 3.500 til 4.500 gámaeiningar. Þau eru mjög hagkvæm og sigla mun hraðar en skipin frá íslandi, eða 24 mílur. Flutningstírhi vöru sem fer frá Islandi til Evrópu og þaðan t,il Banda- ríkjanna verður því álíka langur og þegar varan er flutt beint frá Islandi, eða 12-20 dagar. Á þennan hátt get- um við boðið upp á tengingar við hafnir víðsvegar um Bandaríkin. Þetta reyndist ekki kleift í sumar vegna þess að ekki var rými í Evrópuskipinu okkar, en hefur orðið mögulegt eftir að við festum kaup á nýju skipi." Samstarf við norska aðila „Á hinn bóginn er síðan markaður fyrir flutninga á fiski og rækju milli Islands, Norður-Noregs, Nýfundna- lands og Norður-Bandaríkjanna. Við höfum ákveðið að bjóða enn betri þjón- ustu á þessu svæði og hafa viðkomu á tveimur höfnum á Nýfundnalandi. Þetta verður síðan tengt við flutninga- kerfi í Noregi í samstarfi við norska aðila. Á þessari stundu get ég ekki skýrt frá því hvaða aðilar það verða, en það verður fljótlega tilkynnt hvern- ig þeim tengingum verður hagað. Markmiðið er að tengja saman Norður-Atlantshafslöndin í eitt kerfi og halda uppi reglubundnum sigling- um á milli. Með tengingu við Norður- Noreg opnast t.d. möguleikar fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að kaupa hráefni m.a. frá Rússlandi eða selja þangað saltfisk og rækju. Staða sjávarútvegsfyrirtækjanna í samskipt- um við Noreg mun batna verulega, því hægt verður að flytja fisk frá Noregi og Rússlandi beint til íslands. Hingað til hefur Rússafiskurinn eink- um verið fluttur með togurum eða þeir hafa landað í Danmörku eða Englandi.“ Vikulegar afskipanir - En hvaða möguleika skyldu þeir Samskipamenn sjá á viðbótarflutning- um gegnum Evrópu til og frá Banda- ríkjunum? „Það er gríðarlegur munur á því að flytja vöru sem framleidd er í Flórída beint þaðan yfir hafið eða senda hana með flutningabílum alla leið til New York eða Norfolk,“ segir Óiafur. „T.d. verður hægt að skipa vikulega út vöru á borð við epli og appelsínuþykkni frá Flórída í staðinn fyrir afskipanir á tveggja til þriggja vikna fresti. Einnig koma byggingavörur og ýmsar neyslu- vörur frá Suðurríkjunum, þannig að fjöldi viðskiptavina mun geta nýtt sér þjónustuna. Okkar hlutverk er að bjóða mönnum hagkvæma, fjölbreytilega og örugga {ijónustu. Þegar góð þjónusta og aukin hag- kvæmni í flutningum er boðin aukast valmöguleikar viðskiptavina. Ákveðnar hafnir í Suðurríkjahöfnum Bandaríkj- anna gætu orðið betri kostur en hafn- ir t.d. í Suður-Evrópu. Það getur leitt til einhven-a aukinna viðskipta. Við sjáum hins vegar ekki að heildarmark- aðurinn muni aukast sem neinu nem- ur.“ - Hvaða flutningsgjöld verða í boði þegar um er að ræða flutninga gegnum Evrópu? „Flutningsgjöldin fyrir gámavöru sem flutt er gegnum Evrópu til Banda- ríkjanna verða fyllilega sambærileg við það sem þekkist í beinum siglingum. Hinsvegar mun innanlandsflutningur í Bandaríkjunum verða ódýrari í mörg- um tilvikum. Þar að auki þurfa ávext- ir og grænmeti ekki að bíða jafnlengi og í gamla kerfinu og vörubinding inn- flytjenda verður minni vegna vikulegra afskipana. Mönnum er ekki alltaf ljóst að allir flutningar íslendinga til Áusturlanda fjær, Miðjarðarhafslanda og ýmissa annarra heimshluta fara að öllu leyti fram með tengiflutningum við aðra flutningsaðila á sama hátt og verður hjá okkur í flutningum til og frá Banda- ríkjunum." íslendingar vilja valkosti - En verður ekki töluvert offram- boð á flutningsrými til Bandaríkjanna þegar nýja þjónustunetið verður komið í gagnið? „Við erum að tengja okkar flutn- ingakerfí við önnur lönd til að tryggja nýtinguna á flutningsrýminu og tryggja að ekki verði óeðlilegt offram- boð af flutningsrými eða skortur. Það er alveg ljóst að Islendingar vilja hafa valkosti í flutningum og góða þjón ustu. íslenskir inn- og útflytjendur eru ekkert ólíkir fyrirtækjum í öðrum lönd um. Við höfum síðan opnað skrifstofu í Norfolk í Bandaríkjunum sem annast daglega starfsemi okkar þar í landi. Einnig höfum við opnað skrifstofur í Rotterdam og Bremerhaven sem auð- velda allar tengingar. Þegar öllu þessu verður lokið verðum við komnir með mjög gott þjónustumynstur sem gefur viðskiptavinum kost á vikulegum af- skipunum." Europe Tax-free Shopping sækist eftir því að setja upp starfsemi sína hér á landi F YRIRTÆKIÐ ETS (European Tax-free shoppingjhefur átt í við- ræðum við hérlenda aðila um að koma upp endurgreiðslukerfí á virðisaukaskatti fyrir erlenda ferðamenn hér á landi. Hugmyndin er að koma upp samskonar kerfí og fyrirtækið rekur nú víðs vegar um Evrópu. Vörumerki þessa fyrirtækis kem- ur vafalaust flestum kaupglöðum íslendingum, sem lagt hafa leið sína í verslunarleiðangi-a til Glasgow, Newcastle eða annarra evrópskra borga, kunnuglega fyrir sjónir, enda er það að finna í flestum búðar- gluggum í Evrópu. ETS hefur sér- hæft sig í þjónustu við ferðamenn hvað endurgreiðsluna varðar. í vikunni var staddur hér á landi yfirmaður ETS í Danmörku, John Rassing, í því skyni að ræða við íslensk stjórnvöld um þessi mál. Hann segir að ETS eigi fullt erindi inn á íslenskan markað, þrátt fyrir smæð hans í samanburði við flest önnur starfssvæði fyrirtækisins. „Til að byija með er íslenski markaðurinn ekki svo lítill. Hann er kannski ekki mjög stór en verð- ur heldur ekki talinn lítill. Á síð- asta ári fóru um 36 þúsund færslur í gegnum það endurgreiðslukerfi sem fyrir er, sem er ágætt. Við sjáum því einhveija ágóðavon í því að koma okkar þjónustu upp hér á landi. Annars værum við ekki varla að þessu.“ ETS hefur nokkra reynslu af því að starfa á smærri mörkuðum og hefur fyrirtækið m.a. komið upp endurgreiðslukerfi á virðisauka- skatt í Færeyjum. „Við byijuðum að setja okkar endurgreiðslukerfi upp þar í landi fyrir einu og-hálfu ári síðan, en ekki var neitt kerfí af þessu tagi fyrir í landinu og við þurftum því að byija frá grunni. Það tók nokkra mánuði áður en starfsemin náði yfir allar eyjarnar, en árangurinn er orðinn mjög góð- ur í dag.“ í annarri tilraun á íslandi Rassing segir að ETS-hópurinn hafi áður gert tilraun til þess að koma upp slíku kerfi hér á landi fyrir u.þ.b. 6 árum síðan. „Þá komu hingað fulltrúar frá skrifstofu okk- ar í Noregi og frá höfuðustöðvun- um í Luxemborg og kynntu kerfi okkar fyrir stjórnvöldum. Þau voru hins vegar ekki tilbúin til þess að hleypa okkur inn á markaðinn hér á landi þá. Staðreyndin er hins vegar sú að stjörnvöld tóku upp þær hugmyndir okkar sem þau töldu góðar og byggðu núverandi kerfi sitt á þeim. Við höfum hins vegar mikinn áhuga á því að fá ísland inn í okk- ar kerfi, sem nær nú til 21 lands um alla Evrópu. Til þess þurfum við hins vegar leyfi íslenskra stjórn- valda.“ Rassing segir að fyrirtækið vinni að þessu máli í samstarfi við Félag íslenskra stórkaupmanna _________ og Kaupmannasamtökin, og hafi meðal annars unnið talsvert með fram- kvæmdastjóra félagsins, Stefáni Guðjónssyni, að undirbúningnum. Ef leyfi stjórnvalda fæst, verður Rassings, stofnað Vilja létta á pyngju ferðamanna * I ferðaþjónustu er gjaman unnið að því að fá ferðamenn til þess að eyða hærrí fjárhæðum á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. John Rassing, yfírmaður ETS í Dan- mörku, telur að með því að bæta kynningu á þeim möguleika að ferðamenn geti fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan, sé hægt að auka eyðslu þeirra. Þorsteinn Víg- lundsson ræddi við Rassing um vilja fyrirtækisins til að setja hér upp útibú. John Rassing Morgunblaðið/Þorkell Aukin kynning skilar meiri sölu til ferða- manna að sögn hlutafélag um reksturinn hér á landi undir heitinu ETS ísland. „Ég kom hér fyrst í ágúst á síðasta ári i tengslum við þetta mál, þá ásamt eiginkonu minni, sem sá um uppsetninguna á endurgreiðslukerfinu í Færeyjum. Hún kemur einnig til með að vinna að málinu hér á landi, í samstarfi við Jónas Hagan Guðmundsson, sem kemur til með að stýra umsvif- um ETS ísland.“ Stöðugt unnið að markaðssetningu Rassing segir að endurgreiðslu- kerfi ETL hafi töluvert að bjóða umfram opinbera kerfið sem til staðar er hér á landi. „Það sem skiptir þar hvað mestu máli er að í dag bjóða um 90.000 verslanir, víðs vegar um Evrópu, upp á virð- isaukaskattfijáls viðskipti í gegn- um okkar kerfi. Það þýðir að ferða- menn þekkja inn á það hvernig endurgreiðslan fer fram, þeir hafa flestir prófað það áður, auk þess sem nær allir þekkja merkið okkar sem er í gluggum þessara versl- ana. Það er einmitt mjög þýðingar- mikið fyrir ferðamenn að vita að -------- hveiju þeir ganga í þess- um efnum. Þá hefur keðja okkar það í för með sér að ef ferðamenn af einhverjum ástæðum ná ekki að skipta ávísunun- 111 um með virðisaukaskatt- inum áður en þeir yfirgefa landið, geta þeir gert það á flugvellinum í Frankfurt, Kaupmannahöfn, Berlín eða París, eða hvar annars staðar sem þeir eru staddir í Evr- ópu. Þá munum við einnig bráðlega geta boðið ferðamönnum upp á þessa þjónustu þegar þeir koma frá Evrópu til Bandaríkjanna og Japan.“ Rassing bendir á að vandamálið við það endurgreiðslukerfi sem ís- lenska ríkið hafi komið upp í dag sé fyrst og fremst hversu óvirkt það sé. „Þetta kerfi er það sem við köllum „a sleeping partner“, þar sem það sinnir markaðsstarf- inu mjög lítið. Við viljum hins veg- ar vera mun ágengari í markaðs- setningunni og kynna það rækilega fyrir ferðamönnum að þeir geti fengið 24,5% virðisaukaskatt end- urgreiddan af þeim varningi sem þeir kaupa hér á landi.“ Rassing segir að aldrei sé of mikið gert í því að kynna þennan möguleika. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi sjálfur keypt sér leikj- atölvu í Kringlunni á meðan að á dvöl hans hér á landi stóð, en gleymt að óska eftir ávísun á virð- isaukann. „Þetta er gott dæmi um hvað verslanirnar geta ---------- gert sjálfar, því þessi möguleiki gagnast þeim mjög vel við að auka versl- un erlendra ferðamanna á íslandi. Þó svo að ég tal- aði ensku við afgreiðslu- manninn, og þrátt fyrir að hann hafi virst mjög hæfur í sínu starfi, benti hann mér ekki á þennan möguleika og þaðan af síður reyndi hann að selja mér eitthvað meira í ljósi þess að ég gæti fengið virðis- aukann endurgreiddan. Þegar ég síðan kom aftur til að fá ávísunina tók það 20 mínútur að fylla hana út því starfsmaðurinn virtist ekki vera of viss um það hvernig hann ætti að bera sig að.“ Rassing segir að það sem ETS myndi því einbeita sér að væri að kynna þennan möguleika fyrir er- lendum ferðamönnum, en ekki síð- ur fyrir verslunareigendunum sjálfum. Fulltrúi þess myndi ganga á milli verslana og halda námskeið fyrir starfsfólkið til að ekki ættu sér stað óþarfa tafir við afgreiðslu erlendra ferðamanna vegna endur- greiðslunnar. „Þá þurfum við að útbúa sér- stakan bækling yfir þær verslanir sem bjóða upp á þennan möguleika og taka upp samvinnu við flugvall- aryfirvöld, flugfélög, hótel og bíla- leigur og fleiri aðila sem starfa í ferðamannaþjónustu, til að tryggja að allir erlendir ferðamenn sem hingað koma geri sér grein fyrir því að boðið sé upp á endur- greiðslu á virðisaukaskatti hér á landi.“ Rassing bendir á að í dag séu um 250 verslanir hér á landi sem bjóði upp á þennan möguleika. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti þær að vera að minnsta kosti helmingi fleiri, jafnvel allt að 700 talsins. „Á Færeyjum eru um 200 verslanir sem bjóða upp á endur- greiðslu virðisauka og þar erum við að tala um mjög lítið _ svæði með um 40 þúsund íbúa. Á íslandi búa hins vegar tæplega 270 þús- und manns. Þetta sýnir mér því að hér er ekki gert mikið af því að kynna þennan möguleika sem^ verkfæri í ferðamannaþjónustuÁ Þess vegna höfum við áhuga á því að koma inn á markaðinn hér á landi því við teljum okkur geta gert þetta betur.“ Skemmtiferðaskipin inni í myndinni Komur skemmtiferðaskipa hing að til lands hafa aukist verulega ; undanförnum-árum og segir Rass ing að ETS hafi áhuga á því ac bjóða upp á þjónustu sína um borð- í þessum skipum í Reykjavíkur- höfn. „Við höfum talsverða reynslu af slíkri þjónustu í Kaupmanna- höfn og sjáum fyrir okkur að þetta væri einnig hægt í Reykjavíkur- höfn. Þetta hefur verið vaxandi hluti af ferðamannaþjónustu á ís- landi og ef umfang þessara við- skipta yrði nægilega mikið gætum við hugsanlega sett upp slíka þjón- ustu um borð í skemmtiferðaskip- unum áður en þau halda úr höfn.“ Hann segir að sá háttur hafi verið hafður á þessu í Danmörku að starfsmenn fyrirtækisins komi um borð í skipið um tveimur klukkustundum fyrir brottför þess og setji upp bráðabrigðaaðstöðu í veitingasölu skipanna. Þar geti farþegarnir síðan komið og skipt virðisaukaávísunum sínum áður en haldið er af stað. Stjórnvöld taka vel 1 þessa málaleitan Rassing segir að það gefi auga leið að aukin kynning á þessum möguleika fyrir erlendum ferða- mönnum geti komið versluninni til góða hér á landi. Þess vegna hafi kaupmenn sýnt málinu svo mikinn áhuga auk þess sem Magnús Odds- son, ferðamálastjóri, hafi tekið vel í þessa hugmynd. Verslanir geta nýtt sér end- urgreiðsluna mun betur „Ég átti einnig fund" með Friðriki Sophus- syni, fjármálaráðherra og mér fannst hann vera mjög jákvæður gagn- vart þessari hugmynd," segir Rassing. „Við erum ekki að biðja stjórnvöld um að hætta rekstrinum á sínu eigin kerfi. Við erum aðeins að biðja þau um ac opna markaðinn þannig að aðrii aðilar geti komið þar inn með sína þjónustu.“ Rassing bendir einnig á að el ETS fái leyfi til þess að reka þjón- ustu sína hér á landi geti það ekki síður gagnast íslenskum ferða- mönnum en erlendum. Þeir íslend- ingar, sem eru að koma að utan, geti þannig skipt virðisaukaávís- unum sínum á Keflavíkurflugvell við heimkomuna, í stað þess aí þurfa að ganga frá þessum málun á meðan þeir eru staddir erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.