Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 B 7 VIÐSKIPTI TÖLVUFYRIRTÆKI með lokaða hönnun og sér- lausnir eru legíó á rusla- haug sögunnar, Wang, Acorn, Norsk Data, Superbrain og fleiri. Mörg þeirra eru reyndar enn starfandi, en ekki á því sviði sem þau ætluðu sér. PC-samhæfða töl- van hefur farið sigurför um heim- inn, ekki síst fyrir það að hönnun hennar var opin og í raun gat hver sem er fjöldaframleitt tölvur í bílskúrnum heima. Einn helsti keppinautur PC-samhæfðra tölva, Apple, setti aftur á móti traust sitt á lokaða hönnun, þ.e. allir þurftu að kaupa sér Apple tölvu vildu þeir á annað borð nota Mac- intosh-notendaskilin og fyrir vikið voru og eru Macintosh-tölvur allm- iklu dýrari en sambærilegar PC- samhæfðar tölvur. Framan af dugðu yfirburðir notendaskilanna til að Macintosh héldi velli og vel það og ekki eru mörg ár síðan stjórar Apple sögðust stefna óð- fluga að 20% markaðshlutdeild í einkatölvuheiminum. I dag er markaðshlutdeildin 8% og fer minnkandi og ekki er nema von að menn spyrji hvað hafi farið úrskeiðis. Sælir í sínum hroka í grein um niðursveiflu Apple í Business Week fyrir skemmstu kemur fram að stjórar Apple hafi verið svo sælir í sínum hroka að þeir hafi ekki getað tekið Windows 3.0-notendaskilin alvarlega sem keppinaut; þeir hafi komið saman til að gera lítið úr notendaskilun- um, sem þó áttu eftir að leggja undir sig PC-heiminn. Þar van- mátu þeir að fyrir langflesta eink- atölvunotendur var stökkið svo stórt úr DOS í Windows 3.0 að þeir veltu því ekkert fyrir sér hvort þeir væru betur settir með Macint- osh. Smám saman hefur Microsoft síðan endurbætt Windows, nú síð- ast með Windows 95, og þó enn eigi það nokkuð í land að ná vina- legu viðmóti Macintosh hefur það ýmsa tæknilega yfirburði yfír Sy- stem 7.x notendaskil Macintosh. Apple stefnir reyndar að því að koma á markað nýrri útgáfu not- endaskilanna, sem kallast Copland og kemur út á þessu ári. Ef marka má það sem lekið hefur verið í tölvutímarit verður Copland stórt skref framávið, en vandi Apple speglast ekki síst í því að nú er fyrirtækið á eftir með nýjungar, í stað þess að vera í fararbroddi eins og yfirleitt áður. Margir helstu spámenn tölvuheimsins Hjá Apple hafa starfað margir helstu spámenn tölvuheimsins, þar einna fremstur Steve Jobs, sem átti drýgstan þátt í að koma Mac- intosh-tölvunni á koppinn. Macint- osh olli byltingu í einkatölvuheim- Apple í ólgusj ó Macintosh-notendaskilin em fyrirmynd flestra myndrænna notendaskila einkatölvu- heimsins. Þrátt fyrir það er framleiðandi tölvanna, Apple, í miklum vanda statt og framleiðendum afnot af System- notendaskilunum, en það var ekki fyrr en 1993 að loks var tekin ákvörðun um að láta verða af því og þá allt of seint. Einnig nefna menn seinagang við að bregðast við alnetinu, en þar hafa PC-sam- hæfðar tölvur mikla yfirburði, og hvað seint hefur gengið að gefa öðrum framleiðendum kost á að framleiða Macintosh-samhæfðar tölvur. Sculley þóttist hafa svar við samkeppninni og undir hans stjórn lagði Apple tugmilljónir í að hanna tölvu framtíðarinnar, Newton, öfluga vasatölvu. Newton náði ekki þeirri hylli sem Sculley vonað- ist eftir og varð hans banabiti. Líkt og Jobs forðum var honum steypt og við tók Michael Spindl- er, sem séð hafði um daglegan rekstur fyrirtækisins á meðal Scul- ley fékkst við Newton. Róttækar aðgerðir Arni Matthíasson komst að því að fátt virð- ist framundan annað en selja fyrirtækið. Spindler byijaði á róttækum aðgerðum, sagði meðal annars upp 2.500 manns, hætti að mestu vinnu við draumóratölvur á borð APPLE-þrenningin; Steve Jobs, sem John Sculley velti, sem Michael Spindler velti, en hann á varla eftir að kemba hærurnar í sljórnarformennskunni. inum og ser ekki fyrir end- ann á henni, en Jobs þótti óá- reiðanlegur sem stjórnandi, hann skorti yf- irsýn yfir fyrir- tækið og skýra mynd af því hvert ætti að stefna. Hann fékk til liðs við fyrirtækið John Sculley, sem hafði náð mikl- um árangri með Pepsi Cola eins og frægt er. Jobs og Scul- ley greindi snemma á um framtíð fyrirtækisins og svo fór að Jobs reyndi að steypa Sculley á stjórnarfundi en var sjálfur rek- inn á fundinum. Undir styrkri stjórn, Sculleys sló Macintosh ræki- lega í gegn, en smám saman sóttu aðrir tölvuframleiðendur í sig veðrið og Microsoft tíndi það besta úr System-notendaskilum Macint- osh til að nota í Windows. Stjórn fyrirtækisins þótti og þung í vöfum og þannig má nefna að fyrir tíu árum voru stjórar Apple að velta því fyrir sér að bjóða öðrum tölvu- við Newton og lagði áherslu á ódýrar útgáfur af Macintosh til heimilisnota. Meðal helstu afreka hans var að stýra fyrirtækinu í gegnum skiptin yfir í hinn nýja PowerPC örgjörva sem Apple hannaði með IBM. í framhaldi af þeirri vinnu segir Business Week að Apple og IBM hafi rætt mögu- leika á að IBM keypti Apple. Það hefði verið vænlegur kostur fyrir IBM, sem sat uppi með OS/2, fyrirtaks stýrikerfí sem átti undir högg að sækja fyrir Windows, en stóra IBM sá fyr- ir sér að búa mætti til framúr- skarandi notendaskil úr OS/2 og System notendaskilum Mac- intosh, sem vætj þá hannað sér- staklega fyrir RlSC-örgjöi-va. Samkvæmt Reuter hefur Spindler neitað því að slíkar viðræður hafí átt sér stað, en að sögn þeirra sem til þekkja strandaði á því að IBM vildi greiða 40—50 dali fyrir hvern hlut í Apple, en Spindler vildi fá mun meira, samkvæmt Business Week bauð h'ann IBM hlutinn á 60 dali. Um þetta Ieyti var hlutur- inn í Apple skráður á um 40 dali, en nú er hann kominn vel niður fyrir 30 dali og fellur enn, en það er mál margra að líklega hafi mestu mistök Spindlers í stjórn Apple verið að hafa ekki selt fyrir- tækið á meðan gott verð fékkst fyrir. Endurskipulagning eða sala Tvær leiðir eru færar fyrir fyrir- tækið, að endurskipuleggja reksturinn svo úr verði lítið en arðbært fyrirtæki eða að selja það einhveiju stórfyrirtæki. Eins og áður segir ræddu Apple-stjórar við IBM um sölu á sínum tíma en IBM hefur ekki áhuga lengur. Fyrir skemmstu slitnaði svo uppúr við- ræðum við Sun, en slík kaup hefðu verið Sun mjög í hag, það gæti þá boðið System-notendaskilin á Unix-tölvum sínum. Helst greindi menn á um verð hlutabréfa í fyrir- tækinu, því Apple vildi fá 33 dali fyrir hlutinn, en Sun, sem bauð 28 dali í byijun janúar, bauð 23 dali í ljósi frétta af miklu tapi Apple á síðasta ári og mats á skuldum fyrirtækisins. Apple hefur áður lent í vand- ræðum en náð að komast á kjöl á elleftu stundu. Það er stöndugt og fráleitt komið í þrot og því gæti eins farið svo að nýr maður tæki við stjómvelinum og stýrði ~ því í örugga höfn, ekki síst ef hann hefur þá framtíðarsýn sem fyrirtækið sárlega skortir. Tvívíðar teiknimyndir og þrívíðar hreyfingar Leikjaframleiðendur líta mjög til kvikmyndagerðar þegar tölvu- leikir eru annars vegar og segja má að þeir sem lengst hafa geng- ið séu farnir að framleiða gagn- virkar kvikmyndir. Enn er þó sterkur markaður fyrir leiki sem byggjast á teknimyndum, eins og sannast í nýjustu afurð fyrirtækis Georges Lucas, LucasArts, sem sendi fyrir skemmstu frá sér leik-_i inn The Dig, sem fæst meðal ann- ars í B.T. tölvum og hefur selst afskaplega vel. Upphafleg hugmynd að The Dig er frá Steven Spielberg, sem hugð- ist gera úr henni kvikmynd. Hann sá þó í hendi sér að allt of dýrt yrði að gera slíka mynd og hafði samband við LucasArts. Þar lögð- ust menn í handritsskrif og forrit- un og eftir tveggja ára þrotlaust starf varð The Dig til, en í honum hefur tekist afskaplega vel að samþætta tvívíðar teiknimyndir og þrívíðar hreyfingar svo úr verður leikur sem minnir iðulega á kvi- mynd. Leikurinn hefst á því að dular- fullur loftsteinn stefnir á jörðina og sérsveit þriggja manna, þar á meðal blaðamanns og fornleifa- fræðings, er send af stað til að kanna málið. Eftir nokkurn að- draganda, sem ekki verður rakinn hér af tillitssemi við væntanlega kaupendur, breytist loftsteinninn í geimskip og hverfur í annað sól- kerfi. Það er svo leikstjórnandans að komast heim til jarðar á ný, en til þess þarf að leysa ýmsar þrautir, sem flestar reyna frekar á rökhugsun en líkamlegt atgervi. Helsti galli leiksins er að samtöl eru full-bandarísk, en hægur leik- ur er að komast af án þeirra og eftir þvi sem miðar áleiðis verður allt slíkt hégómi einn hjá afbragðs vel heppnaðri leikfléttu. Athugasemdir og tillögur um efni má senda til arn/m3centrum.is. TORGIÐ Mannaudurinn aldrei ofmetinn Á TÍMUM sífellt harðnandi samkeppni leita fyrirtæki sér nýrra leiða til þess að ná ein- hverju forskoti á keppinauta sína. Miklum tíma hefur verið varið í betri markaðssetn- ingu, hagræðingu innan fyrirtækja og ýmsa aðra þætti sem stjórnendur telja að geti bætt stöðu fyrirtækisins hverju sinni. Þar hafa starfsmannamálin hins vegar ef til vill orðið eftir. Þó virðist sem sífellt fleiri ís- lensk fyrirtæki séu að átta sig á verðmæti góðrar starfsmannastefnu. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efndi til morgunverðarfundar um starfs- mannamál á föstudag þar sem Larry Hadfi- eld, starfsmaður The Gallup Organization, ræddi um það hvernig fyrirtæki gætu styrkt samkeppnisstöðu sína og aukið framleiðni með góðri stefnu í starfsmannamálum. Erindi Haddfields var um margt áhuga- vert og sagði hann meðal annars að aldrei mætti vanmeta góða starfsmannastjórn. Nefndi hann mýmörg dæmi um stóraukna framleiðni innan fyrirtækja í kjölfar átaks í starfsmannamálum og sagði það ekki vera óalgengt að framleiðni hefði ríflega tvöfald- ast vegna slíkra aðgerða. Vaxtarbroddur fyrirtækja í dag fælist því tvímælalaust í góðri starfsmannastefnu. Meðal þess sem Haddfield ræddi um var mikilvægi þess að vinna rétt að vali á starfs- mönnum, þ.e. að finna rétta fólkið í hverja stöðu. Hann sagði að fyrirtæki ætluðust oft til þess af starfsmönnum sínum að þeir gætu gengið í nánast hvaða störf sem er. Ekki þyrfti þó að líta lengra en til íþrótta- hreyfingarinnar til þess að sjá hvaða áhrif rétt val á fólki starfsmönnum hefði. Þar sýndi það sig hvað best hversu ár- angursrík skýr verkaskipting og vandvirkni við val á leikmanni í hverja stöðu væri. Nefndi Haddfield sem dæmi að þjálfarar myndu aldrei reyna að þjálfa góðan mark- mann upp í markaskorun, enda myndi slíkt vafalítið hafa slæmar afleiðingar fyrir gengi liðsins. Hins vegar væru fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem ætluðust einmitt til slíkra hluta af starfsmönnum sínum á hverjum degi. Það væri því ekki einungis mikilvægt fyrir fyrirtækin, heldur einnig gríðarlega mikilvægt fyrir starfsfólkið sjálft, að rétti aðilinn væri valinn í hverja stöðu. Haddfield benti á að þetta ætti ekki ein- ungis við um nýráðningar heldur snerti einnig val á mönnum til stöðuhækkana. Þannig væri ekkert víst að besti sölumaður fyrirtækisins væri sá sem best væri fallinn til að stýra söludeildinni. Ef rangur aðili fengi stöðuhækkun væri fyrirtækið ekki ein- ungis búið að valda sér óþarfa vandræðum í yfirstjórninni, heldur einnig búið að glata besta sölumanni sínum, því erfitt væri að snúa þróuninni við. Haddfield ræddi einnig um mikilvægi þess að starfsumhverfið væri hvetjandi. Hann sagði að launagreiðslur fyrirtækja væru yfirleitt ekki það sem réði úrslitum um áhuga starfsmanns í starfi og hættu* fáir einungis vegna óánægju með laun. Mun algengara væri að starfsmenn leituðu ann- að vegna samstarfsörðugleika við yfirmenn eða samstarfsfólk og almennrar óánægju í starfi. Óánægja starfsmanns leiddi til vaxandi gremju, minni framleiðni og ef ekkert væri að gert myndi viðkomandi hætta störfum hjá fyrirtækinu. Ánægður starfskraftur, sem væri að fást við þau verkefni sem hentuðu honum hvað best, skilaði hins vegar mun meiri framleiðni. Þetta eru mjög athyglisverð sjónarmið sem Haddfield setur fram. Það skiptir gríð- arlegu máli fyrir fyrirtæki að starfsfólk sé ánægt í starfi, njóti trausts fyrirtækis og starfi að þeim málum sem það er best fall- ið til. Aukin ánægja skilar auknu sjálfsör- yggi í starfi sem um leið eykur hugmynda- flugið í starfi. Það sem skiptir þó öllu máli er að þetta skilar sér í rekstri fyrirtækjanna og það er það sem stjórnendur ættu að íhuga. ÞV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.