Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 Eðlilegt að fyriiiseki í sókn leiti ráðgj afar Morgunblaðið/Ásdís FLESTIR starfsmenn Ráðgarðs hf. eru hér saman komnir ásamt framkvæmdastjóranum, Kristjáni Kristjánssyni sem sit- ur í miðjum hópnum. FYRIRTÆKI hafa þörf fyrir ut- anaðkomandi ráðgjöf, til dæmis þegar framundan eru skipulags- breytingar, stefnumótun, þegar fara á inn á ný svið, breyta starfs- mannahaldi og fleira. Það er eðli- legt að fyrirtæki leiti ráðgjafar þegar þau standa frammi fyrir miklum ákvörðunum. Hraði breyt- inga hefur aldrei verið meiri og ráðgjafar ráða oft úrslitum, segir Kristján Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Ráðgarðs hf. í Reykjavík sem nú er að hefja ell- efta starfsár sitt. Fyrirtækið flutti á liðnu sumri í nýtt 440 fermetra húsnæði við Furugerði ásamt dótt- urfyrirtækinu, Ráðgarður Skipa- ráðgjöf hf., en alls starfa 18 manns hjá fyrirtækjunum sem veltu ná- lægt 100 milljónum króna á síðasta ári. Ráðgarður hf. sinnir margs kon- ar ráðgjöf: Stjómunarráðgjöf, stefnumarkandi áætlanagerð, end- urskipulagningu fyrirtækja, gæða- stjómun, viðskiptaáætlunum, vöru- stjómun, þjónustustjómun og ráð- gjöf á sviði launakerfa. Þá sjá tveir starfsmenn fyrirtækisins um ráðn- ingamiðlun þess. En hver eru um- fangsmestu verkefnin? Vel undirbúnar breytingar -Aðalverkefnin eru á sviði end- urskipulagningar í rekstri en þar er ekki aðeins verið að tala um niðurskurð eða hagræðingu heldur líka að byggja up nýja starfsemi. Það geta verið breytingar á skipu- lagi, að vinna hlutina á allt annan hátt en verið hefur, leggja niður ákveðið starfssvið eða aðrar um- fangsmiklar aðgerðir, róttækar breytingar, en við leggjum áherslu á að breytingarnar séu vandlega undirbúnar, segir Kristján Krist- jánsson. Hjá Ráðgarði störfuðu þeir sem fyrstir hófu að kynna gæðastjórnun hérlendis og kom fyrsti formaður Gæðastjórnunarfé- lagsins Islands úr þeirra hópi. Þeir voru einnig fyrstir til að koma með ábataskiptakerfi sem til dæmis hefur verið tekið upp við hafnar- vinnu og mjólkuriðnaði. -í sambandi við gæðamálin má nefna að við höfum haft mikil verk- efni við að koma á vottuðum gæða- kerfum hjá nokkrum fyrirtækjum. Af 12 íslenskum fýrirtækjum sem fengið hafa slíka vottun voru 8 við- skiptavinir okkar en fjögur höfðu erlenda ráðgjafa. Þetta hafa verið frískleg og framsækin fyrirtæki sem sótt hafa æ meira á erlendan mark- að og hafa sum tvöfaldað veltuna. Það er mjög áhugavert að vinna með slíkum fyrirtækjum og oft næst bestur árangur þegar stjóm- endur og starfsmenn fyrirtækjanna leggja sig fram um að vinna mark- visst með okkur tify að ná árangri af því að menn ætla sér það. Kristján segir nokkuð misjafnt hvernig ráðgjöfum sé tekið þegar þeir koma að verkefnum innan fyr- irtækjanna. Stundum þurfi að finna réttu leiðina, réttu starfsmennina til að eiga samstarf við en venju- lega gangi þetta mjög snurðulaust. Þá er Kristján spurður um.þjón- usturáðgjöfina: -Hún fer þannig fram að fólk á okkar snærum, kannski 10-20 manns, fara og eiga ýmis viðskipti við fyrirtækin og skrá hjá sér á sérstöku upplýsinga- blaði þau atriði sem snerta þjónstu og meta þarf. Upplýsingarnar eru síðan teknar saman af starfsmönn- um okkar og skoðað með viðkom- andi fyrirtæki hvort eða hvað má bæta í þjónustunni. Þessi þáttur hefur undið nokkuð uppá sig og voru um 30 manns í hlutastarfi við þetta hjá okkur á síðasta ári og tveir starfsmenn stýra þeim. Eins til tveggja ára ferill Ráðgjafamir hafa sinnt verkefn- um fyrir einkafyrirtæki og rík- isstofnanir, m.a. sjúkrahús en þau eru mjög mis-viðamikil, geta tekið frá einni viku eða allt að 500 eða 1.000 tíma og standa þá yfirleitt í eitt til tvö ár. Ráðningarmiðlunin er vaxandi þáttur hjá Ráðgarði hf. en henni stjórna tveir starfsmenn: -Leit að nýjum starfsmanni kostar bæði mikinn tíma og fjármuni. Það fer meiri vinna í að leita að fram- kvæmdastjóra eða fjármálastjóra en skrifstofumanni en ferillinn er svipaður. Kristján segir það mis- jafnt hvort fyrirtækin vilja auglýsa undir nafni en þau eru þó fremur hvött til þess. Ekki óttast hann verkefnaskort á næstunni, segist miklu fremur geta ráðið einn til tvo nýja ráðgjafa og einn starfsmann í ráðningamiðlunina. Þá nefnir hann að Ráðgarður hefur einnig haft samstarf við erlend ráðgjafa- fyrirtæki til að leita markvisst að atvinnutækifærum fyrir íslensk fyrirtæki bæði hér heima og erlend- is. Að lokum er Kristján beðinn að útskýra nánar nauðsyn ráðgjafar sem hann gat um í upphafi: -Mögu- leikar fyrirtækja í dag eru allt aðr- ir en þeir voru fyrir aðeins fáum árum. Þau hafa allt annan aðgang að upplýsingum og gögnum og stundum þarf að beina sjónum manna inn á nýjar brautir til að þeir komi auga á þessa möguleika. Við höfum leitast við að sækja þekkingu erlendis til að geta boðið þau verkfæri sem gerir stjórnend- um fyrirtækja þetta kleift. í ráðgjafahópi okkar eru menn með víðtæka menntun og reynslu. í þessu nýja húsi höfum við lagt áherslu á skapandi starfsumhverfi með nauðsynlegum bóka- og tíma- ritakosti og öðrum búnaði sem gerir menn hæfari til að vera frjóir í hugsun og fínna og þróa nýjar leiðir fyrir framsækin fyrirtæki. Langur lánstími Margir gjaldmiðlar * Afborgunarfrelsi á framkvæmdatíma • Stuttur afgreiðslutími IÐNLÁNASJÓÐUR Á R M Ú LA 13 a • 155 R E Y K J A V f K • S í M I 588 6400 •o h- O Nýttfólkhjá Teymi hf. Heimir Þór Sverrisson,hefur ver- ið ráðinn þjónustustjóri Teymis hf. Heimir er fæddur 1957. Hann út- skrifaðist sem rafmagnsverkfræð- ingur frá Háskóla íslands 1981 og MS í rafmagnsverkfræði frá Danmarks tekniske hojskole 1984 með hönnun örtölva og kerfis- hugbúnaðar sem sérsvið. Á árunum 1985 til 1987 starfaði hann hjá Marel, 1987- 1988 var hann framleiðslustjóri hjá Fjarskipta- markaðinum, 1988-1989 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Tauga- greiningu og síðustu árin þar til hann kom til Teymis rak hann sitt eigið fyrirtæki; Plúsplús hf. Auk þessa hefur hann starfað sem aðjúnkt við Verkfræðideild Há- skóla íslands. Heimir hefur verið mikið í ráðgjöf, sérstaklega varð- andi gagnagrunns- og netkerfi og haldið marga fyrirlestra um þessi efni auk annarra tölvutengdra málefna. Heimir er kvæntur Sig- ríði Guðmundsdóttur kennara og eiga þau þrjú börn. Benjamín Sigursteinsson, er nýr starfsmaður í þjónustudeild. Benjamín er fæddur 1964. Hann útskrifaðist sem tölvunarfræðing- ur frá Háskóla íslands 1989. Árið 1987 hóf hann störf hjá Seðla- banka íslands og starfaði sem tölv- unarfræðingur fram til ársins 1992. Þá réðst hann til starfa hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York, í Electronic Services Division, og helstu verkefni hans voru hönnun, greining og forritun ásamt gerð og úrvinnslu útboða. Benjamín var þijá mánuði í Króatíu við gerð staðla fyrir hug- búnað í stöðvum SÞ, tvo mánuði í Egyptalandi við uppsetningu og rekstur tölvukerfa fyrir Mann- fjöldaráðstefnu SÞ og hálft ár í Ángóla við uppbyggingu tölvu- deildar þeirra þar. Benjamín er giftur Berglind Hörpu Guð- niundsdóttur kennara og eiga þau tvö böm. Konráð Konráðsson, hefur verið ráðinn starfsmaður í þjónustudeild. Konráð er fæddur 1961. Hann út- skrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla íslands 1989. Á árun- um 1984 til 1987 starfaði hann hjá Hafrann- sóknarstofnun, 1988-1989 starf- aði hann sem for- ritari hjá Hug- búnaði hf. og réðstþáafturtil starfa hjá Ha- frannsóknarstofn- un sem kerfis- fræðingur og síð- ar deildarstjóri tölvudeildar. Hann varþartil ársins 1991. Árið 1992- 1994 starfaði hann á Fiskistofu sem forstöðumaður tölvusviðs en réðst þá tímabundið í sérverkefni fyrir Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Síðustu mánuðina áður en hann réðst til Teymis starfaði hann hjá Streng hf. Konráð er giftur Bryndísi Hinriksdóttur röntgen- tækni og eiga þau þrjú börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.