Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Leynilögreglu- myndlr ern jema febrúarmánaðar Poirot er líklega frægasta sögupers- óna Agöthu Christie, gríöarlega snjall og kemur ávalit auga á mikil- væg smáatriði sem öðrum sést yfir við rannsókn morðmála. Frost er ðeffð 9'sepamála ít, 6 s,"na ran„ ?str,ð' a,a ' s,nrúm/ ogSsnsó^um ið 9. febrúar. Djöfull í mannsmynd 5, eða Prime Suspect V, er eins og nafnið gefur til kynna fimmta myndin um leynilögreglu- konuna Jane Tennison sem leikin er af Helen Mirren. Tennison er réttsýn og ná- kvæm í starfi og mjög ákveðin við undir- menn sína. Hún tekur starfíð mjög alvarlega og ólíkt mörgum karlkynskollegum sínum í leynilögreglumyndum þá gætir hún þess að fara eftir settum reglum. Að þessu sinni fá Jane og samstarfsmenn hennar til rannsóknar morð á klúbbeiganda sem finnst látinn á heimili sínu. Nágrannar mannsins eru fljótir að skella skuldinni á utangarðsunglinga sem hafast við í ná- grenninu og lögreglan álítur þá skýringu líklega í fyrstu. En Jane Tennison sér strax eitthvað athugavert við hana og lendir um tíma upp á kant við samstarfsmenn sína. Brátt kemst hún að því að morðið tengist pólitískri spillingu og flóknum svikavef. Wycliffe Föstudagskvöldið 23. febrúar kynnumst við breska lögregluforingjanum Wyciiffe í samnefndri kvikmynd. Wycliffe er nýlega kominn til sögunnar en myndin sem Stöð 2 sýnir um hann hefur fengið mjög góðar viðtökur á Bretlandi. Samband Wycliffes og aðstoðar- konu hans, Lucy, vek- ur athygli. Hann er miðaldra en hún er inn- an við fertugt og mjög falleg. Undir hversdags- legu yfirborðinu leynist áhugi sem ekki er bund- inn við starfið enda er látið að því liggja það sé engin tilviljun að Wycliffe hafi valið sér yngri konu sem aðstoðarmann. Wycliffe og Lucy rann- saka morð á Matthew Gynn, en lík hans finnst á víðavangi. Við rannsókn málsins afhjúpast leyndar- mál og fjandsamlegar deilur innan Gynn-fjölskyldunnar og bendir allt til þess að lausn málsins sé að finna innan hennar. Þegar annar meðlimur fjölskyldunnar lætur lífið með dularfullum hætti er ljóst að ganga þarf harðar fram í yfir- heyrslum og draga sannleikann fram í dagsljósið. Aðalhlutverk leika Jack Shepherd og Carla Mendonca. Myndin er gerð eftir sögu hins kunna höfundar W.J. Burley en hann á að baki 19 glæpasögur. Jack Shep- herd, Helen Masters og Jimmy Yuill í hlutverkum sínum. ALLAR eiga þessar myndir það sameiginlegt að vera breskar og að vandað hefur verið til gerðar þeirra,. Fyrsta þemamyndin verð- ur sýnd annað kvöld. Þetta er 12. kvikmynd- in um lögregluforingjann Jack Frost og heitir Lögregluforinginn Jack Frost 12, eða A Touch of Frost 12. Myndir úr þessum flokki hafa verið sýndar með reglulegu milli- bili á Stöð 2 og er kappinn því mörgum áskrifendum kunnur. Alltaf uppá kant Frost er ekkert glæsimenni, hann er tek- inn að reskjast, hárið farið að grána og þynnast og ummálið að aukast. Hann er engu að síður hörkutól og beitir engum vettlingatökum þegar hafa þarf hendur í hári hættulegra glæpamanna. Frost er lítið um skriffinnsku og formstriði gefið og vill helst fá að sinna rannsóknum glæpamála í einrúmi og friði. Eins og títt er um svipmikla leynilögreglu- menn í sjónvarpsmyndum lendir Frost oft upp á kant við yfirmenn sína en oftast hef- ur hann sitt fram áður en yfir lýkur. í þess- ari mynd þarf hann að hafa uppi mannræn- ingja og gísl hans í æðisgengnu kapphlaupi við tímánn. Sue og Pauline Venables reka fina fataleigu þar sem gullfallegir kjólar og skartgripir prýða hillur og veggi. Þetta eru ósköp venjulegar konur og ekkert sérlega efnaðar. Engu að síður er Pauline rænt og mannræninginrf krefst 30 þúsund sterlings- punda í lausnargjald. Hann hefur í hótunum og Jack Frost verður að leggja sig allan fram til að finna hann áður en hann vinnur Pauline mein. Það er hinn vinsæli breski sjónvarpsleikari David Jason sem leikur Jack Frost. - Sérvitringurlnn Polrot Jack Frost er óneitanlega svipmikil per- sóna og það á næsti leynilögreglumaðurinn sem skemmtir áhorfendum Stöðvar 2 svo sannarlega sameiginlegt með honum, þó þeir séu að öðru leyti afar ólíkir. Þetta er hin fræga söguhetja Agöthu Christie, Herc- ule Poirot. Allir kannast við leynilögreglusögur Christie enda eiga þær sér fjölmarga aðdá- endur um allan heim, ekki síst hér á landi. Poirot er líklega frægasta sögupersóna hennar. Hann er gríðarlega snjall og kemur ávallt auga á mikilvæg smáatriði sem öðrum sést yfir við rannsókn morðmála. Eitt helsta vörumerki sagna eftir Agöthu Christie er mjög óvæntur endir, yfirleitt svo óvæntur að ekki er nokkur leið að sjá hann fyrir jafnvel þó maður leggi sig fram um það. , Morðinginn er ávallt sá sem síst skyldi og þó er niðurstaðan afar rökrétt eins og renn- ur upp fyrir áhorfandanum (eða lesandan- um) þegar Poirot útlistar lausn gátunnar í sögulok. Sagan í þessari kvikmynd hefst árið 1926 þegar milljónamæringurinn Beroldy giftist fyrirsætunni Jeanne og eignast með henni dótturina Marthe. Hjónin lifa í vellystingum um skeið en dag einn finnst Beroldy myrtur og eiginkonan kefluð við hlið hans. Svo fer að Jeanne og ástmaður hennar, George Connor, eru ákærð fyrir morðið. George flýr land en Jeanne er sýknuð eftir ströng réttar- höld. Tíu árum síðar hefur Jeanne uppi á George við sjávarsíðuna í Frakklandi. Þang- að kemur líka Hercule Poirot til að njóta hvíldar en dregst inn í harmleikinn sem virð- ist óumflýjanlegur. Myndin heitir Morðið á golfvellinum, eða Murder on the Links. Aðalhlutverk leika David Suchet, Hugh Fraser, Bill Moody og Damein Thomas. Myndin verður sýnd á Stöð 2 föstudagskvöld- Leynilögreglumenn og störf þeirra eru sígilt við- fangsefni í afþreyingar- bókmenntum, kvikmynd- ------------------------— um og sjónvarpsþáttum. A seinni árum hefur þessi grein frásagnarlistar notið aukinnar virðingar og stendur fyllilega undir því. Eitt dæmi um það eru vandaðar breskar leynilög- reglumyndir sem ekki að- eins hafa til að bera spenn- andi söguþráð og góðan leik heldur líka sannfær- andi persónusköpun. Stöð 2 sýnir fjórar ólíkar leyni- lögreglumyndir á föstu- dagskvöldum í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.