Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Pl0?0^#lafoifo 1996 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR BLAÐ D Hamalainen ætlar að keppa fyrir Finnland EDUARD Hamalainen frá Hvíta Rússlandi, einn besti tugþrautarmaður heims, verður löglegur með landsliði Finna á heimsmeistaramótinu í Aþenu á næsta ári, að því er finnska frjálsíþróttasambandið tilkynnti í vikunni. Hamalainen, sem vann til silfurverðlauna í tug- þraut á HM í Stuttgart 1993 og í Gautaborg í fyrra, verður með liði Hvíta Rússlands á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar en finnska sambandið hefur gert samning við frjálsíþróttasamband Hvíta Rússlands þess efnis að þéssi 2& ára afreksmaður verði með landsliði Finna eftir Ólympíuleikana. Þess má geta að afi hans og amma eru finnsk og Hamalainen býr í Finnlandi. Helgi skoraði í fyrsta leiknum með Stuttgart HELGI Sigurðsson lék ífyrsta sinn með aðalliði Vf B Stuttgart ígærkvöldi, íæfingaleikgegn St. Gallen f rá Sviss í Þýska- landi. Helgi þakkaði þjálfaran- um traustið með því að skora fyrsta mark leiksins í 5:0 sigri. „Ég get ekki annað en verið ánægður með leikinn. Það var gaman að ná að skora og setja þannig mark sitt á leikinn. Ég bjóst alls ekki við að fá tæki- færi strax, enda rétt að ná mér eftir meiðsli. Þetta var því bæði óvænt og ánægjulegt," sagði Helgi við Morgunblaðið. Helgi sagði að hann hefði átt að spila með varaliði félagsins í gærkvöldi. „Það var hringt í mig aðeins klukkutíma fyrir leikinn gegn St. Gallen og ég beðinn að koma strax, því markakóngur þýsku deild- arinnar, Brasilíumaðurinn Giovane Elber, tilkynnti sig veikan á síðustu Maður kemur... HELGI Sigurösson ásamt Giovane Elber, brasilíska framherj- anum sem veiktist í gær og Helgi leystl af hólmi. Óhætt er að segja maður hafi komið í manns stað gegn St. Gallen. stundu. Það var því ekki mikill tími sem ég hafði tii að hugsa um leik- inn. Ég var settur í fremstu víglínu við hliðina á Fredi Bobic. Og það var gaman að sjá boltann liggja í netinu eftir aðeins tíu mínútna leik. Ég lagði upp þriðja markið og var reyndar óheppinn að skora ekki ann- að mark skömmu síðar, en mark- vörður svissneska liðsins varði vel. Ég lék allan leikinn og þjálfarinn hældi mér á eftir og sagði að ef ég héldi svona áfram færi ég að banka verulega á dyrnar hjá aðalliðinu," sagði Helgi. Fredi Bobic gerði tvö mörk liðsins í leiknum og Búlgarinn Krassimir Balakov, Frank Foda og Helgi sitt markið hver. Helgi sagði að Stutt- gart hafí yfirspilað svissneska liðið mest allan leikinn. St. Gallen er.um miðja deild í svissnesku 1. deildinni. Helgi ristarbrotnaði í apríl í fyrra og þurfti tvívegis að fara í upp- skurð. Hann var frá æfingum í átta mánuði vegna þessa og byrjaði ekki að æfa fyrr en um áramótin. Hann sagðist hafa leikið þrjá leiki með varaliði félagsins síðustu tvær vik- urnar og skorað í þeim þrjú mörk. „Eg er ekki alveg kominn í toppæf- ingu, enda tekur það tíma eftir svo langt stopp. Ég er óðum að koma til. Ég náði alla vega að sýna getu mína í leiknum í gær," sagði Helgi. HANDKNATTLEIKUR Besti mark- vörður heims að hætta CECILLE Leganger, mark- vörður kvennaliðs Norð- manna í handknattleik, hef- ur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnis- tímabil, aðeins tvítug að aldri. Leganger, sem var valin í heimsliðið eftir HM í Austurríki í desember, hefur átt við meiðsli að stríða, en mun byrja að leika á ný á næstu dögum. Ástæð- an fyrir því að hún ákvað að hætta, er að hún hefur fengið sig fullsadda af hand- knattleik og verður Jjví ekki með norska liðinu á OL í Atlanta og heldur ekki hin 28 ára Cathrine Svendsen, sem hættir einnig eftir keppnistímabilið. Mynd/Scan Foto Valgeir til Þórs VALGEIR Baldursson, mið- vallarspilari ur Stiörnunni, sem lék með Raufoss í Nor- egi sl. keppnistímabil, hefur gengið til liðs við 2. deildar- liðs Þórs á Akureyri í knatt- spyrnu. Þórsarar hafa feng- ið góðan liðsstyrk frá sl. keppnistímabili; áður hafa Davíð Garðarsson úr Val, Serbinn Zoran Zikic, Þróttí Neskaupstað, Bjarni Svein- björnsson frá Dalvík og markvorðurinn Atli M. Rún- arsson, einnig frá Dalvík, gengið tíl liðs við þá. Þá æfir enski leikmaður- inn Kevúi Eglon, sem er 17 ára, með Þ6r til reynslu. Eglon, sem lék með Shutton Comrades, utandeildarliði í Norður -Englandi, lék æf- ingaleik með Þór gegn Völs- ungi á dögunum — kom inná sem varamaður og skoraði mark með fyrstu snertíngu sinm' við knöttinn, í sigur- leik Þórs 3:0. Tapgegn Norð- mönnum ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik tapaði fyrsta leik sínum á Lottó-bikarkeppninni í gærkvöldi. Norðmenn sigruðu þá Islendinga með eins marks mun, 25:24. íslend- ingar byrjuðu mun betur og komust í 15:10 en í leikhléi var staðan 15:12. Þeir höfðu forystu, 24:23, þegar skammt var til leiksloka en heima- menn gerðu tvö síðustu mörkin. I hinum leik gærdagsins sýndu Júgóslavar að þeir eiga frábært lið um þessar mundir. Þeir tóku Rúm- ena í kennslustund og sigruðu 25:17. Á myndinni er Simen Muffetang- en í dauðafæri við íslenska markið í gærkvöldi, en tókst reyndar ekki að skora. Róbert Sighvatsson, sem horfir á eftir Norðmanninum, lék vel í vörninni. ¦ Klaufaskapur / D4 HANDKNATTLEIKUR: GROTTA SIGRAÐIVÍKING í VÍKINNI / D5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.