Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1. FEBRÚAR1996 D 3 KNATTSPYRIMA UEFA biður um fund - með framkvæmda- nefnd Evrópu- sambandsins KN ATTSP YRNU S AMB AND Evrópu, UEFA, hefur óskað eftir fundi með framkvæmdanefnd Evrópusambandsins til að ræða skipan knattspyrnumála í kjölfar úrskurðar Evrópudómstólsins í svonefndu Bosman-máli. „Eg geri mér fulla grein fyrir því að framkvæmdastjórnin hefur litla eða enga möguleika á að taka þátt í samningaviðræðum,“ sagði Gerhard Aigner, framkvæmda- stjóri UEFA, m.a. í bréfinu en þakkaði jafnframt fyrir tækifær- ið sem hefði boðist til að leggja fram hugmyndir UEFA varðandi framhaldið. Fyrir skömmu gaf framkvæmdasljórnin UEFA sex vikna frest til að fara að settum reglum varðandi félagaskipti ósamningsbundinna Ieikmanna og hlutgengi erlendra leik- manna. Aigner sagði að UEFA legði helst áherslu á að koma á skipulagi sem verði stöðu knatt- spyrnusambanda, leikmanna og knattspyrnufélaga. Bobby Robson heiðraður Stuðningsmannahópur írlands sagður sá besti í heimi Bobby Robson, fyrrum lands- liðsþjálfari Englands, sem er nú þjáifari Porto í Portúgal, var heiðraður sérstaklega af portúgaiska íþróttadagblaðinu A Bola á mánudagskvöldið, fyrir hans starf í þágu knattspyrnunn- ar. Undir stjórn Robson varð Porto meistari sl. keppnistímabil og í vetur er liðið taplaust og annar meistaratitill nær í ör- uggri höfn. Robson er fimmti maðurinn sem er sérstaklega heiðraður á þennan hátt, en áður hafa þeir Joao Havelange, forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, Rinus Michels, fyrrum landsliðs- þjálfari Hollands, Joseph Blatter, framkvæmdastjóri FIFA og Portúgalinn Artur Jorge, sem nú er landsliðsþjálfari Sviss, fengið viðurkenningu frá blaðinu. „Ég er mjög stoltur yfir að vera kominn í hóp þeirra íjög- urra manna sem hafa áður verið heiðraðir,“ sagði Robson. Góðir stuðningsmenn A Bola veitti einnig stuðnings- mönnum írska landsliðsins sér- staka viðurkenningu fyrir hátt- vísi, en 20.000 írar sem mættu á leik Portúgals og írlands í Lissabon í nóvember sl., voru til fyrirmyndar. Þeir létu ekkert á BOBBY Robson sig fá þó að rok og grenjandi rigning hafí verið þegar leikurinn fór fram og heldur fór tap írska liðsins, 3:0, ekkert í skapið á þeim og fögnuðu heimaliðinu vel þegar það sýndi skemmtilega takta. íslendingar eiga eftir að kynn- ast stuðningsmönnum írlands, sem eru geysUega vinsælir í Evrópu, þegar írar leika gegn íslendingum í undankeppni HM í Reykjavík næsta sumar. Tommy Coughlinj formaður stuðningsmannaliðs Irlands, tók við viðurkenningarskjali sem á var letrað: „Til stuðingsmanna írlands, þeirra bestu í heimi!“ MARKI Stutt- gart fagnað, Marco Haber, Kras- simir Balakov og Gio- vane El- ber. ENGLAND staðan Úrvalsdeild 23 12 : c 1 0 28-6 Newcastle 5 3 3 17-13 54 24 8 4 0 24-9 Man. Utd. 5 2 5 18-18 45 23 9 2 1 32-8 Liverpool 3 4 4 14-13 42 24 6 3 3 17-12 Tottenham 5 5 2 16-12 41 22 6 3 1 16-7 Aston V. 5 3 4 13-9 39 24 1C l 1 1 32-8 Blackbum 1 4 7 5-18 38 24 6 4 2 20-12 Arsenal 4 3 5 12-12 37 23 7 4 0 19-8 Notth For. 2 6 4 14-24 37 24 6 3 3 21-12 Everton 4 3 5 14-14 36 24 5 5 2 15-12 Chelsea 4 4 4 10-13 36 23 7 2 3 16-10 Leeds 3 3 5 14-22 35 24 7 2 3 20-12 Middlesbro 2 4 6 6-14 33 23 4 4 4 21-19 Sheff. Wed 2 4 5 12-17 26 24 3 4 5 17-20 Wimbledon 3 2 7 16-26 24 22 3 3 4 10-14 West Ham 3 2 7 12-19 23 23 4 4 3 11-10 Southamptn 1 4 7 11-23 23 23 3 4 5 16-19 Coventry 1 4 6 13-26 20 23 4 4 4 8-9 Man. City 1 1 9 5-24 20 24 3 3 6 12-19 QPR 2 0 10 6-17 18 24 3 3 6 9-16 Bolton 1. deild 0 1 11 14-30 13 27 9 4 1 28-11 Derby 5 4 4 17-19 50 26 6 5 2 21-15 Charlton 6 4 3 18-13 45 26 7 4 2 20-8 Sunderland 4 6 3 11-12 43 28 8 3 3 25-15 Huddersfld 3 6 5 12-17 42 27 8 4 2 19-13 Southend 3 4 6 12-19 41 28 4 5 6 14-17 Millwall 6 5 2 16-17 40 26 4 4 4 18-18 Leicester 6 5 3 22-18 39 27 5 5 3 16-10 Stoke 5 4 5 21-23 39 28 5 5 4 16-14 Norwich 5 3 6 23-20 38 26 6 5 2 22-16 Birmingham 4 3 6 15-20 38 26 7 4 3 30-20 Ipswich 2 6 4 17-17 37 27 5 7 2 17-13 Grimsby 4 3 6 15-20 37 27 6 5 2 18-16 Barnsley 3 5 6 17-26 37 26 6 4 3 24-14 Tranmere 3 4 6 12-15 35 25 2 6 3 13-15 C. Palace 6 4 4 19-18 34 29 6 4 4 26-19 Portsmouth 2 5 8 19-28 33 26 5 5 3 21-13 Oldham 2 6 5 13-16 32 27 6 4 4 21-19 Reading 1 7 5 13-19 32 27 3 4 6 16-20 Port Vale 4 5 5 17-20 30 27 4 6 4 18-18 Wolves 2 5 6 16-21 29 25 3 5 4 15-13 Watford 2 5 6 13-19 25 25 3 4 6 18-21 Luton 3 3 6 5-16 25 26 5 2 6 15-16 WBA 2 2 9 14-29 25 26 3 4 6 16-20 Sheff. Utd 2 4 7 17-25 23 Þrír leikmenn Stuttgart í hópi fimm bestu ÞEGAR búið er að gera upp árangur Ieik- manna í þýsku 1. deildarkeppninni eftir fyrri hluta meistarakeppninnar, getur Stuttgart vel við unað. Liðið er með þijá leikmenn af fimm efstu á listanum yfir alhliða getu leikmanna á vellinum. Búlgarinn Krassimir Balakov er í efsta sæti með 89,4 af hundrað mögulegum í einkunn, þá kemur Brasiliumaðurinn Giovane Elber í þriðja sæti með 88,7 og í fimmta sæti er þýski landsliðsmaðurinn Fredi Bobic með 87. Matthias Sammer, Dortmund, er í öðru sæti með 89 og félagi hans Andreas Möller er í fjórða sæti með 88,4. Af leikmönnum Bayern Munchen er varnarleikmaðurinn Markus Babble í níunda sæti með 84,3 og Jiirgen Klins- mann í sextánda sæti með 81,3. IpRÖmR FOLK ■ HARRY Redknapp, knatt- spyrnustjóri West Ham, hefur fengið portúgalska unglinginn Danni til félagsins. Strákurinn er 18 ára og þykir stórefnilegur úthetji. Hann hefur verið hjá Sporting Lissabon og leikið með a-landsliði Portúgals og skoraði bæði mörk landsliðs 21 árs og yngri sem sigraði England fyrr í vetur. Danni er níundi útlend- ingurinn hjá West Ham; hann er leigður til að byrja með en í lok tíma- bilsins kemur í ljós hvort félagið kaupir hann og rætt er um að kaup- verðið yrði 2,5 miljónir punda. ■ MIKE Walker, fyrrum knatt- spyrnustjóri Norwich og Everton, hefur sótt um starf hjá nokkrum félögum undanfarið en ekki fengið. Nú virðast líkur á að hann taki við stjórninni hjá smáliði Swansea í Wales. Milljónamæringurinn Roger Thompson kéypti félagið í síðustu viku. ■ IAN Rush, sem var ekki valinn 5 landsliðshóp Wales fyrir leikinn gegn Italiu í síðustu viku, er ekki ánægður með Bobby Gould þjálfara og hefur hugsanlega tekið þátt í síð- asta landsleiknum. Ekki nóg með að hann hafi verið óhress með að vera ekki í hópnum heldur var hann mót- fallinn því að Gould sagði upp tveim- ur aðstoðarþjálfurum sínum, Brian Flynn og Joey Jones, sem báðir eru fyrrum landsliðsmenn Wales. ■ GRAHAM Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands sem rek- inn var frá Wolves fyrr í vetur, er nú orðaður við knattspymustjóra- starfið hjá Watford. Hann var þar við stjómvölinn á sínum tíma; tók við liðinu í fjórðu deild 1977, kom því í úrslit bikarkeppninnar 1984, eitt árið varð það í öðm sæti í 1. deild á eftir Liverpool og tók þátt í Evrópukeppni. Taylor hætti svo 1987 og fór til Aston Villa. ■ NEIL Ruddock, varnarmaðurinn sterki hjá Liverpool, er kominn í tveggja leikja bann og missir af leiknum gegn Tottenham á laugar- dag og bikarleik gegn Shrewsbury á miðvikudag eftir viku. nældu þérí bækling á næsta sölustað, getrauna! Öllum spurningum um hópleiki eða annað er viðkemur Getraunum er svarað í síma 568 8322 Ferðavinningar að verðmæti irr i GQn nnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.