Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1.FEBRÚAR1996 D 7 BORN OG UNGLINGAR KFR velur úrvalshóp KEILUFÉLAG Reykjavíkur hefur valið níu ungmenni í svokalladan „tilraunahóp". Þau sem valin hafa verið eru: Andri Ólaf sson, Gunnar Berg Gunnarsson, Ujórvnr Ingi Haraldsson, Haraldur Frið- riksson, Jón Þór Pétursson, Matthías Ævar Pétursson, Alda Harðardóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Jóna Kristbjðrg Þórisdóttir. „íþróttin krefst mikillár hugsunar, hún gengur ekki bara út á að kasta kúlunni og hitta keilurnar," sagði Þórir Ingvarsson formaður KFR. „Stefnt er að því að halda Norðurlandamót unglinga hér á landi næsta ár og ég vona að ef vel tekst til muni Keilu- sambandið horfa til þessa hóps okkar við val á landsiiðinu fyrir mótið," bætti Þórir við. Hann taldi ennfremur ekki veita af, að þau yngri æfðu meira, því þau stæðu janföld- rum sínum í Finnlandi og Sví- þjóð verulega að baki, vegna betri unglingaþjálfunar þar. Þetta er ekki lokaður hópur heldur geta unglíngar komið inn í hann sýni þeir framfarir og áhuga. Þjálfari er Theod- óra Ólaf sdóttir. § Stefnum á landsliðið Þeir félagar Andri Ólafsson, Gunnar Berg Gunnarsson, Har- aldur Friðriksson og Hjörvar Ingi Haraldsson í Keilufélagi Reykjavíkur settu á dögunum íslandsmet í einum leik og þremur leikjum í keilu. í ein- um leik fengu þeir 570 stig, eða 190 að meðaltali, og í þremur leikjum 1.497 stig. Metið settu þeir á Reykja- víkurmótinu sem fram fór í keilusaln- um í Mjódd. Allir eru þeir fimmtán ára gamlir. „Við höfum 'æft keilu í fjögur til fimm ár, tvisvar til þrisvar í viku, tvo tíma í senn," sögðu methafarnir er Morgunblaðið truflaði þá frá æf- ingu nú nýlega. „Ég kynntist keil- unni þegar ég var í Þýskalandi með foreldrum mínum fyrir nokkrum árum og fannst strax mjög gaman, skemmtilegra en í knattspyrnu," sagði Andri. Hinir sögðust hafa kynnst keilunni annaðhvort í gegnum foreldra eða vini. Þegar þeir voru spurðir að því hverju þeir stefndu að í keilunni var svarið einróma: „Að komast í landsliðið." En það er flóknara en það sýnist að leika góða keilu eða er ekki svo? „Jú, vissulega. Það krefst tals- verðrar hugsunar að leika góða keilu, skrefín þurfa að vera rétt í atrenn- unni og tímasetningin hvenær skal sleppa kúlunni skiptir líka miklu máli. Það er að ýmsu að hyggja og það tekur sinn tíma^tð læra að leika góða keilu," sagði Hjörvar Ingi. „Á þessi atriði leggjum við mikla áherslu á æfíngum." Síðastliðið sumar fóru Andri, Gunnar Berg og Hjörvar til Svíþjóðar og voru fæfingabúðum með bestu unglingum Norðurlandanna í keilu. „Dagarnir sem við vorum í Svíþjóð voru mjög lærdómsríkir. Þarna var æft baki brotnu og ekki bara í keilu- salnum heldur var líka farið út að hlaupa enda verður úthald og þrek að vera í lagi í löngum og krefjandi leik." Þeir sögðu mikinn aga hafa verið í æfingabúðunum, meira en þeir væru vanir. Hann væri hins veg- ar af hinu góða því enginn árangur ,næðist í íþróttum án aga. „Áhuginn er bara svo mikill í Sví- þjóð og Finnlandi og sem dæmi má nefna að hægt er að leika keilu í um tvö hundruð sölum í Svíþjóð en að- eins fjórum hér á landi ef völlurinn hjá hernum í Keflavík er talinn með. Enda eru bestu unglingarnir í þessum löndum betri en þeir bestu í fullorðins- flokki hér heima." Norðurlandamót unglinga verður hér á landi i vor og sögðust þeir félagar stefna að þátt- töku þar, en ljóst væri af framan- sögðu að við ramman yrði þar reip að draga, „en við erum óhræddir". 4 Erumoft einar að keppa Við viljum fá fleiri stelpur í keil- una, margar koma og prófa en hætta fijótlega vegna þess að þolinmæðina vantar. Það tekur tíma að ná árangri í keilu," sagði Jóna Þórisdóttir, ein þeirra unglings- stúlkna sem æfa keilu reglulega hjá KFR. Morgunblaðið rak nefið inn á æfingu hjá unglingunum hjá KFR á dögunum og tók eftir því að að fáar stúlkur voru á æfingunni. Þær voru auk Jónu, Matthildur Gunnars- dóttir, Súsanna Knútsdóttir, Alda Harðardóttir auk systra Jónu, Dagnýjar Eddu og Ingibjargar. „Við erum að reyna að fá vinkon-' ur okkar með og það gengur upp og ofan. Þess vegna erum við oft einar að keppa í hverjum aldurs- flokki," sögðu þær stöllur. Þær sögðust ekki trúa því að kostnaður- inn við æfingarnar kæmi í veg fyr- ir að fleiri stelpur tækju þátt. „Hver æfing kostar tvö hundruð og fimm- tíu krónur og aðeins er borgað fyr- ir þær æfíngar sem mætt er á, það er ólíkt því sem er í handboltanum, þar er greitt fyrir heilan mánuð í einu hvort sem mætt er eða ekki," sagði Jóna. Alda og Jóna fóru í sömu æfinga- Morgunblaðið/ívar ÞAU stunda keilu af kraftl, f.v.: Gunnar Jóhannsson, Matthildur Gunnarsdóttir, Jóna Þórisdótt- ir, Súsanna Knútsdóttlr, Ingibjörg Þórisdóttir, Alda Harðardóttir og Dagný Edda Þórisdóttlr. búðirnar og strákarnir í sumar í Svíþjóð. „Þar var rosalega gaman og við lærðum mikið," sagði Alda, en hún fór í æfingabúðir í Dan- mörku sumarið '94. Nokkrar þeirra eiga íslandsmet fyrir flest stig fyrir leik. Ingibjörg á metið í einum, tveimur og þremur leikjum í flokki 11-12 ára, Jóna í 13-14 ára flokki í tveimur, fjórum og fimm leikjum og Alda í einum, tveimur, þremur, fjórum og fimm leikjum í flokki 15-16 ára. Fjölmennasta flokkinn hjá stúlk- unum sögðu þær vera 13-14 ára. „Við ætlum bara að halda áfram, það þýðir ekki að gefast upp. Keila er skemmtileg íþrótt að okkar mati. Við ætlum að gera okkar besta og stefnum á Norðurlandamótið hér á landi næsta vor." Morgunblaðið/ívar Gott skor METHAFARNIR í einum og þremur leikjum í keilu í ungl- ingaflokki. Þelr eru talið frá vinstri, Haraldur Friðriks- son, Andri Ólafsson, Gunnar Berg Gunnarsson og Hjör- var Ingi Haraldsson. Þeir eru allir í Keilufélagi Reykja- víkur. URSLIT Handknattleikur 3. flokkur kvenna - 2. deild B - riðill: Valur - Stjarnan..................................13:10 Valur - Selfoss.......................................10:9 Valur - ÍBV.........................................25:10 Stjarnan - Selfoss................................13:11 Stjarnan - ÍBV.......................................14:9 Selfoss-ÍBV.......................................14:11 Lokastaðan: Valur 6 stig, Stjarnan 4 stig, Selfoss 2 stig, ÍBV 0 stig. 4. flokkur kvenna - 1. deild B - lið: FH - KR.................................................11:4 FH - Stjarnan......................................14:Þ8 FH - fR..................................................15:7 FH-Fram...........................................15:11 KR-Stjarnan........................................9:17 KR - ÍR....................................................7:8 KR-Fram...........................................10:13 Stjarnan - ÍR.........................................8:12 Stjarnan - Fram...................................15:12 ÍR-Fram................................................7:7 Lokastaðan: FH 8 stig, ÍR 5 stig, Stjarnan 4 stig, Fram 3 stig, KR 0 stig. 3. flokkur karla - 3. deild A-riðill: UMFA-ÞórAk...................................10:15 UMFA - Fjölnir....................................10:12 Þór Ak - Fjölnir...................................12:13 Lokastaðan: Fjöinir 4 stig, Þór 2 stig, UMFA 0 stig. 3. flokkur karla - 3. deild B-riðill: ÍBV-Keflavík.....................................21:13 Lokastaðan: ÍBV 2 stig, Keflavík 0 stig. 4. flokkur karla - 1. deild B-lið: Valur-FH...........................................12:15 Valur-Stjarnan..................................12:13 Valur - KR...........................................20:17 Valur - HK..........................................14:20 FH-Stjarnan......................................17:15 FH - KR...............................................23:19 FH - HK..............................................14:14 Stjarnan - KR......................................17:17 Stjarnan - HK......................................16:20 KR - HK..............................................21:26 Lokastaðan: HK 7 stig, FH 7 stig, Stjarn- an 3 stig, Valur 2 stig, KR 1 stig. 4. flokkur karla - 2. deild B-lið/A-riðill: FH - Stjarnan......................................14:20 FH - Fram...........................................12:21 FH - Fram b........................................19:27 Stjarnan - Fram...................................17:20 Stjarnan-Framb................................19:15 Fram-Framb.....................................22:16 Lokastaðan: Fram 6 stig, Stjarnan 4 stig, Fram b 2 stig, FH 0 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.