Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 7

Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR1. FEBRÚAR1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR KFR velur úrvalshóp KEILUFÉLAG Reykjavíkur hefur valið níu ungmenni í svokallaðan „tilraunahóp". Þau sem valin hafa verið eru: Audri Ólafsson, Gunnar Berg Gunnarsson, Hjörvar Ingi Haraldsson, Haraldur Frið- riksson, Jón Þór Pétursson, Matthías Ævar Pétursson, Alda Harðardóttir, Dagný Edda Þórisdóttir og Jóna Kristbjörg Þórisdóttir. „íþróttin krefst mikillar hugsunar, hún gengur ekki bara út á að kasta kúlunni og hitta keilurnar," sagði Þórir Ingvarsson formaður KFR. „Stefnt er að því að halda Norðurlandamót unglinga hér á landi næsta ár og ég vona að ef vel tekst til muni Keilu- sambandið horfa til þessa hóps okkar við val á landsliðinu fyrir mótið,“ bætti Þórir við. Hann taldi ennfremur ekki veita af, að þau yngri æfðu meira, því þau stæðu janföld- rum sínum í Finnlandi og Sví- þjóð verulega að baki, vegna betri unglingaþjálfunar þar. Þetta er ekki lokaður hópur heldur geta unglingar komið inn í hann sýni þeir framfarir og áhuga. Þjálfari er Theod- óra Ólafsdóttir. 0 Morgunblaðið/Ivar Stefnum á landsliðið eir félagar Andri Ólafsson, Gunnar Berg Gunnarsson, Har- aldur Friðriksson og Hjörvar Ingi Haraldsson í Keilufélagi Reykjavíkur settu á dögunum íslandsmet í ejnum leik og þremur leikjum í keilu. í ein- um leik fengu þeir 570 stig, eða 190 að meðaltali, og í þremur leikjum 1.497 stig. Metið settu þeir á Reykja- víkurmótinu sem fram fór í keilusaln- um í Mjódd. Allir eru þeir fimmtán ára gamlir. „Við höfum 'æft keilu í fjögur til fimm ár, tvisvar til þrisvar í viku, tvo tíma í senn,“ sögðu methafarnir er Morgunblaðið truflaði þá frá æf- ingu nú nýlega. „Ég kynntist keil- unni þegar ég var í Þýskalandi með foreldrum mínum fyrir nokkrum árum og fannst strax mjög gaman, skemmtilegra en í knattspyrnu,“ sagði Andri. Hinir sögðust hafa kynnst keilunni annaðhvort í gegnum foreldra eða vini. Þegar þeir voru spurðir að því hverju þeir stefndu að í keilunni var svarið einróma: „Að komast í landsliðið." En það er flóknara en það sýnist að leika góða keilu eða er ekki svo? „Jú, vissulega. Það krefst tals- verðrar hugsunar að leika góða keilu, skrefrn þurfa að vera rétt í atrenn- unni og tímasetningin hvenær skal sleppa kúlunni skiptir líka miklu máli. Það er að ýmsu að hyggja og það tekur sinn tímaj^ð læra að leika góða keilu,“ sagði Hjörvar Ingi. „A þessi atriði leggjum við mikla áherslu á æfingum." Síðastliðið sumar fóru Andri, Gunnar Berg og Hjörvar til Svíþjóðar og voru í'æfíngabúðum með bestu unglingum Norðurlandanna í keilu. „Dagarnir sem við vorum í Svíþjóð voru mjög lærdómsríkir. Þarna var æft baki brotnu og ekki bara í keilu- salnum heldur var líka farið út að hlaupa enda verður úthald og þrek að vera í lagi í löngum og krefjandi leik.“ Þeir sögðu mikinn aga hafa verið í æfingabúðunum, meira en þeir væru vanir. Hann væri hins veg- ar af hinu góða því enginn árangur næðist í íþróttum án aga. „Áhuginn er bara svo mikill í Sví- þjóð og Finnlandi og sem dæmi má nefna að hægt er að leika keilu í um tvö hundruð sölum í Svíþjóð en að- eins fjórum hér á landi ef völlurinn hjá hernum í Keflavík er talinn með. Enda eru bestu unglingamir í þessum löndum betri en þeir bestu í fullorðins- flokki hér heima." Norðurlandamót unglinga verður hér á landi í vor og sögðust þeir félagar stefna að þátt- töku þar, en ljóst væri af framan- sögðu að við ramman yrði þar reip að draga, „en við erum óhræddir". Morgunblaðið/lvar ÞAU stunda kellu af krafti, f.w.: Gunnar Jóhannsson, Matthildur Gunnarsdóttlr, Jóna Þórisdótt- ir, Súsanna Knútsdóttir, Ingibjörg Þórisdóttir, Alda Harðardóttir og Dagný Edda Þórisdóttir. búðirnar og strákarnir í sumar í Svíþjóð. „Þar var rosalega gaman og við lærðum mikið,“ sagði Alda, en hún fór í æfíngabúðir í Dan- mörku sumarið ’94. Nokkrar þeirra eiga íslandsmet fyrir flest stig fyrir leik. Ingibjörg á metið í einum, tveimur og þremur leikjum í flokki 11-12 ára, Jóna í 13-14 ára flokki í tveimur, fjórum og fimm leikjum og Alda í einum, tveimur, þremur, fjórum og fimm leikjum í flokki 15-16 ára. Fjölmennasta flokkinn hjá stúlk- unum sögðu þær vera 13—14 ára. „Við ætlum bara að halda áfram, það þýðir ekki að gefast upp. Keila er skemmtileg íþrótt að okkar mati. Við ætlum að gera okkar besta og stefnum á Norðurlandamótið hér á landi næsta vor.“ Gott skor METHAFARNIR í einum og þremur ieikjum í keilu í ungl- ingaflokki. Þeir eru talið frá vinstri, Haraldur Friðriks- son, Andri Ólafsson, Gunnar Berg Gunnarsson og Hjör- var Ingi Haraldsson. Þeir eru allir í Keiluféiagl Reykja- víkur. URSLIT Handknattleikur 3. flokkur kvenna - 2. deild B - riðili: Valur-Stjarnan.................13:10 Valur - Selfoss.................10:9 Valur-ÍBV......................25:10 Stjarnan - Selfoss.............13:11 Stjarnan - ÍBV..................14:9 Selfoss-ÍBV....................14:11 Lokastaðan: Valur 6 stig, Stjarnan 4 stig, Selfoss 2 stig, ÍBV 0 stig. 4. flokkur kvenna - 1. deild B - lið: FH-KR...........................11:4 FH - Stjarnan..................14:Þ8 FH-ÍR...........................15:7 FH-Fram........................15:11 KR-Stjarnan.....................9:17 KR-ÍR........................... 7:8 KR-Fram........................10:13 Stjarnan - ÍR...................8:12 Stjarnan - Fram................15:12 ÍR - Fram...................... 7:7 Lokastaðan: FH 8 stig, ÍR 5 stig, Stjarnan 4 stig, Fram 3 stig, KR 0 stig. 3. flokkur karla - 3. deild A-riðill: UMFA-Þór Ak....................10:15 UMFA - Fjölnir.................10:12 Þór Ak - Fjölnir...............12:13 Lokastaðan: Fjöinir 4 stig, Þór 2 stig, UMFA 0 stig. 3. flokkur karla - 3. deild B-riðiil: ÍBV - Keflavík.................21:13 Lokastaðan: ÍBV 2 stig, Keflavík 0 stig. 4. flokkur karla - 1. deild B-lið: Valur-FIl......................12:15 Valur - Stjarnan...............12:13 Valur-KR.......................20:17 Valur-HK.......................14:20 FH - Stjaman...................17:15 FH-KR..........................23:19 FH-HK..........................14:14 Stjaman - KR...................17:17 Stjarnan - HK..................16:20 KR-HK..........................21:26 Lokastaðan: HK 7 stig, FH 7 stig, Stjarn- an 3 stig, Valur 2 stig, KR 1 stig. 4. flokkur karla - 2. deild B-lið/A-riðill: FH - Stjarnan..................14:20 FH-Fram........................12:21 FH-Framb.......................19:27 Stjarnan - Fram................17:20 Stjarnan - Fram b..............19:15 Fram-Framb.....................22:16 Lokastaðan: Fram 6 stig, Stjarnan 4 stig, Fram b 2 stig, FH 0 stig. Erumoft einar að keppa Við viljum fá fleiri stelpur í keil- una, margar koma og prófa en hætta fijótlega vegna þess að þolinmæðina vantar. Það tekur tíma að ná árangri I keilu,“ sagði Jóna Þórisdóttir, ein þeirra unglings- stúlkna sem æfa keilu reglulega hjá KFR. Morgunblaðið rak nefið inn á æfingu hjá unglingunum hjá KFR á dögunum og tók eftir því að að fáar stúlkur voru á æfingunni. Þær voru auk Jónu, Matthildur Gunnars- dóttir, Súsanna Knútsdóttir, Alda Harðardóttir auk systra Jónu, Dagnýjar Eddu og Ingibjargar. „Við erum að reyna að fá vinkon-' ur okkar með og það gengur upp og ofan. Þess vegna erum við oft einar að keppa í hverjum aldurs- flokki,“ sögðu þær stöllur. Þær sögðust ekki trúa því að kostnaður- inn við æfingarnar kæmi í veg fyr- ir að fleiri stelpur tækju þátt. „Hver æfing kostar tvö hundruð og fimm- tíu krónur og aðeins er borgað fyr- ir þær æfingar sem mætt er á, það er ólíkt því sem er í handboltanum, þar er greitt fyrir heilan mánuð í einu hvort sem mætt er eða ekki,“ sagði Jóna. Alda og Jóna fóru í sömu æfinga-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.