Morgunblaðið - 02.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.02.1996, Qupperneq 1
BLAÐ B ÞEIM sem gengur illa að hætta að reykja gefst kostur á að fara í fimm daga meðferð á Heilsustofnun NLFÍ frá og með maímánuði næstkomandi. Þetta er ein tillaga nefndar, sem heilbrigðisráð- herra skipaði í septem- ber 1995, til að kanna möguleika á skipuleg- um aðgerðum til að hjálpa fóki að hætta að reykja. Nefndin hefur af- hent ráðherra tillögur sínar sem eru tvíþætt- ar. Auk meðferðar fyr- ir reykingamenn verð- ur komið á fót tveggja daga leiðbeinendanámskeiði fyrir starfsmenn heilsugæslu, sjúkrahúsa og meðferðarstofnana á sviði ávana- og fíkniefna sem og fijálsra félaga- samtaka. Á námskeiðinu verða þátt- takendum kynnt undirstöðuatriði tóbaksvarna og meðferðar gegn reykingum. Fyrsta námskeiðið er áformað 27. og 28. apríl nk. Fjárfesting í heilsu Nefndin leggur áherslu á þá stað- reynd að skipulegar aðgerðir á sviði tóbaksvarna og meðferðar vegna reykinga eru fjárfesting í heilsu þjóðarinnar. Máli sínu til stuðnings benda nefndarmenn á að samkvæmt breskum rannsóknum sé kostnaður heilbrigðisþjónustunn- ar vegna reykingafólks allt að fjórum sinnum meiri en kostnaður vegna þeirra sem ekki reykja. í skýrslunni segir meðal annars að reyk- ingar hafi sérstöðu sem dánarorsök á ís- landi því þær séu meg- inástæða 18-19% dauðsfalla. Séu ein- ungis reykingamenn taldir valdi reykingar 50% dauðsfalla þeirra. Gert er ráð fyrir að þátttakendur í meðferð Heilsustofnunar NLFÍ greiði sjálfir 6-10 þús- und krónur og framkvæmd leiðbein- endanámskeiðanna sé háð því að gjaldið sem lagt er á brúttósölu tób- aks hækki úr 0,2% í 0,4%. Auk ýmissa atriða leiddu at- huganir nefndarinnar í ljós að þótt fjölmargir vinni að tóbaksvörnum og aðstoði fólk við að hætta að reykja hafi starfsemin ekki fengið æskilegan forgang í heilbrigðisþjón- ustunni. Aðgerðir séu ekki nægjan- lega markvissar og skortur sé á sam- hæfingu þeirra innan heilbrigðis- þjónustunnar auk þess'sem lögum á sviði tóbaksvarna sé ekki framfylgt sem skyldi og hérlendis sé ekki not- ast við ýmis úrræði sem beitt er í öðrum löndum. ■ ANDBLÆR LIÐINNA ÁRA ► GAMLIR munir, ant- ik og safngripir, hafa aðdráttarafl sem margir eiga erfitt með að standast. Andrúmsloft verslana þar sem slík- ir munir eru seldir er líka engu líkt, bæði seiðandi og heillandi, og maður hrífst með á vit ókunnra slóða. Stöðugur straumur fólks skoðar sig þar um i töfraheimi gamalla <■ _ hlutaminninga. • & 9 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 ■ „REYKIIMGAR HAFA SÉRSTÖÐU SEM DÁIMARORSÖK Á ÍSLANDI ÞVÍ ÞÆR ERU MEGIMÁSTÆÐA 18-19% PAUÐSFALLA. SÉU EIWUIMGIS REYKINGAMENN TALDIR VALDA REYKINGAR 50% DAUÐSFALLA.“H Meðferð fyrir reykingafólk og námskeið fyrir leiðbeinendur LjósA lampar Rafkaup Armúla 24, s. 568 1518.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.