Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Þorkell BORN eru allt fólk í heiminum yngra en 18 ára. Það vekur spurningar um hvort hækka eigi sjálfræðisaldurinn á íslandi. Morgunblaðið/Þorkell BÖRN sem tilheyra minnihlutahópum eða frumbyggjum eiga rétt á eigin menningu, trú og móðurmáli. Verður alls staðar fullgild sérfræði- og sálfræðiþjónusta? Þessar spurn- ingar verða ef til vill áberandi næsta haust. Mannréttindi sem námsgrein En hvernig er hægt að tengja mannréttindi betur námsefninu í grunnskólum? Skólayfirvöld í Scheibbs í Austurríki skipulögðu fyrir nokkrum árum mannréttinda- viku þar og segir Ágúst Þór Árna- son forstöðumaður Mannréttinda- stofnunar íslands frá því í greininni Mannréttindi og lýðræði í skóla- starfi: „Náttúrufræðikennarar ræddu líffræðikenningar um mis- mun kynþátta og tæknihyggju. Stærðfræðikennarar sýndu stöðu jafnréttismála með tölulegum upp- lýsingum. Tungumálakennarar lögðu fyrir verkefni sem kröfðust hæfni í félagslegum samskiptum og tungumálum. Einnig tóku þeir fýrir einstök viðfangsefni (þemu) í bókmenntum og tóku dæmi úr er- lendum blöðum.“ Þessi tilraun í Austurríki er gott dæmi um hvern- ig tengja má mannréttindi við allar greinar námsskrárinnar. Mannréttindakennsla felst í raún í að gera nemendur meðvitaða og kannski er einfaldasta leiðin til að kenna mannréttindi að kenna heim- speki sem felst í því að bera sigur- orð af fordómum sínum og þjálfa fólk í að færa gild rök fyrir skoðun- um sínum, rök sem eru hafin yfir alhæfingar á hópum, hleypidóma og ranghugmyndir. En mannrétt- indi eru einmitt sprottin úr heim- spekinni og frumkvöðlar þeirra voru heimspekingarnir John Locke (1632-1702) og Jean-Jacques Ro- usseau (1712-78). ■ Gunnar Hersveinn Flóknari heimur krefst kennslu í mannréttindum ÁGÚST Þór Ámason forstöðumaður Mannréttindaskrifstofu íslands hefur ritað kennslubókina Mannréttindi, sem Rauði kross íslands gaf út árið 1994. Hugmyndin að bókinni spratt fram eftir málþing um mannréttindi í Háskólabíói 1991 og fékk Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross- ins, fulltrúa frá Amnesty Intemati- onal, Biskupsstofu, Félagi Sameinuðu þjóðanna, menntamálaráðuneytinu og Námsgagnastofnun til að vera höf- undi innan handar, en Ragnar Aðal- steinsson lögmaður var ráðgjafí hóps- ins. Ástæðan fyrir því að bókin var skrifuð, var skortur á námsefni handa grunnskólanemum um mannréttindi. Hvers vegna eigum við að kenna mannréttindi í skólum? „Eftir því sem heim- urinn verður flóknari og erfiðari," svarar Ágúst Þór, „því auðveldara er fyrir böm og fullorðna að missa sjónar á markmiðinu að lifa með þeirri reisn sem mönn- um er nauðsynleg til að lenda ekki í ógöngum með sitt líf.“ Ágúst bendir á að hér á landi hafi mikið verið rætt um jafnrétti og fé- lagslegan þroska, en tel- ur hugsunina um mann- réttindi og lýðræði grundvöll að þeirri kennslu. Hann telur einnig að samstaða um alþjóðalög Sameinuðu þjóðanna séu forsenda fyrir því að koma í veg fyrir hættu- ástand í heiminum eins og skapaðist í síðustu heimsstyijöld. Ágúst telur að við eigum að kenna mannréttindi þó ekki væri út af öðru en að við undirritun sáttmála eins og um réttindi bama, skuldbindi stjóm- völd sig til að uppfræða alla þjóðfé- lagsþegna um ákvæðin. En er ekki nóg að vísa í siðfræði trúarinnar? „Það þýðir í raun og veru ekki leng- ur í fjölþjóða samfélögum, að vísa til trúarinnar eða kristilegra gilda, ein- faldlega vegna þess að ef til vill er einn þriðji nemenda í bekknum ann- arrar trúar. Kristnin hefur mannrétt- Ágúst Þór Árnason indin meira eða minna falin í sér og það er gott, en ef við ætlum til dæmis að ganga útfrá banni við allri mismun- um, verðum við að geta vísað í sáttmála sem allar þjóðir heims hafa samþykkt. Þetta er lág- markssamkomulag og það er sama hverrar trú- ar við erum, mannsýnin er sú sama.“ A að kenna mann- réttindi sem sérgrein eða fella þau inn í fög? „Hvort tveggja, að minnsta kosti til að byija með vegna þess að þekkingin er það lítil og það tekur tíma að vinna það inn í annað náms- efni. Það fæst mjög margt með því að kenna mannréttindi sérstaklega, en þau geta verið einn kafli innan sögunnar eða samfélagsfræðinnar. Mannréttindin spila stærri rullu en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Dæmi er baráttan gegn vímuefna- neyslu unglinga núna. Ástæðu neysl- unnar gæti að einhveiju leyti verið að finna í niðurbroti á jákvæðri sjálfs- sýn. Spumingin er: „Hvemig er ják- vætt viðhorf gagnvart manninum byggt upp?“ Og bömum, sem eru ekki í neinu félagi sem byggir upp þessa lífsýn, er mannréttindakennslan lágmarksgmndvöllur sem þau eiga rétt á.“ ■ Reykjavíkurdeild RKI Barnfóstrunámskeið 1996 1. 6.,7., I I.og 12.mars. 2. 13., 14., 18. og 19. mars. 3. 20., 21., 25. og 26. mars. 4. 10.. I i„ 15.og 16.apríl. 5. I7„ 18., 22. og 23.apríl. 6. 6., 7., 8. og 9. mai. 7. 29. og 30. maí, 3. og 4. júni. 8. 5.,6„ lO.og I l.júni. Kennsluefni: Umönnun ungbarna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning I síma 568 8188 kl. 8— 16. Reykjavíkurdeild RKÍ. Að hugsa um börn er í anda Barnasáttmálans Hvað fæst með mannréttindakennslu? ekki réttindi þeirra. Kristín telur að setja mætti námsefni í grunnskólum í nýjan búning með tilliti til mannrétt- indahugtaksins. Hún segir að í raun felist kennsla í mannréttind- um í að auka virðingu nemenda hver fyrir öðrum og vinna á for- dómum gagnvart minnihlutahóp- um og gagnvart öðrum þjóðum. Einnig að benda á leiðir til að leysa ágreining án þess að slást og til að byggja upp friðsamt þjóð- félag. Mannréttindi eru fag sem fletta má inn í margar námsgreinar, en að mati Kristínar er samt æski- legt að sérstakir tímar heyrðu undir mannréttindi. Annars er athöfnin að hugsa um börn í anda Barnasáttmálans, eða að velta fyrir sér hvað börnum er gott og hvað slæmt, hveiju beri að vernda þau fyrir og hvers konar menntun sé þeim hollust. ■ því vegi hagsmunir þeirra þyngst á metunum. Að frelsi í trúmálum merki einnig að einstaklingar vinni bug á eigin fordómum gagnvart annarri trú en þeirra eigin. Að viðurkenningin á að hver mað- ur beri ábyrgð á gjörðum sínum, feli einnig í sér að hann þurfí ekki að glíma við sífelldan óhróður ann- arra vegna þeirra ákvarðana sem hann tekur, svo lengi sem hún skað ar engan. Að um leið og einn pyndar annan sé hann að gefa þá yfirlýsingu að aðrir megi pynda hann. Að sanngimi sé réttur mælikvarði en ekki duttlungar eða tilfínningar. Að mannorð sé það dýrmætasta sem menn eigi og að sá sem sverti það gerist sekur fyrir lögum og að ávallt sé rangt að rægja aðra menn, og að allir eigi rétt á óháðum og óhlutdrægum dómstól. Að allir eigi rétt á þaki yfir höfuð- ið, lágmarkslífeyri, lyfjum og lækn- ishjálp í veikindum einfaldlega með því að vera menn, og alls annnars sem þess krefst að ná fullum þroska. Að þeir sem svindli í þjóðfélag- inu vinni gegn því að allir geti öðl- ast það sem þeir eiga rétt á. ■ KRISTÍN Jónasdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla bendir á að áhersla hafi verið á mannréttinda- kennslu í aðalnám- skrá handa grunn- skólum frá 1974, en því miður hafi hún aldrei verið markviss. Hún telur mikilvæg- ast að þjálfa jafnt börn sem fullorðna að hugsa á mannrétt- indanótum. Barnaheill voru stofnuð fyrir fimm árum á Islandi og hafa knúið á um mannréttindi barna en Barnasátt- málinn var einmitt hvatinn að stofnun samtakanna. Kristín segist ánægð með kynn- ingu stjórnvalda á Barnasáttmá- lanum en á hafi vantað að fylgja bæklingunum eftir í skólunum. Áhugi meðal kennara kom hinsvegar í ljós, en á skortir að mann- réttindakennsla er ekki kennd í Kenn- araháskólanum. Það sem þarf er að tengja hugsunina um mannréttindi við daglegt líf. Kristín var í Genf sem áheyrnarfull- trúi fijálsra félaga- samtaka og hlustaði á þegar nefnd Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barna yfir- heyrði íslensku sendinefndina. Hún sagði að gagnrýnt hefði ver- ið að íslendingar líti á börn passív- um augum og að í nýju mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar væri áherslan á vernd barna en Kristín Jónasdóttir HÉR eru nokkur dæmi um hverju kennsla í mannréttindum ætti að geta áorkað. Að nemendur skilji að harðir dóm- ar um aðra eru oft byggðir á ósjálfr- áðri flokkun einstaklinga í hópa, eins og; allir Þjóðveijar eru nískir, Car! er Þjóðveiji og þar af leiðandi niskur. Að konum og körlum eru oft eign- uð hlutverk útfrá kyni gegn eigin vilja, en ekki persónuleika eða hæfi- leikum eins og sanngirnin kveður á um. Að hörundslitur fólks skapast af árþúsunda búsetu og aðstæðum og að kynþáttur er tilbúið hugtak en ekki líffræðileg staðreynd. Einnig að ekki sé hægt að draga neinar álykt- anir um greind eða aðrar sálargáfur útfrá upplýsingum um lit. Að litarháttur, kynferði, tunga, uppruni, þjóðemi, þjóðháttur, trú, stjómmálaskoðanir, fötlun eða fé- lagsleg aðstaða, segi ekkert um hinn innri mann, heldur megi aðeins lesa það af því sem hann geri af fúsum og frjálsum vilja. Að aldrei sé rétt að dæma menn góða eða vonda, heldur aðeins það sem þeir fram- kvæma. Að hatur og ofbeldi leiði til sund- mngar og vinni gegn lífinu, en kær- BÖRN eiga rétt á að láta í ljós skoðun sína um öll mál sem snerta þau sjálf. leikur og friðsöm fundahöld til ein- ingar og vinni með lífínu. Að í öllum deilum þurfi ævinlega fyrst og fremst að taka tillit til þess hvað sé börnum fyrir bestu, því þau era viðkvæmust fyrir breytingum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.