Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Leðurblökur heimsækja ísland með reglulegu millibili HÚN hangir í dimmum helli og myrkrið leikur um leðrið: Leður- blaka á íslandi, komin til að deyja en ekki til að vera; fellur í hyl- djúpt vatnið. Leðurblökum hefur ekki tekist að ná fótfestu hér, en berast hingað á stundum og flokk- ast því með villtum íslenskum spendýrum. Á Náttúrufræðistofn- un íslands eru geymd gögn um leðurblökur og hefur dr. Ævar Petersen ritað tvær greinar byggð- ar á þeim, aðra í Náttúrufræðing- inn og hina í bókina Villt íslensk spendýr. Mörgum finnst gaman að koma auga á hreindýr, tófu, mink, sel eða önnur villt spendýr en senni- lega rynnu tvær grímur á fólk ef það rækist á fljúgandi leðurblöku í íslenskri náttúru. Það er samt ekki óhugsandi, því 14 tilvik um blökur eru skráð, alls er um 19 einstaklinga að ræða. Leðurblökur fjórðungur spendýrategunda í heiminum Ævar Petersen segir að eftir að hann ritaði um leðurblökumar hafi ein fundist til viðbótar, í Hafnar- firði 1994, hún fannst lifandi en dó skjótt og er nú í greiningu í Danmörku. Leður- blökuættbálknum er skipt í tvo undirætt- bálka, flughunda eða stór- blökur og eiginlegar leðurblökur eða smáblökur. „Stærstu stórblök- ur eru með allt að tveggja metra vænghaf og verða 1,5 kg að þyngd,“ skrifar Ævar Petersen, „en smæstu smáblökur ekki nema 15 sm og einungis 1,5 g. En leður- blökur eru einu hryggdýrin fyrir utan fugla sem geta flogið um langan veg. Um 950 mismunandi tegundir af leðurblökum eru til, en það er um það bil fjórðungur núlifandi spendýrategunda. Smáblökur eru langtum tegundafleiri, en þær eru flestar náttdýr sem sjá illa en veiða smádýr á flugi með innbyggðum bergmálsradar og næmri heym sinni. Meðal smáblaka leynast hin- ar einu sönnu blóðsugur, stórblök- umar á hinn bóginn lifa sem betur fer á ávöxtum. Ævar Petersen nefnir að leður- blökur safnist í stóra hópa í hell- um, klettaveggjum eða skógar- þykkni, en einnig til dæmis í nám- um, á kirkjuloftum eða íbúðarhús- um. Sumir staðanna hafa verið HRÍMBLAKA fannst hjá Bjí í Selvogi haustið 1957. Hún er uppsett á Náttúrustofnun Islands. Hrímblakan er al gengasta tegund leðurblaka sem fundist hafa á íslandi, nafnið er dregið af hrímgráum feldinum. notaðir um aldir og geta hýst millj- ónir leðurblaka í einu. Hrímblaka, Ijósfæla, trítilblaka og skógarblaka Skráðar leðurblökukomur á íslandi eru nú 14 en 1981 fundust 6 dýr saman. í þremur tilvikum sáust leðurblökurnar á flugi og náðust ekki. Alls hefur verið hægt að greina tegund í átta skipti. Hér á landi hefur verið hægt að greina hrímblöku Lasiums cin- ereus, ljós- fælu Myotis lucifugus, trítil- blöku Pipistrellus nat- husii og skógarblöku Myt- otis keeni septentrionalis. Hrímblaka kemur frá Vestur- heimi en hún er útbreiddust þar, allt frá miðbiki Kanada suður til Argentínu. Ljósfæla er líka norður- amerísk og mjög útbreidd og al- gengasta leðurblökutegund Kanada. Trítilblaka er eina evr- ópska tegundin sem hefur fuudist hérlendis, en hún er algeng í Aust- ur-Evrópu. Lengsta staðfesta flug hennar er 1.600 km. Skógarblakan er komin frá Vesturheimi en fannst um borð í m.s. ís- nesi og telst fyrst sinnar tegundar til að finnast í skipi. Hvernlg berast leðurblökur til landsins? Hrímblaka er dugmikið flugdýr og fardýr hið mesta, hún gæti því hafa komist hingað af eigin ramm- leik. Jónas Jakobsson kannaði veð- urlag daganna á undan komu hennar árin 1943, 1957 og 1964 og komst að þeirri niðurstöðu að sterkar líkur væru fyrir því að dýrin hafi komið hjálparlaust. Lík- lega koma leðurblökur þó oftast með skipum. Ævar Petersen segir að lokum að öruggt sé að talsvert fleiri leður- blökur hafi komið til íslands en hinar skráðu, sem gefa á hinn bóginn dæmigerðan þverskurð af komum þessara dýra hingað. ■ SAMKVÆMT nýrri könnun er það árangursríkast fyrir par sem langar að eignast bam að hafa samfarir á sex daga tímabili rétt á undan egglosi en ekki um og eftir egglosið eins og hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var fyrir skömmu við National Institute of Environmental Health Sciences í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum en rannsóknin náði til 192 þungana. „Engin kvenn- anna varð barnshafandi daginn eftir egglos," segir dr. Allen Wilcox en hann stjórnaði rannsókninni. Þó uppgötvunin geti hjálpað fólki sem á í erfiðleikum með að eign- ast barn lofa vísindamennimir ekki að í henni felist nein allshetjar- lausn. Sagt var frá rannsókninni í tímaritinu New England Joumal of Medicine í desember síðastliðn- um. Rannsóknin náði til 221 heil- brigðrar konu sem allar vildu gjaman verða bamshafandi. Allar héldu þær nákvæma dagbók, sem vísindamennimir höfðu til hliðsjón- ar auk þess sem 27.000 þvagsýni úr þeim voru rannsökuð til að fínna út hvenær konumar höfðu egglos. Það er einnig niðurstaða rann- sóknarhópsins að það auki ekki lík- ur á þungun þó par í barnahugleið- ingum hafí samfarir þriðja hvern dag, eins og oft hefur verið ráð- lagt. Þá segja vísindamennimir að bókin Hvernigá að velja kyn bams, sem er afar vinsæl þar vestra, eigi ekki við nein rök að styðjast en þar er því haldið fram að ef samfar- ir eru hafðar þegar egglos verður séu 85% líkur á að sveinbam fæð- ist að meðgöngu lokinni. Þvert á móti hafi tímasetning samfaranna, með tilliti til þess hvenær egglos er, ekkert með kyn barnsins að gera. Þó tímabilið frá egglosi að blæð- Þungun líklegust fyrir egglos ingum sé alltaf jafnlangt hjá sömu konunni er mjög erfitt að segja nákvæmlega til um hvenær egg losnar. Þetta segir dr. Wilcox að sé stærsta vandamál þeirra sem vilja eignast barn því það er svo erfitt fyrir parið að vita hvenær þetta sex daga tímabil, sem þung- un sé líklegust til að verða á, er. Það er hins vegar ekki ljóst hvers vegna engin kvennanna sem höfðu samfarir skömmu eftir egg- los varð þunguð. Rannsóknarhóp- urinn telur að ástæðan gæti verið sú að eggið sé ekki ferskt nema í skamman tíma eftir að það losnar eða að þær breytingar, sem verða á slímhúð legsins þegar egglos hefur orðið, komi í veg fyrir að sæðisfrumurnar komist inn í legið. Hingað til hefur fólki sem er að reyna að eignast bam verið ráðlagt að hafa samfarir annan til þriðja hvem dagtil að sæðisfrumur karls- Árang- ursríkast ad Kafa samfarir daglega ins fái næði til að þroskast. Dr. Wilcox segir hins vegar að niður- stöður rannsóknarinnar renni eng- um stoðum undir þá kenningu. Samkvæmt rannsókninni eru fjórð- ungs líkur á að kona verði þunguð ef hún og maki hennar hafa sam- farir daglega, fimmtungs líkur eru á þungun ef þau hafa samfarir annan hvern dag en líkurnar eru einungis 10% ef þau sofa saman einu sinni í viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.