Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 4
KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar gefa ekkert eftir EFTIR að hafa verið íbasli meðgesti sína ífyrri háifleik þá ráku nýkrýndir bikarmeistarar Hauka af sér slyðruorðið í síðari hálf- leik og tóku leikinn í sínar hendur þar sem öflugur varnarleikur var lykilatiði ásamt vel útfærðum hraðupphlaupum. Við þessu átti baráttuglaður hópur Borgnesinga ekkert svar og að leikslok- um skildu sautján stig á milli fylkinga, 86:69. Haukar virtust ekki vera komnir niður á jörðina eftir sigurinn í bikarkeppninni er leikurinn hófst í gærkvöldi. Þeim [ gekk illa í sókninni Benediktsson °S vömin var galop- skrifar in. Borgnesingar gengu á lagið og náðu forystu og héldu henni framan af. En er á leið komust Haukar inn í leikinn með bættri vörn. Þeim tókst að komast yfir undir lokin og höfðu ijögur stig yfir í hléi, 39:35. „í síðari hálfleik leyfðum við þeim að leika á sínum hraða og þar með tókst okkur ekki það sem við ætluð- um okkur. Þegar við bættist að hittn- in hjá okkur datt niður í ekkert á þeim tíma sem við vorum að klóra í bakkann bætti það ekki úr skák,“ sagði Tómas Holton þjálfari Skalla- gríms að leikslokum. í upphafí síðari hálfleiks náðu leikmenn Skallagríms forystu 41:42, en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra, náðu forystunni og gáfu ekkert eftir það sem eftir lifði leiks og þrátt fyrir að Sigfús Gizurarson, Pétur Ingvarsson og ívar Ásgríms- son næðu sér ekki á strik. Jón Arn- ar Ingvarsson og Jason Williford léku við hvurn sinn fingur og voru liðsins bestu menn. „Eg er með margar stjörnur í mínu liði og þeim tekst ekki alltaf öllum að skína í einu,“ sagði Reynir Kristjánsson, sigurreifur þjálfari Hauka að leiks- lokum. „Borgnesingar léku fast og við áttum í vandræðum með að finna rétta hraðann í leik okkar, en er það tókst settum við upp kerfi og sigld- um fram úr,“ bætti Reynir við. Ótrúlegar sveiflur Eftir að hafa verið 24 stigum yfir í leikhléi datt botninn úr leik Breiðabliks og Grindvíkingar minnk- uðu muninn hratt og örugglega eftir hlé og komust yfír í fyrsta sinn í leiknum þegar 80 sek. voru til leiksloka og svo tveimur stigum er 20 sekúndur lifðu af leiknum. En Halldór Kristmannsson nennti greinilega ekki að fara í framleng- ingu og setti niður þriggja stiga skot er 5 sek. voru eftir og tryggði Blikum mikilvægan sigur, 70:69. Skúli Unnar Sveinsson skrifar BLAK HKáfram Leikmenn 2. deildar liðs Hamars í Hveragerði lentu svo sannar- lega í gini ljónsins þegar þeir fengu íslands- og bikarmeistara HK í heimsókn í gærkvöldi. Bikarmeist- aramir klámðu heimamenn í þremur hrinum, 15:1, 15:4 og 15:6 ogúrslit- in alveg eftir bókinni. Guðbergur Egill Eyjólfsson uppspilari HK lék ekki með en Jón Olafur Valdimars- son leysti hann af hólmi í leiknum svo ekki kom að sök þó Guðbergur væri íjarverandi. „Það er oft erfitt að vera mikið yfir í fyrri háleik, sérstaklega fyrir óreynt lið eins og okkar,“ sagði Birg- ir Guðbjömsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Við gáfum eftir í baráttunni eftir hlé og vomm of nálægt svæðisvöminni sem Grind- víkingar léku í síðari hálfleik, en það lagaðist er líða tók á leikinn. Þetta var flott karfa hjá Dóra [Halldóri]. Hann á þetta til og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir þetta,“ sagði Birgir. Heimamenn höfðu algjöra yfir- burði í fyrri hálfleik. Baráttan var góð og hittnin mjög góð og má sem dæmi nefna að þeir hittu úr 7 af 10 þriggja stiga skotum. Sóknarleik- urinn var skynsamur, leikið þar til góð færi fengúst og það gekk yfir- leitt nokkuð vel, því það var eins og Grindvíkingar væm alls' ekki mætt- ir. Vörnin var ömurleg og í sókninni vom það lengstum fímm einstakling- ar sem rembdust eins og rjúpan við staurinn. Stöku sinnum brá þó fyrir liðsheild, en afskaplega sjaldan og þegar gestirnir fengu færi þá hittu þeir ekki. í síðari hálfleik léku Grindvíkingar svæðisvörn með góðum árangri og þegar Blikar tóku boltann í leik beittu þeir pressuvörn sem ónáðaði heimamenn að vísu ekki mikið. Sókn Blika var allt of langt frá svæðis- vöminni þannig að skotin komu lengst utan að velli og Grindvíkingar þurftu ekki að bijóta á þeim. Þetta tókst þó að laga um síðir og þá fóm Blikar að fá vítaskot sem nýttust að vísu svona og svona. Thoele var bestur í liði Blika, hitti mjög vel í fyrri hálfleiknum, en síður í þeim seinni eins og aðrir græn- klæddir. Halldór var einnig góður, svo og Birgir í fyrri hálfleiknum og Agnar var sterkur í vöminni. Hjá Grindavík var Rodney Dobard sá eini sem eitthvað kvað að nema hvað Helgi Jónas var „heitur" í síðari hálfleiknum. Góður lokasprettur Keflvíkinga Gísli Blöndal skrifar frá Keflavík Keflvíkingar tryggðu sér sigur gegn Þór frá Akureyri með góðum lokakafla. Lokatölur urðu 93:84 eftir að Þórs- arar höfðu yfir í leik- hléi, 48:55. Keflvíkingar léku illa í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Á sama tíma vom Þórsarar yfírvegaðri og Konráð Óskarsson fór á kostum. Hann gerði 18 af 20 stigum sínum í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik tóku Keflvíkingar betur á í vörninni og náðu að stöðva Konráð. Jafnt og þétt söxuðu heima- menn á forskot gestanna og þegar skammt var til leiksloka var munur- inn aðeins eitt stig, 81:82. Þá kom góður lokasprettur Keflvíkinga sem gerðu 12 stig á móti aðeins tveimur frá Þór, 93:84. Bums var bestur í liði Keflvíkinga og Falur og Guðjón áttu ágætan leik, sérstaklega í síðari hálfleik. Hjá Þór var Konráð yfirburðamaður Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL barðtta var oft undlr körfunnl í lelk Hauka og Skalla- gríms í gærkvöldl. Hér eru bestu menn Borgnesinga f lelkn- um, Bragi Magnússon og Alexander Ermollnskl f höröum slag við ívar Asgrímsson um frákast. í fyrri hálfleik og eins komst Fred Williams vel frá leiknum. Einn besti lelkur ÍR Við lékum okkar besta leik í lang- an tima þó að þreyta segði til sín í lokin. Strákarnir voru einbeittir og gerðu eins og Stefán Þeim var sagt, sagði Stefánsson J°hn Rhodes þjálfari skrifar ÍR eftir 96:83 sigur á Skagamönnum. ÍA bytjuðu á að pressa ÍR-inga framarlega í vörninni en drifnir áfram af John Rhodes náðu Breið- hyltingar forystu. Hins vegar náðu þeir aldrei að hrista gestina af sér, sem höfðu þó möguleika á að kom- ast yfir. í upphafi síðari hálfleiks gekk allt upp hjá ÍR og liðið náði 19 stiga forskoti. Það reyndist Skagamönnum erfitt að brúa og er þijár mínútur voru til leiksloka var tíu stiga munur. Þá gerðust gestim- ir klaufskir, misstu boltann, stigu útaf vellinum og klúðruðu vítaskot- um á meðan ÍR nýtti skottímann til hins ýtrasta. ÍR-ingar léku lengst af yfirvegað og létu ekki pressu Skagamanna slá sig út af laginu. John Rhodes átti góðan leik með 19 fráköst og Eirík- ur Önundarsson var í ham, stal bolt- anum 7 sinnum og var sem klettur í vörninni. „Þeir voru ákveðnari, börðust bet- ur og unnu verðskuldað. Vörnin okk- ar var svo sem í lagi en sóknin ekki," sagði Hreinn Þorkelsson þjálfari ÍÁ. „Við pressuðum til að breyta til en það gekk ekki upp. Líklega hefur bikarleikurinn um síðustu helgi eitt- hvað setið í okkur.“ Milton Bell með 16 fráköst og Haraldur Leifsson vom bestir Óvænt hjð Val Valsmenn unnu nokkuð óvæntan sigur á Tindastóli, 94:75, á Sauðárkróki. Ronald Bayless fór í ■■■■■■ fýlkingarbijósti Bjöm Hlíðarendaliðsins, Bjömsson sem vann verðskuld- skrifar frá aðan sigur. Greini- Sauöárkróki legt var strax á fyrstu mínútunum að neistann vant- aði hjá heimamönnum. Þeir héldu að vísu frumkvæðinu bróðurpartinn af hálfleiknum, en Valsmenn voru þó aldrei langt undan. í seinni hálfleik kom greinilega í ljós að Valsmenn voru einfaldlega betri á meðan heimamenn voru dauf- ir og áhugalausir. Smátt og smátt söxuðu Valmenn sig framúr þessu og var Balyess fimasterkur, bæði í vöm og sókn, ásamt þeim Guðna og Ragnari Þór. Er líða tók á síðari hálfleikinn færðist fjör í dómarana. Torrey fór útaf með fimm villur er fjórar mín- útur voru eftir, síðan Ómar Sigmars- son, UMFT og Hjalti Pálsson hjá Val er tvær mínútur vom eftir og skömmu síðar fengu þeir Arnar Kárason, UMFT, og Bjarki Guð- mundsson, Val, einnig sínar fimmtu villu, þannig að bæði lið fengu að kenna á harðri dómgæslu. ÚRSLIT Breiðablik - UMFG 70:69 Smárinn, úrvalsdeildin i körfuknattleik, 25. umferð, fimmtudaginn 1. febrúar 1996. Gangur leiksins: 3:0, 12:4, 26:12, 40:18, 47:23, 47:27, 53:33, 58:48, 60:54, 61:58, 66:60, 66:67, 67:69, 70:69. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 24, Hall- dór Kristmannsson 17, Birgir Mikaelsson 13, Agnar Olsen 8, Daði Sigurþórsson 4, Einar Hannesson 4. Fráköst: 9 í sókn - 22 í vöm. Stig Grindavíkun Rodney Dobard 20, Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Guðmundur Bragason 13, Hjörtur Harðarson 8, Marel Guðlaugsson 5, Brynjar Harðarson 4, Páll Axel Vilbergsson 2. Fráköst: 17 í sókn - 18 í vöm. Dómaran Kristján Mölle/ og Jón Bender. Hafa báðir dæmt betur og heldur hallaði á heimamenn í síðari hálfleiknum. Villur: Breiðablik 14 - UMFG 13. Áhorfendur: Rúmlega 200. Haukar-UMFS 86:69 Strandgata: Gangur ieiksins: 0:2, 11:12, 13:19, 27:26, 33:33, 39:35, 21:42, 48:43, 54:45, 59:51, 68:61, 76:63, 86:69. Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 23, Jason Wiliiford 20, Bergur Eðvarðsson 10, Pétur Ingvarsson 9, Björgvin Jónsson 6, ívar Ásgrímsson 6, Sigfús Gizurarson 6, Þór Haraldsson 4, Sigurður Jónsson 2. Fráköst: 17 í sókn - 35 f vöm. Stig Skallagríms: Alexander Ermolinski 24, Bragi Magnússon 17, Tómas Holton 8, Grétar Guðlaugsson 6, Ari Gunnarsson 5, Sveinbjöm Sigurðsson 5, Hlynur Leifsson 2, Sigmar Egilsson 2. Fráköst: 10 í sókn - 19 í vöm. Dómaran Bergur Steingrimsson og Eggert Þór Aðalsteinsson, hafa væntanlega átt betri dag. Villur: Haukar 15 - Skallagrímur 27. Áhorfendur: 100. ÍR-ÍA 96:83 Seljaskóli: Gangur leiksins: 2:2, 10:6, 14:13, 21:20, 29:20, 35:33, 43:37, 43:41, 48:41, 50:43, 58:43 68:49, 78:61, 86:76, 88:81, 96:83. Stig IR: Herbert Amarson 26, John Rho- des 25, Jón Öm Guðmundsson 21, Eiríkur Önundarson 14, Eggert Garðarsson 4, Broddi Sigurðsson 4, Guðni Einarsson 2. Fráköst: 11 í sókn - 17 í vöm. Stig ÍA: Milton Bell 30, Haraldur Leifsson 17, Bjami Magnússon 14, Dagur Þórisson 9, Jón Þór Þórðarson 6, Sigurður Elvar Þórólfsson 3, Sigurður J. Kjartansson 2, Brynjar Sigurðsson 2. Fráköst: 8 I sókn - 23 í vöm. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvald- ur Hreiðarsson vora góðir. Villur: ÍR 19 - ÍA 24. Áhorfendur: 240. Keflavík - Þór 93:84 íþróttahúsið í Keflavík: Gangur leiksins: 2:0, 8:10, 16:17, 24:24, 31:41, 40:45, 48:55, 52:57, 61:63, 70:69, 77:71, 81:82, 91:82, 93:84. Stig Keflavíkur: Lenear Bums 29, Falur Harðarson 17, Guðjón Skúlason 16, Davíð Grissom 12, Sigurður Ingimundarson 11, Albert Óskarsson 6, Jón Kr. Gíslason 2. Fráköst: 10 í sókn - 21 í vöm. Stig Þórs: Fred Williams 23, Konráð Ósk- arsson 20, Kristinn Friðriksson 14, Birgir Öm Birgisson 12, Böðvar Kristjánsson 10, Stefán Hreinsson 5. Fráköst: 12 í sókn - 23 í vöm. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garð- arsson. Villur: Keflavík 12 - Þór 13. Áhorfendur: 350. UMFT-Valur 75:94 íþróttahúsið Sauðárkróki: Gangur leiksins: 3:3, 9:8, 19:17, 25:25, 31:33, 37:40 42:50, 48:58, 57:68, 69:76, 73:85, 75:94. Stig Tindastóls: Torrey John 29, Hinrik Gunnarsson 12, Pétur Guðmundsson 8, Arnar Kárason 8, Ómar Sigmarsson 6, Lárus Dagur Pálsson 4, Atli Bjöm Þor- björnsson 4, Baldur Einarsson 4. Fráköst: 9 í sókn - 17 í vöm. Stig Vals: Ronald Bayless 40, Ragnar Þór Jónsson 19, Guðni Hafsteinsson 14, Bjarki Guðmundsson 8, Sveinn Zoéga 4, Gunnar Zoéga 4, Guðbjöm Sigurðsson 2, Bjarki Gústafsson 2, Bergur Emilsson 1. Fráköst: 12 í sókn - 29 í vöm. Dómarar: Kristinn Albertsson og Þorgeir Jón Júliusson. Viliur: UMFT 28 - Valur 22 Áhorfendur: 330. Handknattleikur Lottó-keppnin í Noregi Noregur - Júgóslavía...........24:23 ■Simen Muffetangen var markahæstur I liði Norðmanna með 8 mörk. Jan Thomas Lauritzen, Öystein Garstad og Glenn Sol- berg gerðu þijú mörk hver. Predrag Peruni- ocic var með 8 mörk fyrir Júgóstava, Igor Butuljja gerði fimm og Dragan Momic 4. Danmörk - Rúmenla..............20:16 f dag leika: Rúmenia - ísland Danmörk - Júgóslavía •r (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.