Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fltorgttitMftfrife Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur2 .febrúar 1996 Blað D Mismunandi lánstími MISMUNANDI lánstími hús- bréfalánanna nær aðeins til þeirra, sem eiga eftir að fá lán, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þeim, sem þegar hafa tekið lán, stendur ekki til boða að breyta lánstímanum. / 2 ► Menga ekki umhverfið LIFRÆN salerni menga um- hverfið miklu minna, segir Sig- urður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Nú er svo komið, að í mörgum sumar- húsabyggðum á Norðurlöndum eru vatnssalerni bönnuð, aðeins lífræn salerni Ieyfileg. / 22 ► Ú T T E K T Nýbyggingar á Selljarn- arnesi VIÐ Grænumýri á Sel- tjarnarnesi er hafin smíði á sex húsum með 24 íbúðum. Þar eru að verki feðgarnir Páll Friðriksson byggingameistari og Stefán Friðriksson. Fyrsta húsið er þegar risið og verða íbúðim- ar í því afhentar í aprfl eða maí nk., en öll húsin verða byggð á þessu ári og ætlunin að ljúka þeim síðustu fyrir næstu áramót. I hverju húsi eru íjórar íbúðir, en öll húsin eru tvær hæðir og því með tveimur íbúðum á hæð. Sérbýlið einkennir þessar íbúðir, því að allt er sér. Þær eru t. d. allar með sérinn- gangi, sérhita og geymslan er einnig innan íbúðar. íbúðim- ar em ýmist 3ja eða 4ra her- bergja, en engu að síður allar jafn stórar eða 111 ferm. Að sögn Páls er auðvelt að breyta þessum íbúðum, ef vill. Sameignin í húsunum er nánast engin, aðeins sameig- inleg hjólageymsla og sameig- inlegur inntaksklefi. Verð á þessum íbúðum er frá 10,2 miiy. kr., en þeim er skilað nær fulllbúnum. Þetta verða nýjar íbúðir í nýlegu en grónu hverfi, þar sem öll þjónusta er þegar fyr- ir hendi. Húsin eru byggð úr einingum framleiddum í verk- smiðju, sem Páll Friðriksson rekur sjálfur, en þakið er hefðbundið bárajámsþak. — Þetta er að mínu mati mjög ömgg og góð byggingarað- ferð, enda byggist hún á meira en 25 ára reynslu hér á landi, segir Páll. / 16 ► Litlar sveiflur í fjölda fullgerðra íbúða á milli ára TILTÖLULEGA litlar sveiflur hafa verið undanfarin ár í fjölda full- erðra íbúða hér á landi á hverju ári. fyrra var hér lokið við smíði 1679 íbúða, en árið 1994 voru þær 1718. Árin þar á undan voru þær í kring- um 1600. Hámarki náðu íbúðar- byggingar á áttunda áratugnum, en árið 1973 voru fullgerðar íbúðir hér um 2200, árið 1977 um 2300 og árið 1980 voru þær 2237. Á höfuðborgarsvæðinu var lokið við smíði 1190 íbúða í fyrra, sem er aðeins færra en árið á undan, en þá voru þær 1208. Af einstökum lands- hlutum voru fæstar fullgerðar íbúð- ir í fyrra á Norðurlandi vestra eða 17, en þær voru 19 árið 1994. Þar voru samt fleiri íbúðir í smíðum um síðustu áramót en í öðrum lands- hlutum eða 245, en í árslok 1994 vom þær 227. Þetta bendir til þess, að byggingartíminn sé þar lengri en annars staðar. í heild voru ekki miklar sveiflur í fjölda fullgerðra íbúða milli síðustu tveggja ára úti á landi. Að jafnaði eru nær tvöfalt fleiri íbúðir í smíðum en lokið er við á hverju ári. í árslok 1994 vora þær 3005, þar af 2003 á höfuðborgar- svæðinu, en um síðustu áramót voru þær 2.644, þar af 1844 á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta virðist benda til nokkurs samdráttar í íbúðarbygg- ingum. Meðalstærð íbúða hefur haldið sér á undanförnum áram, en hún fór nokkuð minnkandi á áttunda ára- tugnum. Meðalstærðin er sennilega minni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem íbúðir í fjölbýlishúsum era al- gengastar, en úti á landi, þar sem einbýlishús og raðhús eru algengari og þau af þeim sökum stærri. Fullgerðar íbúðir 1992-1995 75,4% 1.130 1.066 1.208 1.190 179 182 73,0% VESTFIRÐIR 31-14 ^32 NORÐURL. VESTRA 26 28 19 17 '92 '93 '94 '95 ’92 ’93 '94 '95 NORÐURL. EYSTRA '92 '93 '94.'95 VESTURLAND 58 57 62 58 § '92 '93 '94 ’95 SUÐURNES107105 63 60 SUÐURLAND 116 112 110 64 AUSTURLAND 57 «5 ™ " llll '92 '93 '94 '95 £ OC I CQ 'I '92 '93 ’94 '95 '92 '93 '94 '95 ■ '92 '93 '94 '95 Fjöldi íbúða samtais 1988-95 ’89 ’90 '91 '92 '93 ’94 ’95 FJÁRFESTINGAFÉLAGIB SKANDIA HF. , LAUGAVEGI 170 105 REYKJAVlK, SlMI 5B 19 700, FAX 55 26 177 Kostir Fasteigitalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttur svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar afhorganir af1.000.000 kr. Fasteignaiáni Skandia* Mrxtir(%) 10 ór 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta Sendu inn utnsókn eða fáðu náttari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. lH^Skandia Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuld- breyta eða stœkka við þig Fyrir hverja eru Fasteignalán Skandia? Fásteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: • Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakcrftnu. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annann fjárfestinga. Þá sem vilja breyta óhagstæðum eldri eða styttri lánum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.