Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 1
vc&níJWMbib Lagleg frammistaða/2 Eldheitur rómantískur elskhugi /3 Frekar heimsborgin en hafið/4 MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1996 BLAÐ í leit að IloLlIiíII d alnetinu Louvre-safnið: http://www.paris.org: 80/Musees/Louvre Hér er að fimia nokkrar myndir úr faverri deild, teikningar af hæðum og sögu safnsins. Metropolitan Museum of Art: http://www.met- museum.org Miklar upplýsingar og fjöldi mynda, en þungt í vöfum. Whitney Museum of Am- eriean Art: http://www.ee- honyc.com/whitney Sýndarsafn á öld sýndar- veruleika. Upplýsingar um yfirstandandi sýning- ar, sýnishorn af verkum í eigu safnsins, ritgerðir og listverkéfni, sem safn- ið styrkir á vefnum. Christie's: http://www.christi- es.com/Christie.htm Ekki jaf n fágað og Sothe- by's, en veitir rækilegt yfirlit yfir uppboð í vænd- um, aðgang að skrám og verð valinna verka á fyrri uppboðum. Sotheby's: . http://www.sot- hebys.com Veitír upplýsingar um fyrri uppboð, uppboð í vændum, leiðbeíningar um söfnun, frásagnir til að grípa athyglí óreyndra safnara og myndir. Journal of Contemporary Art: http://www.thing.net/jca Upplýsingar um verkefní og verk listamanna, hópsam ræður listamanna um nútimalist og fieira. Urban Desires: http://www.desires.eom Sagt eitt fágaðasta og nútímalegasta tí mar i l i ð á vefnum. Oft er þar að finna listaverk, sem bjóða upp á þátttöku vefarans. artnetweb: http://art- netweb.com/arnetwe- b/indexl.html Ber metnaði vitni og sýnir listaverk á vefnum og veitir aðgang að skyggnu- skrá og blaðaúrklippum um listir auk skrá yfir Hstasamtök, galleri og smaauglýsingar. Fyrstu opinberu tónleikar nýs málmblásarakvintetts CORRETTO-málmblásarakvintettinn. Morgunblaðið/Þorkell „VIÐ byrjuðum að vinna saman haustið 1994 og það hefur tekið tímann síðan þá að spila okkur saman," sögðu Sigurður S. Þor- bergsson básúnuleikari og Emil Priðfinnsson hornleikari, með- limir í Corretto-málmblásara- kvintettinum, sem heldur sína fyrstu opinberu tónleika í dag kl. 17 í sal FÍH við Rauðagerði. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröð sem Félag íslenskra hljómlisl.arniinatma hefur um- sjón með. „Það er bæði gaman og bráðnauðsynlegt fyrir alla blásara að leika kammertónlist saman. Þessi hljóðfæraskipan er nokkuð dæmigerð fyrir kammer- hópa málmblástursleikara á þessari öld. Á þeim tíma sem við höfum starfað saman höfum við lesið í gegnum stóran hluta af þeim tónbókmenntum sem til eru Corretto fyrir þessi hljóðfæri og kynnst tónlistinni vel, auk þess sem við erum búnir að kynnast vel inn- byrðis," sögðu þeir. Blús og barokk Aðrir meðlimir kvintettsins eru þeir Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson trompetleikar- ar og Sigurður Smári Gylfason túbuleikari. Aðspurðir um hvort samstarfið hefði gengið vel sögðu þeir að ekki hefði enn kastast alvarlega í kekki á milli þeirra. „Þetta starf er áhugamál okkar og f er fram utan við vinn- una sem er í Sinfóníuhljómsveit- inni, kennslu eða spilamennsku á öðrum vettvangi. Þeir sögðust ekki leggja sig eftir að leika einhverja eina línu í tónlist og sést það best á efnis- skránni, en þar eru verk eftir Monteverdi, Gabrieli, Ewald og Pál P. Pálsson. Til greina kemur að félagarnir leiki einnig blús- tónlist á tónleikunum. „ Við leik- um tónlist sem hljómar vel og okkur finnst gaman að leika. Efnisskráin raðast svo saman af sjálfu sér." Margar hljómsveitir sem leika sígilda tónlist heita erlendum nöfnum og aðspurðir um nafnið „Corretto" sögðu þeir að það hefði hljómað vel, ástæðan væri ekki stefna á erlendan markað. Þeir sögðu að það tæki alltaf tima fyrir hópa eins og þeirra að vinna sér sess og það væri undir þeim sjálfum komið að skapa sér starfsvettvang. Horft á Heln- wein RÚSSNESKUR lögregluþjónn virðir fyrir sér mynd eftir þýska myndlistarmanninn Gotfried Helnwein. Þetta er eina myndin á sýningu, sem var opnuð á fimmtudag í Rúss- neska safninu í St. Pétursborg. Listamaðurinn gaf safninu myndina. Reuter Listír á leið inn á alnetið HINN lokaði heimur listaverkasal- anna mun brátt heyra fortíðinni til. Stöðugt meiri upplýsingar um listir er nú að finna á alnetinu og þeir, sem vilja kaupa listaverk, geta nú borið saman gallerí með því að notfæra sér heimasíður og tölvubanka og jafnvel athugað hvað fengist hefur fyrir verk ákveðinna listamanna á uppboðum til samanburðar. ArtNet nefnist 'gagnabanki, sem býður upp á upplýsingar um 1,5 milljónir listaverka, 500 upp- boðshaldara og 55 gallerí. 4.000 manns hafa hugbúnaðinn til að nota ArtNet undir höndum. Hug- búnaðurinn er ókeypis, en það er rukkað fyrir að versla og skoða. Hans Neuendorf, framkvæmda- stjóri ArtNet, sagði í samtali við Newsweek að „listamarkaðurinn gæti verið miklu stærri ef öll við- skipti væru hrein og bein og gagnsæ". En það eru ekki aðeins lista- verkasalar, sem komnir eru á al- { Hdo*<f | teagw I Opgn j Píinl | Twd lncaBon' ;íffljs/A**w iolí*tvtto(W WclailHC to .............SÖTHEWS Ktxm Jt ttn^tii. IhrtawMteMiHWnrtci (/WWtwpuiafj Ml«i! Miiíu flíjí.Wi'jfhhrrf AmS«W \V>íf;Iwt.V K4**p AwuMltfnni PlC'íncittlf \-irt vJncriisiltt :i VTpr" IVf*'fnwJtt»J»Jli*!V't< {f>Ál(ty^ (flUf AsteMNt Kwtly 9ll«htMl». | (v.!Hk«:IA^ií*ímí; A 1^i:< U>vv SfUt f*I Ifcí t^ÚMÍItjt <«lic.-tof JlHílJH-tlt(>J>V«<|-* Heimasíða Sotheby's netið. Söfnum fjölgar þar dag frá degi. Yahoo! nefnist skrá yfir heimasíður og þar bættust við 4.850 listamenn, söfn, gallerí og önnur listasamtök frá júlí fram í nóvember 1995. Á annarri skrá á netinu, World Wide Arts Resourc- es, er 7.000 heimasíður að finna. Þetta er reyndar ekki mikið ef til þess er tekið að á alnetinu er um rúmlega tíu milljónir vefsíðna að ræða. Listasöfn bjóða ferða- löngum á netinu upp á það að skoða heilu sýningarnar. Uppboðs- haldararnir hafa listaverkaskrár með myndum. Janine Cirincione, fynverandi stjórnandi Jack Tilton gallerísins í New York og núverandi stjórn- andi listadeildar Microsoft Netw- ork, lýsir kostum alnetsins svo í samtali við dagblaðið The New York Times: „Hve oft hefur þú gengið inn í listagallerí 'og verið gefið langt nef af manneskjunni í afgreiðslunni? List á alnetinu er ekki ógnvekjandi. Þú getur farið þegar þér sýnist og verið eins lengi og þú vilt." Hinn kosturinn er sá að fjar- lægðir skipta máli. Nú er hægt að fara í Louvre-safnið í París án þess að leggja land undir fót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.