Morgunblaðið - 03.02.1996, Page 2

Morgunblaðið - 03.02.1996, Page 2
2 C LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ EITT af því sem sækir nú á þá sem lifa og hrær- ast í óperuheiminum, er sú spuming hvort söngvarar sem hafa útlitið með sér, séu að ýta góðum en ófríðum söngvurum út í hom? „Óperuhús eiga nú fullt í fangi með glæsilega söngvara sem geta ekki sungið og síður glæsilega söngvara sem syngja vel,“ segir bandaríski gagnrýnandinn og fræðimaðurinn J. A. Van Sant í desember- hefti Opera Now. En er málið svo alvarlegt? Auðvitað fæst enginn í óperuheiminum til að viðurkenna að söngvarar séu dæmdir eft- ir útlitinu en ekki röddinni, útgefendur neita því staðfastlega og stjómendur ópemhúsa fullyrða að fyrst og fremst sé hugað að radd- styrk þegar verið sé að velja söngvara í næstu uppsetningu. Það breytir því ekki að ótrúlega margir myndarlegir söngvarar eru í aðalhlutverkum óperahúsa víðs vegar um Evrópu, að því er fullyrt er í The European. Og söngkonurnar era oftar en ekki algjör andstæða hinnar stöðluðu hugmyndar um prímadonnur. Á sama tíma eru dívurnar af gamla skólanum að hverfa, stjómendur óperahúsa segjast þreyttir á þijósku þeirra og völdum, aðrir geta sér þess til að stjóm- endunum finnist sér vera ógnað. Þá hafa kröfur áhorfenda einnig breyst, þeir gera æ meiri kröfur um vandaðar upp- setningar. Góðir söngvarar nægja ekki, þeir verða líka að geta leikið. Og þá skiptir útlit nokkra máli. Það er algengur misskilningur að söngvari verði að vera feitur, eigi hann að búa yfir nægum raddstyrk til að fylla upp í óperu- hús. Það sem máli skiptir eru raddbönd, lungu, staðsetning líffæra og heyrn. Góð þind er nauðsynleg og fita hindrar starfsemi henn- ar fremur en hitt. Söngur er líkamleg áreynsla og því verður söngvarinn að vera í góðu formi. Með þessu er ekki átt við það að þungavigt- ársöngvarar, í tvennum skilningi þess orðs, séu búnir að vera. Söngvarar á borð við Monts- errat Caballé þurfa ekki að kvíða atvinnu- leysi. En minni spámenn era vissulega í hættu. Klæðskerasniðin að markaðnum Hveijar eru svo nýju stjörnurnar? Lítum fyrst á rúmensku söngkonuna Angelu Ghe- orghiu, sem er þrítug og nýtur gríðarlegra vinsælda. Þær era að mestu verðskuldaðar þó að ekki sé allt fullkomið sem frá henni kemur. Hún skaust með ógnarhraða upp á stjörnuhimininn og það vekur vissulega spumingar um hvort hún eigi það eingöngu góðri lýrískri rödd að þakka, eða glæsilegu útliti. Gheorghiu kom fyrst fram á sjónarsviðið í Búkarest árið 1990 og tveimur árum seinna sá Sir Georg Solti hana á tónleikum og réð hana til að syngja í „La Traviata" í Covent Garden í Lundúnum árið 1994. Frami hennar var tryggður þegar BBC ákvað eitt kvöldið að ryðja öðrum dagskrárliðum til hliðar og sjónvarpa beint frá uppfærslunni. Gheorghiu er sem klæðskerasniðin fyrir markaðinn, ekki síst vegna ástarævintýrisins sem hún hefur átt með hinum glæsilega tenórsöngv- ara; Roberto Alagna. Utgáfufyrirtækið Conifer lenti fyrir skömmu í mestu vandræðum með umslag geisladisks sem Gheorgiu og rússneska söng- Galína Gortsjakova Cecilia Bartoli Angela Gheorghiu Angelika Kirchschlager Lagleg frammistaða konan Nina Rautio sungu inn á en sú síðar- nefnda myndast langt í frá eins vel og hin rúmenska stallsystir hennar. Útgáfufyrirtæk- ið vildi ekki hafa þær saman á mynd og ekki aðra hvora, svo að brugðið var á það ráð að skella mynd af ballet- dansara á umslagið. Ræður tilviljun? Frá Kirov-óperunni hafa fjölmargir söngvarar komið að undanförnu. Upptöku- stjórinn Anna Barry, sem hefur unnið lengi og náið með tónlistar- mönnum hússins, telur að minnsta kosti fimmtán þeirra eigi að geta náð alþjóðlegri frægð. En er það þá tilviljun að þrír þeir þekktustu; Galina Gortsjakova, Dímítrí Hvorostovskíj og Olga Borodína, eru öll afar glæsilegt fólk? ■Sá ungi söngvari sem mesta kynningu hefur fengið undanfarin ár er ítalska mezzo- sópransöngkona Cecilia Bartoli. Hún hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti geisladiskurinn með söng hennar var gefinn út árið 1989 en þá var hún aðeins 22 ára. Hún er lagleg, heillandi og mjög hæfileikarík en það hefur hins vegar ekki farið fram hjá gagnrýn- endum að rödd hennar getur ekki fyllt óperuhús og henni ferst misvel að túlka hin ýmsu tíma- bil og tónskáld. Nú hefur lærimeistari henn- ar, upptökustjórinn Christopher Raeburn, uppgötvað austurríska mezzósópransöng- konu, Angeliku Kirchschlager, en Washing- ton Post sagði hana hæfileikaríkustu söng- konu sem komið hefði fram í Evrópu frá því Fullyrt er að útlitið skipti óperusöngv- ara æ meira máli að Bartoli sté fram á sjónarsviðið. Kirchschla- ger er stórglæsileg kona. Útlitið skiptir máli Ian Horsburgh, skólastjóri hins virta Guild- hall leik- og tónlistarskóla, viðurkennir. að útlitið sé einn þeirra þátta sem skipti máli þegar verið sé að velja nemendur á óperu- braut skólans. Á meðal þeirra sem útskrifast hafa úr skólanum era Anne Sofie von Otter, Bryn Terfel, Alison Hagley og nú síðast Susan Chilcott. Horsburgh segir að sé röddin ekki nógu góð, breyti útlitið engu. Áheyrendum -sé á sama hátt alveg sama um útlitið, ef röddin er aldeilis stórkostleg. Hins vegar sé útlitið vissulega einn þáttur í því að skapa söngv- ara frægð og leikhæfileikarnir séu algerlega nauðsynlegir. Horsburgh hefur miklar efasemdir um að hægt sé að koma sæmilegum en glæsilegum söngvara á framfæri. „Það má líkja þessu við kaffi, ef markaðssetningin er góð, eru menn ef til vill tilbúnir að prófa það en sé kaffið ekki gott, kaupa menn ekki meira.“ Prímadonnuímyndin ímynd hinnar fögru prímadonnu er á marg- an hátt jafngömul óperunni. Það þarf ekki annað en að líta á myndir af söngstjörnum 18. og 19. aldar, svo sem Malibran, Faustinu og Melba. Og Maria Callas, ein mesta óperusöngkona þessarar aldar, var afar glæsileg. Vera má að ferill hennar hefði orðið styttri, hefði hún ekki verið falleg og hæfileikarík leikkona. í sjónvarpsmynd Zeffirellis frá 1964 um sýn- ingu í Covent Garden á Toscu, heyrðist mætavel hversu gróf rödd hennar var en leik- ur hennar og túlkun var svo frábær að mynd- in sló í gegn. Æ meiri kröfur era gerðar um útlit í sjón- varpi og kvikmyndum en þrátt fyrir að upp- tökutækninni hafi fleygt fram, er ekki hægt áð búa til frábæra rödd. Menn hafa getið sér þess til að Evrópubúar geri mestar kröfur um útlit söngvara. Þar er jafnmikil, ef ekki meiri áhersla lögð á leikstjór- ann og uppfærsluna en tónlistina enda velur leikstjóri oftar en ekki í hlutverkin, ekki stjórn- andi. Og vissulega era gerðar miklar kröfur til söngvara sem verða t.d. að syngja Iiggj- andi'og um leið og þeir róla sér af kappi. ímynd fyrirferðarmikils söngvarans sem stendur eins og steinn fyrir miðju sviði er fyrir bí í Evrópu. Bandarískir áheyrendur eru mun umburðarlyndari. Þar eiga söngkonur á borð við Sharon Sweet, Alessandra Marc og Christine Brewer upp á pallborðið enda frá- bærar söngkonur þó að það verði að segjast eins og er að þær eru ekki sérlega trúverðug- ar sem egypskir þrælar eða stúlkur sem eru að deyja úr tæringu. Algeng kvörtun tónlistarunnenda er sú að tími hinna miklu söngvara sé liðinn, að eng- inn þeirra söngvara sem nú séu uppi gefi mönnum nýja innsýn í tónlistina með túlkun sinni. Það kann vel að vera en kraftaverkið við góða rödd er það að menn fæðast með hana, hún verður aldrei búin til. Og það er enginn skortur á ungum og efnilegum söngv- urum sem eru að hefja alþjóðlegan feril, t.d. Susan Graham, Anna Caterina Antonacci, Andrea Rost, Amsanda Roocroft og Daniella Dessi. Skiptir það máli þó að þær séu einkar glæsilegar konur? Byggt á The European Samstarf um fjöllistaverk FJÖLLISTAVERKIÐ „Sagan af dátanum" eftir Igor Stravinsky er sýnt í Lindarbæ. Sýningin er samstarfsverkefni nemenda í Leiklistarskóla Islands, Listdans- skóla íslands og Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Frumkvæðið að samstarfinu kom frá Tónlistarskólanum síð- astliðið haust en samæfingar allra skólanna hófust í síðasta mánuði. Að sögn Gísla Alfreðs- sonar leikstjóra verksins er þetta vísir að því hvernig sam- starf þessara listagreina gæti litið út í Listaháskólanum en þar munu nemendur, sem nú stunda nám í þessum skólum, koma til með að vera saman og vinna saman. Álfheiður Hrönn Hafsteins- dóttir, Borgar Þór Magnason, Einar Jónsson, Snorri Heimisson, Birkir Freyr Matthíasson og Mika Rytha sjá um hljóðfæraleik og Ieikarar og dansarar eru Gunnar Hansson, Halldór Gylfa- son, Baldur T. Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson og Sólrún Þór- unn Bjarnadóttir. Sögumenn eru Þrúður Vilhjálmsdóttir, Katla Þorgeirsdóttir, Hildigunnur Þrá- insdóttir og Inga María Valdi- marsdóttir. Verkið tekur um eina klukkustund í flutningi og áætl- aðar sýningar eru fimm. Leiksljóri verksins er Gísli Alfreðsson en þess má til gamans geta að hann lék dátann í upp- færslu verksins sem gefin var út á hljómplötu fyrir alllöngu síðan. „Með umræðunni um Listahá- skólann sjá menn ýmsa mögu- leika á samstarfi sem hafa verið ónýttir til þessa og allskonar skemmtilegheit tengd því,“sagði Gísli Alfreðsson. BALLERÍNAN og dátinn með hljómsveitina í baksýn. .. Morgunblaðið/Þorkell DJOFULLINN ogdátinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.