Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 C 3 Eldheitur rómanskur elskhugi KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari. unum. Ég átti að syngja í maí-júní 1997 í sjö sýningum á Turandot eftir Puccini. Það hefði verið í þriðja sinn sem ég hefði sungið í húsinu. Einnig var áformað að fara með þessa sýningu í ferð til S-Kóreu og Kína og flytja hana 7-8 sinnum. Þetta hefði getað ver- ið mjög spennandi en það þýðir ekki að gráta það. Bruninn var nýög sorglegur því þarna er um að ræða eitt glæsilegasta óperuhús í veröldinni og það hús sem hafði jafnvel meiri, sterkari og virðu- legri sögu á bakvið sig en La Scala í Mílanó. Verdi, Wagner og Rossini frumfluttu þarna fullt af óperum t.d. Þetta var líka mun glæsilegra og betra óperuhús hvað hljómburð varðar. Þetta er mikið og slæmt áfall fyrir óperu og listalif al- mennt,“ sagði Kristján. Hann sagði að fjölmiðlar hefðu greint frá því að svo virðist sem eldurinn, sem talið var að hefði kviknað útfrá vinnu rafvirkja við brunavarnarkerfi hússins, hafi kviknað á 4-5 stöðum í húsinu og því hafi hugsanlega verið um íkveikju að ræða. „Menn telja að líkur séu á að Mafían hafi verið að verki, sérstaklega vegna þess að menn eru minnugir þess þegar hún brenndi óperuhúsið í Bari fyrir um'5 árum,“ sagði Kristján Jóhannsson óperusöngvari. ÞÝSKA dagblaðið Die Welt segir Kristján Jóhannsson óperusöngvara hafa náð stórkostlegum árangri í hlutverki sínu í óperunni II Trovatore eftir Verdi í ríkisóperunni í Hamborg í grein, sem birtist 27. janúar.' Í greinini segir undir fyrirsögninni „Eldheitur rómanskur elskhugi frá norðurslóðum íslands“ að Kristján verði enn um sinn --------------- að sætta sig við að láta fyrirberast í skugga hinna þriggja stóru tenóra, Pavarottis, Domin- gos og Carreras. Höfundur grein- arinnar, Georg Borchardt, segir að 11 ■111 ferill Kristjáns sýni hvernig „tenór geti árum saman sungið með góð- um árangri við fjölda óperuhúsa, þar á meðal Metropolitan og Scala, og samt verið leyndarmál". Borchardt lofar Kristján: „Söngur hans í hlutverki Manricos er svo ítalskur að heyrði maður þessa rödd fyrir tilviljun í útvarpi myndi maður örugglega slá því föstu að söngvarinn væri af suð- rænum uppruna. Þó er þessi mað- ur, sem með sinni kraftmiklu raddfegurð teygir sig yfir í hetju- tóna hins eldheita elskhuga, frá íslandi." Höfundur heldur áfram: „Eng- inn skilur hvers vegna rödd þessa topptenórs, sem unnið hefur með frægum stjórnendum á borð við Mehta, Muti, Levine og Chailly, heyrist svo sjaldan á hinum alþjóð- lega tónlistarmarkaði því að tenór- ar eru vissulega fágæt tegund." Lofgjörð um Kristján Jóhannsson í Die Welt Óveiyulegir timar í markaðssetningu tenóra Kristján byrjar 19. mars að syngja í uppfærslu á Samson og Delílu eftir Saint-Saéns og kemur fram í fyrstu þremur sýningunum. í greininni segir að Kristján óttist að umræðan muni að mestu leyti snúast um Placido Domingo, sem syngi í einni sýningu á hvítasunnu. Hann sé hins vegar laus við biturð, þótt ekki sé honum auðvelt að sætta sig við það. „Mótsögn hins hefta frama Kristjáns kemur fram í því að ~ nú eru óvenjulegir tímar í markaðssetningu tenóra: Ætlunin er greinilega að láta þrí- eykið Domingo-Pavarotti- Carre- ras ráða ríkjum á markaðnum eins lengi og hægt er. Hann verður að bíða eftir því að slá í gegn og horfír afslappaður til framtíðar- innar. Hann er á besta aldri fyrir söngvara, þekkir sínar sterku hlið- ar og er bjartsýnn: „Ég er í stöð- ugri framför.““ Höfundur segir að Kristján hafí sýnt að í honum búi meira en þegar er komið fram með því að fara úr ítölskum hlutverkum yfír í þýsk og nefnir stýrimanninn Ei- rík úr Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner. Hann hafí hins veg- ar hafnað hlutverki Lohengrins, en í nóvember muni hann syngja hlutverk, sem hann hafi búið sig lengi undir; aðalhlutverkið í Óþelló eftir Verdi í uppfærslu Christians Thielemanns í Bologna. Febrúardagskrá menningarársins í Kaupmannahöfn Framúrstefnuleikhús og Afturgöngur Ibsens INNTAK verksins um Snýörhníf er að allar hetjur séu orðnar óþarfar, enginn þurfi á þeim að halda og goðsagnirnar dauðar. Byr und- ir báða vængi KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari sagði í samtali við Morg- unblaðið að með frammistöðu sinni í óperuhúsinu í Hamborg hefði honum tekist að hnekkja þeim ummælum sínum að Þjóð- veijar væru þungir á bárunni og erfitt væri að „skaka við sálartetr- inu í þeim“. „Það voru fagnaðarlæti í 5-6 mínútur eftir tvær aðalaríurnar, „Ah! si ben mio“ og „Di quella pira“. Ég kom þrisvar framfyrir tjaldið eftir aríurnar og það end- aði með því að við hljómsveitar- stjórinn ákváðum að endurtaka seinni aríuna, þetta var gífurlega gaman,“ sagði Kristján og bætti við að fróðir menn hefðu sagt að þeir hefðu ekki heyrt svona læti í leikhúsinu i a.m.k. 20 ár. Hann sagði að ef vel tækist með þessar tvær aríur, sem eru hver á eftir annarri, væri ávallt vel fagn- að. Sú fyrri er rómantísk, ljóðræn og viðkvæm og er lykill að vel- gengni hinnar þar sem mikil átök eru og tenórinn fer m.a. upp á háa c-ið. „Þetta heppnaðist mjög vel hjá mér. Mér tókst að halda ró minni og syngja þá fyrri mjög vel og var óþreyttur og afslappaður þegar kom að þeirri seinni. Dómar hafa verið n\jög jákvæð- ir undanfarið og gefið mér byr undir báða vængi. Þetta er allt að breytast smám saman mér í hag. Það eru kynslóðaskipti á 20 ára fresti þjá stórtenórum. Ég er af annarri kynslóð en þessir þrír frægustu og minn tími mun koma,“ sagði Kristján. Stór samningur í eldinn „Það fuðraði upp í mér hjartað og stór samningur við bruna óperuhússins í Feneyjum á dög- Sigrún Davíðsdóttir hefur gluggað í leikdag- ------- ... ----------- skrá Kaupmannahafnar, auk þess sem hún segir frá nýrri sýningu þar. LEIKHÚSDAGSKRÁ febrúarmán- aðar á menningarári Kaupmanna- hafnar einkennist af framúrstefnu- verkum, hráum nútímaverkum og svo sígildum Ibsen. Auk þess er nýhafín sýning á verki eftir banda- ríska leikhúsmanninn Gerald Thom- as hjá Dr. Dantes Aveny leikhúsinu í leikhúshverfinu gamla á Friðriks- bergi. Mammut leikhúsið hefur undan- farin ár sérhæft sig í viðamiklum leiksýningum, eins og nafn leikhúss- ins gefur til kynna. Sunnudaginn 4. febrúar verður frumsýnt verk eft- ir ástralska rokktónlistarmanninn Nick Cave. Cave er 35 ára gamall, hefur spilað með The Birthday Party og nú með The Bad Seeds, en einn- ig gefið út ljóða- og smásagnasafn. Leikrit Mammut leikhússins heitir Da æslet sá englen og segir frá tví- burum, sem fæðast á rusiahaugum. Við fæðinguna deyr annar þeirra, en verður nokkurs konar verndar- engill bróðurins á leið hans um lífið. Tónlistin í sýningunni er eftir danska tónskáldið Nils Lassen, er spilar í LEIKRIT Mammut leikhúss- ins heitir Da æslet sá englen . hljómsveitinni OK Kings, sem spilar undir í sýningunni. Mammut leikhús- ið hefur ekki fast aðsetur, en sýning- arnar nú eru í Kanonhallen á Austur- brú, um 5 mínútna bíltúr frá Ráðhús- torginu og standa út mánuðinn. Og eins og Annette Scavenius leikhús- stjóri sagði, þegar verkið var kynnt blaðamönnum, þá hafa uppsetningar mammútanna verið mis vel heppn- aðar, en alltaf athyglisverðar. Stórborgarsaga frá Glasgow verð- ur flutt af gestum frá Glasgow Citiz- ens Theatre, sem þykir með athyglis- verðari leikhúsum á Bretlandseyjum, kunnugt fyrir sterka líkamstjáningu og stórbrotna máltilfinningu. Bresk- ur gagnrýnandi sagði um eina sýn- ingu leikhússins að ef allar sýningar þess væru svo góðar, myndi hann flytja til Glasgow. Verkið heitir Trainspotting of Irvine Welsh og gerist í niðurníddu og hráslagalegu hverfí í Edinborg meðal eiturlyfja- neytenda, sem varla tala neitt mál lengur. Leikstjóri er Harry Gibson. Leikhópurinn sýnir í Terra Nova leikhúsinu á Vesterbrogade 149 frá 27. febrúar til 2. mars. Afturgöngur norska leikskáldsins Henrik Ibsens þarf ekki að kynna, en hópur frá norska Þjóðleikhúsinu í Osló sýnir marglofaða uppsetningu verksins á fjölum Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn 28. og 29 febrúar. Að hetjunum gengnum Gerald Thomas er leikhússmaður frá New York, gyðingur í ofanálag og eins og margir andans menn af þessum toga þá er honum létt um málbeinið. Líka þegar hann ræðir við blaðamenn um verk sín, eins og hann gerðir fyrir frumsýningu á nýjasta verki sínu: Smjörhnífurhöfð- ingi og afturganga erkióvinar hans, Kryptodick. Thomas er rúmlega fer- tugur að aldri og hefur búið í Eng- landi, Brasilíu, Þýskalandi og nú í New York. Hann var uppáhaldsleik- stjóri Samuel Becketts og undir stjórn Thomas voru nítján verka hans frumsýnd. Undanfarin ár hefur hann unnið með bandaríska tón- skáldinu Philip Glass að óperuupp- setningum verka Glass, en hann setur einnig á svið klassískar óperur og þar er Wagner ekki síst í miklu uppáhaldi hans, en á næstunni mun hann setja Carmen og Don Giovanni upp í Paris. Verkið um Smjörhníf höfðingja samdi Thomas fyrir Dr. Dante-leik- húsið og þannig vinnur hann gjarn- an. Segir leikhús sem einungis grund- vallist á texta vera of takmarkað og kýs að nota allar leiðir til að ná til áhorfenda. Inntak verksins um Sn\jörhníf er að allar hetjur séu orðn- ar umframar, enginn þurfí á þeim að halda og goðsagnirnar dauðar. Verkið gefur Dr. Dante-leikurunum tækifæri til að spreyta sig utan Dan- merkur, því ný verk eftir Thomas vekja athygli, svo til stendur að fara í leikferðir með verkið. Hugmynd Thomas er spennandi. Súperman gengur um blindur og James Bond er skoplegur, þó hann sé Bondlegur og snjall. En umfram allt þá þarf enginn á þeim að halda og þó þeir reyni að hjálpa til, tekst það óhönduglega. En hugmyndin ein ber verkið ekki uppi og það nær aldrei að lyfta sér upp úr baráttu við að verða eitthvað, sem ekki ræt- ist, þrátt fyrir góða frammistöðu góðra leikara. í haust kemur Thom- as aftur í heimsókn til Kaupmanna- hafnar og þá með eiginn hóp. Þó sýningin nú sé ekki sérlega áhuga- verð þá vekur hróður Thomas löngun til að kynnast fleiri hliðum þessa umsvifamikla leikhússmanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.