Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Frekar heims- borgín en hafið Menningin eða öllu held- ur listin lá í loftinu á heimili íslensku sendi- herrahjónanna í París nýlega. Sverrir Haukur Gunnlaugsson og Guðný Aðalsteinsdóttir efndu til móttöku Kristni Sig- mundssyni til heiðurs, en þangað fór Þórunn Þórsdóttir og hitti söngvarann og fleirí _____góða gesti._____ LÓFATAKIÐ var langt og mikið og söngvarar í aðal- hlutverkum hneigðu sig djúpt, lögðu hönd að hjarta- stað, sendu fingurkossa. Einn þeirra, hávaxinn og reffilegur maður með mikla rödd, klappaði fyrir hljómsveit- inni, brosti breitt og veifaði til áhorf- enda í kveðjuskyni. Þetta var Kristinn Sigmundsson, sem söng í sfðasta sinn í La Boheme í Bastillu-óperunni í París seint í janúar. Hann hafði verið í Frakklandi frá því í nóvember, lang- dvölum fjarri heimilinu í Kópavogi, eins og Smugusjómaður að eigin sögn, þótt óneitanlega vilji hann frek- ar heimsborgina en hafið. Við hittumst á gðmlu og reykmett- uðu kaffihúsi við Rivoligötu fyrir sýn- inguna og ákveðum strax að flýja sígarettuskýið. Förum á stærri stað með betra lofti og fáum okkur svo- kallað Ólakaffi, sterkt með heitri mjólk. Kristinn er ánægður með síð- ustu vikur, sýningarnar á óperunni vinsælu eftir Puccini hafa notið feikna vinsælda og fengið lof gagnrýnenda. Hann segist ekkert sérstaklega franskur eftir vistina, fái sér til dæm- is bara neskaffi og jógúrt á morgn- ana, en hvorki „croissant" né „es- presso". Eitt hafí hann þó gert að hætti Parísarbúa að undanförnu; far- ið fótgangandi um allar trissur og skemmt sér við að skoða sögufrægar KRISTINN Sigmundsson er kominn heim eftir langa törn í Paris. auk nokkurra samstarfsmanna Krist- ins í La Boheme. Þarna var vitanlega glatt á hjalla og einn vina Kristins úr óperunni, barítonsöngvarinn Jason Howard, sagði að svona boð væru til fyrirmyndar, glæsileg híbýli og glitr- andi ljós, hann vildi búa á slíkum stað og halda veislu á hverju kvöldi. Kristinn kímir þegar ég hef þetta eftir og segir Howard með hugann við falleg heimili um þessar mundir, hann hafí fest kaup á húsi í London og sé að láta gera það upp. Svona hluti viti hann um kollega rétt eins og hvernig viðkomandi bregst við álagi. Menn kynnist með svolítið sér- stökum hætti í óperunni, oft takist vinátta sem vegi á móti því sem meira er talað um varðandi þekkta söngv- ara, þrúgandi spennu og deilur. Hann hafi verið svo heppinn að eignast miklu frekar vini en óvini og end- urnýja kynnin öðru hverju þegar sungið er í sömu óperu. „Mín tilfínn- ing er sú að þetta sé eins og meðal- stór menntaskóli," segir hann, „söngvarar sem flakka milli óperuhúsa til að syngja í stærri hlutverkum. Ætli við séum miklu fleiri en 200, maður sér býsna oft sömu andlitin." Argentískur bassasöngvari, Carlos Feller, annar vinur Kristins úr óper- unni, kom í boð sendiherrahjónanna. Þeir kynntust á Þýskalandsárum Kristins, sem lauk 1994 þegar hann fluttist með fjölskyldu sinni í Kópa- voginn. Nú mætti frekar tala um Frakklandsár því söngvarinn verður mikið í París næstu misserin. Eða Wagnerstíma vegna þess að Kristinn sér fram á söng í allnokkrum óperum Þjóðverjans þungbrýnda. Hvort hann hittir þar ameríska sópraninn Gwynne Geyer er óvíst, en hún hefur sungið á móti honum bæði síðustu vikur í La Boheme og áður. Þriðji erlendi söngvarinn úr La Boheme, sem skemmti sér í sendiráðs- boðinu, er í miklum metúm hjá Kristni. „Franck Leguérinel er með bestu óperusöngvurum Frakka núna," segir Kristinn um þennan unga og að því er virðist hlédræga mann. Hlédrægur er kannski ekki rétta orðið um annan ungan söngvara MARGRÉT Sigfúsdóttir og Þórður Friðjónsson ræðast við. HÖGNA Sigurðardóttir arkitekt og Sigrún Úlfarsdóttir. FRÚ Jacquillat ásamt vini sínum og hjónunum Önnu Sólveigu og Claude Sihma. Morgunblaðið/Þórunn Þórsdóttir ÚR móttöku sendiherrahjónanna í París, sem þau héldu Kristni Sigmundssyni og samverkamönnum hans í Bastillu-óperunni til heiðurs. Frá vinstri: Jason Howard, Kristinn Sigmundsson, Guðný Aðalsteinsdótt- ir sendiherrafrú, Carlos Feller, Franck Leguérinel og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra. byggingar og anda að sér gamalgró- inni menningu. Menningin eða öllu heldur listin lá líka í loftinu á heimili íslensku sendi- herrahjónanna í París nýlega. Sverrir Haukur Gunnlaugsson og Guðný Að- alsteinsdóttir efndu til móttöku Kristni til heiðurs og buðu aðallega íslendingum sem sinna list og skap- andi efnum ýmiss konar í borginni í Boheme, örugglega frægari. Roberto Alagna, skærasta tenórstjarna augnabliksins af yngri kynslóð, er öllu heldur ómannblendinn. Sam- starfsfólk hans vitnar um það, Krist- inn segir hann hafa verið fjarlægan eins og margar stórstjörnur en fjarska þægilegan. Líklega myndi kvenstjarna sýning- arinnar, Leontina Vaduva, sem söng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.