Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 4

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 4
4 C LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 C 5 heimili íslensku sendi- herrahjónanna í París nýlega. Sverrir Haukur Gunnlaugsson og Guðný Aðalsteinsdóttir efndu til móttöku Kristni Sig- mundssyni til heiðurs, en þangað fór Þórunn Þórsdóttir og hitti söngvarann og fleiri góða gesti. Lófatakið var langt og mikið og söngvarar í aðal- hlutverkum hneigðu sig djúpt, lögðu hönd að hjarta- stað, sendu fingurkossa. Einn þeirra, hávaxinn og reffilegur maður með mikla rödd, klappaði fyrir hljómsveit- inni, brosti breitt og veifaði til áhorf- enda í kveðjuskyni. Þetta var Kristinn Sigmundsson, sem söng í síðasta sinn í La Boheme í Bastillu-óperunni í París seint í janúar. Hann hafði verið í Frakklandi frá því í nóvember, lang- dvölum fjarri heimilinu í Kópavogi, eins og Smugusjómaður að eigin sögn, þótt óneitanlega vilji hann frek- ar heimsborgina en hafið. Við hittumst á gömlu og reykmett- uðu kaffihúsi við Rivoligötu fyrir sýn- inguna og ákveðum strax að flýja sígarettuskýið. Förum á stærri stað með betra lofti og fáum okkur svo- kallað Ólakaffi, sterkt með heitri mjólk. Kristinn er ánægður með síð- ustu vikur, sýningamar á óperunni vinsælu eftir Puccini hafa notið feikna vinsælda og fengið lof gagnrýnenda. Hann segist ekkert sérstaklega franskur eftir vistina, fái sér til dæm- is bara neskaffi og jógúrt á morgn- ana, en hvorki „croissant" né „es- presso“. Eitt hafi hann þó gert að hætti Parísarbúa að undanförnu; far- ið fótgangandi um allar trissur og skemmt sér við að skoða sögufrægar ur listin lá í loftinu á KRISTINN Sigmundsson er kominn heim eftir langa törn í París. auk nokkurra samstarfsmanna Krist- ins í La Boheme. Þarna var vitanlega glatt á hjalla og einn vina Kristins úr óperunni, barítonsöngvarinn Jason Howard, sagði að svona boð væm til fyrirmyndar, glæsileg híbýli og glitr- andi Ijós, hann vildi búa á slíkum stað og halda veislu á hveiju kvöldi. Kristinn kímir þegar ég hef þetta eftir og segir Howard með hugann við falleg heimili um þessar mundir, hann hafí fest kaup á húsi í London og sé að láta gera það upp. Svona hluti viti hann um kollega rétt eins og hvernig viðkomandi bregst við álagi. Menn kynnist með svolítið sér- stökum hætti í óperunni, oft takist vinátta sem vegi á móti því sem meira er talað um varðandi þekkta söngv- ara, þrúgandi spennu og deilur. Hann hafi verið svo heppinn að eignast miklu frekar vini en óvini og end- urnýja kynnin öðru hveiju þegar sungið er í sömu óperu. „Mín tilfinn- ing er sú að þetta sé eins og meðal- stór menntaskóli," segir hann, „söngvarar sem flakka milli óperuhúsa til að syngja í stærri hlutverkum. Ætli við séum miklu fleiri en 200, maður sér býsna oft sömu andlitin." Argentískur bassasöngvari, Carlos Feller, annar vinur Kristins úr óper- unni, kom í boð sendiherrahjónanna. Þeir kynntust á Þýskalandsárum Kristins, sem lauk 1994 þegar hann fluttist með flölskyldu sinni í Kópa- voginn. Nú mætti frekar tala um Frakklandsár því söngvarinn verður mikið í París næstu misserin. Eða Wagnerstíma vegna þess að Kristinn sér fram á söng í allnokkrum óperum Þjóðveijans þungbrýnda. Hvort hann hittir þar ameríska sópraninn Gwynne Geyer er óvíst, en hún hefur sungið á móti honum bæði síðustu vikur í La Boheme og áður. Þriðji erlendi söngvarinn úr La Boheme, sem skemmti sér í sendiráðs- boðinu, er í miklum metúm hjá Kristni. „Franck Leguérinel er með bestu óperusöngvurum Frakka núna,“ segir Kristinn um þennan unga og að því er virðist hlédræga mann. Hlédrægur er kannski ekki rétta orðið um annan ungan söngvara MARGRÉT Sigfúsdóttir og Þórður Friðjónsson ræðast við. HÖGNA Sigurðardóttir arkitekt og Sigrún Úlfarsdóttir. Frekar heims- borgin en hafið Menningin eða öllu held- Morgunblaðið/Þórunn Þórsdóttir ÚR móttöku sendiherrahjónanna í París, sem þau héldu Kristni Sigmundssyni og samverkamönnum hans í Bastillu-óperunni til heiðurs. Frá vinstri: Jason Howard, Kristinn Sigmundsson, Guðný Aðalsteinsdótt- ir sendiherrafrú, Carlos Feller, Franck Leguérinel og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra. FRÚ Jacquillat ásamt vini sínum og hjónunum Önnu Sólveigu og Claude Sihma. byggingar og anda að sér gamalgró- inni menningu. Menningin eða öllu heldur listin lá líka í loftinu á heimili íslensku sendi- herrahjónanna í París nýlega. Sverrir Haukur Gunnlaugsson og Guðný Að- alsteinsdóttir efndu Lil móttöku Kristni til heiðurs og buðu aðallega íslendingum sem sinna list og skap- andi efnum ýmiss konar í borginni í Boheme, örugglega frægari. Roberto Alagna, skærasta tenórstjarna augnabliksins af yngri kynslóð, er öllu heldur ómannblendinn. Sam- starfsfólk hans vitnar um það, Krist- inn segir hann hafa verið fjarlægan eins og margar stórstjörnur en fjarska þægilegan. Líklega myndi kvenstjarna sýning- arinnar, Leontina Vaduva, sem söng ~r- Mimi, ekki taka undir það að Alagna sé þægilegur í umgengni. Þau lentu, að sögn franskra fjölmiðla, í rimmu sem olli því meðal annars að hann neitaði að koma fram á sviðið eftir eina sýninguna. Alagna lét sig þó hafa það að koma fram fyrir áheyr- endur eftir síðustu sýninguna, en þá var það Vaduva sem birtist ekki fyrr en rétt í lokin afar veikluleg. Maður hélt helst að hún lifði sig áfram svona sterkt inn í hlutverk hinnar berkla- veiku Mimiar, en raunin mun hafa verið sú að hún fékk aðsvif eftir að tjaldið féll. Drama óperunnar er þannig ekki leikur einn, alvarleg atvik eiga sér stað á sviðinu og Kristinn segist sleg- inn af frétt um andlát söngvarans Richards Versall á sviði Metropolitan í New York nýverið. Hann hafi unnið með þessum manni. Áður hafi barít- onsöngvarinn Leonard Warren orðið bráðkvaddur í húsinu. Óneitanlega sé einkennilegt að þeir ________________ tveir söngvarar sem látist hafa á sviði Metropolitan hafa báð- ir verið að syngja um dauðann þegar hann sótti þá sjálfa. En skemmtilegir og óvæntir atburðir gerast oftar í óperunni og hún er full af sérkennilegri spennu. „Einu sinni var hringt í mig til Wiesbaden á hádegi og óskað eftir því að ég kæmi til Bremen fyrir kvöldið, til að hlaupa í skarðið fyrir veikan söngvara," segir Kristinn „Ég fékk flugfar klukkan tvö og komst í óperuna klukkan fimm, þegar opnað var eftir síðdegishlé. Þá fékk ég hálftíma með leikstjóranum, sem leiddi mig gegnum sýninguna og korter með hljómsveitarstjóranum. Hefðbundið taugaáfall skók búninga- deildina: Síkka, víkka, stækka með öllum hugsanlegum aðferðum fyrir sýninguna sem hófst á slaginu klukk- an sjö. Ég veit svo ekki betur en hún hafi gengið prýðilega.“ Hvernig ætli sé að stökkva af einu sviði á annað, kannski milli ólíkrar tónlistar? Kristni finnst fjölbreytnin geysiskemmtileg, hann segist vilja Vill syngja flestar gerðir tónlistar fyndinn svo mann verki í magann, enda samstarfsmaður Monty Python gengisins svo einhveijir séu nefndir, og færan um að svipta tilfinningum samstarfsfólks í viðeigandi áttir. „Venjulega var allt sem hann sagði brandari, út í gegn, og svo kom að æfingum á lokasenu óperunnar þar sem ærsl og læti ætla allt um koll að keyra. Musetta, léttlynd vinkona Mimiar, kemur í gleðina með þá frétt að Mimi sé að deyja og allt breytist á þessu andartaki. Miller sagði við okkur að hann þekkti úr starfi sínu þessar aðstæður, ekkert væri rétt, aliir klaufalegir við dánarbeð. Þetta væru aðstæður sem ekki væri hægt að æfa, við yrðum að hugsa um það. Vonandi hefur þetta skilað sér á sýn- ingunum, þetta var að minnsta kosti eina æfíngin sem ég fór dapur af.“ Kristinn hrósar líka hljómsveitar- stjórum óperunnar, Louis Langrée og á fyrri sýningum James Conlon. Hann ____________ talar sérstaklega vel um Conlon og segir hann líka hafa haft þann hæfileika að treysta fólki og leyfa því að njóta sín. Eftir tvær sýningar i ...... á viku frá því í nóvem- ber, meira að segja á aðfangadagskvöld, þykir íslendingn- um heimakæra gott að hafa pakkað niður, eiga eitt kvöld í óperunni eftir og ætla svo heim næsta morgun. „Ef ég hefði ekki gripið í taumana hefði ég verið burtu frá ágúst á síðasta ári fram í júní. Það gengur auðvitað ekki, konan mín og strákarnir þurfa líka að sjá mig og ég þau. Ég fór heim í nokkra daga um daginn og reyni að gera það alltaf á einhverra vikna fresti. Ef ég er lengur en mánuð í burtu kemur konan mín í heimsókn og synirnir í skólafríum.11 Við tölum meira, kannski of mik- ið, hugsa ég, því Kristinn þarf að syngja um kvöldið, og förum svo í óperuna þar sem hann býr sig undir sýninguna og ég tek stöðu í biðröð eftir ósóttum miðum. Ásókn í sæti á La Boheme er ótrúleg, virðulegt fólk springur úr bræði yfir því að fá ekki MÁR Guðmundsson og Hildigunnur Bieltvedt. syngja sem flestar gerðir tónlistar meðan hann getur. Hingað til hafi hann mest verið í „ítalska faginu“ en næstu ár taki hann líka til við Wagn- er, í Rínargullinu undir stjórn Ricar- dos Muti á Scala í júní og í Lohengr- in og Parsifal í París fyrri hluta næsta árs. Nútíð og nánasta framtíð feli í sér hlé með fjölskyldu og vinum á íslandi og síðan söng í Dresden í Brúðkaupi Fígarós og Oskubusku eft- ir Rossini. Viðskiptasjónarmið ráða stundum verkefnum söngvara, umboðsmaður selur „sína rödd“ til viss brúks, en þetta er ekki raunin með Kristin. Óperustjórar vilja ia hann til ólíkra verka og helst að hann segi umboðs- mann sinn ekki sjá hag af þvl að skipuleggja ljóðatónleika, þeir gefi lítið í aðra hönd. „Kosturinn við tón- leika er að vera sinn eigin herra, einn með píanói,“ segir Kristinn, „árangur- inn verður alltaf bestur þegar maður fær frelsi til að túlka eftir eigin til- finningu. í hvaða tegund tónlistar sem er og hvaða starfi sem er. Þetta hefur Jonathan Miller vitað, leikstjóri uppfærslunnar á La Bo- heme, reyndur geðlæknir sem sneri sér að leikhúsinu. Kristinn segir hann með allra skemmtilegustu mönnum, miða rétt fyrir sýningu, ég hef séð það því þetta er ekki fyrsta tilraunin til að fá miða. Fyrir utan selja frakkaklæddir kumpánar ódýr sæti á uppsprengdu verði, alltaf á stjákli, flóttalegir og kænir. Innandyra tekst að fá löglega miða, bravó, eins og óperugestir hrópa í sýningarlok og meiriháttar eins og Kristinn segir sjálfur um þessa óperu. „í henni sameinast afar falleg tónlist og áhrifarík saga, sem gæti allt eins gerst í dag. Þess vegna skemmir ekki að leikstjórinn hafi, eins og hans er siður, fært sögusviðið frá síðustu öld yfir á þessa.“ Fyrir vikið verður óp- eran skiljanlegri, ályktar Kristinn, og skemmtilegri hugsa ég um kvöldið þegar ég heyri hana og sé og hef varla upplifað aðra eins veislu í leik- húsi. Söngvararnir koma I síðasta sinn fram á sviðið, Kristinn veifar aftur, klappar á bak hljómsveitarstjórans og hverfur síðastur bak við tjaldið. Hann hafði bæði tiplað á tánum og grínast í óperunni og sungið angur- vært og mjúklega við dánarbeð Mim- iar. Ábyggilegá rétt hjá honum með Smuguna og sjóinn, betra að hafa svona mann í sviðsljósinu í París eða þar annars staðar sem skært skín. Innra líf manneskjunnar „Expressjónisminn var stefna í listum sem hafði mótandi áhrif á allar helstu listgreinar í Þýska- landi og víðar snemma á 20. öld. Stefnan er stundum skilgreind á þá leið að með henni sé leitast við að sýna innra líf manneskj- unnar frekar en hið ytra. í þýskri kvikmyndagerð á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina var expressjónisminn auðkenndur með ofurstílfærðri sviðsmynd, leik, lýsingu og sjónarhornum. Truflandi og abstrakt sviðs- myndin var því oft jafn Ijáning- arrík og leikararnir. Expres- sjónískar kvikmyndir voru alltaf teknar í myndveri, m.a. til að hafa fullkomna stjórn á sviðs- kvikmyndagerð samtímans. Myndin hafði gífurlega víðtæk áhrif á listalíf í Þýskalandi, m.a. byggingarlist, tónlist og leiklist og varð einnig fyrst til að vekja verulega athygli á alþjóðamark- aði. Jafnframt var hún með fyrstu hryllingsmyndunum og gaf fordæmi í handritsgerð slíkra mynda sem er notað enn í dag. Handritshöfundar myndar- innar voru þeir Hans Janovitz og Carl Mayer, en sá fyrrnefndi fékk hugmyndina að myndinni þegar dularfullt morð á ungri stúlku var framið á bæjarmark- aði. Carl Mayer hafði orðið fyrir illri meðferð geðlækna þegar hann var hermaður í fyrri Tónskáldið Giuseppe Becce, sem samdi tónlistina við mynd- ina, hefur stundum verið nefnd- ur „Toscanini kvikmyndatón- listarinnar". Einungis tókst að finna 15% af upprunalegum tón- smíðum Becces sem hann samdi sérstaklega fyrir „Sýningu Doktors Caligari", en stuðst er við stef úr tónverkum Wagners, (Tristan, Valkyijurnar) Schu- bert (Erlkönig) og Strauss," seg- ir í kynningu. Að viðburðinum standa Goethestofnun, Þýska sendiráð- ið, Norræna húsið, Háskólabíó, Sinfóníuhljómsveit íslands og Kvikmyndasafn Islands. Miða- verð er 1.000 krónur fyrir sýn- inguna. „HÁPUNKTUR kvikmyndahá- tíðarinnar í tilefni aldarafmælis kvikmyndanna er sýning á þöglu myndinni „Sýning Doktors Caligari" (Das Kabinet des Dokt- or Caligari) við undirleik Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 7. febrúar. Hljómsveitar- stjórinn er Þjóðveijinn Mark A. Schlingensiepen, en hann er sér- hæfður í tónlist við þögular myndir og hefur stjórnað hljóm- sveitum við svipaða atburði víða um heim. Sýningin hefst klukk- an 20. „Sýning Doktors Caligari“ eftir Robert Wiene var gerð árið 1919 í Þýskalandi. Hún er ein af allra frægustu þýsku expres- sjónísku kvikmyndunum frá tímabilinu kringum fyrri heims- styrjöld en það tímabil stóð fram á síðari hluta þriðja áratugarins. Myndin er tímamótaverk í kvik- myndasögunni og jafnframt ein af fyrstu listrænu kvikmynda- verkunum. Sagan er hugarburð- ur geðsjúklings en hann segir öðrum sjúklingi frá dularfull- um sýningarmanni að nafni Doktor Caligari, sem ferðast um á milli borga í Þýskalandi og sýnir skemmtiatriði sín á mörkuðum. hann not- ar svefngengil til að fremja fyrir sig morð og eftir að hafa látið hann myrða besta vin sögumanns og nema ástmey hans á brott kemur í ljós að Doktor Caligari er í rauninni forstöðumaður geð- veikrahælis. Myndin hafði gífurleg áhrif á dramatíska kvik- myndalist vegna hinn- ar sérstæðu sviðs- myndar, óvenjulegra sjónarhorna, seið- magnaðs leiks og hins óræða og óvænta loka- atriðis,“ segir í kynningu. „Sýning doktors Caligari“ myndinni og lýsingin var viljandi gervileg til að leggja áherslu á skörp skil (jóss og skugga. Mikið var lagt upp úr óvenjulegum sjónarhornum til að endurspegla draumkennda veröld og leikar- arnir útfærðu tilfinningar út í hið óendanlega. Með þessum aðferðum vonuðust aðstandend- ur „Sýningar Doktors Caligari" til að frelsa kvikmyndina undan þráhyggjunni að líkja eftir veru- leikanum, sem var ríkjandi í heimsstyijöldinni og lagði hann til þátt Caligaris og geðveikra- hælisins í myndinni. Uppistaða sviðsmyndarinnar voru sér- kennileg málverk. Saman sköp- uðu þeir dökka mynd af Þýska- landi millistríðsáranna þar sem ríkir mikið vantraust á yfirvöld- um. Myndinni var breytt þannig að sagan er helberir hugarórar sjúks manns, þeim Meyer og Janowitz til mikillar óánægju, en lokasenan er þó óræð og má túlka á ýmsa vegu. Toscanini kvikmyndatónlistarinnar „Sýningin Doktor Caligari" hafði djúpstæð áhrif á marga af frægustu kvikmy ndaleikstj ór- um sögunnar, m.a. Antonioni, Alfreð Hitchcock, leikstjóra bandarísku „myrku myndanna" (film noir) og Orson Welles, en í mynd hans „Citizen Kane“ get- ur að Iíta mikið af stílbrögðum þýsku expressjónistanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.