Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 7

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 C 7 Morgunblaðið/Einar Falur Síðasta sýningarhelgi DÝRSLEGT „TÓM herbergi eru í sjálfu sér áhugaverð, hlutföll, gólf og loft, skuggspil og litbrigði - andblær þeirra, auk tengsla við hinn ytri heim. Ahugi minn beinist að því að vinna með þessa eiginleika, að metta rýmið án þess að vinna Málverka- uppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Borg heldur mál- verkauppboð á Hótel Sögu á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Boðin verða 80 verk, flest eftir gömlu meistarana og má þar nefna Jóhannes S. Kjarv- al, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason, Mugg, Þór- arinn B. Þorláksson, Jón Þor- leifsson og Kristínu Jónsdótt- ur. Uppboðsverkin eru sýnd í hinum nýju húsakynnum-Gall- erís Borgar í Aðalstræti 6 í dag og á morgun kl. 12-18. gegn því,“ segir Ingólfur Arnars- son myndlistarmaður en sýningu hans í Ingólfsstræti 8 lýkur nú á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. V atnslita- myndir í safni Asgríms SÝNING á vatnslitamyndum Ás- gríms Jónssonar verður opnuð í dag, laugardag, í safni hans á Bergstaðarstræti 74 í Reykjavík. Sýndar verða um 25 myndir frá um fimmtíu ára tímabili á ferli Iistamannsins, sú elsta frá 1904 og sú yngsta frá 1952, og sýna þær breiddina í túlkun og tækni þessa mikla vatnslitamál- ara. Sýningin stendur út marsmán- uð og er opin á opnunartíma safnsins, laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30 til 16. Aðgangur er ókeypis. LEIKLIST Vcrslunarskóli I s 1 a n d s CATS (KISUR) Söng- og dansleikur eftir Andrew Lloyd Webber Eftir ljóðum T.S. Eliot Magnea Matthíasdóttir þýddi Leik- stjóri: Ari Matthiasson Tónlistar- stjóri: Þorvaldur B. Þorvaldsson Danshöfundar: Bima og Selma Bjömsdætur Aðalleikendur: Kjartan Sigurðsson, Valgerðm- Guðnadóttir, Þómnn Egilsdóttir Sigríður Krist- jánsdóttir, Jóna Valdimarsdóttir, Iris Stefánsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Rún Ingvarsdóttir, Bjartmar Þórðar- son, Ami Georgsson, Hildur Hall- grímsdóttir, Georg Haraldsson, Breki Johnsen Tónlistarflutningur: Tweety auk blástui'hljóðfæraleikara Förðun: Ágústa og margar fleiri Búningan Anna María og fleiri ung- ar meyjar. Frumsýning 1. febrúar, Loftkastalanum. ÞESSI söngleikur hefur geisað í London lengur en elstu menn muna og ætlar sér trú- lega að elta uppi á mjúkum þófum Músagildruna hennar Agöthu Christie sem er búin að vera þar svo lengi á fjölun- um að hún treyst- ir sér ekki aftur upp í hillu. Kisur eru þriðji söng- leikurinn sem ég hef séð hjá Versl- ingum á undan- förnum árum, og svei mér þá, ég held þeim sé alltaf að fara fram. Valgerður Guðnadóttir (sem áður hefur sungið með V.í.) sér áhorfendum rækilega fyrir gæsahúð með sín- um fagra söng í lokalagi sýningar- innar, en þó eru það dansaramir, förðunar- og bún- ingahönnuðir sem gera þessa sýn- ingu að því augnakonfekti sem hún er. Dans- arar eru vel samæfðir, þokka- fullir mjög, og sýna færni sem að- eins er til sem draumur í hugum alls þorra fólks. Þar að auki sýna sumir þeirra ágæta leikræna takta, ekki síst þær Sigríður Ósk og Jóna 'Ellen. Það vom hvergi dauðir punktar í þessari sýningu, hún var þrungin orku, fjöri og kankvísum húmor, og fyrir það verður að hrósa þeim sem sýningunni stýra og einn- ig hljómsveitinni sem spilaði aldeilis prýðilega. Búningahönnuðir og förðunar- meistarar gefa svo sýningunni eink- anlega frekt og fallega litskrúðugt yfirbragð. Þessi sýning leið eins og gleðilegur draumur. Þá var afar ánægjulegt að heyra hve Verslingar tóku vel undir tíma- bær og vel mælt varnaðarorð skóla- stjórans í setningarávarpi hans gegn efnafræðilega framkallaðri falsgleði. Falsgleði sást hvergi á brá þessa góðu stund með Verslingum, heldur sú sanna ánægja sem hlýst af því að gera góða hluti vel. Guðbrandur Gíslason SÝNING á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar verður opnuð í dag, laugardag. Efnilegur flautuleikari TÖNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit Islands. Hljóm- sveitarstjóri En Shao. Einleikari Hallfríður Ólafsdóttir. Fimmtudagur 1. febrúar. RÚN eftir Áskel Másson var fyrsta viðfangsefni kvöldsins og jafnframt frumflutningur, en verið er samið 1993 og 4, segir í efnis- skrá. Rún er samin fyrir stóra hljómsveit og tekur 10 mín. í flutn- ingi. Áhrif fyi-stu sekúndu verksins minntu undirritaðan strax á „gam- alt“ verk íslenskt, sem á sínum tíma veitti höfundi sínum Norðurlanda- verðlaun. 1 því verki tóku einleiks- hljóðfærin við, eftir áhrifamikinn eintóna inngang. í kvöld var þessi áhrifamikli inngangur styttri og framhaldið hafði enga eiginleika til að skreyta sig með, höfundur varð að stóla á kunnáttu sína og eigið ágæti, svo og stóra hljómsveit og ekki er auðvelt á aðeins tíu mínútum að nýta stóra sinfóníuhljómsveit að ekki verði yfirborðslegt eða bros- legt. Áskell slapp við hvoit tveggja. í kringum einskonar miðpunkt, sem tónlistin leitaði alltaf öðru hveiju til, lék hún sér í litlum og temaískum uppákomum, fór aldrei langt frá upphafi sínu og, eins og fyrr sagði, aldrei lengra en svo að hún rataði aftur heim. Æfing í hljóðfæraritun, skógarstemmning og japanskt Ijóð kom upp í huga manns, hvort ein- hver önnur ætlan var í huga höfund- ar skýrist með tímanum, en Áskeli er óskað til hamingju með gott verk og e.t.v. einskonar vendipunkt í tón- ritun sinni, en hann er orðinn stór- virkur í tónsköpun íslenskri. Það er kannske ekki undarlegt að Danir skuli hafa átt tvo afkasta- mestu sinfóníkera Norðurlanda, þá Carl Nielsen og Vagn Holmbo, Sib- elius væri vitanlega meðtalinn ef danskur væri. Fyrir Dani, sem voru sterklega undir þýskum menningar- straumum, var annaðhvort að láta risann í suðri gleypa sig eða reyna að halda sínum stíl og það tókst þeim, afraksturinn frábærir tónlist- armenn á flestum sviðum og hár tónlistar-„standard“. Kannske er ástæðan í ætt við þá skýringu sem þekktur orgelsmiður danskur svar- aði til þegar hann var spurður: „Á meðan þýskararnir stóðu í styijöld- um í hinar og þessar áttir gátum við haldið áfram ótruflaðir við að þróa orgelsmíðina.“ Flautukonsert Carls Nielsens er kannski ekki hans heillegasta tónsmíð, stíltegundir fyrri hluta aldarinnar virðist flestar vera komnar upp á borð hjá honum í konsertinum, kannski viljandi, því með konsertinum vill hann hræra upp í dönsku tónlistarlífi. Konsert- inn ber þó yfirbragð meistara síns og með fáguðum leik lifnar verkið og skýrist. Þessa fágun á Hallfríður Ólafsdóttir í sínum flautuleik, tækni hennar mjög góð og tónninn falleg- ur. Þar sem undirritaður sat kæfði hljómsveitin flautuna á stundum, (svo mun ekki hafa verið aftar í salnum) en samleikur hennar og hljómsveitarinnar var góður og ör- uggur og ekki er vafi á að hér er á ferðinni einleikari með mjög góð- ar tónlistargáfur. Gaman hefði verið að hafa 16 fyrstu fiðlur í stað tólf og aðra strengi eftir því, í 5. sinfóníu Sjos- takovitsj, en á mörkunum var að strengirnir næðu í gegnum hljóð- múr blásaranna, að vísu liefðu 16 fyrstu ekki komist fyrir á sviði Háskólabíós, sem enn sýnir og sannar að hljómsveitin þarfnast tónleikasalar í fullri stærð ef hún á að geta staðið undir því menning- arhlutverki sem henni er ætlað. Mörg eru þau hljómsveitarverk sem hugsuð eru fyrir stærri stroksveitir en aðeins 12 fyrstu fiðlur. Tólf fyrstu fiðlurnar, svo að aðrir í hljómsveitinni, skiluðu sinfóníunni með glæsibrag. Stroksveitin er orð- in mjög góð og skilaði leikrænum fléttum sinfóníunnar nær því óað- finannlega, yfirleitt, en síðasti þátt- urinn er, hvað tæknina varðar, mjög viðkæmur. Hvort um er að ræða óhreinindi í eyrunum á mér er að ræða veit ég ekki, en tréð er ekki alltaf innbyrðis hreint. Mörg orð mætti hafa um þessa sinfóníu Sjos- takovitsj, þar sem ótrúlegt hug- myndarflug höfundar fléttast gegn- um alla þætti verksins og afmæli sovésku byltingarinnar minnst í margskonar myndum, sem víst skil- uðu sér í flutningi hljómsveitarinnar undir öruggri og ágætri stjórn hljómsveitarstjórans En Shao, sem sýndi í öllum verkefnum kvöídsins að honum er treystandi. í lok sinfó- níunnar dettur manni alltaf í hug hvort höfundur íslenska þjóðsöngs- ins og Sjostakovitsj hafi setið sam- an að sumbli, eins og þeir gerðu forðum Sjostakovitsj og Katscjatur- ian eina fræga nótt og sömdu. Ragnar Björnsson MENNING/ LISTIR NÆSTUVIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarsson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn íslands Ný aðföng III til 25. febr. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms út.mars. Listasafn Kópavogs Blaðaljósmyndir til 11. febr. Norræna húsið Grafíksýning í anddyrinu. Gallerí Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Gallerí Ingólfsstræti 8 Ingólfur Arnarsson sýnir til 4. febr. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Gallerí Sólon Islandus Birgir Andrésson sýnir. Mokka Komar og Melamid sýna Eftirsótt- asta málverk bandarísku þjóðarinnar til 11. febr. Gallerí Úmbra Anna María Siguijónsdóttir sýnir ljósmyndir til 21. febr. Gallerí Fold Jónas Guðvarðsson sýnir og János Probstner í kynningarhorni til 18. febr. Nýlistasafnið Hlynur Helgason, Sigríður Hrafn- kelsdóttir og Lothar Pöbberl sýna til 18. febr. Gestur í setustofu, Gallerí Gúlp! Gallerí Greip Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir til 18. febr. Gallerí Önnur hæð Lesley Foxcroft sýnir til 14. febr. Vincent Shine til 6. mars. Myndás Ljósmyndasýning Páls Guðjónssonar til 2. mars. Slunkaríki Verk Romans Signers til 11. febr. Listasetrið Akranesi Sossa sýnir á árs afmæli Listaseturs til 11. febrúar. TONLIST Laugardagur 3. febrúar Sönghópurinn Smávinir í Digranes- kirkju kl. 17. Kristján Helgason barit- onsöngvari og Iwona Jagla píanóleik- ari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu kl. 17. Hádegistónieikar í Akureyrarkirkju; Bjöm S. Sólbergs- son organisti kl. 12. kvintett Coretto heldur tónleika í sal FÍH kl. 17. Sunnudagur 4. febrúar Natalia Chow sópransöngkona og Helgi Pétursson orgelleikari í Há- teigskirkju kl. 17. Ljóðatónleikar Gerðubergs; Anna Sigríður Helga- dóttir og Gerrit Schuil kl. 17. Þriðjudagur 6. febrúar Kabaretthljómsveit Péturs í tónleika- röð Leikfélags Reykjavíkur kl. 20.30. Ljóðatónleikar í sal grunnskólans á Sauðárkróki kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 3. febr., fim., lau. Kardemommubærinn lau. 3. febr., sun., lau. Don Juan fös. 9. febr. Glerbrot sun. 4. febr. Kirkjugarðsklúbburinn sun. 4. febr., núð., fös. Leigjandinn sun. 4. febr., fös. Ástarbréf sun. 4. febr. Borgarleikhúsið íslenska mafían lau 3. febr., fös., lau. IJna Langsokkur sun. 4. febr., lau. BarPar lau. 3. febr., fim., lau. Konur skelfa lau. 3. febr., fös., lau. Við boigum ekki, við borgum ekki fim. 8. febr. Höfundasmiðja LR; þtjú verk eftir Ben- óný Ægisson lau. 3. febr. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd lau. 3. febr., fós. lau. Lslenska óperan Madama Butterfly lau. 3. febr., fös. Hans og Gréta lau. 3. febr. HafnarQarðarleikhúsið Hennóður og Háðvör lau. 3. febr., fós. Loftkastalimi Rocky Horror lau. 10. febr. Kaffilciklnisið Sápa þijú og hálft lau. 3. febr., lau. Kennslustundin fim. 8. febr. Grískt kvöld. Uppselt á allar sýn. til og með 11. febr. Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 3. febr., lau. Lcikfélag HafnarQai-ðar „Hinn eini sanni seppi“ sun. 3. febr. KVIKMYNDIR MÍR „Tap herdeildarinnar" sun. 4 febr. kl. 16. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarin Reykjavík eða Bjartur og borgarmyndin mán. 5. febr. kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.