Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ RÓMANTÍSKl tíminn í tónlistarsögunni var draumatími píanó- áhugamanna því þá urðu mörg helstu píanó- verk tónbókmenntanna I til og tónskáld kepptust við að nýta sér mögu- leika hljóðfærisins sem þá hafði náð hápunkti í hljómstyrk og tónfeg- urð. Áhugsamir rekast þó snemma á það að í takt við útgáfu á sígildri tónlist almennt eru menn alltaf að gefa aftur og aftur út sömu tónlistina með nýjum flytjendum. Vitanlega á slíkt rétt á sér því á fjölmörgum þeirra diska má heyra að píanóleikarinn hefur fundið nýja leið að hjarta verksins eða lítur það allt öðrum augum en þeir sem áður hafa tekið það upp. Því verður samt ekki neitað að fátt er skemmti- legra en komast yfir geisladisk þar sem heyra má glæsilegan píanókonsert eftir óþekkt eða gleymt tónskáld leikinn af listfengi, fími og tilfinningu. Breska útgáfan Hyperion, sem hefur haslað sér völl með útgáfu á sjaldheyrð- um verkum eða gleymdum frá miðöldum fram á þennan dag, hefur náð langt í útgáfu á sam- feíldum röðum með verkum eftir ákveðin tón- skáld eða tengd ákveðnum tímabilum. Þannig er Liszt-útgáfuröð fyrirtækins, sem komin er í 37. bindi og annað eins eftir, fræg og heildar- útgáfa á sönglögum Schuberts, sem komin er í 25. bindi, hefur hlotið verðlaun víða um heim. Með skemmtilegri útgáfuröðum Hyperion er þó röð með rómantískum píanókonsertum eftir ýmis tónskáld. Umsjónarmaður þeirra útgáfu er Mike Spring. Við Mike Spring mælum okkur mót í Wig- more Hall, bráðfallegum tónleikstað, sem Hyp- erion hefur meðal annars tekið upp plötur í, en Spring, sem er önnum kafinn, vildi sjá þar ungan rússneskan píanóleikara sem vakið hef- ur mikla athygli undanfarna mánuði. Spring er á fertugsaldri en virðist mun yngri, sérstaklega þegar áhuginn á viðfanginu gripur hann í miðri setningu og hann tjómar af barns- legri hrifningu yfir tónskáldi, píanóverki eða -leikara, en svo tekur bresk siðfágun við; hlý- leg kurteisi, þess á milli. Hann hefur fengist við sitthvað á si'num ferli, lærði ungur á píanó en ákvað að verða heimspekingur. Sú ákvörð- un entist ekki nema hálfa skólaönn að hann fór að vinna fyrir sér sem hreingerningamað- ur, barþjónn og rafsuðumaður á olíuborpalli. Á endanum sneri hann sé aftur að náminu og valdi þá að nema tónlistar- og upptökufræði hjá Tryggva Tryggvasyni, sem þá kenndi í East Anglia-háskólanum. Þaðan lá leiðin inn á lagerinn hjá Pinnacle-dreifingarfyrirtækinu og síðan til Teds Perrys og fyrirtækis hans, Hyperion. Þangað var Spring reyndar ráðinn sem sölustjóri, en ekki til að leggja listrænt lið, en smám saman fór Perry að treysta á dómgreind sölustjórans í listrænum málum með góðum árangri. Nánast tilviljun Mike Spring segir að það hafí verið nánast tilviljun að útgáfuröðin fór af stað. „Hljóm- sveitarstjóri Skosku ríkisútvarpshljómsveitar- Ljósmynd/Bjbrg Sveinsdóttir Mike Spring útgáfustjóri Hyperion fyrir miðju, en honum til hægri handar er Marc-André Hamelin og Nikolai Demidenko til vinstri. Rómantísk píanóverk innar kom inn í Hyperion einhverra erinda og þar sem við erum góðir vinir heilsaði ég upp á hann. í samtali okkar og Teds kom fram að hljómsveitin væri að leita sér að einhverjum verkefnum, því þetta var á þeim tíma sem ríkisstyrktar hljómsveit- ir um allt Bretland þyrftu að fara að finna sér auka- tekjur í kjölfar niðurskurðar. Þá kastaði ég því fram til gamans að hljómsveitin hefði útgáfuröð með róman- tískum píanókonsertum. Þessu hugmynd féll í svo góðan jarðveg að ekki varð aftur snúið." Mike Spring segir að hann hefði séð það fyrir sér að helst yrðu teknir upp kon- sertar sem-ekki hafa þegar verið tekið upp, en eitthvað þurfti þó að taka upp sem áður hafði komið út. Vísir að álíka röð var reyndar til, ~ því Pearl-útgáfan hafði gefið úr slatta af rómantískum píanókonsertum á sínum tíma, „en það verður að segjast eins og er að þær plötur voru afskap- lega slæmar og píanóleikurinn ekki góður," segir Spring og bætir við að af nógu sé að taka. „Mér fannst og finnst áríðandi að tón- skáld gleymist ekki; það muna allir eftir róman- tísku tónskáldunum Chopin, Grieg, Schumann og Brahms, en sú árátta að gleyma öllum nema „meisturunum" er út í hött að mínu mati. Hlust- Mikil vakning hefur orð- ið í rómatískri tónlist fyrri tíma, þá meðal annars fyrir tilstilli út- gáfufyrirtækja eins og Hyperion hins breska. Hyperion gefur meðal annars út röð diska með rómantískum pínaókon- sertum og upphafsmað- ur þeirrar útgáfu, Mike Spring, sagði Árna Matthíassyni að útgáf- an hefði hafist nánast fyrir tilviljun. endur eru miklu opnari fyr- ir barokktónlist, því þar er jafn sjálfsagt að hlusta á Biber og Bach, en í róman- tískri tónlist er sífellt verið að gefa út sömu verk ör- fárra tónskálda." Sem dæmi nefnir Spring fyrsta diskinn í útgáfuröðinni, en á honum voru verk eftir Moritz Moszkowski og Ingnazy Paderewski, „bráðskemmtileg og vel samin verk með góðum laglínum," segir hann með áherslu og bætir við að síð- an séu í röðinni tveir diskar með tónverkum eftir Nic- olai Medtner, sem hann segir vera með helstu verk- um píanósögunnar. Heppin með. pianóleikara Ýmsir píanóleikarar koma við sögu í útgáfuröð- inni og Mike Spring segist gjarnan vilja fá sem flesta píanóleikara, því verkin eigi eðlilega misvel við þá. Meðal píanóleikara eru Nicolai Demidenko, sem er á samningi hjá Hyperion, Piers Lane, Steven Hogh, sem hefur verið verðlaunaður fyrir píanóleik sinn, og síðan Mark-André Hamelin, sem hefur verið hlaðinn lofí fyrir ofurmannlega tækni og nákvæmni, en Hyperi- on gerði nýverið útgáfusamning við hann. Þannig lék Hamelin inn á disk fyrir Hyperion píanókonserta eftir Alkan og Henselt, en síðar- nefnda verkið hefur verið gleymt lengi, því það þótti of erfitt. (Til gamans má geta þess að Rubinstein fékk afrit af verkinu hjá Henselt og endusendi síðan með þeim orðum að það væri ekki hægt að spila það; Henselt hlyti'að vera með vanskapaðar hendur.) Spring segir og að útgáfan hafi verið heppin með píanóleik- ara, en hann segir að menn hafi yfirleitt tekið því vel að taka þátt í röðinni og áhuginn auk- ist eftir því sem bætist í hana. „Það er að vísu algengt að menn nenni ekki að læra og æfa verk sem eru svo tekin upp og aldrei leikin eftir það, en það er von mín að eftir því sem röðin styrkist eigi einhver þessara verka eftir að komast á efnisskrá hljómsveita og einleik- ara um allan heim," segir hann með áherslu, en þess má geta að eftir að Hyperion gaf út Medtner-verkin jókst til muna áhugi á tón- skáldinu og segja má að orðið hafí eins konar Medtner vakning, en hann hefur staðið lengi í skugga landa síns og vinar, Rakhmanínoffs. Fimm hundruð konsertar Mike Spring segist sífellt vera að leita að verkum til að taka upp, en hann á ekki von á að þau þrjóti á næstu árum. Hann segist þeg- ar vera búinn að leggja drög að næstu fimm diskum eða svo, einn sé búið að taka upp, annar verði tekinn upp á næstu dögum og svo séu fleiri upptökur á dagskrá síðar á árinu. Ekki telur hann að það standi í neinum að kaupa sér alla röðina, „það getur ekki talist mikið að kaupa fjóra til fimm diska á ári," segir hann, „en vitanlega getur verið erfítt að byrja," bætir hann við eftir smá þögn og hlær við, en fyrir skemmstu kom út tólfti diskurinn í röðinni, með píanókonserfum eftir tvö bresk tónskáld; Hubert Parry og Charles Villiers Stanford, en hvorugur konsertinn hefur áður komið út og Parry-konsertinn hefur meira að segja aldrei verið gefinn út, þótt hann hafí verið tilbúinn til útgáfu. „Ég álpaðist eitt sinn til að segja að til væru um átta hundruð píanókonsertar sem fella mætti undir skilgreininguna rómantík og fékk bágt fyrir því það skrifaði mér bandarísk- ur safnari sem náði ekki upp í nefið á sér fyr- ir reiði; sagði að hann vissi allt um þetta og þeir væru ekki nema fímm hundruð. Þó sú tala sé rétt sér hver í hendi sér að ekki verðum við uppiskroppa með verk á næstunni," segir Spring, „þótt ekki séu allir konsertarnir þess verðir að gefa þá út". Spring segist fá grúa ábendinga frá tónlist- aráhugamönnum, en þeir séu flestir þá að benda á verk sem hann hafði þegar undir hönd- um eða þekki vel til. „Ég er það mikill grúsk- ari," segir hann, „að ég hef sennilega meiri yfirsýn en flestir aðrir þegar rómantísk píanó- tónlist er annars vegar. Aðalvandamálið er því ekki að finna verk til að gefa út, heldur er það oft að fínna verkið allt. Yfírleitt er auð- velt að finna píanóhlutann en merkilega oft vantar hljómsveitarkaflann og erfitt að hafa upp á honum," segir Mike Spring og er þar með rokinn inn að hlusta á píanóleikarann, sem er rétt að hefja leik sinn. „Dýrð Krists" í Hallgrímskirkju TONIIST Hallgrí mskirkja ORGELLEIKUR Tónleikar á vegum listvinaf élags Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson organisti flutti verk eftir Jón Leifs, Jón Nordal og Jónas Tómasson. Sunnudagskvöld 28. janúar. TÓNLEIKAR á vegum listvinafé- lags Hallgrímskirkju voru haldnir á sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju Hér var um að ræða stórviðburð þar sem efnisskrá þessara tónleika sam- anstóð eingöngu af íslenskum nú- tímaverkum fyrir orgel, sem Hörður Áskelsson organisti flutti á Klais- orgel kirkjunnnar. Eitt verkanna, það stærsta á efnisskránni, var hér flutt í fyrsta sinn í Reykjavík. Slíkt efnis- val á orgeltónleikum er að vísu ekki einstakt en er samt nógu sjaldgæft til að vera eftirtektarvert og skapa forvitni og eftirvæntingu. Aðeins þrjú verk voru á efnis- skránni, eitt verk eftir hvert af þrem- ur stórum nöfnum íslenskrar tónlist- arsögu þessarar aldar. Verkin voru spiluð í þeirri tímaröð sem þau voru samin, eins og svo oft er viðhaft. Fyrst bar fyrir eyru þrjá sálmafor- leiki, 0p.l6, eftir frumkvöðulinn Jón Leifs. Þessi verk eru, að minnsta kosti enn sem komið er, sjaldheyrð á orgeltónleikum - þótt vænta megi breytingar á því eftir að einn þeirra var notaður í nýlegri kvikmynd um ævi og tónskáldsferil Jóns Leifs. Forleikirnir eru allir stuttir og gjör- ólíkir - frá einfaldleika tvísöngs í fyrsta forleiknum yfir í afar erfiða, hraða og skreytta fylgilínu í öðrum forleik og krassandi tónklessur í þeim þriðja. Flutningur verksins var að öllu leyti sannfærandi. Raddaval Harðar í „Mín lífstíð er á fleygiferð" hljóm- aði vel og skapaði hljóm sem var greinilega áþekkur þeim hljómheimi sem við þekkjum frá öðrum verkum Jóns Leifs. „Pleno" orgel sem notað var í síðasta sálmforleiknum „Allt eins og blómstrið eina" sýndi mikið næmi í raddavali - sem er kannski ekki að undra þar sem við orgelið sat organisti kirkjunnar - þannig að þetta stykki, sem kann að hljóma undir öðrum kringumstæðum sem hreinasti hljómagrautur, var allt í einu orðið skiljanlegt sem tónlist. Frá lítið þekktu verki eftir Jón Leifs var farið í það verk sem virðist vera hvað þekktast og oftast spilað af íslenskum samtíma orgelverkum, „Forspil að sálmi, sem aldrei var sunginn" eftir Jón Nordal. Flutning- ur Harðar var að vonum sannfær- andi þannig að vel komst til skila sú dulúð, ógnun og óvissa sem verk- ið býr yfir, verk sem er lítið í sniðum Hörður Áskelsson og Jónas Tómasson. Morgunblaðið/Þorkell en þrungið tilfmningum. Hápunktur tónleikanna var frum- flutningur í Reykjavík á nýju verki eftir Jónas Tómasson, „Dýrð Krists", aðeins tíu dögum eftir að verkið var frumflutt á ísafirði við vígslutónleika nýs kirkjuorgels þar. Verkið er stórt vexti og saman- stendur af sjö hugleiðingum um texta úr guðspjöllunum. Þegar svona verk kemur fram á sjónarsviðið leiðir maður ósjálfrátt hugann að stórum orgelverkum Olivier Messiaens, þar sem hann samdi iðulega verk, oft í sjö eða níu þáttum, um dýpstu hug- ar- og kenniefni kristinnar trúar. Ekki veit ég hvort Jónas hefði stór verk Messiaens í huga þégar hann valdi efnivið og samdi þetta nýja verk, en í öllu falli yrkir Jónas hér á eigin tónmáli, ekki sem endurómur af neinum öðrum. Innri viðfangsefni verksins eru fjölbreytileg og mikilfengleg í hæsta lagi — ekkert minna en ummyndun Krists, Faðir vor, Agnus Dei og ann- að svipað efni. Á undan flutningi sérhvers þáttar las séra Karl Sigurbjörnsson viðkom- andi texta úr guðspjöllunum. Þessi lestur undirbjó huga hlustandans svo vel fyrir þá tónlist sem á eftir kom að manni finnst þetta fyrirkomulag á flutningi verksins vera að öllu leyti tilvalið og verður vonandi alltaf við- haft við flutning þess. Fyrsti þáttur verksins, „Minn elsk- aði sonur", greip strax alla athygli hlustandans. Hann virkaði svo magn- aður — og svo stuttur! Ekki veit ég hvort það var í raun og veru stutt en þannig virkaði það svo að hlus- tandinn var skilinn eftir, óþreyjufull- ur að heyra meira. Hljómar í öðrum kafla „Vínviðurinn og greinarnar" voru frumlegir og sérstaklega for- vitnalegir, svo og taktskipan. Hver kaflinn rak annan sem hver fékkst við sitt viðfangsefni. Óneit- anlega hvarflaði sú spurning að manni hvað og hversu mikið er hægt að segja í tónlist um bæn Drottins, Faðir vor. Hér er yrkisefnið svo hyl- djúpt að það er varla á færi neins lifandi manns að tjá sig um það í tónum. En sköpun Jónasar er svo sannarlega áhugaverð, og kallar á fleiri tækifæri til að heyra þennan þátt — tækifæri sem væntanlega gefst við messuhald í Hallgríms- kirkju á næstunni. Lokaþáttur verksins er hugleiðing um Agnus Dei, Lamb Guðs. Efnið fær óhefðbundna meðhöndlun hjá Jónasi og hefst á kraftmiklu ávarpi sem vitnar í upphafstóna fyrsta þátt- arins, en er þó umbreytt og nú orðið skýrara. Síðan tekur við sálmalag, sennilega frumsamið, guðdómlegt í einfaldleika sínum. Sálmalagið er í hreinum C-dúr tón og endar á hend- ingu þar sem laglínan sígur í einföld- um skrefum niður um heila áttund. Sálmalagið fær síðan meðhöndlun í tilbrigðaformi, fyrst einfalt og svo flóknara, sifellt þéttara og þéttara, þangað til þátturinn og verkið endar á tilkomumiklu tokkötu (snertistykki) þar sem hægt er að heyra sálmalagið í hamagangi tónanna og á meðan er hægt að greina lokahendingu sálma- lagsins ummyndast í kraftmikinn lækkandi tónstiga í fótspili orgelsins. Endirinn er kraftmikill eins og vera ber en er þó óneitanlega nokkuð á skjön við hefðbundna túlkun á hug- myndinni „Lamb Guðs". Stórt nýtt verk heyrðist hér í Reykjavík í fyrsta skiptið. Verkið er, eftir því sem ég kemst næst, stærsta einleiksverk sem hér hefur verið sam- ið fyrir orgel, og markar því ákveðin tímamót. Með þessum tónleikum sýndi og sannaði organisti Hallgríms- kirkju hversu vel hann þekkir hljóð- færi kirkjunnar og um leið hversu dyggilega hann ástundar og þjónar listsköpun samtímamanna sinna. Douglas Brotchie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.