Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHttgmiHb&ife 1996 LAUGARDACUR 3. FEBRÚAR BLAÐ D Heimsmeistarí í þolfimi á ls-^ landsmoti FSI SPÆNSKA stúlkan Carmen Valderas kemur fram á ísiandsmótinu í þolfimí sem haldið verður í Laugar- dalshöil þann 3. mars næstkomandi. Carmen er þrefaldur íslandsmeistari í þolfimi, vann kepni IAF i Japan, FIG í París og ICAF í Bandaríkjunum 1995. í lok keppm'nnar í Laugardalshöli mun Carmen sýna æfingaraar sem færðu henni sigur á umrædd- um motuni. Þegar eru átta stúlkur skráðar til einstakiings- keppninnar á íslandsmótinu en skrámngarfrestur rennur út 22. febrúar nk. Hátt £ þrjátiu keppendur verða í unglingaflokki, en ungh'ngameistaramótið fer fram sama dag, sunnudaginn 8. mars, kl. 15.30 en keppni fullorðinna um kvöldið. HANDKNATTLEIKUR Strákarnir stóðuvið stóru orðin Islenska liðið átti ekki að tapa fyrir Norðmönnum í fyrsta leik Lottó- keppninnar í Hamar í fyrrakvöld, en 0HMMI l"1'1' 'ærðu af mistök- Steinþór unum, sögðust ætla Guðbjartsson að sigra Rúmena og skrifar gerðu það í Hauga- frá Haugasundi sundi f gærkvöldi. Úrslitin urðu 24:23 við mikinn fögnuð áhorfenda, einkum fjölmargra íslend- inga, en staðan var 11:8 fyrir Rúm- ena í hálfleik. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf- ari, stillti upp sama byrjunarliði og gegn Norðmönnum, en byrjunin var afleit að þessu sinni. Strákarnir. gérðu aðeins þrjú mörk í fyrstu níu sóknum sínum og sóknarnýting hálf- leiksins var liðlega 33%, sem þykir ekki gott hjá fullorðnum mönnum. Sóknarleikurinn var afleitur í fyrri hálfleik og fyrst og fremst voru það sendingarnar sem rötuðu ekki rétta leið. Hins vegar léku Rúmenar besta hálfleik sinn til þessa. Norsku dómararnir höfðu greini- lega ekki áhyggjur af fiskveiðideilu íslendinga og Norðmanna og verður að segjast eins og er að þeir voru hliðhollir íslendingum án þess þó að dæma áberandi með þeim. Hins veg- ar féllu vafaatriðin íslendingum í skaut og Rúmenar voru ekki ánægð- ir með tvær brottvísanir í byrjun seinni hálfleiks. íslendingar nýttu sér liðsmuninn, jöfnuðu 13:13 þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og i náðu forystunni skömmu síðar. Eftir það var leikurinn í járnum, strákarn- ir náðu tveggja marka forystu en Rúmenar jöfnuðu og komust yfir, 23:22, þegar fjórar og hálf mínúta voru til leiksloka. Þá var einum þeirra vikið af velli, Patrekur jafnaði eftir gegnumbrot og Ólafur, sem var kjörinn maður leiksins og var sér- staklega verðlaunaður fyrir það, gerði sigurmarkið á sama hátt. Rúm- enar reyndu hvað þeir gátu til að jafna en baráttan í vörn íslendinga skilaði sínu. Þetta var mjög köflóttur leikur en strákarnir eiga hrós skilið fyrir baráttuna og það að vera með 100% sóknarnýtingu í fyrstu sjö sóknum seinni hálfleiks. Hins vegar gerðu þeir alltof mörg mistök, sem gengur auðvitað ekki. Þá ber að geta þess að Rúmenar eru ekki með sterkt lið í þessari keppni en þetta var besti leikur þess í vikunni. Ekki var allt með felldu fyrir leik, þegar vaninn er að þjóðsöngvar keppnisþjóða eru leiknir. Fyrst hljóm- aði sá íslenski og síðan var tilkynnt í hátalarakerfinu að nú kæmi sá rúm- enski. Ekkert gerðist, fyrr en aftur var fljótlega tilkynnt að nú kæmi rúmenski þjóðsöngurinn. Þegar enn leið nokkur stund leiddist rúmensku leikmönnunum þófið, hófu upp raust sína og sungu þjóðsöng sinn, við góðar undirtektir áhorfenda. Þetta kom leikmönnum Rúmeníu greinilega í gott skap því þeir byrjuðu með miklum látum í leiknum. Isiand - Rúmenía 24:23 Haugasund, Lottó-keppnin í handknattleik, föstudaginn 2. febrúar 1996T Gangur leiksins: 2:0, 3:4, 5:4, 6:6, 7:8, 7:11, 8:11, 8:12, 9:13,13:13, 15:14,18:16, 20:18, 20:21, 21:21, 22:23, 24:23. Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 8/1, Ólafur Stefánsson 7, Bjarki Sigurðsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Sigurður Bjarnason 1, Róbert Sighvatsson 1. heo Örn Þorleifsson, Dagur Sigurðsson, Jóhann Jóhannsson, Aron Kristjánsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8 (þar af 3 til mótherja). Bjarni Frostason 4 (þar af 2 til mótherja). litan vallar: 8 mtn. Mörk Rúmena: Dedu 5, Popovici 5, Pop 5/1, Iulian 5/1, Flarea 2, Paraianu 1. Varin skot: Daniel Apostu 15/1 (þar af 8 til mótherja). Ianos Liviu 2. Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Svein Olav Öie og Björn Högsnes frá Noregi. Ahorfendur:1.010. Danmörk-Júgósiavía......................................................30:25 Staðan í keppninni er nú sem hér segir: Danmörk og Noregur eru með 4 stig, Is- lendingar, Rúmenar og Júgóslavar 2 stig hver þjóð. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari Erfiðir leikir framundan Þorbjörn Jensson landsliðsþjálf- ari var ánægður með sigurinn og ýmsa þætti í leik íslenska liðsips en óánægður með fyrri hálfleik. „Ég er ánægðastur með að við náðum að snúa leiknum okkur í hag í seinni hálfleik eftir ömurlegan fyrri hálf- leik. Við spiluðum agaðra en áður, spilið gekk betur, við náðum að splundra vörn mótherjanna með hraða og réttum ógnunum. Hins vegar vorum við of ragir í fyrri hálfleik og þá var eins og ieikmenn- irnir væru að vanda sig of mikið við að gera það sem fyrir þá var lagt. En í heildina var margt já- kvætt við leikinn. Við höfðum í fullu tré við mótherjana þegar við klipptum einn út úr spilinu hjá þeim. Það sló þá út af laginu en í sjálfu sér var leikurinn ekki sér- stakur." Sveiflurnar voru gríðarlega mikl- ar í leiknum en Þorbjörn sagði að liðsmenn hans hefðu vitað að þeir gætu miklu betur en þeir sýndu í fyrri hálfleik. „Það er mjög gott að geta rifið sig upp úr því að spila ömurlega í fyrri hálfleik og enda sem sigurvegari." Islendingar mæta Dönum í Voss í dag en Danir komu á óvart í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Júgó- slava. „Danir spiluðu ofboðslega sterka vörn sem, með góðri mark- vörslu, gaf þeim kost á mörgum hraðaupphlaupum. Þetta ásamt mjög sterkri og hreyfanlegri 6-0 vörn gerði gæfumuninn en auk þessu eru Danir með mjög reynslu- mikið lið. Við verðum að passa okk- ur á að spila ekki upp í hendurnar á þeim með því að skjóta of fljótt því þá fáum við á okkur hraðaupp- hlaup." Að margri mati eru Júgóslavar með sterkasta liðið í keppninni en þeir hafa ekki staðið undir vænting- uni í tveimur síðustu leikjum. Is- lendingar mæta þeim í Bergen á morgun og sagði Þorbjörn að þeir yrðu örugglega erfiðir eftir tvo tap- leiki í röð, en þeir hvíla í dag. „Þeir sýndu rosalega góðan leik gegn Rúmenum en lentu í basli gegn Norðmönnum og töpuðu á eftir- minnilegan hátt. Þeir sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik gegn Dönum, þá var 3-2-1 vörn þeirra mjög hreyfanleg. Við komum til með að reyna að leysa upp í hornun- um og tvístra vörninni ef þeir spila 3-2-1 en 6-0 vörn þeirra hefur ekki gengið vel," sagði Þorbjörn. . Morgunblaðið/Kristján Handbolti gegn eiturlyfjum ÚRSLITALEIKIR í bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram um næstu helgi, laug- ardaginn 10. febrúar. Forráða- menn handknattleikssambands íslands og félaganna tveggja sem leika til úrslita í karlaflokki, KA og Víkings, hafa í hyggju að leggja lið baráttunni gegn eitur- lyfjanotkun og kalla verkefnið Handbolti gegn eiturlyfjum. Fundur var haldinn um málið í "gær, þó í tvennu lagi væri; á skrifstofu Sölumiðst öðvar hrað- frystihúsanna (SH) í Reykjavík voru sunnanmenn en nyrðra, á skrifstofu SH á Akureyri, voru KA-menn, fulltrúi lðgreglu og bæjarins og var notast við full- komið sjónvarpsfundakerfi SH. Fyrirtækið hyggst einmitt styrkja verkefnið ásamt Umferð- arráði, sem er aðalstyrktaraðili bikarkeppninnar í vetur. Umræðuefni fundarins í gær var handbolti gegn eiturlyfjum og hvernig nota mætti umrædda úrslitaleiki til að leggja barátt- unni lið. Á myndinni eru, fjær Julian Duranona og Alfreð Gísla- son og nær sést í, frá vinstri, KA-mennina Þorvald Þorvalds- son og Stefán Gunnlaugsson, Jakob Björnsson bæjarsljóra og Ólaf Ásgeirsson, aðstoðaryfir- lögregluþjón. HANDKNATTLEIKUR: ÍBV SIGRAÐIVÍKING í BOTNSLAGNUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.