Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 S KATTFR AMT ALIÐ Vaxtabæturnar vefjast oft fyrir fólki Réttur útreikningur vaxtabóta skiptir flesta skattgreiðendur miklu máli vegna endur- greiðslnanna þann 1. águst á hverju ári. Hér er farið yfir helstu þætti þessara útreikninga REYKJAVIK: Reglur um lækkun fasteignaskattshjá elli- og örorkulífeyris- þegum árið 1996 skv. eftirfarandi viðmiðunartölum Tekjur einstaklings allt að 625 þús. kr. 688 780 Tekjur hjóna allt að 875 þús.kr. 961 1.094 gefa lækkun um 100% 80% 50% hæni tekjur gefa engan afslátt KÓPAVOGUR: Reglur um lækkun fasteignaskatts hjá örorkulífeyris- þegum árið 1996 undir 880 þús. kr. 1.225 þús. kr. 100% yfir 1.200 1.610 0% Ef tekjur einstaklings eru á bilinu 880 til 1.200 þús. kr. er veittur 0-100% hlutfallslegur afsláttur. Sama gildir um hjón með tekjur á biiinu 1.255 til 1.610 þus. kr. HAFNARFJÖRÐUR: Reglur um lækkun fasteignaskatts hjá elli- og örorkulffeyris- þegum árið 1996 I alltað 742 þús.kr. alltað 1.162 þús.kr. 100% 886 1.389 70% 1.136 1.574 30% hærri tekjur gefa engan afslátt. Hjón séu bæði lífeyrisþegar. Tekjuviðmiðun eru árstekjur árið áður. GARÐABÆR: Reglur um lækkun fasteignaskatts og holræsa- og rotþróar- gjalda hjá elli- og örorkulífeyrisþegum árið 1996 alltað880þús.kr. allt að 1.090 þús. kr. 100% 930 1.150 90% 970 1.220 80% 1.010 1.280 70% 1.070 1.350 60% 1.110 1.410 50% 1.150 1.480 40% 1.200 1.540 30% 1.240 1.600 20% 1.300 1.670 10% Pennan afslátt fá lífeyrisþegar fyrst um þau áramót, sem þeir eru 67 ára. MOSFELLSBÆR: Reglur um lækkun fasteignaskatts hjá elli- og örorkulifeyris- þegum árið 1996 alltað 781 þús.kr. allt að 1.220 þús. kr. 100% 929 1.462 70% 1.117 1.645 30% VAXTABÆTUR eru eitt af því fáa sem glatt getur hjarta skattgreiðenda þegar þeir opna umslagið frá ríkisskattstjóra 1. ágúst á ári hveiju. Það er því mikil- vægt að rétt sé staðið að útreikn- ingum á gjaldföllnum vaxtagjöld- um, svo tryggt sé að viðkomandi fari ekki halloka í viðureign sinni við skattyfirvöld. Útreikningur vaxtagjalda getur verið flókinn, sér í lagi fyrir þá húseigendur sem eru að telja þau fram í fyrsta sinn og því getur reynst haldgott að verja góðum tíma til að fara yfir þennan hluta skattframtalsins. Hvaða lán má telja með? Þeir sem eiga rétt til vaxtabóta eru allir þeir sem hafa keypt eða byggt íbúðarhúsnæði til eigin nota, eða hafa keypt eignarhlut í al- mennri kaupleiguíbúð. Fylla þarf út þar til gerð eyðublöð og fylgja þau framtali íbúðareigenda. Það fyrsta sem framteljandi þarf að athuga er að ekki er sama af hvaða meiði lán hans eru og því verður hann að ganga úr skugga uni hvort vaxtagjöld vegna þeirra mýndi stofn til vaxtabóta. Þau lán sem þar um ræðir eru í grófum dráttum þessi: •Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði. •Lán til byggingar íbúðarhús- næðis. •Lán vegna verulegra endurbóta á íbúðarhúsnæði, ef þau eru tekin hjá Byggingarsjóði ríkisins. •Lán sem tekin eru vegna greiðsluerfíðleika og sannanlega notuð til greiðslu á lánum sem notuð voru til öflunar á íbúðarhús- næði. •Lán vegna kaupa á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð. Hvaða vaxtagjöld skal te^a með? Almennt gildir að þeir vextir og þær verðbætur sem lagðar eru á afborganir og vexti og hafa gjald- fallið á árinu mynda stofn til vaxta- bóta. Það sama gildir um dráttar- vexti sem leggjast á viðkomandi lán á árinu. Ef framteljandi hefur hins vegar greitt dráttarvexti á árinu sem tilkomnir eru vegna fyrri ára, teljast þeir ekki til vaxtagjalda árs- ins. Afföll sem framteljandi verður fyrir vegna sölu á skuldabréfum sem hann gefur út sjálfur geta talist til vaxtagjalda, ef andvirði bréfsins var notað til kaupa á eigin húsnæði og verður þá einnig að tilgreina kaupanda bréfanna. Þá geta afföll vegna sölu húsbréfa, sem afhent hafa verið gegn afhend- ingu fasteignabréfa, myndað stofn til vaxtabóta ef viðkomandi er að byggja sitt eigið húsnæði. Það sama getur átt við ef framteljandi hefur selt húsbréf sem hann hefur fengið í tengslum við lán vegna greiðsluerfíðleika. Afföllin reiknast hins vegar ekki öll í einu sem stofn til vaxtabóta, heldur eru þau reikn- að í hlutfalli við lánstíma ár hvert. Ef um er að ræða afföll vegna húsbréfa til 25 ára, er deilt í heild- arafföll með 25 og útkoman færð í reit 12 á eyðublaði vegna vaxta- gjalda, þar sem taldar eru fram afborganir af nafnverði. Þess misskilnings gætir stundum hjá fólki að með þessum hætti séu afföllin ekki verðtryggð. Það er hins vegar ekki rétt. Afborgun af nafnverði er, eins og heitið gefur til kynna, ekki uppreiknuð sam- kvæmt lánskjaravísitölu, heldur leggjast verðbætur ofan á sérstak- lega. Með því að færa afföllin sér- staklega lækkar sú fjárhæð sem dregin er frá í reit 8 og samsvarar það í raun verðtryggingu þessarar upphæðar. Við kaup á notuðu húsnæði er það hins vegar seljandi sem tekur á sig afföll af húsbréfum og getur hann ekki talið þau afföll með sem stofn til vaxtabóta. Lán til skemmri tíma Rétt er að líta aðeins á þær regl- ur sem gilda um skammtímalánin. Hægt er að nýta vaxtagjöld af lán- um sem upphaflega eru tekin til skemmri tíma en tveggja ára, til stofns til vaxtabóta. Það sama gild- ir um þessi vaxtagjöld og önnur, þ.e. aðeins koma til greina þeir vextir sem hafa gjaldfallið á árinu auk dráttarvaxta ársins. Þessi ákvæði eru þó háð ákveðnum tíma- takmörkunum og er ekki hægt að nýta vaxtagjöld af þeim nema á næstu fjórum árum talið frá og með kaupári eða á næstu 7 árum ef um byggingarframkvæmdir er að ræða. Er þá miðað við það er bygging hefst eða til og með því ári sem flutt er inn í húsnæðið, ef það reynist vera síðar. Vaxtagjöld vegna fasteigna- veðskulda og skulda með sjálfs- ábyrgð við lánastofnanir sem upp- haflega voru til tveggja ára eða lengri tíma eru ekki háð þessum tímamörkum. Sérstakar reíkningskúnstir við yfirtöku eldri lána Ef fest hafa verið kaup á íbúðar- húsnæði á árinu og eldri lán yfír- tekin, ^ nauðsynlegt að reikna út nýja afborgun, þar sem verðbætur sem fallið hafa á lánið mynda ekki stofn til vaxtabóta hjá nýjum skuld- ara. Sú aðferð, sem notuð er til að reikna þetta út, veltur á því hvort um er að ræða lán með jöfn- um afborgunum, eins og lífeyris- sjóðslán eru jafnan, eða svokallað annúitets-lán, eins og lán Hús- næðisstofnunar ríkisins. Reikningstilfærslurnar við lán á borð við lífeyrissjóðslán eru nokkuð einfaldar. Eftirstöðvar lánsins við yfírtöku eru lagðar saman við áfallnar verðbætur. Síðan er heild- aríjöldi þeirra afborgana sem eftir eru tekinn og honum deilt upp í þá upphæð og að lokum margfald- að með fjölda afborgana sem framteljandi hefur greitt á árinu. Niðurstaðan úr þessu dæmi er síð- an færð inn í reit 9 á eyðublaðinu. Þegar kemur að annúitets-láni Húsnæðisstofnunar flækist málið aðeins, en er þó ekkert of flókið. Það fyrsta sem þarf að gera er að finna út hver lánskjaravísitalan var í þeim mánuði sem lánið var yfír- tekið og er upplýsingar að fínna um það í töflum á blaðsíðu 30 í leiðbeiningum ríkisskattstjóra. I hana er síðan deilt lánskjaravístölu þess mánaðar sem lánið er upphaf- lega tekið í og kemur hún fram á greiðsluseðli Húsnæðisstofnunar. Ut úr þessu fæst margföldun- arstuðull sem afborgun af nafn- verði er margfölduð með. Þetta er gert með allar afborganir ársins og þær síðan lagðar saman og færðar í reit 9 á eyðublaðinu. Þessi stuðull helst síðan óbreyttur út lánstímann, þannig að einungis þarf að reikna hann einu sinni fyr- ir hvert lán. Ymsar leiðir færar að lækka skattgreiðslur AÐ eru sjálfsagt ekki margir sem hafa ánægju af því að greiða skatta og vildu flestir eflaust vera alveg lausir við slíkar kvaðir. Ýmsir óprúttnir aðilar grípa til skattsvika til að komast hjá þessum óhjákvæmilega fylgi- fiski velferðarþjóðfélagsins, en hins vegar eru til margar ágætar og öllu heiðarlegri leiðir til þess að lækka skatta sína, án þess að þurfa að kljást við samvisku sína eða ríkissaksóknara á eftir. Það sem mestu máli skiptir er fyrirhyggja á fjármálum sínum og skynsamlegar fjárfestingar. Hér verða nefndar nokkrar góðar leiðir til að lækka skatta sína, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Um margar af þessum leiðum er fjallað ítarlegar hér á næstu síðum á eftir. Kaup á hlutabréfum Fjárfestingar einstaklinga í at- vinnurekstri veita þeim rétt til frá- dráttar frá tekjuskattsstofni, svo fremi sem um aukningu á heild- arfjárfestingu þeirra sé að ræða. Einstaklingur getur þannig lækk- að tekjuskatta sína um allt að 44 þúsund krónum og hjón allt að 88 þúsund krónum með kaupum á hlutabréfum í hlutafélögum sem hlotið hafa staðfestingu Ríkis- skattstjóra. Auka þarf fjárfestingu sína í hlutabréfum um 129.900 krónur til að njóta hámarksfrá- dráttar í tilfelli einstaklings en hjón þurfa að auka eign sína um tvöfalda þá fjárhæð. Ströng skil- yrði eru sett fyrir þessum frá- drætti, m.a. um hversu lengi þurfi að eiga bréfín, og er fjallað nánar um þau í umfjölluninni um skatt- framtalið hér á næstu síðum. Hlutabréfaeign er líka að vissu marki undanþegin eignaskatti. Ef hlutabréfaeign er meiri e'n sem nemur heildarskuldum, eru allt að 1,2 milijónir króna frádráttarbær1- ar fyrir einstakling og 2,4 milljón- ir þegar um hjón er að ræða. Húsnæðissparnaður veitir skattafslátt Með því að leggja reglulega inn á húsnæðissparnaðarreikning er hægt að lækka skatta sína nokk- uð. Ekki má leggja sjaldnar inn en ársfjórðungslega og hámarks- sparnaður sem. veitir rétt til skattaafsláttar er 455 þúsund krónur og þarf því að leggja inn að minnsta kosti 113.750 krónur inn ársfjórðungslega. Lágmarks- upphæðin sem veitir rétt til skatta- afsláttar er. 10% af hámarksupp- hæðinni, eða 45.500 krónur. Með þessari leið er hægt að spara sér rúmar 45 þúsund krónur í tekju- skatti, eða sem nemur 10% af inn- leggi ársins 1995. Vegna ákvörð- unar stjórnvalda um að fella þenn- an frádráttarmöguleika niður í áföngum er árið í ár það síðasta þar sem hægt verður að nýta sér þennah frádrátt og nemur hann 5% af innleggi ársins 1996. Er sparnaður þinn eignarskattsskyldur? Það getur skipt talsverðu máli hvort þú bindur eignir þínar í eign- arskattsfrjálsum verðbréfum eða verðbréfum sem greiða þarf eign- arskatt af. Verðbréf gefín út af ríkissjóði, t.d. spariskírteini eða húsbréf, eru eignarskattsfrjáls og það sama á við um |>au verðbréf sem verðbréfafyrirtækin bjóða upp á, svo framarlega sem þau eru byggð á ríkistryggðum eignum. Það sama á við um inneignir í inn- lendum bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum, að því marki sem eignir þessar eru umfram skuldir. Aðrar tegundir verðbréfa en þær sem nefndar hafa verið hér að ofan, eru flestar hveijar eignarskatts- skyldar. Með réttri eignasamsetn- ingu er því hægt að spara sér tals- verðar upphæðir í eignarskatti. Hefurðu tök á því að auka lífeyrissparnað þinn? Flestir greiða mánaðarlega 4% af launum sínum í lífeyrissjóð og vinnuveitandi leggur síðan til 6% viðbótar. Margir leggja þó þessu til viðbótar einhvern sparnað til hliðar í séreignarlífeyrissjóði. Þessi leið getur verið mjög hagkvæm fyrir þá sem sjá fram á að eiga vannýttan persónuafslátt á eftirla- unaárunum, en þá getur þessi sparnaður haft í för með sér skattalegt hagræði, sér í lagi ef þú ert í aðstöðu til að semja við vinnuveitanda þinn um viðbótar- framlag í séreignarsjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.