Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 SKATTFRAMTALIÐ Frádráttur vegna ökutækjastyrks Naudsynlegt að halda vel upp á öll gögn KUTÆKJASTYRKIR sem launþegar fá greidda sem fasta fjárhæð frá vinnuveitenda vegna nota á eigin bifreið við vinnu sína falla undir staðgreiðslu skatta, en eru frádráttarbærir að þeim hluta sem hægt er að færa sönnur á að bifreiðin hafi verið notuð við vinnu. Því er bráðnauðsynlegt fyrir þá sem fá greiddan slíkan styrk að halda gott bókhald um rekstur bifreiðar sinnar allt árið. Halda verður til haga öllum kvittunum yegna viðgerða og annars reglu- bundins viðhalds, auk kvittana Íegna eldsneytiskostnaðar. Þá þarf í öllum tilfellum að alda akstursdagbók, svo hægt sé ð sýna fram á hversu mikið bif- reiðinni hafi verið ekið vegna vinnu. Erfitt getur reynst að greiða úr flækjunni við framtal, hafí þetta ekki verið gert allt árið. Halda verður akstursdagbók í öllum tilfellum i Þegar haldin er akstursdagbók jverður að tilgreina hvaðan og !hvert er ekið, stöðu kílómetramæl- fis í upphafí og við enda hverrar tferðar, heildarkílómetrafjölda og ,!hvert erindið var. Heildarakstur ársins vegna vinnu er síðan færður inn á sérstakt eyðublað sem fram- teljandi verður að skila með skatt- skýrslu sinni. Þar þarf einnig að tilgreina akstur til og frá vinnu og annan akstur í eigin þágu. Akstur til og frá vinnu er hins vegar ekki frádráttarbær. Allir þeir sem þiggja bifreiða- styrk verða að halda akstursdag- bók, óháð því hvernig styrkurinn er greiddur. Mikilvægt er að akst- ursdagbókin sé færð reglulega svo hún sé aðgengileg fyrir skattyfír- völd, óski þau eftir henni. Það sama á við um allar nótur vegna reksturs bílsins. Takið saman allan rekstrarkostnað Þegar fundinn er út sá rekstrarkostnaður sem tengist notkun bifreiðar í þágu vinnuveit- anda, er tekinn saman allur rekstrarkostnaður ársins og hann dreginn frá ökutækjastyrk í réttu hlutfalli við notkun bifreiðar við vinnu. Þau rekstrargjöld sem heimilt er að tína þar til eru; elds- neytiskostnaður, viðgerðarkostn- aður, smurning, hjólbarðar og við- gerðir á þeim, tryggingar, bif- reiðaskattar og bifreiðagjöld. Erfitt getur reynst að greiða úr flækjunni við framtal hafi ekki verið haldið utan um öll gögn Þá reiknast því til viðbótar ár- leg afskrift, sem er föst tala, 136.837 krónur vegna ársins 1995, alveg óháð aldri eða tegund bifreiðar. Sérstakar reglur ef akstur nær ekki yfir 2.000 kílómetra Ef akstur í þágu vinnuveitanda nær ekki yfir 2.000 kílómetra á ári, og greitt er fyrir hann fast gjald samkvæmt akstursdagbók, er ekki nauðsynlegt að færa sund- urliðað yfirlit yfír rekstrarkostnað bifreiðar á eyðublaðið vegna öku- tækjastyrks. í því tilfelli þarf ein- ungis að fylla út fyrstu 3 töluliði eyðublaðsins. í stað rekstraryfirlits má færa til frádráttar þá fjárhæð sem framteljandi hefur fengið greidda vegna aksturs, ef greitt hefur verið fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók eða akstursskýrslu. Skilyrðin sem framteljandi þarf að uppfylla til að geta farið þessa leið eru því þijú. Akstursdagbók eða skýrsla verður ávallt að vera til staðar. Framteljandi verður að hafa fengið greitt samkvæmt kílómetragjaldi og heildarakstur má ekki fara yfir 2.000 kíló- metra. Ef aksturinn fer yfir 2.000 kílómetra verður að fylla allt eyðublaðið út, annars miðast há- marksfrádráttur við 2 þúsund kílómetrana. Ef greidd hefur verið föst mán- aðarleg eða árleg fjárhæð í öku- tækjastyrk, verður að fylla allt eyðublaðið út. Fjármál heimilinna Námskeið í fjármálum heimilanna. Hringið og látið skrá ykkur. Við minnum á heimilis- bókhald Neytendasamtakanna. Fæst víða í stór- mörknðum og bókaverslunum og á skrifstofu okkar. NEYTENDASAMTÖKIN, Skúlagötu 26. Sími 562 5000, grænt númer 800 6250. 1 Ef þú hefur allar einkavátryggingar þínar hjá Ábyrgð færð þú Ábyrgðarbónus, sem getur numið allt að 20% af iðgjaldi heimilistryggingar og 10% af öðrum vátryggingum nema ökutækjatryggingum og þú getur unnið þér rétt til 10% endurgreiðslu allra iðgjaldanna. Handhafar Ábyrgðarbónuss njóta aukinnar bónusvemdar í bílatryggingum, eiga rétt á fríum bílaleigubíl í viku vegna kaskótjóns og njóta hagstæðari kjara við töku bílaláns hjá Ábyrgð. TAKTU ÁBYRGD ! til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700 Hægt er að færa f rá- drátt vegna hluta- bréfakaupa á milli ára HLUTABRÉFAKAUP einstakl- inga hafa færst mjög í vöxt vegna skattafrádráttar sem veittur er vegna þeirra. Reglur um þennan frádrátt hafa breyst lítið eitt frá því á síðasta ári og því rétt fyrir þá sem juku hlutabréfaeign sína á árinu að kynna sér þær breytingar. Þá hafa þessar reglur oft á tíðum vafíst fyr- ir fólki og því rétt að gera grein fyrir þeim hér í stuttu máli. Ef framteljandi hefur aukið fjár- festingar sínar í atvinnulífínu á árinu er honum heimilt að færa 80% þeirrar aukningar til frádráttar frá tekjuskattsstofni sínum á skatt- framtali sínu. Hámarksupphæð þessa frádráttar á framtali ársins 1996 er 207.840 krónur fyrir hjón, en 103.920 ef um einstakling er að ræða. Til að nýta þennan frá- dráttarmöguleika til fulls þarf ein- staklingur að hafa aukið fjárfest- ingu sína um 129.900 krónur á árinu, en hjá hjónum þarf hluta- bréfaeign að hafa aukist um 259.800 krónur. Þetta á þó ekki við nema um sé að ræða kaup á hlutabréfum í fyrir- tækjum sem hafa uppfyllt þau skil- yrði sem ríkisskattstjóri setur og fengið staðfestingu embættisins þar á. Þeirra á meðal eru öll fyrir- tæki sem skrá hlutabréf sín á Verð- bréfaþingi eða á Opna tilboðsmark- aðnum sem og allir hlutabréfasjóð- ir verðbréfafyrirtækjanna. Nánari útlistun á því hvaða fyrirtæki upp- fylli skilyrði ríkisskattstjóra má hins vegar nálgast á skrifstofu embættisins. Aukið svigrúm til að færa hlutabréfakaup á milli ára Svigrúm til að færa hlutabréfa- kaup á milli ára hefur verið aukið frá því á síðasta ári. Nú er heimilt að færa öll hlutabréfakaup á milli ára, en áður var þetta einungis heimilt ef keypt var í hlutafélagi sem stofnað var á árinu, eða ef hlutabréfín voru keypt í hlutafjár- aukningu fyrirtækis. Þær reglur sem um slíka millifærslu gilda eru annars eftirfarandi: Ef hjón eða einstaklingar hafa aukið fjárfestingu sína um hærri fjárhæð en sem nemur þeirri há- marksupphæð sem nýta má til frá- dráttar, er þeim heimilt að færa þá frádráttarheimild sem umfram er á milli ára og nýta á næstu fímm árum. Ef við tökum sem dæmi hjón sem juku fjárfestingu sína á árinu 1994 um 500 þúsund og nýttu sér hámarksskattaafslátt þess árs, standa eftir rúmar 240 þúsund króna, sem þau geta nýtt til lækkun- ar á tekjuskattsstofni vegna ársins 1995. Frádráttur getur þó aldrei orðið meiri en 80% af þeirri ijárhæð sem færð er á milli ára, að teknu tilliti til verðbreytinga. í tilfelli hjón- anna sem dæmi var tekið um hér að ofan, gætu þau nýtt 198 þúsund krónur til lækkunar tekjuskatts- stofns vegna ársins 1995. Þetta getur þýtt um 83 þúsund króna skattalækkun. Verður að eiga bréfin í 3 ár hið minnsta Það skilyrði er sett fyrir lækkun tekjuskattsstofns vegna hlutabréfa sem keypt eru 1993 eða síðar, að kaupandi verður að eiga bréfin í 3 ár hið minnsta. Selji hann bréfin innan þess tíma færist veittur skattafrádráttur til tekna á því ári, nema að a.m.k. sömu fjárhæð sé varið í hlutabréfakaup innan 30 daga frá söludegi bréfanna. Sé keypt fyrir lægri fjárhæð verður að tekjufæra mismuninn. Það sama gildir ef eigandi hluta- bréfa selur bréf fyrir hærri upphæð en hann kaupir fyrir á árinu. Mis- munurinn kemur þá til frádráttar á frádráttarbærum fjárfestingum á næstu árum, þó aldrei lengur en á 10 árum og fellur þá niður sá mis- munur sem enn hefur ekki verið jafnaður út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.