Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 16
16 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 FJOLSKYLDUFJARMAL ÆT Avöxtun í fortíð segir lítið um framtíðina UPPLÝSINGAR um ávöxtun í fortíð inni veitir aðeins upp- lýsingar um liðinn tíma en er ekki vísbending um hvaða ávöxtun fáist í framtíðinni. Fólk er ekki að kaupa sig inn í sömu ávöxtun og einhver ákveðinn sjóður hefur gefið í fortíð- inni með því að leggja fé sitt í þann sjóð. Gengi verðbréfa getur lækkað alveg eins og það getur hækkað," segir Kristján Guð- mundsson, markaðs stjóri Lands- bréfa. „Það er sérstaklega mikil- vægt að einblína ekki á skamm- tímaávöxtunartölur þar sem ávöxt- un tii skamms tíma er t.d. mjög viðkvæm fyrir gengisbreytingum," segir Kristján. „Fólk sem er að hugsa um að hefja sparnað eða velta því fyrir sér möguleikunum á að ávaxta eignir sínar á að sækja sér faglega og einstaklingsbundna ráðgjöf sem getur ekki orðið markviss nema sem mestar upplýsingar um hagi og þarfír viðkomandi liggi fyrir. Aðeins þannig er hægt að taka mið 'af aðstæðum hvers og eins,“ segir Kristján. Kristján segir að skynsamleg ákvörðun um fjárfestingu byggist á því að tekið sé tillit til þeirra eigna sem fyrir eru. Stundum geti verið ástæða til að breyta samsetningu þeirra, slíkt geti til dæmis oft. átt við þegar fólk kemst á miðjan ald- ur, böm flytja að heiman og hús- næðisþörfín er ekki hin sama og áður. Heildarfjárhæð peningalegra eigna hafi líka mikil áhrif á val sparnaðarleiða, sérstaklega varð- andi spurningar um hve langur binditími fjárestingar er valinn og hve mikla áhættu sparifjáreigand- inn þoli og sé reiðubúinn að taka. Ólíkar sparnaðarleiðir geta hent- að fólki á ólíkum aldri. Að öðm jöfnu segir Kristján það henta yngra fólki betur að fjárfesta til lengri tíma þar sem það er oftast betur í stakk búið til að taka áhættu og mæta sveiflum en þeir sem komnir em á efri ár. Þess vegna sé oft hyggilegt að draga úr vægi áhættumeiri verð- bréfa og auka vægi spamaðar sem gefur jafna og stöðuga ávöxtun þegar aldurinn fer að færast yfír. MORGUNBLAÐIÐ Þá verði að hafa í huga að saman- burður á spamaðarleiðum sé aðeins raunhæfur þegar tekið hefur verið tillit til skattlagningar en eins og kunnugt er hljóta mismunandi spamaðarform mismunandi skatta- lega meðferð. Verðbréf með ríkisábyrgð eru t.d. eignarskattsfijáls og sem kunnugt er fæst afsláttur á tekjuskatti með kaupum á hlutabréfum í viður- kenndum hlutafélögum enda sé um að ræða aukna fjárfestingu til að minnsta kosti 3 ára. Þá segir Kristján Guðmundsson að þættir á borð við fjölskylduhagi, tekjur, heilsu, smekk, reynslu af verðbréfaviðskiptum og afstöðu til áhættu skipti máli varðandi það með hvaða spamararleið hann mæli, svo og ráðstafanir og staða viðkomandi í húsnæðis-, trygginga- og lífeyrismálum. „Þetta eru þættir sem mennþurfa að gefa sér góðan tíma til að skoða í samráði við ráð- gjafa,“ segir Kristján. Því eldri því meira laust fé Hann segir að við ráðgjöf um fjárfestingu megi segja að byggt sé á tveimur grannþáttum, áhættu- dreifíngu og sveigjanleika. Með áhættudreifngu er átt við að eignum sé dreift á fleiri en einn stað, þann- ig að mögulegt sé að láta betri fjár- festingamar vega upp þær lakari. Þá verði að hafa í huga að áhætta sé ekki eingöngu fólgin í því að tapa fjárfestingu heldur einnig í því að ávöxtun verði minni en áætlað var. Til að ná sveigjanleika þurfí að skipta peingalegum eignum í laust fé, skammtímafjárfestingar og langtímafjárfestingar. „Það er ekki fyrr en þörfínni fyr- ir laust fé hefur verið mætt að vert er að huga að skammtímafjárfest- ingum.- Almennt séð er svo ekki ráðlegt að leggja í langtímaíjarfst- ingar fyrr en búið er að huga að skammtímafjárfestingum. Hlut- fallsleg skipting þessara þriggja þátta fer fyrst og fremst eftir aldri og efnahag. Þeir eldri, og eins hinir efnaminrii, hafa meiri þörf fyrir laust fé en eins hinir yngri og efna- meiri geta almennt leyft sér hærra hlutfall langtímaijárfestinga,“ segir Kristján. Með lausu fé er átt við fé sem hægt er að grípa til innan skamms tíma, 7-40 daga, án þess að það leiði til skertra vaxta eða verðlækk- unar, og hafa þannig svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum eða nýta hagstæða íjárfestingakosti. Þar er m.a. um að ræða óbundnar bankabækur, bankavíxla, ríkisvíxla og skammtímabréf verðbréfasjóða. Skattaleg staða vegur þungt Þegar spariféð er umfram þörf á lausu fé mælir Kristján Guðmunds- son almennt með því að hluti þess sé festur í skammtímafjárfesting- um. Skammtímaijárfestingar stuðli að stöðugleika því að til þeirra megi grípa án hættu á veralegu tapi vegna tímabundinna verðlækkana á verðbréfamarkaðinum. Með því að dreifa eigninni á 3-5 útgefendur náist fram áhættudreifíng og til að skapa sveigjanleika sé æskilegt að verðbréfin hafí mismunandi gjald- daga, á bilinu 1-5 ár eftir aðstæð- um. Skattaleg staða viðkomandi vegi þungt við val á skammtímafjár- festingakostum. Til langtímaljárfestinga flokkar Kristján hlutabréf og skuldabréf með meðalbinditíma 6 ár eða leng- ur. Þetta séu fjárfestingar sem yfír- leitt gefi ekki miklar tekjur heldur felist ávöxtunin í verðhækkunum. Markaðsverð verðbréfa sem telj- ast til langtímafjárfestinga getur sveiflast mikið milli tímabila en þau gefa von um meiri arðsemi til lengri tíma. Kristján mælir ekki með því almennt að hefja langtímaijárfest- ingar án þess að skammtímafjár- festingar séu til staðar því ekki er alltaf hægt að ganga að því vísu að viðunandi verð fáist við endur- sölu þeirra. Til að dreifa áhættu segir hann að almennt megi miða við að á bilinu ‘/4til 73 hluti lang- tímafjárfestinga séu í erlendum verðbréfum. í fjármálum hafa áhrif sálarlífið! 240 220 200 100 140 140 120 100 00 40 40 20 0 Með greiðslujöfhun Útgjöld 33 Laun --- i ... _ " - Láttu Greiðsluþjónustu Islandsbanka létta af þér áhyggjum Flestir þekkja sjálfsagt afeigin raun þau óþægindi sem geta skapast þegar miklar sveiflur eru í útgjöldum. Suma mánuði er erfitt að ná endum saman oggetur það bæði verið kostnaðarsamt og haft óþægileg áhrif á sálarlífíð. Nú bjóðum við þeim sem vilja losna við áhyggjur af sveiflum í fjármálum greiðslujöfnun á 12 mánaða tímabil. Þú greiðir alltaf sömu upphæð mánaðarlega en við sjáum um að jafna sveiflurnar. Með Creiðsluþjónustu íslandsbanka tryggir þú þér betri nýtingu á tíma og fjármunum. Þú heldur góðri yfirsýn og kemur fjármálunum í jafnvægi. Talaðu við þjónustufulltrúa í næsta útibúi Islandsbanka, hann hjálpar þér að hafa fjármálin á hreinu. ISLAN DSBAN Kl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.