Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 NEYTENDAMÁL Betri upplýsingamiðlun forsenda f ramfara RUNDVALLARFORSENDA fyrir framförum á sviði neyt- endamála er að neytendur séu vel upplýstir og þá á ég við að þeir eigi auðvelt með að velja það sem er hagkvæmast hveiju sinni því það verður sífeilt mikilvægara að neytandinn hafi getu og þekkingu til að velja úr mismunandi valkost- um þar sem fjölbreytileiki vöru og þjónustu er alltaf að verða meiri,“ segir Sigríður Arnardóttir lögfræð- ingur Neytendasamtakanna. „Að auki er mikilvægt að neyt- endur séu vel upplýstir um réttindi sín og veiti þannig viðskiptalífmu það aðhald sem það sannarlega þarfnast." Það er mjög nauðsynlegt að __koma upplýsingum til neytenda á framfæri á aðgengilegan hátt þann- ig að þeir geti tileinkað sér þær og með reglubundnum hætti. Við vit- um að neytandinn fer ekki í stjóm- artíðindi til að kynna sér löggjöf og reglur," segir Sigríður, og bætir við að íslendingar þurfi að auka upplýsingastreymi til neytenda til mikilla muna. Islendingar geti mik- ið lært af Norðurlöndunum um það hvernig hagmýtum upplýsingum sé komið á framfæri við neytendur þannig að fólk standi betur að vígi þegar það tekur ákvarðanir. ' Hún sagði vátryggingasviðið dæmigert fyrir málaflokk þar sem þörf væri á aukinni upplýsingagjöf enda væru tryggingar oft dýrar og mikilvægt að velja rétt til að tryggja sér nauðsynlega trygg- ingavernd. Til að fólk hafi mögu- leika á að framkvæma slíkt val þurfi góðar upplýsingar að vera fyrirliggjandi. Því væri til dæmis æskilegt að bjóða neytendum ákveðna grunntryggingu þannig að tryggt sé að ákveðnir lágmarks- þættir séu inni í tryggingunni þannig að neytendur eigi betra með að gera raunhæfan sam- anburð milli tryggingafélaga bæði hvað varðar verð og það hvaða tjón er bætt og hvað er ekki bætt. „Það er ekki einfalt mál fyrir fólk út í bæ og tímafrekt að gera slíkan samanburð,“ sagði Sigríður. Öryggi í fjármálum er mikilvægt til þess að fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfirfjármálin. Þú getur valið milli þriggja leiða í Greiðsiuþjónustu Sparisjóðanna: Greiðsludreifing Við gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgarjafnar mánaðarlegar greiðslur. i Stakar Sparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. | Greiðslujöfnun [ komi til þess að greiðslur einstakra mánaða séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismuninn. | Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna | er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármáium þínum og heimilisins. GREIÐSLUpJONUSTA SPARISJOÐAN NA MORGUNBLAÐIÐ „Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin eru þar til sérstakar óháðar skrifstofur, sem eru kostað- ar af tryggingafélögunum en eru óháðar og reknar í samráði við neytendasamtök og hið opinbera. Þangað getur fólk hringt inn og spurt um þessa hluti og einnig um rétt sinn og stöðu. Þetta væri mjög þarft verkefni hér.“ Annar þáttur neytendafræðslu snýr að almenna skólakerfmu. Hér- lendis er fræðsla um neytendamál ekki þáttur í almennu námi. „Á Norðurlöndunum er neytenda- fræðsla hluti af námi í grunnskólum og framhaldsskólum oft þannig að ýmsum námsgreinum er blandað saman. Þannig er fólk gert meðvit- aðra um sína stöðu,“ sagði Sigríður. Neyslan kostar sitt • Hjón, sem bæði reykja einn pakka af sígarettum á dag, greiða fyrir það um 195 þúsund krónur á ári miðað við að hver pakki kosti 267 kr. • Ef þau kaupa eina kippu af bjór á viku kostar það um það bil 50 þúsund á ári. • Það kostar 84 þúsund krónur á ári fyrir hjón að fara vikulega í bíó og kaupa þar gos og poppkom. • Miðað er við að bíómiðinn kosti 550 krónur og gos og poppkorn 250 krónur. Fyrir einstakling eru þessi útgjöld 42 þúsund krónur á ári eða 84 þúsund fyrir hjón. • Til að hafa 84 þúsund krónur til ráðstöfunar þurfa hjón að auka tekjur sínar um samtals 144.600 krónur, miðað við 41,94% tekju- skatt. • Gera má ráð fyrir að ein pizza á viku kosti um 80 þúsund kr. á ári. • Ein léttvínsflaska á viku af al- gengri ódýrri tegund gæti kostað um 47 þúsund krónur á ári. • Skyndibiti og sælgæti fyrir 400 krónur á dag kostar 146 þúsund krónur á ári ef keypt er á hveijum degi. • Ef við bætast tveir lítrar af gosi og snakk einu sinni í viku gæti kostnaðurinn aukist um 20 þúsund krónur á ári. • Það kostar 21 þúsund krónur á ári að leigja eina myndbands- spólu á viku fyrir 400 krónur í hvert skipti. • Samtals nema þessi útgjöld 637 þúsund krónum. Til að mæta þeim þarf að auka tekjur sínar um að minnsta kosti 1.074 þúsund krónur. Sex heillaráð til að ná betri tökum á fjármálunum Fjármálahandbók VÍB, 1992 GREIÐSLUERFIÐLEIKAR fólks eru ekki alltaf tilkomnir vegna tekjumissis eða atvinnuleysis, heldur er oft um að kenna slakri fjármálastjóm. Ekki þýðir að treysta á stóra vinninginn í lottó- inu þegar í óefni er komið heldur verður fólk að beita þolinmæði og skynsemi, skipuleggja fjármál- in vel og taka eitt skref í einu. Omggasta leiðin til að ná góð- um tökum á fjármálunum er að skipuleggja sig vel. í góðri skipu- lagningu felst: • Að hafa góða yfirsýn yfir fjár- málin. • Að setja sér markmið í Qár- málum, bæði til skemmri og Iengri tima. • Að búa sér til stefnu í fjármál- um til langs tima til að ná þessum markmiðum. • Að ávaxta peninga sína á skyn- samlegan hátt. • Að fylgjast vandlega með þvi hvort ávöxtunin sé í samræmi við sett markmið. • Að bregðast við ef áætlanir ganga ekki eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.