Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX SIGFÚS fer allra sinna ferða hjólandi. „Þetta er varagarmurinn, það er sprungið á hinu,“ sagði hann og hjólaði niður að höfn með blöð í poka. SIGFÚS verður 85 ára á þessu ári, ef Guð lofar. Þótt hann sé löngu kominn á löglegan eftirlaunaaldur er ekkert slegið af í Salem sjómanna- starfmu. Sigfús fjdgist árvökull með skipakomum til ísafjarðar og þau eru fá skipin sem hann heimsækir ekki. Dæmi um það er saga sem kona á ísafirði sagði blaðamanni. Þegar veðrið var sem verst í haust kom skip til Ísafjarðar og lagðist utan á annað skip í höfninni. Veðr- ið og færið var með þeim ósköpum að skipveijar treystu sér vart í land. Sigfús lét það ekki aftra sér. Hann prílaði um borð í fyrra skipið og síðan yfir í það nýkomna sem lá mun hærra í sjó. Þegar konan frétti af þessu ferðalagi öldungsins spurði hún hvemig í ósköpunum hann hefði komist um borð. - Ég studdi mig bara við tógið með höndunum og hélt töskunni með tönnunum, svaraði Sigfús og þótti lítið um. Upprunninn í sveit Sigfús fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 5. desember 1911 og ólst upp á Blönduósi. Aðeins sjö ára gamall var hann fyrst sendur til sumardvalar í sveit. „Fyrstu nóttina í sveitinni svaf ég í fjárhúsi," segir Sigfús. „Ég átti að fara að Fossum, fremsta bæ í Svartárdal. Þangað var tveggja daga ferð frá Blöndu- ósi. Karlarnir sem ég fékk fylgd með ætluðu að ná háttum á Gunn- steinsstöðum. Það náðist ekki og til að þurfa ekki að vekja upp á bænum náttuðum við í fjárhúsun- um. Mér var svo fylgt inn að Foss- um tveimur dögum síðar.“ Sigfús var svo meira og minna í Svartár- dalnum fram undir tvítugt. Sinnaskipti á Siglufirði Tvítugur fór Sigfús til sjós og réri á trillu úr Grindavík. Síðan lá leiðin til Siglufjarðar á sumarvertíð. Hann byijaði á línubát og er minnis- stætt að allri grálúðu var þá hent, en í dag er hún einn dýrasti fiskur úr sjó. Það bjartasta í minningunni frá Siglufirði er samt ekki fískiríið og grálúðan heldur að þar tók Sig- fús sinnaskiptum. a*L’' •// • i ■ 'í* ■ w,*~. fíttibrfl ‘ Norðmenn ráku um árabil kristi- legt sjómannaheimili' á Siglufírði og síðar á Seyðisfirði. Auk samkomu- halds fyrir sjómenn var þar póstþjón- usta og sjúkum hjúkrað. Fjöldi nor- skra, sænskra og færeyskra fiski- skipa kom hingað til síldveiða á hveiju ári. Að sögn Sigfúsar fiskuðu útlendingarnir ekki um helgar og skipin flykktust til Siglufjarðar þar sem sjómennimir fóm á samkomur í sjómannaheimilinu. „Ég frelsaðist á samkomu í norska sjómannaheimilinu 1933. Þá varð gjörbreyting á lífi mínu,“ seg- ir Sigfús. „Ég var á bát sem hét Stathav og Skapti Stefánsson gerði út. Við sigldum frá Siglufirði á Eyjafjarðarhafnir, til Akureyrar, Dalvíkur og líka í Haganesvík í Fljótum og víðar. Flutningurinn var mjólk, póstur og fleiri vörur. Einu sinni lágum við á Ákureyri og ég var blindfullur að þvælast uppi í bæ. Þar hitti ég mann og sagði honum að ég væri á þessum báti. Hann sagðist þá ætla með okkur til Siglufjarðar í næstu ferð. Maður- inn bauð mér heim til sín í Norður- götu þótt ég væri svona á mig kom- inn. Þessi maður var Jóhannes Sig- urðsson prentari. Hann var viðloð- andi starfið í sjómannaheimilinu og dvaldi nokkur sumur á Siglufirði með þessu norska fólki. Hann var mjög mikill prédikari og duglegur. Jóhannes fór síðar til Reykjavíkur, starfaði mikið að kristniboðsmálum og reyndi einnig sjómannatrúboð. ZZ'JZ; p- f -7U ~ 1 j ý J.T ,iU ’t- : um T. ' T ft" t, ■r „ - EjJ-r. - ..-■ >■■■■■ » •. c• / /- 'V • M'í 'r ; -'•" 'J'' / ^/,/i"’ •; ■'■■'■—' Sigfús hefur haldið dagbækur yfir sjómannastarfið allt frá upp- hafi. Hann kom um borð í togar- ann Ross Cleveland nokkrum dög- um áður en hann fórst og fékk einn óviðkomandi að heimsækja Harry Eddom stýrimann á Sjúkrahúsið á ísafirði fyrstu dag- ana eftir að hann bjargaðist. Þannig er skráð í dagbókina hinn 6. febrúar 1968: „Farið á sjúkrahúsið og vitjað um 4 enska sjómenn. George Burkes skipstjóri af Notts County og Stokes stýrimaður af sama Dagbók sjómanna- starfsins skipi. Einnig Harry Eddom stýri- maður, sá eini sem komst lífs af af Ross Cleveland. Svo er 1 maður til en nafn hans er ekki vitað. Var öllum gefið Ntm (Nýja testa- menti), blöð og rit. I sambandi við liðna atburði og undursamlega þjörgun Harry Eddom komu til ísafjarðar kona hans, frú Rita og bróðir hennar, einnig foreldrar hans og bróðir. Var frú Ritu gef- in Biblía en hinum 4 Ntm. Einnig kom mikill fjöldi af breskum frétta og blaðamönnum. Var 15 þeirra gefin guðspjöll og smárit og 1 Ntm. Einnig voru send til Englands 60 Ntm. ásamt samúð- arkveðjum til ættingja þeirra sjó- manna sem farist hafa með 3 enskum togurum á stuttum tíma við Island.“ Jóhannes bauð mér að koma í sjómannaheimilið og á fyrstu sam- komunni talaði Drottinn til mín. Ég sótti fleiri samkomur og á ann- arri eða þriðju samkomunni frelsað- ist ég og breyttist algjörlega. Löng- un í brennivín og tóbak var gjör- samlega tekin frá mér á einu augna- bliki. Menn trúðu vart breytingunni sem varð á mér. Félagarnír héldu að þetta væri bara enn eitt deliríum- ið, en breytingin var stórkostleg - og hún hefur haldið,“ segir Sigfús. Biblíulestur í berklalegu Haustið 1933 veiktist Sigfús af berklum og var lagður á sjúkraskýl- ið á Blönduósi. Berklarnir voru út- vortis á hálsi og í holhönd. „Ég hef sagt að sjúkralegan hafi verið minn biblíuskóli,“ segir Sigfús. „Ég las Biblíuna statt og stöðugt og sá margt í henni sem ég hafði ekki vitað áður. Til dæmis að í guðspjöll- unum voru ekki aðrir skírðir en þeir sem trúðu. Ég bað Drottin um að ég fengi svona skírn. Svo frétti ég af Betelsöfnuðinum í Vest- mannaeyjum sem skírði trúað fólk. Ég bað Drottin að lækna mig á einhvern máta. Eftir að ég var bú- inn að liggja í nærri tvö ár kom Páll heitinn Kolka læknir til Blöndu- óss og var með nýtt lyf gegn berkl- unum. Lyfið virkaði vel, berklarnir grófu út og mér batnaði. Ég hef aldrei orðið þeirra var síðan.“ Haustið 1935 fór Sigfús til Eyja og lét skírast. Hann hélt síðan aust- ur á Norðfjörð í trúboðsferð með norskum manni, Sigmund Jacobs- en. Þar voru þeir framundir ára- mót. A vetrarvertíðinni fór Sigfús aftur til sjós og réri frá Vestmanna- eyjum næstu 10 árin. Hjónaband og sjómannastarf Árið 1945 giftist Sigfús Guð- björgu Þorsteinsdóttur frá Hörgs- hlíð í Mjóafirði vestra. Séra Sigur- björn Ástvaldur Gíslason gaf þau saman. Vorið 1946 fluttu þau hjón svo vestur á ísafjörð. Brúðkaups- ferðin var farin með mótorbát úr Reykjavík vestur í Bolungarvík. Strax og vestur var komið byij-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.