Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Flumbrað í ferðamálum Osnortið land, þakið sjopp- um! Ætli ferða- mannakynningin fyrir ísland þurfi í framtíðinni að hljóma á þessa leið? Ýkjur að vísu. En... Það sem gárar sinnið eru áform norðanmanna um viðamikla ferðamannamiðstöð á Hveravöllum, á hinu „ósnortna" hálendi miðju. Ferðamannamið- stöð sem verður að hafa þau umsvif að hún beri sig og veiti tekjur. Enda talað um bílastæði, baðlaug, íbúðir fyrir starfsfólk, bensínstöð, sali, jafnvel smáhýsi. Nú virðumst við, þetta kappsama fólk og óforsjála, ætla að fara af sama ofurkappi í nýja bjarg- ráðið, ferðamennskuna, eins og við rukum stefnulaust áfram í refaræktinni og fískræktinni. Grunnspurningin er: Ætlum við að útbía hálendið með skyndi- bitastöðum, mótelum, bensín- stöðvarsjoppum og minjagripa- sölum, svo að það hætti að vera lítt snortið eða eiga til nútíðar og framtíðar sérstæðar og einstakar víð- áttur með adráttarafli á erlent og inn- lent ferðafólk umfram ræktuðu þétt- býlu löndin með neti af hraðbrautum og þjónustu- stöðum? Kvartað er undan mark- miðsleysi í ferðaþjónustu og boðuð stefnu- mörkun. Þetta er auðvitað fyrsta spurningin sem þar þarf að svara - áður en það er orðið um sein- an. Nú eru blikur á lofti. Á Sprengisandi er kominn vísir að móteli og á Kili eru Hveravell- ir í bráðri hættu, ef við viljum hið fyrra. Það verður nefniiega ekki aftur snúið ef aðilar með gróðaglampa í augum skella nið- ur sjoppum af ýmsu tagi um leið og lítt snortna náttúran er farin að draga þangað ferðafólk. Þar liggur munurinn -á spám hag- fræðinga í efnahagsmálum og umhverfísfólks um framvindu lífsgæða að ef spár hagfræðinga rætast ekki geta þeir gefið skýr- ingar í vanáætlunum eða gjald- eyrishrapi og byijað upp á nýtt, en lítt snert náttúra verður ekki búin til á ný. Sú magnaða víðátta í strjál- býlu landi, þar sem maðurinn hefur lítt hróflað við náttúrunni, er aðdráttaraflið sem við trúum að sé svo fágæt að draga muni að túrista í samkeppninni við önnur ferðamannalönd. Spáð er að þjónusta við ferðafólk sé sá vaxtarbroddur í íslensku at- vinnulífí sem vænlegastur sé. Er þegar farið að rætast. Auðvit- að ætlum við að selja þessu fólki gistingu og þjónustu. En þar sem hún á heima og hagkvæmt er fyrir okkur sjálf. Þessi þjónusta á að vera í útjöðrum þessara eftirsóttu hráu og viðkvæmu óbyggða, niður á láglendinu. Auk þess sem þar getur hún gefið mest af sér vegna þess að þar er fólkið sem á að vinna við hana, aðdrættir eru ódýrari og auð- veldari samgöngur. Vaktavinnu- fólk í óbyggðum hefur reynst dýr vinnukraftur og ekki líklegt að hægt sé að halda opnu nema yfir háannatímann. Einu sinni vorum við náttúru- verndarráðsfólk með Eysteini Jónssyni að skoða staði í hættu af ágangi ferða- fólks, eins og Þórs- mörk og Land- mannalaugar. Þá var þetta til um- ræðu, m.a. að hreint upplagt væri að setja upp slíka þjónustu við ferðafólk við laugina innst í Þjórsárdal fyrir fólk á leið inn á hálendið svo sem í Landmannalaugar og um Sprengisand. Fyrir Kjalveg mætti hafa hana við Geysi. Sama að norðan, þar sem Svínvetning- ar gætu allt eins vel haft sínar tekjur af henni ef hún væri við Blönduvirkjunina, þar sem hald- ið er á hálendið upp úr Böndu- dalnum. Þar tækju menn bensín, mat og vistir og gætu gist en farið dagsferðir eða tveggja daga ferðir inn á hálendið. Eg er hrædd um að útlendingahópn- um á leið frá Akureyri á Kjal- veg, sem fékk staðgóðan morg- unverð og tók bita til dagsins í Varmahlíð, hefði ekki þótt fjalla- ferðin slíkt ævintýri ef það hefði ekki verið að halda á öræfí og auðnir. Eftirvæntingin skapaðist af því. Bensínstöðvum og þjónustu- og giststöðum á að halda í út- jaðri lítt snortinna öræva. Sú aðferð að nota litla látlausa skála með landvörðum á völdum stöð- um með salernisaðstöðu í þeim anda sem Ferðafélagshúsin hafa verið, gætu dugað á hálendinu. Slíkt fyrirkomulag á raunar al- veg eins við nær byggð, svo sem í dagsferðum um Reykjanesfólk- vang með þjónustunni í Hafnar- fírði, við Kleifarvatn og viðdvöl- inni í Bláfjallaskála eða við hita- veituna í Mosfellssveit á leið að Tröllafossi um lítt snortið land i þjónstuna í Hvalfjarðabotni. Þannig háttar til víða um land, ferðafólkið gæti keypt alla þjón- ustu á mörkum þessarar eftir- sóttu auðlindar sem ósnortin náttúra íslands er og byggðar- innar þar sem er vinnukrafturinn sem hefur af því tekjur. Það gladdi hjörtu náttúruunn- enda þegar farið var_í að skipu- leggja miðhálendi Islands og samvinnunefnd með fulltrúum aðliggjandi héraðsnefnda og for- manni frá umhverfisráðherra tók að vinna að því að afmarka skipulagssvæði miðhálendisins. Markah'na hefur verið skilgreind í samráði við fulltrúa heima- manna. Skipulagsstjóri segir að fyrsta tillaga að landnotkun verði kynnt vorið 1996 og loka- tillaga auglýst árið 1997. Er ekki botninn á öllu saman þó suður í Borgarfírði ef skipulags- stjórn og umhverfisráðherra leggja blessun yfir svo afdrifa- ríka ákvörðun á Hveravöllum, áður en sá grundvöllur er Iagður hvar og hvernig þjónustan verð- ur sett niður? Stefnumörkunin yrði þá bara uppákoma ákafa- manna. Ætlar ferðamanna- bransinn að verða sama flumbrugangi að bráð og fisk- eldið og refaræktin? Gárur eftir Elínu Pálmadóttur ÁN V^ÖSVXl^A/By^ngareglugerb Endurbætur á gömlu húsnæði Með lögum skal land byggja TIL hvers höfum við lög og reglu- gerðir ef við förum ekkert eftir þeim? Það er furðulegt að menn skuli ekki geta farið eftir lögum um aðgengi, meðan mönnum finnst sjálfsagt að fara eftir öllu öðru í byggingalögum. Stefna stjórnvalda hefur verið, þau tuttugu ár sem ég hef fylgst með þessum málum, að allar opinberar byggingar skuli gera að- gengilegar öllum, en lítið hefur far- >ð fyrir efndum. hreyfihamlaðra og bæta aðgengi í réttu hlutfalli við stærð aðgerðar. En hvað með gamalt friðað hús- næði? Hve miklu er hægt að breyta án þess að skemma heildarhönnun hússins? Hér verður að hafa í huga til hvers húsið var byggt og til hvers það skal notað. Erlendis þar sem ég hef skoðað gömul hús er greinilegt að þær . breytingar sem ráðist er í eru alltaf samkvæmt þeirri hugsun að „allir geti notið og notað húsið í samræmi við tilgang þess“. Breytingar skýrar og ekki faldar sem „gamalt verk“, heldur fyrst og fremst lögð áhersla á notagildi breytinganna. Þannig eru settar upp lyftur utan á svo að sem minnst raskist innra skipulag hússins, en gefur öllum möguleika á að nýta það. Sett eru upp aðgengi- leg salerni í herbergjum sem ekki eru nauðsynleg til fullnýtingar hússins og ef með þarf eru breikk- aðar dyr með sem minnstum útlits- breytingum. VÍSINDI/Hvab veldur fjölbreytniþróunar? Sprenging á kambrtum LÍFIÐ á jörðinni stendur aldrei í stað. Fram koma ný lífsform og önnur hverfa af sjónarsviðinu. Jarð- sagan geymir langa sögu þess lífs sem frá upphafi hefur skreytt jörð- ina. Saga þessi er þó ekki samfelld þar sem leifar lífveranna varðveit- ast misvel í jarðlögunum. Eitt af því sem lengi hefur verið vísinda- mönnum ráðgáta er óvenju tíð framkoma nýrra lífsforma á kambr- íum tímanum. Þróun þessi var svo hröð að í lok tímabilsins var tilkom- in sú líkamsbygging sem enn í dag, rúmum 500 milljón árum síðar, ein- kennir flesta hryggleysingja. Svo merkilegt er þetta fyrirbæri að tal- að er um „kambríum sprengjuna". Nýlega hafa þrír vísindamenn sett fram nýja tilgátu sem skýrt gæti þessa hraðvirku framkomu nýrra líftegunda. Hún byggist á tilvist frumuhóps sem venjulega er óvirk- ur á Iirfustigi dýra, en gegnir mikil- vægu hlutverki í endanlegri þróun fullvaxta dýrs. að eru fyrst og fremst hörðu hlutar líkamsleifanna, s.s. bein og skeljar, sem varðveitast sem steingervingar í jarðlögunum. Dýr sem gerð eru nær eingöngu ur mjúkvefjum skilja oftast lítið eftir sig í jarðlögunum. Það er einungis undir sérstökum, frekar sjaldgæf- um kringumstæð- um, að mjúkir vef- ir dýra varðveitist yfir jarðsöguleg- eftir Sverrir Olafsson „VÖTNIN verði kvik af lifandi skepnum.“ an tíma. Þetta getur hinsvegar gerst ef dýrið grefst hratt, ef jarð- lögin eru snauð af súrefni og þar af leiðandi örverum og öðrum hræ- ætum og ef svæðið verður fyrir litlu jarðraski. Árið 1909 rakst banda- ríski fjölvisindamaðurinn Charles Doolittle Walcott á jarðlagafund sem varðveist hafði undir þessum kringumstæðum. Walcott fann frá- bært safn vel varðveittra lindýra frá því fyrir 570 milljón árum. Fundur þessi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hugmyndir stein- gervingafræðinga sýndi að á þess- um tíma voru næstum öll þekkt byggingarform hryggleysingja komin fram á sjónarsviðið. En hvaða ferlar eða fyrirbæri voru það sem stuðluðu að framkomu jafn margbreytilegs lífs á jafn skömm- um tíma? Steingervingafræðingar rann- saka venjulega leifar fullvaxinna lífvera, einfaldlega vegna þess að flestar lífverur eru fullvaxnar þegar þær deyja. Vísindamennirnir þrír telja að þróun skordýralirfa sé lyk- illinn að skilningi á tilkomu fjöl- skrúðugra lífforma á kambríum tímabilinu. Flest skrápdýr, til að mynda, þróast fyrst í lirfur sem eru minna en einn millimetri í þver- mál. Lirfurnar samanstanda af ég leið á lögreglu- stöðina við Hverf- isgötu, en þangað þarf hinn almenni borgari að sækja ökuskírteini, vega- bréf og borga sektir, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta er ekki svo gömul bygging, byggð einhvern tímann í kringum 1970. Fyrsta hindrunin blasir strax við; nokkrar tröppur og enginn möguleiki að gera vart við sig öðruvísi en að bíða og vona að einhver miskunnsamur Samveiji eigi þarna leið um! Þegar inn er komið kemur í ljós að af- greiðslan er á fyrstu hæð, en það er líka lyfta. Að vísu er lyftan svo lítil að ég efast um að hún tæki stóran rafknúinn hjólastól. Þeir sem vinna þama, lögreglu- þjónarnir, eru afskaplega hjálplegir og eins og flestir sem ég hef kynnst, vilja þeir allt fyrir mann gera, en það breytir ekki þeirri staðreynd að maður gæti þurft að bíða lengri tíma eftir aðstoð og þá í hvaða veðri sem er. Ég er næsta viss um að húsið þarfnast orðið töluverðrar lagfær- ingar og er þá gráupplagt að drífa í að laga aðgengið í leiðinni og trúi ég því ekki að arkitekt hússins sjái ekki leið til að lagfæra þetta „smá- ræði“. Skrýtla? Önnur bygging mun eldri, en líka óaðgengileg, er Þjóðminjasafnið. Hér eru menn vel meðvitaðir um annmarka byggingarinnar og því er skilti við hliðina á tröppunum með alþjóðlegu merki fatlaðra. Á skiltinu em þeir fatlaðir sem óska inngöngu hvattir til „...að hafa sam- band við safnvörð“. Hvernig er ekki sagt og virkar þetta því á mann eins og léleg skrýtla! Þegar eldra húsnæði. er lagfært eða endurbætt skal samkvæmt byggingareglugerð taka tillit til eftir Guómund Mugnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.